Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 7
Slðvenfa OLjubfjai Vojvúdfna Stevðofa Bosnla- Hsrzesðvlna Beigracl Sarajevo Júgóslauía fSOtoa Skopje: Makedðnla þjóðviljfein f ebé| Erfiöar minningar og hagsmuna- árekstrar AUt gerist mjög hratt í Júgó- slavíu um þessar mundir, það ger- ir bæði erfitt um vik að spá í fram- vindu mála og freistar margra til að einfalda hlutina og hlaupa yfir margt í sögulegu samhengi. En hitt er víst, að Júgóslavíu verður ekki haldið saman með hervaldi, og að Ðest veltur á því að það tak- ist að beisla samskipti Serba og Króata með sæmilegum hætti. Svo mælir Stefán Bergmann lektor, sem á sjöunda áratugnum nam líflræði við háskólann í Belgrad og hefúr gefið gaum að málum Júgóslava fyrr og síðar. Ertu Júgóslavi? - Nú eru meira en 70 ár síðan sú tilraun hófst að skipa Suður- Slövum saman í ríki. Er ástæða til að undrast að ekki hefur tekist að efla með þeim samkennd irni Júgóslavíu? - Menn hafa vissulega reynt að styrkja einhveija júgóslavneska ímynd á liðnum árum. En það hefur ekki tekist. Menn áttu kost á því að kalla sig Júgóslava í skýrslum, en fá- ir gerðu það. Menn töldu sig Júgó- slava þegar þeir voru erlendis, en á heimavelli voru þeir Serbar eða Sló- venar. Það tókst ekki að búa til nýjan samnefnara þjóða. Kannski var heldur ekki lagt neitt ofurkapp á það. Sá kostur var valinn eftir seinna stríð að leggja allþunga áherslu á rétt þjóða til eigin menningar og sjálf- stjómar. Það virtust allir ánægðir með þá grundvallarreglu að hver héldi sinu. Sumar þjóðimar fengu góða lyftingu með sambandsríkis- fyrirkomulaginu, eins og Makedón- ar, sem áður vom ekki viðurkenndir sem þjóð. Og þó að margt væri að í einsflokksríki Títós, þá varð einnig nokkur vakning meðal Slóvena og Króata, sem aldrei hafa verið sjálf- stæðir áður. Að þvi er varðar að- skilnaðarviðleitni einhverskonar þá bar lítið á henni meðal Slóvena með- an Króatar bám hvað eftir annað fram kröfur um aukið svigrúm. T.d. 1971 og þar um bil. Það gerðist ým- ist i sjálfstæðum menningarsamtök- um eða þá í hinum króatiska armi Kommúnistaflokksins sem þá réð lögum og lofum. Blóö rann eftir slóð - Hve þýðingarmikil er uppriíj- un á fjöldamorðum Króata á Serbum á striðsárunum í atburðum þessara daga? - Menn em mjög í uppgjörsstell- ingum. Atökin nú em skæðust á þeim svæðum þar sem mestu blóði var úthellt á striðsárunum. Allir em í því að rifja upp sem ítarlegast fyrri samskipti þjóða og þá fer mest fyrir Seibamorðunum. Það virðist þurfa mikinn tíma til að greiða úr þeim flækjum og atburðarásin nú er svo hröð að menn taka sér ekki þann tima sem þarf. Hver borgar fyrir hvern? - Svo em þjóðadeilumar um leið hagsmunabarátta, ekki satt? - Menn ætluðu að koma á sjálf- stjómarkerfi í menningarlegu og einahagslegu tilliti og gerðu það að vissu marki. En á sl. 5-10 ámm hef- ur verið vaxandi ágreiningur um ffamkvæmdina, sérstaklega á efha- hagssviðinu. Það er freistandi að líta t.d. á atburði í Slóveníu í beinu fram- haldi af þessu. Blaðamenn em mikið að spyija óbreytta boigara hvað þeim finnst og það kemur að mestu saman við það sem ég hefi heyrt sjálfur fyrr og síðar. Það em á hveijum stað mjög sterk viðhorf rikjandi um það hvem- ig efhahagsmál standa og hveijum það sé að kenna. Slóvenum finnst þeir, sem em efnaðri en aðrar þjóðir, þurfa að boiga fyrir önnur lýðveldi og svæði. Fólk i Serbíu bendir þá á það á móti, að strax eftir strið hafi sambandsstjómin tekið ákvörðun um að byggja upp iðnað fyrst og fremst i Slóveníu (enda vora bestar forsendur til þess þar). Sömuleiðis hafði það forgang sem alrikisverk- efhi að endumýja iðnaðinn í Slóven- íu á sjöunda og átunda áratugnum. I reynd em efnahagskerfin vitanlega mjög samtvinnuð og slóvenskur iðn- aður t.d. háður hraefnum og hálf- unnum vörum úr öðrum hlutum rík- isins. Túrisminn byggðist að vemlegu leyti upp í Króatíu: undir það lýð- veldi fellur mestöll strandlengjan við Adríahaf. I hann fóm sameigin- legar fjárfestingar - en síðan deila menn um skiptingu afrakstrar. Slík- um dæmum mætti fjölga (hvar á að ávaxta sameiginlega sjóði?) og þetta er bakgrunnurinn að því sem nú er að gerast. Þegar Króatar lýsa yfir sjálfstæði þá em þeir m.a. að ná yfir- ráðum yfir túrismanum, sem þeir reyndu áður með öðrum hætti. Slóvenar fagna sjálfstæðisyfiriýsingu: Helvfti, það eru hinir. Hraði og einfaldanir Sjálfum finnst mér ekki vansa- laust hve lítinn gaum lönd i Mið- Evrópu hafa gefið að þróun mála á Balkanskaga - fyrr en nú síðast þeg- ar allt er komið i óefni. Og þá er það að mínu viti stundað um of að ein- falda hlutina. Vissulega er oft erfitt að átta sig í atburðaflaumnum, svo hraður sem hann er. Það virðist lögmál í ffamrás þjóðemishyggju, að menn era fyr en varir komnir lengra en þeir ætluðu Ljósmynd: Jim Smart. Rætt við Stefán Bergmann um sambúð þjóða í Júgóslavíu sér kannski. Nú síðast með því að viija kljúfa sig alveg ffá ríkinu. Fæstir höfðu rætt um sambúðar- vanda i Júgóslavíu á þeim nótum. Menn töluðu fyrst og ffemst um nýja gerð af rikjasambandi. Það hefur einkennt síðastliðin misseri að einflokkskerfið er hmnið. Menn hafa reynt að greiða úr þeim vandkvæðum sem höfðu hlaðist upp undir þvi og verið sópað undir teppi með valdboði. I uppgjöri og endur- mati á fyrri timum (ekki síst á sam- búðarvanda Serba og Króata) hafa menn ekki síst spurt sig að því, hvemig landinu hafi verið stjómað síðustu áratugi. Og þá kemur í ljós, að það er ekki síst í Serbiu sem mik- il geijun hefur orðið í viðhorfum. Hlutskipti Serba I fjölmiðlum fféttir maður mest af umkvörtunum Slóvena og Króata um að þeir þurfi að borga með úrelt- um iðnaði í Serbíu, með sambands- hemum osffv. En þar á móti kemur, að Serbar telja að þeirra hlutur hafi verið fyrir borð borinn í Júgóslaviu allt ffá 1945. Serbía, sem hafði lengi verið sjálfstætt ríki, hafi verið að nokkm leyti skert og hlutur þess í 'sambandsríkinu gerður minni með þvi að sneiða af landinu tvö sjálf- stjómarhémð (Vojvodínu þar sem margt er Ungveija og Kosovo þar sem Albanir em fjölmennir). Aðrir hafi fengið sitt ffam, en Serbar borg- að brúsann. Þetta er almennt viðhorf í Serbiu og einkennir ekki barasta Kommúnistaflokkinn sem var og heitir nú Sósíalistaflokkur og Mi- losevic, foringja hans. Milosevic hefur tekið upp þá linu sem kennd er við „endumýjun Serbíu“. En það væri rangt að telja þá stefhu ein- hverskonar „þjóðemiskommún- isma“ eins og gjama er gert í fjöl- miðlum. Það em fimm eða sex aðrir flokkar í Serbíu og ef nokkuð er em þeir enn harðari í þjóðemishyggju en flokkur Milosevic. Aðaleinkenni umiæðunnar er einmitt það, að yfir- boð í þjóðemamálum taka til sín alla athygli, og efnahagsmál og fleira þessháttar situr á hakanum. Ekki austur og vestur Mér finnst líka að alltof mikið hafi verið gert af því að stimpla Serbíu sem einhverskonar austrænt riki og gjörólíkt hinum „vestrænu“ löndum Króata og Slóvena. Það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sam- bandi, að Serbar hafa annað letur og fengu sína kirkju ffá Grikkjum en ekki Róm. Eins og heimspekingur- inn Markovic hefur bent á f nýlegu viðtali, þá hefur Serbía verið mjög inni í hinum samevrópsku örlaga- dæmum. Til dæmis í heimsstyijöld- unum báðum. I Serbíu þróaðist stjómmálaumræða með svipuðum hætti og annarsstaðar í Evrópu, þar er vissulega til lýðræðisleg hefð að byggja á. Og auk þess hefur Serbía, sem fyrr segir, lengi verið sjálfstætt ríki, meðan aðrar þjóðir ríkisins lutu Týrkjum eða Austurríkismönnum. En hvað sem því líður; viðfangs- efhin em mörg og erfið í Júgóslavíu. Menn þurfa að koma sér saman um sameiginlegar skuldir. Menn þurfa að skoða erfið landamæradæmi. Menn þurfa að skilgreina stöðu hers- ins og ríkjasambandið allt upp á nýtt - ef þjóðimar á annað borð treysta sér til að hafa samflot áffam. Eitt er þó víst: að lausnir munu aldrei finn- ast með því að treysta á hen'ald. áb Föstudagur 12. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.