Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.07.1991, Blaðsíða 21
Ráðþrota ráðamenn „Siglingamálastofnun stend- ur ráðþrota gagnvart þessari mengun...“. Svo hljóðuðu út- varpsfréttir allan miðvikudaginn þar sem sagt var frá mengunar- slysi á Ströndum. Fleiri fréttir frá liðinni viku beindu kastljós- mu að stöðu umhverfismálanna á íslandi og getuleysi þeirra er með málaflokkmn fara við að svara einföldum spurningum frétta- manna. Almenningur í iandinu er líka orðinn betur meðvitaður um umhverfl sitt og vill fá svör við nokkrum brennandi spurning- um. Hvar er þau að fá? Staöa umhverfisráöuneytis f sfjómkerfinu fyrir viku. Maður gæti haldið að hið háa ráðuneyti væri orðið hluti af Frímúrarareglunni, svo mikil er leyndin yfir öllu er þar fer fiam. Fólk er farið að spyija: Er hlut- verk raðuneytisins að vemda um- hverfið eða vemda stjómvöld fyrir gagnrýnum röddum? Eru nýju vendimir kannski í því hlutverki að sópa öllum óhrein- índunum undir teppið? Á iönaöarráöuneytiö aö veita Kísiliöjunni starfs- leyfi? Nú mun Náttúruvemdarráð senn Qalla um helstu niðurstöður samstarfsnefndar um Mývatns- rannsóknir. Víst er að margir bíða spenntir að sjá hvemig bmgðist rennur út 12. ágúst og vist er að iðn- aðarráðherra mun ffamlengja það. Eins víst er að umhverfisráðherr- ann mun ekki flækjast fyrir. Kollumál II (PCB, DDT og þungmálmar á matseölinum) Nýlega var greint ffá nokkrum vestfirskum æðarkollum, sem varð bumbult af ofheyslu eiturefna við Djúpið. Við efiiagreiningu reyndust vefir fuglanna innihalda ærinn skammt af PCB, DDT og ýmsum þungmálmum, t.d. kopar. Varð uppi fótur og fit við leit skyringa á þess- um ósköpum og rannsóknarblaða- menn fóm á stúfana. Sorpbrennslu- stöð á Hnífsdal var sek fundin, enda áran gerði vart við sig á Ströndum norður. Hvítri fitubrák skolaði inn á firði og ógnaði fúglalífi í þúsunda- tali. Fréttastofúr kepptust við að senda menn á vettvang, en um- hverfisráðuneytið hafði engin svör. Siglingamálastofnun sendi flugvél Landhelgisgæslunnar á vettvang til að taka myndir (áhrif ffá Persaflóa- stríði?), en vegna slæms skyggnis fór myndatakan í vaskinn. Erfiðlega gekk að afla sýna af þessari torkennilegu fitu til efna- greiningar svo gera mætti sér grein fyrir uppruna hennar. Sakir alþjóðlegrar reynslu sinn- ar kom ráðherrann samt með tilgátu i Alþýðublaðinu í gær: „Mengun er orðið alþjóðlegt fyrirbasri og trúlega kemur grútur- inn með hafstraumum ffá Síberíu.“ Umhverfismálin hafa haft mik- inn meðbyr á síðustu árum. Fólk er farið að átta sig á gífúrlegu mikil- vægi þessa málaflokks. Stofnun sérstaks umhverfis- ráðuneytis var eitt af forgangsverk- efnum ríkisstjómar Steingrims Hermannssonar. Sjálfstæðisflokk- urinn lagðist fyrst gegn þessum á- formum með þeim rökum að mála- flokkurinn væri betur kominn inn- an samgönguráðuneytis eða heil- brigðisráðuneytis. Málið var þó af- greitt á Alþingi. Tuttugu ára þrýst- mgur landvemdarfólks bar loksins þann árangur að lög vom sett um umhverfisráðuneyti 1989. Margir þeirra er unnið höfðu að undirbúningi lagasetningarinnar á vettvangi stjómmálaflokkanna höfðu bent sérstaklega á það, hve mikilvægt bað væn fynr mála- flokkinn í heild að gerðar væm nauðsynlegar breytingar á stjóm- kerfinu samhliða stofnun hins nýja iáðuneytis. Þá ekki síður það, að vanda vel til vals starfsfolks ffá upphafi. Ráðuneytið komst að sönnu á laggimar, en um leið hófst píslar- sagan. Allar götur síðan hefúr vandræðagangur og úrræðaleysi verið vörumerki þess. Július Sólnes verkfræðingur varð fyrsti umhverfisráðherrann, hugmyndaríkur maður sem margir hugðu ágætan í embættið. