Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 9
^Menning Ágreiningur um athafnaskáld Félag áhugamanna um bók- menntir þingaði um Einar Benediktsson á laugardag- inn var. Þingið var vel sótt. Lengst af var salur Norræna hússins fullur út úr dyrum. Páll Valsson flutti fyrsta fyrir- lestur þingsins og kallaði hann: Hlekki brýtur hugar. Páll var á þeirri skoðun að menn hefðu rang- lega talið Einar Benediktsson í hópi nýrómantískra skálda. Hin lútersk-evangelíska trú væri sterk og miðlæg í ljóðum hans þrátt fyrir efasemdir og örvæntingu. Páll taldi Einar standa mun nær rómantísku stefnunni en þeirri nýrómantísku, Schelling og Kant væru Einars menn og skáldskapur hans hefði ffekar mótast af hefðinni en upp- reisn aldamótaskáldanna. Næst túlkaði Dagný Kristjáns- dóttir ljóðið: Hvarf séra Odds ffá Miklabæ og kallaði sína tölu: Sár Sólveigar. Kvað þar við annan tón en hjá Páli því að Dagný leiddi rök að því að þetta Ijóð lýsti guðlausri náttúru og tilvistarlegri upplausn. Hún taldi anda Friedrich Nietzsche svífa yfir ljóðinu og þeim vötnum sem þar eru í klaka ícropin en há- mark þess væri mynd Sólveigar þar sem hryllingurinn og nútiminn tækju völdin. Næstur talaði Thor Vilhjálms- son um skáldið og kallaði sinn fyr- irlestur: Norðurljósin seld. Hann dró upp mynd af manninum og skáldinu Einari Benediktssyni, þversögnunum í persónu hans, yf- irborðsmanninum annars vegar og skáldinu sem gat breytt orðunum í útsæ hins vegar. Og hann dró upp mynd af því hvemig þessar þver- sagnir í ljóðum hans, ffá stórbrot- inni Ijóðlist til ,j)restmærðarlegrar falsettu", hittu Islendinga beint í hjartað og gilti þá einu hvort um var að ræða glerfint sjerrífólk eða rónana á Amarhóli. Fyrirlestur Thors var með þvi besta á þessu þingi. Hann skemmti áheyrendum mjög með spunanum sem er hans stíll, en það var djúp alvara í greiningu hans á aldamóta- manninum Einari Benediktssyni enda felur hann trúlega í sér mik- ilsverðan lykil að ýmsu því besta og versta í íslenskri menningu á þessari öld. A eftir Thor kom Silja Aðal- steinsdóttir með túlkun á ljóðinu Grettisbæli. Silja fjallaði fyrst um mynd Ijóðsins af útlaganum Gretti, sterkum og karlmannlegum, þögl- um og einum, yfirgefnum og mis- skildum. Hún fjallaði því næst um mynd Grettis sögu af sama útlaga og benti á að Grettir Ásmundarson var ákaflega elskaður maður, dáður og vinsæll og átti sér stuðnings- menn sem gengu í dauðann fyrir hann. Ljóð Einars Benediktssonar er ekki um þann mann. Ljóð hans felur ffemur í sér sjálfslýsingu eða persónulega tjáningu á hlutskipti þess sem velur útlegðina og fjallar þannig ffekar um Einar en Gretti: „Útlagaminnið er svo stórt að það rúmar þá báða“, sagði Silja. Eftir matarhlé flutti Matthias Viðar Sæmundsson fyrirlestur um hina persónulegu heimspeki Einars Benediktssonar og kaílaði fyrir- lestur sinn: Villusýn beinu línunn- ar. Kom sér þá vel fyrir þinggesti að hafa safnað kröftum í millitíð því að fyrirlestur Matthíasar var pálþungur. Þann fyrirlestur hefði mátt semja betur og flytja betur en ffæðilega séð var hann afar athygl- isverður. Matthías Viðar rakti hugsun Einars Benediktssonar eins og hún mótaðist í ljóðum hans og kom síðar ffam sem persónuleg heim- speki í ritgerðum, undir lok þriðja áratugarins. Hann sýndi fram á að