Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 12
Ágúst Pétursson, stjórnarmaöur ( Krýsuvíkursamtökunum, segir að nú hafi menn ööiast nýja von um að hægt veröi að byggja upp öflugt starf ( Krýsuvík. Engin loforð hafa þó verið gefin af stjórn- völdum um framhald á fjárstuðningi. 12.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júlí 1991 (þessu húsi hafa vistmenn búið undanfarin tvö ár á meðan unnið er að þvf að koma skólahúsinu ((búðarhæft ástand. Myndir: Jim Smart. umyndir á veggjum, og það fyrsta sem tekið var í gagnið í skólahúsinu var lítil kapella sem vígð var fyrir tveimur árum. Dagurinn hefst á bæn og á sunnudögum er samkoma í kapellunni. AA-fundir eru haldnir þrisvar i viku og reglulega kemur ráðgjafi sem tekur vistmenn í viðtöl. „Sumum þótti það imdarlegt að vígja kapellu úti í eyðimörkinni, en hún hefur gefið okkar margar góðar stundir,“ segir Snorri Welding. „Okkur þykir rétt að taka afstöðu i trúmálunum. Þjóðfélagið gerir ákveðnar siðferðilegar kröfúr til hegðunar sem byggðar eru á kristn- um viðmiðunum og dæmir sam- kvæmt þeim. Við höfúm sagt að við vildum leggja áherslu á að menn sættist við sjálfa sig og Guð. Við er- um að reyna að færa manninn til jafnvægis og með jafnvægi eigum við við innri frið. A meðferðarstofnun, þar sem faghópurinn ríkir einn, segja menn að ekki sé hægt að fjalla um Guð með vísindalegum hætti. Menn verði bara að eiga það við sjálfa sig hvort þeir kynnast honum eða ekki. Það sé bara hægt að segja viðkom- andi til um líkamlegt og andlegt ástand hans út frá sálfræðilegum, vísindalegum og læknisfræðilegum forsendum og teórium. Þetta skilur enginn sem búinn er að vera á göt- unni í fjölda ára. Hann trúir heldur ekki að Guð sé til, vegna þess að Guð hefúr aldrei haft neitt með hans líf að gera eins og hann hefúr upplif- að það. Við bendum manninum á að ef einhver lögmál séu í tilverunni og tilgangur, sem ef til vill hefúr farið ffam hjá manni í öllu volæðinu, þá sé það fyllilega þess virði að gefa sér a.m.k. sex mánuði til ár til að kynn- ast þessu, því ekki er lífið burðugt fýrir. Við tölum saman af skynsemi, vinnum með fólki sem er menntað í guðfræðideild háskólans, en lifúm ekki í kreddum og fanatík. Þetta við- horf reynum við að tengja því upp- eldisprógrammi sem við erum með í gangi. En við tölum líka um kynlíf og afleiðingar þess að vera óábyrgur á þvi sviði. Ekkert mannlegt er okk- ur óviðkomandi, og okkar reynsla er sú að það taki langan tíma að til- einka sér þá trú að eitthvað gott sé til í tilverunni, einhver æðri máttur. Það dugir ekki að fara á jóganám- skeið hjá útlendingum sem kosta tugi þúsunda króna.“ Yfir 200 manns sprauta sig Undir viðhorf Snorra tekur ung- ur vistmaður í Krýsuvík, sem hér nýtur nafnleyndar af eðlilegum ástæðum. Hann segist aldrei hafa verið trúaður, en hér hafi hann fúnd- ið Guð og gott fólk. Þessi drengur hefúr verið ánetjaður vímuefnum frá unglingsaldri og hefúr sprautað sig með amfetamíni í nokkur ár. „Ég kom hingað því ég vissi að ég þyrfti langan tíma til að hugsa um mín mál,“ segir hann. „Ég byijaði'að drekka sem unglingur og var farinn að reykja hass daglega sautján ára. Ég vissi fljótlega að þetta var stórt vandamál hjá mér, en gat ekki hætt. Það er mikil þörf fyrir stað eins og þennan. Við höldum að það séu ekki undir 200 manns sem sprauta sig í Reykjavík. Þetta er lokaður hópur, en þegar maður er kominn inn i hann þá kynnist maður strax fúllt af fólki sem er á kafi í þessu." Neyslan er dýr og afbrot algeng leið til að