Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 18
Drulluþol og krásir Upp á síðkastið hef ég verið að blaða í gömlu mánaðarriti sem heitir Eldhúsbókin, en húsmæður voru gjama áskrifendur að henni á árunum 1960-70. Rit þetta inniheldur ýmsan fróðleik, í þvi er t.a.m. fastur þátt- ur um sálarfræði og innhverfa íhugun fyrir húsmæður. Einnig rakst ég á forvitnilega grein um það hvemig lengja á líf eigin- mannsins með því að gefa honum hollan mat og með því að ergja hann ekki með eyðslusemi. Aðal- lega em þetta þó matar- og prjónauppskriftir. Góð húsráð em gefín og konum er sýnt hvemig þær eiga að hreyfa sig: Matamppskriftimar em lík- lega það eina sem staðist hefur tímans tönn í Eldhúsbókinni. Sumar em þó skondnar eins og þessi héma: „Com flakes með bananabitum, sykri og rjóma- blandi er ágætt að hafa í eftirrétt þá daga sem húsmóðirin hefur átt sérlega annríkt.“ Fyrir þá sem áhuga hafa á matseld er gaman að glugga í Eldhúsbókina. Hér er fjöldi Iit- mynda af allskyns kræsingum og sem áskrifandi að þessu riti virð- ist hafa verið auðvelt að gerast matreiðslumeistari á heimsmæli- kvarða. Uppskriftimar em fjöl- breyttar, allt frá austurlenskum svínakjötsréttum til „ekta“ franskrar lauksúpu. Við lestur Éldhúsbókarinnar fer þó hálfgerður hrollur um mann. Það lítur út fyrir að hafa verið vonlaust að gera eitthvað annað en að elda, baka, strauja, pressa, pijóna, hugsa um bömin og framlengja líf eiginmannsins. En hver hefur fundið upp á öllum þessum húsverkum? Kon- umar sjálfar? Karlmenn virðast oft vera afslappaðri gagnvart drasli og óhreinindum, en þó er ég ekki að alhæfa neitt, ég tala að- eins út firá eigin reynslu. Mér finnst karlar upp til hópa hafa meira „dmlluþol" en konur. Þær em þá fyrri til að þrífa eldhús- gólfið sé það orðið óhreint. Sum- ir karlmenn fara þá kannski að velta því fyrir sér hvað þetta sé eiginlega með eldhúsdúkinn þeg- ar þeir em byrjaðir að límast við hann á morgnana. Svo þar er þá komin ein skýringin á því hvers vegna húshald lendir yfirleitt meira á kvenmanninum. Hafa konumar ekki vanalega lent í því að ala upp alla þessa stráka? Þær hafa hirt skítuga sokka upp af gólfinu, skammast í þeim, gefist upp á þeim og að endingu tekið herbergið þeirra í gegn. Mér er spum: Af hveiju máttu herbergin þeirra ekki bara drabbast niður? Vom þeir kannski þakklátir þegar búið var að taka til fyrir þá og þrífa? Ætli þeir hafi nokkuð tekið eftir því eða að þeim hafi hreinlega staðið á sama svo ffemi sem þeir fundu aftur hlutina sína. Flest viljum við hafa heimil- islegt í kringum okkur. Ef það er allt á öðmm endanum sést ekkert annað en það, tiltekt er hinsvegar ósýnilegt fyrirbæri. A sólríkum dögum getur ver- ið gaman að hafa blóm í vasa og jafnvel tandurhreinan dúk á borði. Smáatriði geta skipt sköp- um. Kvikmyndin „Nútíminn“ eftir meistara Chaplin var sýnd í sjón- varpinu á dögunum. Flækings- stúlkan í myndinni hafði fundið heimili handa sér og söguhetjunni okkar. Húsið var yfirgefið kofa- ræksni sem hmndi við minnstu snertingu. En stúlkan hafði látið blóm i vasa á borðið sem gerir það að verkum að áhorfandinn skynjar stolt hennar og þrá eftir raunvemlegu heimili. Húsmóðurstarfið er áreiðan- lega ágætt. Vinnutíminn er nokk- uð fijáls og það er þægilegt að geta verið heima hjá sér. Mér hef- ur alltaf þótt gott að fá að vera í friði. Einvemnni fylgir kyrrð og ró og tíminn líður öðmvísi þegar maður er einn. Tilvist Eldhúsbókarinnar ger- ir það þó að verkum að ég mun aldrei helga mig alfarið heimilis- störfum. Sumar klausur ritsins minna nefnilega mest á áróður Hitlers í seinni heimsstyijöldinni, þegar konur áttu að halda sig inni á heimilunum og hvergi annars- staðar. Þessar línur sendi kona að nafni Sólveig til Eldhúsbókarinn- ar: „Ég stend hér við eldhúsborð- ið með hendumar niðri í dásam- legu uppþvottavatninu, að hugsa sér að nokkrum skuli þykja leið- inlegt að vaska upp. Fyrir mér er uppþvotturinn dásamleg afslöpp- un...