Einari nægði ekki að rústa hinar gömlu hugmyndir og farga sér svo, eins og sumir skólabræður hans gerðu. Undir bölsýni og niðurifi hans leyndist ástríðufull þrá eftir kerfisbundnum heimsskilningi. Samkvæmt Matthiasi tók Einar af- leiðingunum af því að ný öld var runnin upp með nýjum vísindum og nýrri trúarþörf og sneri sér að því að reyna að koma orðum að nýrri þekkingarfræði. Matthías endaði fyrirlesturinn á því að Einar hefði verið íslenskur Nietzsche. Ef þetta stenst hjá Matthíasi hefur Einar verið ákaflega róttækur í hugsun sinni og þess lítil von að samtímamenn hans íslenskir skildu hvað maðurinn var að tala um. Hitt vekur kannski fleiri spumingar hvað Sigurður Nordal var að hugsa þegar hann sagði að Einar hefði hvorki verið heimspekingur né kennimaður. Var það hlutlægt mat eða vöm fyrir þekkingarffæði sem Einar ögraði? Það var ekki sanngjamt að hafa túlkun Jóns Thoroddsen á ljóðinu Ými næst á eflir erindi Matthíasar. Ýmir er ákaflega torskilið ljóð og túlkun Jóns var metnaðarfull og full af ffumlegum og góðum hug- myndum. Einbeitingarhæfni manna eru hins vegar takmörk sett. Betra hefði verið að hafa erindi Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar um Athafnaskáldið Einar Bene- diktsson næst á eftir Matthíasi og leyfa mönnum að hvíla sig. Hannes Hólmsteinn var léttur og áheyrilegur og kryddaði ræðu sína með sögum um samtímamenn Einars, aðallega Jón Þorláksson, en Hannes er að skrifa bók um hann auk nokkurra annarra bóka sem hann er að skrifa og nefndi í framhjáhlaupi. Hannes byrjaði á að skiigreina hugtakið „athafnaskáld" og sagði að það mætti skilja á tvo vegu:“skáld, sem er athafnamaður“ Krítar-kj aftæðið affarasælast? Undanfarið kastljósið hefur beinst að bandaríska skólakerfínu, en margir telja það nær í rústum og draga stórlega úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi. Slakur árangur banda- rískra nemenda í samanburði við aðrar þjóðir hefur leitt til þess að margir kalla á auknar fjárveitingar. Það vekur því at- hygli við rannsóknir núna, að ekki virðist endilega fylgni milli fjárveitinga til menntamáia og árangurs í grunnskólum. Hagfræðiprófessorinn Rati Ram við Illinois rikisháskólann í Normal bar nýlega saman fjárveit- ingar til grunnskóla (í 1.-12. bekk) hjá 17 iðnríkjum á árunum 1975 og 1985. Þar kom m.a. fram, að þrátt fyrir útbreidda vanþekkingu og hæfnisskort skólabama vom Bandaríkin í öðm sæti varðandi kostnað á nemanda 1975, en í fjórða sæti 1985. Sviss var efst á listanum bæði árin, siðan komu ár- ið 1985 í réttri röð: Svíþjóð, Kan- ada, Ðandarikin og Danmörk. Þrátt fyrir þetta stóðu bandarísk böm sig miklu slakar en t.d. svissneskir, sænskir, kanadískir og danskir jafnaldrar. Bretland var nr. 9, Frakkland nr. 11, Vestur-Þýskaland nr. 14 og Japan nr. 15. Árið 1975 var Þýskaland nr. 12 og Japan nr. 14. . 