Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 11
Forstjóragræðgin er hin nýja stéttabarátta John Naisbitt bjartsýnisfræð- ingur kom hér við ekki alls fyrir löngu og hélt fyrirlestur. Inntakið í máli hans var að allt væri á bestu hugsanlegu leið í besta heimi allra heima. Meðal annars kvað hann af og frá að bilið færi vax- andi milli rikra og fátækra. Hann sagði líka að velmegun leiddi ekki til þess að græðgi færi í vöxt. Þeir ríkari verða ríkari Sá sem þetta skrifar lenti í því að rifast svolitið við Naisbitt meðal annars út af þessu. At hvor úr sínum poka eins og vonlegt er. Það er til dæmis nógu erfitt að fá svör við því, hvort þeir rikari séu að verða ríkari og þeir fátækari fátækari. Það eru til ýmsar tölur að brúka, en tölur standa á brauð- fótum eins og menn vita og slungnir menn snúa þeim á ýmsan veg. Ég var til dæmis að sjá það í Observer (23. júní) að breska Ihaldsstjómin hafi falið kjara- rýmun meðal fátækasta hluta Breta á sl. áratug með því að hag- ræða tölum. Svo hafði prófessor ffá Statistical Monitoring Unit verið settur í að skoða þetta nánar og beita þá „aðferðum sem viður- kenndar em í EB“. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hinir fá- tækustu í landinu hefðu ekki bætt við sig 2% í rauntekjum á sl. ára- tug eins og stjómvöld vildu vera láta (meira var það nú ekki). Heldur hefðu þau 20% sem minnst bera úr býtum fengið á sig kjaraskerðingu sem nemur 5% í rauntekjum. En á meðan höfðu þau 20% sem mest hafa bætt 40% við tekjur sínar. Sem sagt: hinir ríku urðu í rauninni ríkari - og hinir fátæku fátækari. Hér má þvi við bæta að eitthvað svipað hefur gerst í Bandaríkjunum, ef marka má nýlega samantekt í Newsweek um bneigð til hófsemi í lífsháttum þar í landi. Stöövum græðgina! En þegar svo að græðginni kemur þá verða góð ráð dýr. Ekki beinlínis hægt að þukla á henni með tölum, sönnum eða vafasöm- um. En þó er það eftirtektarvert að hvort sem litið er i bresk blöð eða bandarísk, þá finnur lesand- inn urmul af greinum sem kvarta yfir grægðinni i forstjórum og öðrum háttsettum mönnum fyrir- tækja. Sem skammta sjálfum sér sífellt meira og meira i beinum greiðslum eða fríðindum. Og bæta gráu ofan á svart með því að gera þessa sjálfskömmtun að ein- hverskonar keppni innan síns hóps um stöðutákn, sem fer svo ekkert eftir því hvort viðkomandi fyrirtæki vegnar vel eða illa. Irwin Steiltzer skrifar í Obser- ver um nauðsyn þess að „hemja græðgina" og kvartar yfir því að eigendur fyrirtækja, t.d. hluthafar, hafi mjög takmarkaða möguleika á að fylgjast með því sem for- stjóramir eru að skammta sér, m.a. vegna þess hve dreift þeirra „vald“ er. David Brierley skrifaði í Sunday Times um „Græðgi í stjómarsal“ og kvartar ekki síst yfir því, hve fáránlegt er að for- stjórar bæti við sínar háu tekjur um leið og þeir stjómi fyrirtækj- um á niðurleið (hann tók m.a. dæmi af ffamkvæmdastjóra Barclays sem fékk í fyrra 21% launahækkun - upp í 404 þúsund pund - um leið og reksturinn gekk illa). Sami maður birtir og fróðlegan lista yfir forstjóra og fyrirtæki sem sýnir, að það er ekkert sýnilegt samhengi milli ágóða fyTÍrtækja og hárra launa fyrirsvarsmanna þeirra. En þar með er botninn farinn úr þeirri röksemd hinna gráðugu, að þeir séu svo mikils virði að há laun þeirra leiði til betri stjómunar. Fríöindafíklar í báöum geirum Fróðlega samantekt má og skoða í Newsweek frá 8 júlí, hún heitir „Háðir ffíðindum“ og fjall- ar einmitt um forstjóragræðgina. Þar er minnst á fikn háttsettra bandarískra embættismanna í allskonar aukagreiðslur, einkabíl- stjóra og fleira, en um þá hluti hefur margt verið skrifað allt síð- an John Sununu, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, varð uppvís að því að láta fljúga sér i herþyrl- um til tannlæknis. Newsweek skrifar margt skemmtilegt um ffiðindagræðgi hjá því opinbera, en minnir í leiðinni á það að þeir sem stunda svipað sukk í einka- geiranum sleppa einatt alltof vel. Skattgreiöendur og einkageiri Hér er um að ræða fyrirbæri sem Islendingar kannast að sjálf- sögðu vel við: opinber starfsmað- ur eða ráðherra fær á baukinn fyr- ir bílakaup eða eitthvað slíkt, vegna þess að þetta em „peningar skattgreiðenda". En hliðstæð dæmi úr einkageiranum em ekki á dagskrá. Newsweek minnir á annað: í bisnessheiminum em út- gjöld fyrirtækja vegna allskonar fríðinda til forstjóra og gæðinga þeirra talin til kostnaðar. Og þessi „kostnaður“ er ffádráttarbær, hann þýðir að fyrirtækin greiða minna í sameiginlega sjóði. Því er það svo, að það er í rauninni ver- ið að níðast á þeim marghijáða húðarklár, skattgreiðandanum, þegar fyrirtækin