ná í peninga. „Ég hef aldrei getað stundað vinnu til lengri tima, hámark í nokkra mánuði. Ég var i innbrotum til að fá pening fyrir efnunum, braust inn i fýrirtæki um fimmtán eða tuttugu sinnum á kvöldin og um helgar. En ég skemmdi aldrei neitt, gætti þess vel ef allt kæmist upp. Sem gerðist á endanum eftir að ég var svo vitlaus að taka eitt sinn ávísanahefti og selja þau. Ávísanafals kemst næstum allt- af upp, og það var kjaftað frá mér. Núna er ég búinn að viðurkenna þessi innbrot og er með skilorðs- dóm. Það eru flestir hér í Krýsuvík með dóm á bakinu og hafa sokkið djúpL“ Viðmælandi okkar fylgir okkur um húsin á staðnum og segir stoltur frá vinnu sinni og áformunum um uppbyggingu starfsins. Náttúran er í senn hrikaleg og fögur þrátt fyrir berangrið. Sólin gyllir Grænavatn, sem ber nafn með rentu, og gufú- strókar standa hér og hvar upp úr jörðinni. Einangrunin hér veldur unga manninum ekki vanlíðan. „Mér líð- ur vel að vera héma, langt frá öðr- um, búinn að klippa á öll tengsl við fyrri félaga,“ segir hann. „Hér er ró og friður. Ég vissi ekki fyrr en hér, að það væri mögulegt að hætta. Ég hélt að ég gæti það aldrei..." -vd. .Draugur í kerfinu Þjóðviljinn heimsótti Krýsuvík í vikunni í fylgd Ágústs Péturssonar félagsfræðings og stjómarmanns í samtökunum. Hann segir aðstand- endur samtakanna nú loksins bjart- sýna á framtíðina. Hið 2000 fermetra skólahús í Krýsuvík er gamall draugur í kerf- inu. Húsið var upphaflega byggt af ríki og sveitarfélögum á Suðumesj- um sem heimavistarskóli fyrir vand- ræðaunglinga og var tilbúið undir tréverk árið 1973. Ríkið átti 75%, sveitarfélögim 25%. Búið var að skipa skólanefhd þegar málin hlupu skyndilega í hnút þegar stefnunni í málum bama með félagsleg vanda- mál var kúvent og skólar sem þessir afskrifaðir. Á þeim áram sem síðan era liðin hefúr húsið staðið autt, að undanskildum stuttum tíma sem svín fengu þar inni svo sem ffægt er orðið. Húsið fékk að grotna niður allt til ársins 1986 þegar Krýsuvík- ursamtökin vora stofnuð og föluðust eftir húsinu. Skólann fengu þau ódýrt, á 7,2 miljónir á þávirði. Kaupverðið eiga samtökin að greiða með árlegum afborgunum á 30 ár- mn. Verðmæti hússins í dag, þ.e. væri það staðsett í þéttbýli, mætti áætla um 150 miljónir. Unnið hefúr verið hægt og þétt að endurbótum á byggingunni. Þeg- ar að var komið fyrir fimm áram var hver einasta rúða brotin og búið að stela öllu steini léttara, m.a.s. búið að skrúfa ofnana úr húsinu. Nú er búið að leggja rafmagn í húsið og í haust á að ljúka við tengingu hita- veitu f það úr háhitasvæðinu í Krýsuvík. Þar er borhola með 180 stiga heitri gufú sem samtökin mega nýta sér endurgjaldslaust. Mest hefúr verið unnið í sjálf- boðaliðavinnu og m.a. hafa starfsmenn ffá ÍSAL gefið sína vinnu við lagningu röranna í hita- veitunni. Fyrirtæki og félagasamtök, m.a. Lionsmenn og konur úr Grindavík, Kefiavík, Sandgerði og víðar hafa stutt samtökin með fjár- og vinnuffamlagi. Dagsbrún gaf hálfa miljón fyrir stuttu og fjárfest- ingafyrirtækið Lind gaf eina miljón til framkvæmdanna. Framlag rikisins á síðasta ári var 4 miljónir og sem fyrr segir 8 milj- ónir í ár. Með þessum hætti mun samtökunum væntanlega takast að Ijúka fyrsta áfanga hússins, en mikið er þó eftir enn, enda húsið stórt. Þeir einstaklingar sem hafa ver- ið í meðferð í Krýsuvík síðastliðin tvö ár, og fáir vita reyndar af, hafa þó ekki búið í skólahúsinu sjálfú, heldur í svokölluðu starfsmannahúsi þar skammt frá. Húsið er leigt af Hafnarfjarðarbæ og er í