Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 19
Krakkamir listrænu á Gagn og gaman námskeiði f Gerðubergi. Mynd: Þorfinnur. ÆNSNAPRIKID ............WVVvxvv^. ^ - Fornaldarskepnur og furðudýr Núna þegar öll íslensk börn eru í sumarfríi frá skólunum, þá er ekki þar með sagt að þau sitji auðum hönd- um. Sumir krakkar eru á fullu allt sumarið að vinna sér inn pening, ým- ist með því að bera út blöð, passa litla krakka, rækta skólagarðinn sinn, sveitakrakkar hjálpa til við bústörfin, nokkrir eru að leika í kvikmyndum og þannig mætti lengi telja. Og fullt af krökkum eru á alls kyns námskeiðum. (þróttanámskeiðum, reiðnámskeiðum og listanámskeið- um. í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti hafa krakkar verið í listasmiðjum í sumar. Þær eru kallað- ar Gagn og gaman. Þar eru nú 20 börn á þriggja vikna námskeiði og með þeim eru fimm leiðbeinendur. Námskeiðið kostar 7.500 kr. og börn- in, sem eru 7-11 ára, koma alls stað- ar að úr borginni. Sum eru keyrð, önnur koma með strætó, og þau sem búa næst labba. Þegar konan á HÆNSNAPRIK- INU heimsótti þau til að sjá, hvernig unnið væri í listasmiðju, þá voru þau að vinna í tveim hópum. Annar hóp- urinn var að búa til alls konar fígúrur úr gifsi. Hinn var að mála stórar myndir á vegg. Hvernig var í fornöld? Ég spurði, hvað ætti að verða úr þessu. Krakkarnir: Við erum að vinna með sama þema allt námskeiðið. Þemað okkar er FORNÖLDIN. Við eigum að búa til vídeómynd um forn- öldina. Svona teiknimynd. Við búum til fullt af dýrum. Sum eru úr pappa og sum úr gifsi. Svo málum við alls kon- ar bakgrunna. Síðan festum við dýrin með kennaratyggjói á bakgrunnana og látum þau vera í mismunandi hreyfingum. Og svo ertekin mynd. Hænsnaprikið: Hvað vitið þið um fornöldina? Krakkarnir: Fyrst voru engir menn til. En alls konar furðuleg dýr. Svo þróuðust menn út af svona öpum. Og þau sýna mér glæsilega myndskreytta alfræðibók, sem eitt- hvert barnið hefur komið með heim- an að frá sér, og fletta upp á myndum af forverum okkar mannanna. Hp: Hvernig lifði þetta fólk? Krakkarnir: Það leitaði sér að mat og bjó í hellum. Svo teiknaði það myndir inn í hellana. Hp: Til hvers teiknaði það mynd- ir? Krakkarnir: Við vitum það ekki al- veg. Kannski til að skreyta og hafa fallegt hjá sér. Þetta voru myndir af dýrum. Kannski veiðidýrum. Hp: Hvernig veiddi fólkið? Krakkarnir: Það kastaði steinum í dýrin. Hp: Haldið þið að það sé ekki erf- itt að drepa dýr með steinkasti? Krakkarnir: Jú. Maður verður að hitta beint í hausinn. Hp: Hvernig haldið þið, að það hafi verið að vera bam í fomöld? Krakkarnir: Leiðinlegt. Nei, gam- an. Kannski var það erfitt. Það var ekki alltaf til matur. Hp: Hvað gerðu krakkar í forn- öld? Hvemig léku þeir sér? Krakkamir: Þeir léku sér að spýt- um. Og dýrabeinum og steinum. Hp: Leikið þið ykkur nokkurn tíma að svoleiðis dóti? Krakkarnir: Já. Það er skemmti- legt. Svo æfðu þeir sig í að skjóta í mark. Hp: Til hvers? Krakkarnir: Til þess að verða góð- ir veiðimenn. Hp: En fengu bömin að taka þátt í veiðunum? Krakkarnir: Nei. Bara þá til að veiða lítil dýr. Kannski lömb. Hp: Mynduð þið geta drepið lamb? Krakkamir: Nei. Lönd spretta upp Krakkamir útskýra fyrir mér stóra bakgrunnsmynd, sem annar hópur- inn er að Ijúka við að mála. Krakkarnir: Þetta er sjórinn, sem var til áður en löndin urðu til. Og þetta hérna rauða og gula er neðansjávar- eldgos. Það er að spretta upp land. Hp: Hvaða land erþað? Erþað ís- land? Krakkarnir: Við vitum ekki hvaða land það er. Það er bara eitthvert land. Hp: En vitið þið um eitthvert land, sem hefur nýlega komið upp í svona neðansjávargosi? Krakkarnir hugsa sig um dálitla stund áður en þau muna eftir Surts- ey. Og þó að það sé skrýtið að hugsa sér eina nýjustu eyju í heimi sem eitt- hvert fornaldarland, þá fallast þau á að einmitt svona hafi löndin orðið til í fornöld. Svo komu örsmáar lífverur og settust að. Svo komu blóm og jurt- ir. Svo dýrin og seinast mennirnir. Mennirnir sem bjuggu í hellum og gerðu sér kofa og föt úr skinni. Sumir klæddust strápilsum og voru með hálfsfestar úr skeljum og beinum. Svo urðu sum dýrin ógeðslega stór eins og risaeðlurnar og það voru til furðuleg flugdýr. Hp: Afhverju dóu risaeðlurnar út? Vitiðþiðþað? Strákur í hópnum hrópar: Ég veit það. Þær dóu úr matarskorti. Og annar strákur bætir við: - Það var stjarna sem sprakk rétt hjá jörðinni og það kom svo mikill hiti, að þær dóu. Hp: En dó þá ekki líka allt annað líf, efhitinn varofmikill? Við þessu höfðu krakkarnir ekki öruggt svar. Enda margar gátur óleystar um fornöldina og mörgum spurningum ósvarað. Og þegar ég spyr þau hvort þau hafi verið svona fróð um fornöldina áður en þau byrj- uðu á námskeiðinu þá svara þau: Krakkarnir: Nei, vissum mjög lítið. Eiginlega ekki neitt. Jú, sum vissu nú soldið fyrirfram. En nú kunna þau öll meira og líka hvemig á að búa til teiknimynd, eins og myndirnar í sjón- varpinu. Risasniglar og smáhvalir Svo sýna þau mér, hvernig þau búa furðudýrin til úr vírneti, gifsi og alla vega tuskum. Sum eru að móta dýr, sem hafa aldrei verið til en gætu kannski átt eftir að verða það. Því þróunin heldur alltaf áfram og teg- undirnar breytast. Kannski verður einhvern tíma til risasnigill eins og sá sem þau sýna mér. Og ein sjö ára stelpa í hópnum er viss um að ein- hvern tíma verði hvalir litlir. Strákur: Nú er geirfuglinn orðinn eins og fornaldardýr, af því hann er útdauður. Mennirnir veiddu svo mikið af honum af því hann gat ekki flogið. En hvernig verður með þróun dýrategundanna, hvort sniglar verða risastórir og hvalir dvergvaxnir, það leiðir framtíðin í Ijós. Við sem nú lifum fáum ekki að sjá það, nema slík dýr yrðu framleidd á tilraunastofum. En einhverjir fá örugglega að sjá vídeó- myndina sem krakkarnir í Gerðubergi eru að framleiða. Hún verður sýnd, þegar námskeiðinu þeirra lýkur. Föstudagur 12. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.