Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 17
i f/1 $ St lí', Mér fannst það svo skemmtileg tilhugs- un að eftir þrjúhundruð ár yrði til skjald- baka á Islaodi til minningar um Sigurð Nordal. Myndir: Jim Smart. Þess vegna þótti þetta mjög sérkenni- legt. Upphaflega fór ég í grini að tefla við tvo til fjóra í einu og drakk koníak á meðan. Þetta þróaðist þann- ig að 25 pesetar voru lagðir undir í hverri skák og þeir sem tefldu borg- uðu líter af koníaki og ég var skuld- bundinn að drekka það meðan skák- imar fóru fram. Þetta var orðið sýn- ingaratriði á kránni. En bæði var að ekki voru nú neinir stórskákmenn þama og þeir vom líka svo uppteknir af koníaksdrykkju minni og biðu svo spenntir eftir að færi að sjá á mér, að það gat farið franihjá þeim þó að kóngurinn minn stæði í uppnámi nokkra leiki. Hins vegar slapp ég altlrei við að drekka úr koníaksflösk- unni. Ég fékk venjulega um 80% vinninga og þeir vissu ekki að kráar- eigandinn lagði undir fynr mína hönd og fékk til baka eftir hvetja við- ureign það sem hann hafði lagt út, en ég fékk mismuninn, svo að þetta var ágæt atvinna. Það er líka annað skal ég segja þér og það er að sá sem tefl- ir fjölskák stendur meðan andstæð- ingar hans sitja og það veitir sál- ffæðilega yfirburði sem einungis at- vinnumenn í fjölskák þekkja. Það var vemlega gaman á Spáni. Mér féll vel við Spán. Þetta stóð hins vegar ekki lengi. Ég fór niður á strönd, lagðist í sólbað og fékk sólsting. Ég átti erfiða ferð heim því ég var peningalaus og la- sinn. Ég komst til Barcelona og hitti þar Ole Lökvik sem var okkar sendi- maður þar og hann henti mér bara út. Þá varð ég að labba til Parisar. Það var helvíti erfitt. Þar tók Pétur Ben. á móti mér eins og ég væri kóngurinn af Saba. Svo komst ég til Kaup- mannahafnar og hef sagt frá því ein- hvers staðar í grein hvað Sigurður Nordal tók fallega á móti mér. Sendi- ráðsfólkinu leist ekki á útlitið á mér, en Sigurði var skemmt. Hann lánaði mér stórfé. Ég man að til minningar um hann keypti ég mér skjaldböku fyrir hluta af því. Ég hélt að þær yrðu allra kvikinda elstar. Mér fannst það svo skemmtileg tilhugsun að eftir þijúhundmð ár yrði til skjaldbaka á Islandi til minningar um Sigurð Nor- dal. Það hefði mátt hafa hana á Stofn- un Sigurðar Nordals í sérstökum kassa. - Margir myndu bugast á svona ferðalagi, Þorgeir. - Af hveiju heldurðu það? - Eg hefséð fólk leggja árar í bát út af þvi sem minna er. - Þetta er eins og að hlaupa yfir hið blauta Holland. Hver dagur verð- ur sérstakt viðfangsefhi. Svo vissi ég náttúrlega innst inni að mín biði eitt- hvað stórfenglegt. I Paris gekk ég beint inn á bls. 106 í sjáifsævisögu Jóns Óskars, fimmtu bók. Þar hef ég verið síðan. - Hvað varstu gamall þegar þetta var? - Ég hef orðið 23 ára þama á leiðinni. Bíódellan - Hvemig fannst þér Reykjavik eftir að hafa farið þessa hringferð? - Hún var ósköp hlýleg. Ári seinna fór ég svo aftur til Parísar og skrifaði mig inn á kvikmyndanám- skeið hjá franska sjónvarpinu. Það var glúrið og gott námskeið. Þá var ég kominn með bíódelluna. Lá yfir kvikmyndasýningum. Á námskeið- inu vom ellefu