heldur slæmu ástandi. „Það er þó hátíð núna miðað við hvemig það var áður en við byijuð- um að laga það,“ segir Ásta Láras- dóttir fjölskylduráðgjafi, einn þriggja starfsmanna sem sinna þeim sjö einstaklingum sem nú era í Krýsuvík. Húsið var áður leigt af refabónda, og niðumídd refahúsin sem standa skammt ffá húsinu eru heldur ömurleg sjón. Þrír vistmenn búa nú í fyrstu herbergjunum sem era tilbúin í skólahúsinu og fjórir í starfsmanna- húsinu. Hinir vonlausu eru okkar fólk Við stofnun samtakanna árið 1986 stóð til að stofna í Krýsuvík meðferðar- og uppeldisstofnun fyrir böm og unglinga sem væra ánetjað- ir vímuefnum. En eftir miklar um- ræður í kerfinu um þessi mál keypti ríkið land að Móum og þar kom Unglingaheimili ríkisins á fót með- ferðarstöðinni Tindum sem tekur við einstaklingum undir tvítugu. „Við ræddum þessi mál í samein- ingu og fannst eðlilegt að ríkið þró- aði sín úrræði eins og því bar skylda til samkvæmt Iögurn," segir Snorri Welding framkvæmdastjóri og aðal- driffjöður Krýsuvíkiu'samtakanna. „En menn héldu hið gagnstæða og stilltu samtökunum og rikinu upp sem andstæðum. Embættismenn tóku stefnuna á hin opinbera úrræði og sögðust ekki kæra sig um að búa til nýjar stofnanir fyrir utan kerfið. Tindar urðu því til og þar er tekið við yngsta hópnum. En þá komum við að botnfallinu, þeim sem ná hvergi árangri hversu oft sem þeir fara í meðferð. Þeir era á aldrinum 20 til 40 ára. Þetta era þeir sem búið er að gefast upp á að sinna, hinir for- föllnu og vonlausu. Þeir eru okkar fólk.“ Snorri og sr. Birgir Ásgeirsson, einn stjómarmanna í samtökunum, hafa á undanfömum árum byggt upp meðferðarprógramm sem er ekki í miklu frábragðið því sem fyrir er, t.d. hjá SÁÁ. í Krýsuvík er þó lögð áhersla á mun lengri tíma í meðferð, allt frá átta mánuðum upp í tvö ár. Menntun og enduruppeídi skipta jafnmiklu máli og meðferðin við vímuefnafíkninni. Afeitran er og verður ekki á staðnum. Flestir koma í Krýsuvík úr afvötnun á Landspital- anum. Engin tímatakmörk era sett í meðferðinni og menn geta verið í Krýsuvík eins lengi og þeir kjósa sjálfir. Eftir nokkum tíma geta þeir haft samskipti við fjölskyldu sína. „Lykilorðin era meðferð-skóli- vinna,“ segir Snorri. „Við byggjum á tólfsporakerfi AA- samtakanna en látum einstaklingana hafa meiri ábyrgð á sjálfúm sér og vera sinni í Krýsuvík heldur en gert er á hefð- bundnum stofnunum þar sem mönn- um er í raun ýtt úr einni stíffi dag- skrá yfir í aðra. Við eram að reyna að skapa fjölskylduumhverfi. Krýsuvíkin er heimili fólksins og þar vinnur það að ýmsum verkefn- um sem aukin era með tímanum. Við leggjum mikla áherslu á mennt- unarþáttinn og viljum fá hingað að minnsta kosti tvo sérkennara sem gætu skipst á um að vera hér.“ Vmna vistmanna felst m.a. í þvi að þeir hjálpast að við matseld, þrif, þvotta og vinnu við endurbætur á húsnæðinu. Vistmenn sjá einnig um þau dýr sem á staðnum era: fjögur hross, hunda, ketti og níu hænur sem hafa unnið það sér til frægðar að leika í kvikmynd eftir Hrafn Gunn- laugsson. Dýrin era í útihúsum sem eru í lélegu ástandi eftir margra ára vanhirðu, en vistmenn leggja sig fram um viðgerðir og lagfæringu húsanna. Auk þess vinna þeir við kartöflu- og gulrótarækt, og áform era um að auka mjög ylrækt, enda jarðhiti mikill. í Krýsuvik er hver sem stöðugt gýs og þangað koma margir ferðamenn. Þetta ætla Krýsu- víkursamtökin að nýta sér og hafa sett upp skúr skammt frá hvemum sem gera á að sjoppu. Krýsuvíkursamtökin hafa orðið fyrir nokkurri gagnrýni innan