1 rannsókn þessari var einnig eða „maður sem skáldar athafnir" þ.e.a.s. kaupsýslumaður sem versl- ar á skáldlegan, djarfan og frum- legan hátt“. Einar var ekki af síðast töldu gerðinni, sagði Hannes. ,JEnginn græddi á viðskiptum við Einar". Hannes rakti viðskiptaferil Einars og laldi hann í heildina ekki til fyrirmyndar. Sem Ijóðskáld hefði Einar hins vegar verið óvið- jafnanlegur. Hannes Hólmsteinn var hress andblær í dagskrá þingsins cn það var ekki alltaf viljandi. Eins og þegar hann sagði með sannfæring- arkrafli að „braskarar og milliliðir væm einhverjir nauðsynlegustu menn í hverju þjóðfélagi" og braust út mikill hlátur í salnum, ræðumanni til sýnilegrar furðu. Guðbjöm Sigurmundsson tal- aði síðastur á dagskránni og nefndi erindi sitt: Dauði og salti jökull. Hann gaf hcildaryfirlit yfir skálds- skaparfcril Einars Bcncdiktssonar, viðtökur við verkum hans og helstu einkenni. Þessi fyrirlestur hefði átt að koma fyrst í dag- skránni því að ýmislegt í honum var komið fram áður og margar af tilvitnunum í frægustu ljóð Einars höfðu verið notuð áður í sértækari fyrirlestrum. TitiII fyrirlestrarins er óskiljanlegur og Guðbjöm endaði með því að skýra hann: þetta er blótsyrði sem Einar Bencdiktsson notaði gjarna og sýnir hvort tveggja í senn, sagði Guðbjöm, að maðurinn gat aldrei vcrið eins og aðrir menn, ekki einu sinni blótað eins og fólk flest, og það hve nú- tímalegan má telja hann því að saltan jökul er kannski hclst að finna á malbikuðum götum Reykjavíkur vorra daga að vetrar- lagi. Þessi tenging Guðbjamar var verðugur endir á fyrirlcstra þessa þings scm sýndu svo að ekki varð um villst að Einar Bcnediktsson á brýnt crindi við samtíma okkar. Þá var kominn tími til umræðna. Guð- mundur Andri Thorsson var kynnir þingsins og stýrði því vel og fag- mannlega en óskir hans um um- ræður í þinglok féllu í grýttan jarð- veg. Menn voru orðnir þreyttir. Og þó kom eitt af bestu augnablikum þingsins að lokum þegar upp gekk Þorgeir Þorgeirsson og sagði sög- una af því hvemig William Heine- sen kynntist Einari Benediktssyni. Sú saga verður ekki rakin hér en vonandi lætur Þorgeir hana frá sér fara á prenti. Þorgeir hafði þar að auki athugasemd fram að færa vegna kenninga Hannesar Hólm- steins um að Einar hefði ekki verið athafnaskáld. Hann sagðist ekki sjá betur en gjaldþrotafyrirtæki Einars hefðu haft djúp áhrif á íslcnska viðskiptajöfra. Það er ekki hægt að kveikja á útvarpi eða sjónvarpi lengur, sagði Þorgeir. Þar er ekki talað um annað en það hvemig ís- lenskir bíssnissmenn fcta í fótspor athafnaskáldsins Einars Bcnedikts- sonar. -kj reynt að bera raunfjárvcitingar saman við ákveðna spá um það fjármagn sem vænta mátti til skólamála. Þar var reynt með ákveðnu reiknilíkani að vcga verga þjóðarframlciðslu á íbúa saman við útlagðan kostnað á hvem ncmanda hjá viðkomandi þjóð. í Ijós kom að Bandaríkin höfðu kostað nærri ná- kvæmlega áætluðu íjármagni til grunnskólakennslu 1975, en voru árið 1985 um 12% neðan við það mark sem búast hcfði mátt við. Aðeins Japan, Vestur-Þýskaland og Nýja-Sjáland voru slakari en Bandaríkin að þessu leyti. Norður- landaþjóðir, Sviss og Bretland höfðu lagt meira til menntamála en reiknireglan gerði ráð fyrir. Krítar-kjaftæði (,,chalk-talk“) er uppnefni á þeirri gamalgrónu kennsluaðferð sem felst í því að bamakennari nýtir í fiestum grein- um ekki önnur hjálpartæki en krit, töfiu og eigið tal. Iðkendur og stuðninsmenn „krítar-kjaftæðis“ telja að önnur kennslutækni spilli yfirleitt fyrir og sé hættuleg tíma- eyðsla, nema þá feiknarlegum tjár- munum sé varið til verksins, svo fæstir skólar ráði við. Kannski sjá einhvetjir staðfestingu á þessu í Bandaríkjunum núna. Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.