reka eigin þotur til að skjóta sínum toppmönnum á milli staða eða í ffí. Éða þegar eitt fyrirtæki kemur sér upp skíðahöll og annað sumarhöllum fyrir tugi miljóna dollara til afhota fyrir háttsetta menn sina. Þetta er mik- ilvægt atriði: því hve margir glæpast ekki á að trúa því, að al- menning varði ekkert um það hvemig einkafyrirtæki fara að því að efla munað sinna toppmanna, það sér barasta „þeirra mál“. Svo er ekki. Eða eins og Newsweek hefur eftir miljónamæringi ein- um, H. Ross Perot: „ Þetta em rán og gripdeildir og ekkert annað“. Og bætir við að skattgreiðendum finnist þeir jafn hjálparvana og óbreyttir hlutafjáreigendur em I því að glíma við „ránsskapinn". Árni Bergmann Þeim finnst ekki að þeir eigi þetta land, segir hann, og hver lá- ir þeim það? Einkavæöing og forstjórastétt Nú er mikið talað um einka- væðingu og nauðsyn hennar. Og þá er einatt vitnað til reynslu Breta, af þeim eigi menn að læra einkavæðingu. Gott og vel. Þá er kannski ekki úr vegi að vekja athygli á mikilvægum þætti þess máls, en það er að einkavæðinguna bresku má sumpart skoða sem aðalstétta- baráttuna þar í landi. Eins og menn vita hefur íhaldsstjóminni tekist að sannfæra marga um að bresk verklýðshreyfing sé höfiið- meinsemd samfélagsins með sín- ar ffeku og óraunsæju kaupkröf- ur. En þegar búið er að slá verk- lýðshreyfinguna niður þá rís upp með miklu afli og fyrirgangi ný stétt sem berst af hörku fyrir bætt- um kjömm: og það em forstjórar sem hafa komist í feitan bita þar sem em einkavædd opinber fyrir- tæki. Viltu 200 prósent? Meðal þess sem einkavætt hefiir verið í Bretlandi em fyrir- tæki sem eðli sínu samkvæmt geta varla staðið í alvöru sam- keppni. Vatnsveitumar til dæmis, raforkufyrirtækin, gasveitan, sím- inn og fleira. íhaldsstjómin hefur selt þetta allt saman og stofnað hlutafélög um reksturinn. Niður- staðan hefur orðið sú, að neytend- ur hafa orðið að borga meira en áður fyrir síma og vatn (30% meira) og fleira. En um leið gerist það, að ffamsækinn hópur for- stjóra kemst í feitt: það fyrsta sem gert er þegar búið er að einka- væða til dæmis rafmagnið í Suð- ur-Wales, er að hækka kaupið hjá stjómarformanninum um 45%. Oddviti British Gas hefur fengið 66% kauphækkun nýlega (úr 222 þúsund pundum á ári í 370 þús- und). Og þessar hækkanir em bar- asta einn áfangi. Sumir hinna nýju forstjóra fyrrverandi opin- berra fyrirtækja hafa tekið undir sig 143-172% stökk upp á við (dæmi er i Sunday Times tekið af þrem forstjómm einkavæddra vatnsveitufyrirtækja). Sumir þessara forstjóra hafa tekið undir sig stökk í tekjum upp á 200- 300%. Nú má spyija: hvemig stend- ur á þessum fjanda? Hvers vegna komast menn upp með það að stórbæta kjör hinna ríkustu, um leið og ráðandi stjómmálamenn væla sem hæst um nauðsyn þess að skera niður ríkisútgjöld og þá náttúrlega ýmsa þá fyrirgreiðslu sem þeir verst settu njóta? Og á meðan allt er gert til að lama sem mest verklýðsfélög og þröngva þeim nauðugum viljugum inn í „þjóðarsáttir“ í nafhi baráttu gegn verðbólgu? Það er ekki gott að vita. Ein ástæðan er vafalaust sú að vinstri- menn, jafhaðarmenn, hafa týnt vopnum sinum. Stórfelld afglöp og stöðnun sem einkenndu þann ríkiskommúnisma sem komið var á í Austur-Evrópu hafa í bili sleg- ið vopn úr höndum þeirra sem stendur næst að mótmæla vaxandi misskiptingu lífsgæða í samfé- lögum. (Og eins og dæmin sanna þá skiptir það ekki höfuðmáli hvort viðkomandi vinstrimenn voru sjálfir gagnrýnir eða trúaðir á „tilraunina" fyrir austan). Spill- ing hjá Honecker og Ceaucescu hefur með öfugsnúnum hætti orð- ið til þess að gera ríkismenn Vest- urlanda stikkfría og eins og part af því „náttúrulögmáli" að auði skuli misskipt. Þannig hafi það alltaf verið og svo muni áfram verða. Engu að síður er það mjög ólíklegt að forstjóragræðgin fái að þrífast lengi enn í friði. Sjálfur sá fjöldi greina sem áður var á minnst segir sína sögu: og þessar greinar eru ekki í neinum vinstri- mannablöðum heldur úr ofur borgaralegri pressu. Mönnum of- býður blátt áfram, eins og vonlegt er. Og það er góðs viti í sjálfu sér. Hitt er svo merkilegt, að hér á landi dettur engum i hug að segja eitt eða neitt um hina freku stétta- baráttu forstjóranna. í mesta lagi eru menn eitthvað að æmta um dagpeninga opinberra sendi- manna og svindl í sambandi við gjaldþrot fyrirtækja. En forstjóra- græðgin, hin löglega en ósiðlega, er ennþá stikkfrí hér á landi, nema hvað við höfum eitthvað verið að mjálma um þetta hér í Þjóðviljan- um og þó ekki af neinum þeim krafti sem þyrfti. Gáum að þessu. Föstudagur 12. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.