með- ferðargeirans um að faglegu starfi væri ábótavant, þó ekki gengi blaða- manni of vel að fá upplýst á hveiju hún er byggð. Einn viðmælandi blaðsins nefndi einangrunina sem stóran þröskuld þegar að því kæmi að fá fagfólk til starfa. Landlæknir hlynntur starfinu Ólafúr Ólafsson landlæknir hef- ur stutt starfsemina og haft eftirlit með henni. Hann segir að sá hópur sem samtökin taka við sé fólk sem þarfnist langrar meðferðar. „Þetta fólk þarf lengri tíma en margir aðrir fikniefhaneytendur. Vandi þess felst ekki bara í vímuefnaneyslu, heldur í menntunarskorti, stundum skorti á uppeldi og jafnvel þroskaleysi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ólafúr. „Það verður að horfa á heildar- myndina. Þær aðferðir sem beitt er við þrítugan alkóhólista úr millistétt sem hefúr stuðning fjölskyldu sinn- ar og atvinnu duga oft ekki við þetta fólk, sem margt hvert hefúr aldrei haldið vinnu. Menn sem ekki hafa lokið grannskólaprófi, einsá við um marga skjólstæðinga Krýsuvikur- ^ samtakanna, era jafn illa staddir og væra þeir ólæsir á hörðum vinnumarkaði í dag. Þessi aðferð hefúr ratt sér mjög til rúms í Evrópu og ég held að sú gagnrýni sem samtökin hafa orðið fyrir hafi ef til vill komið fram vegna þess að mertn era of þröng- sýnir, sjá bara sitt fag. Þama lærir fólkið til dæmis að vakna á morgn- ana, taka á sig ábyrgð og vinna með öðram.“ Snorri Welding segist vissulega hafa orðið var við gagnrýni um fag- legt starf. „Gagnrýnin felst yfirleitt í þvi að við séum ekki með hefð- bundna menntun á þessu sviði og höfúm ekki vit á þvi sem við erum að gera. Þetta kann að vera bæði rétt og rangt. Við eram öll með ágæta grunn- menntun og firá upphafi hafa starfað með okkur fólk sem er félagsráð- gjafar, uppeldisfræðingar, sálfræð- ingar og prestar, m.a. einn sem hefúr kynnt sér þessi mál sérstaklega. í sameiningu höfúm við búið til pró- gramm sem er byggt á faglegum hugmyndum. Sjálfúr hef ég engar gráður, en í staðinn hef ég reynslu af vímuefna- vandanum, bæði í eigin lífi og af því að vinna með öðram. Okkur hefúr fundist það koma vel út að þeir sem hafa góða faglega menntun og þeir sem þekkja tólfsporakerfi AA af eigin raun vinni saman á skynsam- legan hátt og í jafnvægi. Það væri mjög slæmt ef eingöngu störfúðu að þessu óvirkir alkóhólistar sem hefðu enga menntun á þessu sviði.“ Kapella í eyðimörkinni I herbergjum og húsum vist- manna í Krýsuvík má víða sjá biblí- Kjörorðin í Krýsuvfk era: vinna, meðferð og skóli. Vistmenn vinna meðal annars við kartöflurækt, umönnun hænsna og hrossa og sjá sjálfir um matseld og þrif. hinna forföllnu „Hvað varð af Ki7suvíkursamtökunum?“ var spurt í lesendabréfi í einu dagblaðanna fyrir stuttu. Og ef til vill ekki nema von, þar sem samtökin hafa starfað í hljóði undanfarin tvö ár. Krýsuvíkusamtökin, sem eiga fimm ára afmæli um þessar mundir, voru við það að gefast upp á síð- asta ári vegna fjársveltis og komin á fremsta hlunn með að skila aftur til ríkisins skólahúsinu alræmda í Krýsuvíkinni. En eftir mikið mas og þras og fyrir stuðning landlæknisembættisins meðal annarra ákvað Alþingi á endanum að úthluta Krýsuvíkursamtökunum 8 miljóna króna „rekstrar- tillagi" á Ijárlögum þessa árs. Þetta framlag varð til þess að ákveðið var að halda áfram, enda þótt því hafi ekki fylgt nein loforð um framhald. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur 1811624444 ÞJQIMUSTU SIMIIMINJ BEIIM LIIMA BAIMKA OG SPARISJODA UIVI LAIMO ALLT K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.