“ Heilmikið er rætt um „rétta" ffamkomu kvenna í Eldhúsbók- inni. Ef þær halda kvöldverðar- boð fer þeim best að vera hóg- værar og í smekklegum fötum (þær mega þó aldrei skyggja á gestina, húsbóndann eða borð- búnaðinn). - En konur eiga ekki að vera klunnalegar, þær eiga að vera eins og englar. Þó svo heimilishald og þrifii- aður geti gengið út í öfgar, þá er ætíð virðingarvert þegar fólk rækir störf sín af alúð. Hægt er að gefa hluta af sjálfum sér i hvaða verk sem er. Ég er komin austur á Eyrar- bakka. Kona á tíræðisaldri hellir úr katli og kafflð rennur hægt gegnum síuna. Hún er vel í hold- um með bólgna fætur. Litla húsið hennar er á tveimur hæðum og við drekkum uppi í risinu. A boð- stólum er allt sem hugur sælker- ans gimist. Heitt súkkulaði með ijóma, smákökur og döðlubrauð. Að ógleymdri jólaköku og heit- um lummum. Ég raða í mig kræs- ingum, veit að á meðan svona húsffeyjur fyrirfinnast mun mér aldrei takast að gæta hófs. Gamla konan masar um löngu liðna tíð. Allt í kringum okkur eru útsaumaðir púðar og hvítir dúkar sem hún hefur saumað og heklað. Þennan heim hefur hún verið að móta ffá því hún var ung kona. Hér hefur hún unað sér í sextíu eða sjötíu ár við hannyrðir og húshald. Allir fallegu hlutimir hennar síðan þessi 150 ára gamla klukka sem tifar hægar en allar aðrar klukkur. Þannig að ég verð ávallt litla sælkerastelpan í þessu húsi og konan á tíræðisaldrinum mun aldrei deyja. Hún stendur í hlaðinu og veif- ar til okkar. Þetta yfirvegaða bros! Og ég byija ósjálffátt að telja blómin sem hún hefur saum- að í svuntuna sína. Erfitt starf framundan í kjölfarið á hinum ffækna ár- angri landsliðsins á Evrópumót- inu þegar liðið tiyggði sér þátt- tökurétt á næsta heimsmeistara- móti i bridge (Bermuda Bowl), sem spilað verður í Yokohama í Japan í enda september, hafa menn velt vöngum yfir fjármögn- unardæminu. Er möguleiki að nýta sér þessa uppákomu á ein- hvem hátt annan en að vera þátt- takendur i sjálfu heimsmeistara- mótinu? Nærtækast er að líta á útfiutn- ingshliðina. Til Japans fiytjum við ógrynni af vömm: fisk og kjöt. Aðallega er um að ræða óunna vöm sem Japanar vinna síðan sjálfir, eflir eigin óskum og venjum. En kynningarhliðin á þeim verðmætum, sem við Islendingar emm að flytja til Japans, er einnig á svipuðu stigi og varan sjálf. Ounnin. Má ekki gera átak í þess- um málum, einmitt á sama tíma og mótið fer fram? Senda til að mynda Jón Pál og Lindu (eða Hófí) sem Iifandi auglýsingu um ágæti þeirrar vöm sem við ffam- leiðum. Þar gæti komið til vörur einsog lýsið okkar, feita lamba- kjötið, krossfiskar, ígulker, grá- sleppuhrogn, geilur, kinnar, svart- fugl, svið, slátur, hákarl og ís- lenskt brennivín. Að auki þessar 100-200 tegundir sem bæta má við í þjóðlegu deildinni og úr sjávardeildinni sem fiskimenn okkar gjaman fiokka sem „msl“. Af eigin reynslu þekki ég áhuga Japana á þorski, unnum í harð- fisk. Svo og sjaldgæfari tegund- um af fiski, sem finnst á land- grunninu okkar. Væri ekki lag, að hagsmuna- samtök útflytjenda á Japansmark- að svo og ferðamálaráð (Japanir em mikið á ferðinni) taki höndum saman i enda september og nýttu sér heimsmeistaramótið og Japan, og styrktu þannig Bridgesam- bandið um leið og hag þjóðarinn- ar, með átaki í auglýsingamálum? I einstaka tilfellum verður að hugsa stórt en ekki smátt, og að mínu mati er Japansmarkaður stórt dæmi fyrir Island framtíðar- innar; þegar stefnan hefur verið sett á fullnýtingu afurða. Að nafn- ið ísland verði samheiti fyrir vandaðar vömr. Hugsum málið. En ekki of lengi, því tíminn