manns í hóp og mað- ur gerði allt. Skrifaði handrit að einni mynd, stjómaði annarri, lék í þeirri þriðju og sá um hljóð í þeirri fjórðu. Þetta var aðallega ætlað fyrir hópa sem vom að fara að vinna hjá þeim, en þeir vom líka með þetta svolítið opið. Ég var tvo vetur á þessum nám- skeiðum f París og féll fyrir kvik- myndunum. Sá óhemjumargar kvik- myndir, flestar sýningar Kvikmynda- safhsins. I leiðinni lærði ég auðvitað dálitla frönsku. Svo lauk þessu og ég dmllaðist heim og var hér að væflast. Ætli það hafi ekki verið 1957-58. Ég var þúinn að sækja um skólavist í Prag því ég vissi að þar var góður kvikmyndaskóli, en í ráðuneytinu vom menn ekki sérlega spenntir fyrir því að senda svona fulltrúa þjóðar- innar út í lönd á opinbemm styrk. Síðan gerðist það sumarið 59 að mik- ið mót var haldið í Vínarborg og ég komst þangað sem fararstjóri og hoppaði svo af eins og sagt er og komst sem pólitískur flóttamaður inn í Tékkóslóvakíu. Ég fékk námspláss þar sem slíkur. Þar var ég drifinn í tékkneskunám og síðan tók ég inn- tökupróf í akademíuna og var þar á þriðja ár. Fékk að vísu að taka þátt í upptaktinum að „tékkneska kvik- myndavorinu" þama, það vom for- réttindi, kom samt heim strax 1962. - Og hvað svo? - Þetta var fjórum árum fyrir sjónvarp og svosem ekkert bjart yfir kvikmyndamálunum. Mig skorti líka þennan stórhug sem yngri kynslóð- imar hafa. Nú fara grænjaxlamir beint af skólabekknum í framleiðslu leikinna stórmynda. Ég var bundinn við hefðir evrópskrar kvikmynda- sögu og vildi fyrst byggja mig upp með því að gera svosem einn eða tvo tugi af sjálfstæðum, konstneriskum smámyndum áður en til stærri verk- anna kæmi. Þannig em hin óskrifuðu lög evrópskrar kvikmyndasögu. Smámyndimar koma fyrst til að skoða umhverfið og merkingu þess, síðan fylgja leiknar myndir í kjölfar- ið. En ég var með efni í huga og safh- aði heimildum, gerði jafnvel úr þessu efni 6 klukkutíma útvarpsleikrit sem hét Böm dauðans. Maður var líka að Ungur maður f Vfnarborg. slást fyrir kvikmyndasjóðshugmynd- inni allan tímann. Þegar hún svo komst í gegn var staða smámynd- anna jafnvel enn bágari en fyrr. Svo það var sjálfhætt fyrir mína viðleitni, ég smeygði mér því út úr kvikmynd- unum 1972 og gerði skáldsögu úr stórmyndarefninu mínu. Hún heitir „Yfirvaldið" og henni var undarlega vel tekið. Hefur komið út í 5 útgáfum á 4 tungumálum og selst i tugþúsund- um eintaka. Síðan hef ég verið at- vinnurithöfundur. En smámyndimar mínar urðu aldrei nema fimm og flestar bæklaðar af kringumstæðun- um, allar raunar, nema kannski ein sem naut um tíma svolítils hróðurs. Og ég skildi hana eflir hér um árið þegar ég fleygði hinum myndunum og bannaði sýningar á þeim. Enda hafði Kvikmyndasafnið falast eftir því að kaupa þessa mynd og stjóm safhsins meira að segja samþykkt verðtilboð, en þegar til átti að taka var féð ekki fýrir hendi svo ég býst við að fleygja því verki líka. Mín evr- ópska lina passaði aldrei hér í stór- veldi íslenskrar kvikmyndamenning- ar. Hér vilja menn byija aríumar sín- ar á háa c-inu. - Er það vegna smceðar samfé- lagsins? - Ég held það sé aðallega útaf því að við