er að renna frá okkur. Aðeins em rúmir 3 mánuð- ir til stefnu og jafnvel við þurfum að gefa okkur tíma til undirbún- ings. Hugsanlega má fylkja Svíum í hópinn, en þeir eiga einn- ig fulltrúa á HM. Og eflaust sinn Jón Pál og Lindu (eða Hófi). íslenska landsliðið í yngri flokki hafnaði í 6. sæti á Norður- landamótinu, sem spilaði var í Finnlandi í síðustu viku. Frammi- staða liðsins olli talsverðum von- brigðum, því fyrirfram var búist við betri árangri. Að sögn liðs- manns (fyrir mót) mátti þó eiga von á slöku gengi, því undirbún- ingur liðsins væri lítill og að auki væri annað parið að taka upp nýtt sagnkerfi, sem myndi reyna á í mótinu. Greinilega hitt naglann á höfuðið, spilarinn sá. Sveit Samtex Reykjavík sigr- aði sveit Ragnars Haraldssonar Gmndarfirði í Bikarkeppni BSÍ. Lokatölur leiksins urðu 182 stig gegn 92. Leikurinn var spilaður fyrir vestan, í góðu yfirlæti heimamanna. Og enn úr Bikarkeppninni. Sveit Erlu Siguijónsdóttur gaf leik sinn gegn sveit Landsbréfa. Á laugardaginn (morgun) eigast svo við sveitir Jakobs Kristins- sonar Akureyri gegn Ferðaþjón- ustu Suðumesja og Eyþórs Jóns- sonar Sandgerði gegn Guðlaugi Sveinssyni Reykjavík. Olokið er þá tveimur leikjum úr 1. umferð, en þættinum er ekki kunnugt um spiladaga (eða úrslit, sé leikjun- um lokið). Þar eiga m.a. í hlut sveitir Tryggingamiðstöðvarinnar og Guðmundar Páls Amarsonar. I lokin má svo geta þess, að ætlunin var að birta „dráttinn" í 2. umferð hér á eftir, en því miður verður ekkert af því. Mátanefnd var ekki tilbúin í verkið í vikunni. Kemur það svo sem ekkert á óvart, því seinagangurinn á þeim bænum (utan góðra verka Magn- úsar Ólafssonar) hefur verið með ólíkindum í allan vetur. Raunar mesta furða að einhverjar ákvarð- anir séu yfir höfuð teknar í nefnd- inni. í úrslitum síðasta íslandsmóts í tvímenning spiluðu 64 spilarar, eða 32 pör. Samtala meistarastiga þeirra para var 21.235 stig eða 332 stig að meðaltali pr. spilara. Aðeins 11 pör af þessum 32 náðu þessu meðaltali (664 stig eða meir). Stigefsta parið var með 2347 stig á sama tíma og sti- glægsta parið var með aðeins 12 stig. Og hvemig komu svo sterk- ari pörin út? Jú, 8 af þessum 11 pömm náðu í hóp 10 efstu para og sjálfl 11. parið varð Islandsmeist- ari 1991. Em þá stigin að nálgast það markmið sitt, að verða raun- hæf? Með því að stíga það skref, sem undirritaður telur nauðsyn- legt, að stig verði skráð á tvennan hátt; samtala stiga og „lifandi“ stig síðustu 4-5 ára. Síðari reglan verði látin gilda, þegar miðað er við stig í röðun getuflokka eða til umsóknar um keppnisaðild að lokuðum mótum. Stærsta sveifluspilið I bikar- leik Samtex gegn sveit Ragnars Haraldssonar Gmndarfirði var þetta: ♦ D3 ¥97542 ♦ ÁKD4 4-K3 ♦ ÁK862 ¥3 4-7 4* ÁG10872 Á öðm borðinu fetuðu Ólafur Lárasson og Sigmar Jónsson sig í 6 lauf, sem unnust eftir laufaíferð hjá sagnhafa. 1370 til Samtex. Á hinu borðinu lentu heimamenn í sagnmisskilning og enduðu í 5 hjörtum dobluðum. Sem vinnast seint á þessi spil og 500 til viðbót- ar. Eða samtals 1870 og 18 stig í húsi. Mikið fjör var í leiknum, en lokatölur urðu 182 stig gegn 92 stigum. Samtals 274 impar í 40 spilum eða að meðaltali 7 imp stijg í spili. Hér er dæmi um annað spil: 4ÁG2 ¥G4 •4 ÁG1054 4*943 ♦ KD104 ¥ KD3 -4 7 4* ÁKD52 Samtex-menn fetuðu sig í 6 spaða á þessi spil. Heimamaður- inn, sem hefur ekki treyst sögnum hjá sunnanmönnum, lagði niður ásinn í hjarta. Þarmeð vom 12 slagir í húsi. Með tígli út tapast slemman, því trompið lá 4-2 og sá sem á lengdina í trompi, á 2 lauf. 1430 til Samtex og 12 imp-stig í húsi. Ein 9 slemmuspil buðust í þessum 40 spilum, sem er óvenju hátt hlutfall í einum leik, hand- gefnum. BRIDGE Olafur Lárusson 18.SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.