erum ekkert fyrir það að gera okkur grein fyrir smæðinni. Við ger- um allt eins og við væmm miljóna- þjóð sem við erum reyndar ekki. Það mætti f mörgum tilvikum snúa smæðinni sér í hag, en ef maður hegðar sér eins og risi frá upphafi þá verður einn góðan veðurdag stigið ofan á mann og fætinum snúið og sagt: Þú ert dvergur góði! Það er í mjög fáum tilvikum sem við höfum kunnað að nota okkur smæðina. Það er útþvælt að kalla þetta flottræfils- hátt. Þetta er ekkert annað en skortur á raunsæi. Bókmenntir, mannréttindi og leiklist - Nú rekurðu sjálfur mjög litið útgáfúfyrirtceki. Hvers vegna fórstu frá stóru útgefendunum? - Það er engin ein ástæða fyrir því. Ég lenti í svolitlu þrasi, jafnvel meira en ég er vanur, í sambandi við ummæli um lögregluna. Þar var dómstólum og fleiri apparötum rikis- ins beitt gegn mér með þeim hætti að ég varð stórlega vafasöm persóna. Mérþótti þetta sniðugt í upphafi. Það er ekkert verra að vera vafasöm per- sóna en góður pappír. Hins vegar segja útgefendur mér, sumir undir rós og aðrir beint, að þetta megi ekki koma fyrir rithöfund vegna þess hvemig bókamarkaðurinn er í laginu. Þeir segja að 9 bækur af hverjum 10 séu keyptar til gjafa. Enginn gefur t.d. konfektkassa í jólagjöf ef á hon- um stendur að innihaldið sé vafa- samt. Þeir spáðu mér því að ég myndi missa 9/10 af minni sölu. Þegar ég . fór að gefa út sjálfur þá sá ég að þetta var ekki fjarri lagi. Þess vegna hef ég snúið hlutunum við. Ég legg mesta áherslu á bókasöfnin. Þar er mesti lesturinn. Öll bókasöfn sem standa undir nafhi kaupa mínar bækur, þar eru þær fyrir hendi og það gleður mig. Síðan kaupir dálítill hópur manna þessar bækur handa sjálfhm sér til að lesa og það er afskaplega góður hópur. Smástækkar líka. Ég kemst einhvemveginn alltaf mínar leiðir. Þessi sala til safna og áhugafólks nægir mér. Með sparsemi get ég lifað á þessu og það er frumskilyrði starf- andi rithöfundar. - Þú lentir í meira þrasi en þú ert vanur, sagðirðu, við lögregluna... - Ja, það átti að ganga endanlega frá mér og mér finnst alveg rétt af þeim að reyna það. - Hvemig stendur það mál núna? - Ég vann málið 14. mars í fyrra fyrir mannréttindanefndinni. Það er nefnd sem tekur til athugunar allar kærur sem dómstólnum berast og at- hugar hvort þær séu tækar. Ég mun flytja málið sjálfur fyrir mannrétt- indadómstólnum 22. janúar næst- komandi, kl. 10 að morgni. - Er málið höfðað gegn lögregl- unni eða rikinu? - Það heitir: „Þorgeirson against Iceland" eða Þorgeirson gegn Is- landi. Annars vil ég helst ekki vera að tala mikið um þetta því ég er bú- inn að spæna upp þoiinmæði fólks með þessu máli og á ekki skilið meira af henni. - Hvað frnnst þér um bókmennt- imar á Islandi? - Ekki vildi ég vera ungur höf- undur nú í dag. - Hvers vegna ekki? - Bókmenntir eru að vísu tjáning á einstaklingsvitund höfundarins, en þær geta samt ekki endalaust þrifist bara á sjálfhm sér. Hvað sem hver segir verða þær að þrifast á hug- myndum og ágreiningi hugmynda. Meðan Djöfullinn lék lausum hala var kirkjan voldugt afl, svo komu guðfræðingar kirkjunnar og þurrk- uðu Djöfulinn út. Síðan hefhr kirkjan verið grútmáttlaus og flöt. Nú koma borgaralegir hugsuðir og segja: Sósí- alismi og kommúnismi eru dauðir. Þar með þurrka þeir líka Djöful sinn út. Fer þá ekki vindurinn líka úr borgaralegri hugsun? Og það er fleira sem bendir til þess að við séum á siglingu inn í flatneskjutíma. Ungir höfundar forðast það eins og heitan eldinn að styggja neinn, sem aftur leiðir til þess að þeir mega heldur ekki leyfa sér að gleðja neinn veru- lega - þó aldrei nema þeir skíri sig fyndnu kynslóðina. Ofaná þessa hug- myndakreppu hins brosleita tómlætis bætist svo það að útgefendur þessa unga fólks hafa í raun misst völdin til auglýsingaiðnaðarins, en sérgrein auglýsingaiðnaðarins er einmitt að lyfta flatneskju og misheppnuðum „triviallitteratúr" - tímabundið - upp á stall bókmenntanna. Ég held að það þurfi mikinn persónulegan styrk til að láta ekki freistast af gylliboðum þessa kerfis. Þrátt fyrir allar ffamfar- ir, sem svo em nefndar, held ég að það sé örðugara að vera heiðarlegur rithöfundur nú en það var í baslinu hér áður. Er það ekki þetta sem hann Matthías Viðar hefur verið að tæpa á við takmarkaðar vinsældir Skátafé- lags bókaútgefenda? - Hvemig list þér á leiklist okkar íslendinga? - Erum við ekki stórveldi á þvf sviði líka? Eitt er víst: Hér er urmull af hæfileikafólki sem vantar aðstöðu til að þróast. Það ástand kallar á rót- tækar breytingar. í fyrsta lagi á að leggja niður embætti Þjóðleikhússtjóra. í öðm lagi á að leggja niður Þjóðleikhúsráð. í þriðja lagi á að segja upp öllum leikurum við Þjóðleikhúsið. Þar á enginn leikari að vera á fostum samningi. Það starfsfólk sem á að starfa við leikhúsið er duglegur ffam- kvæmdastjóri með skrifstofulið, tæknilið í hljóði og mynd og kannski einhver ráðunautur og prodúsentar. Siðan á að setja upp með sama hætti og f öðrum listgreinum Launasjóð leikara. Það yrði náttúrlega við breyt- ingu að tryggja að allir sem hafa ver- ið á launum hjá Þjóðleikhúsinu fæm inn á full laun hjá þessum launasjóði og engum verði hent út á klakann. En síðan sækja leikaramir um laun til ákveðinna verkefna í þennan Launa- sjóð. Þau verkefni yrðu að koma til í samstarfi leikhópa sem fengju síðan æfinga- og sýningaraðstöðu í Þjóð- leikhúsinu, en aðgangseyrir myndi skiptast á milli leikhóps og húss eftir samningi. Þeirpeningar sem nú fara í Þjóðleikhúsið myndu að sönnu nægja til að borga þetta nýja kerfi - sem raunar væri bara viðurkenning á þeirri staðreynd að vaxtarbroddur leiklistarinnar er hjá fijálsu leikhóp- unum sem eiga skilið aðrar og betri aðstæður en saggafulla kjallara. - Ertu að berjast fyrir hag leik- listarinnar? - Ég berst ekki fyrir neinu. Það hef ég aldrei gert, en ég set ffam hug- myndir. Ég er alla vega ekki að hugsa um hag fólks sem er miðaldra ffekju- hlussur og kallar sjálft sig unga fólk- ið. Mér finnst það mætti reyna þetta í nokkurár. - Má leggja listina niður eflista- fólk vill ekki vinna að eigin frum- kvœði? - Já. List á að vera einstaklings- tjáning, eða tjáning hóps sem vill eitthvað meira en hlýða bara fyrir- mælum. -kj Föstudagur 12. júlí 1981 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.