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, að nýi ráðherrann lagði meira upp úr þvi að tryggja Borgara- flokknum framhaldslíf með hvers kyns bitlingum, en að ráða hæft starfyfólk. Ahugi kunnáttufólks var samt augljós, þegar fyrsta staðan var auglýst. Vel metnir vísindamenn ffá alþjoðlegum stofnunum sóttu með- al annars upi hana, auk fjölda ann- arra, sem á Islandi starfa. Umhverf- isráðuneytið var engu að síður gert að pólitísku hæli fyrir hinn deyj- anai Borgaraflokk og lítt hugsað um fagleg vinnubrögð. Þetta leiddi svo aftur til þess að stjómendur þeirra stofnana, sem áttu síðar að heyra undir hið nýja iáðuneyti, urðu felmtri slegnir og vildu sig hvergi hræra. Svo notuð séu orð eins þeirra (sem nú er að vís u kominn á spenann): „Það sem skást væri að gera í stöðunni væri að leggja ráðuneytið niður til að losna við starfsfólkið, og stofna það síðan aftur!“ Sópa nýir vendir best? Þótt Júlíusi Sólnes mistækist ýmislegt, má hann samt eiga það að hann vann fyrir opnum tjöldum. Þannig var aldrei reynt að leyna neinu í sambandi við umhverfismál fyrirhugaðs álvers sem rísa kann á Keilisnesi. Eiður Guðnason hefúr annan hátt á, eins og lýst var hér i blaðinu Einar Valur Ingimundarson verður við skýrslunni, sem lögð verður fyrir. Sagt er ffá því í um- fjöllun um málið í blaði gærdags- ins, að „allir nefndarmenn séu bundnir trúnaði um innihald henn- ar þar til umhverfisráðheira leyfir að nún sé gerð opinber." Spumingin er hvort iðnaðarráð- herrann leyfi flokksbróður sínum nokkuð birtingu skýrslunnar, ef svo kynni að fara að sfyggð kæmi að nýjum, erlendum hluthöfúm við það. Hrun líffíkisins við Mývatn hin síðari ár er vissulega áhyggjuefni og gæti orðið sveitarfélaginu enn meiri hnekkir til langffama en lok- um Kísiliðjunnar. Rannsóknir, sem þama hafa farið fram um árabil gefa til kynna, að áhrif verksmiðju- rekstursins á líffíkið séu neikvæð. „Séu menn í einhveijum vafa nú á tímum ber ávallt að úrskurða umhverfinu í vil“. Þetta er vinnuregla, sem tekin hefúr verið upp á meðal þjóða, sem taka umhvemsmál alvarlega. Bið ég nefndarmenn að hafa þetta í huga þann 24. júlí, nk. Vinnsluleyfi verksmiðjunnar alkunna að Hnífsdælingar nota manna mest af þessum efnum öll- um. Aðstoðarmaður ráðherrans, Magnús Jóhannesson, fyrrum sigl- ingamálastjóri, er þama á heima- velli og ætti að geta fullvissað hús- bónda sinn um bað að mengun í Djúpinu stafar ekki af neinu öðm en soipbrennslu í Hnífsdal. Meng- unaremi hafa.aldrei farið niður á Bolungavík, Isafirði, Straumnes- fjalli eoa á Bolafjalli. Frágangur olíutanka er líka með þeim ágætum í heimabyggð aðstoðarmannsins, að þar hefur aldrei farið dropi niður. Frá erlendum eiturbyrlumm berst líka straumpr mengunarefna hingað norður til Islands um haf og loft og hefúr Magnús gengið vask- lega fram í því að koma lögum yfir þrjótana á fundum Parísar- og London-nefndanna. Hina hreinu í- mynd íslenskra sjávarsvæða má eldci sverta með heimatilbúnum vanda. Kollumál III (Grútmáttlaus eintök af Ströndum) Vart höfðu menn fúndið söku- dólginn í Djúpinu fyrr en að ný ó- Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkur tekur ekki sýni Rauðarárvíkin litaðist hvít á þriðjudaginn var. Það er svona að vera að setja upp öll þessi minnismerki við strandlengjuna. Almenningur fer bá að flækjast þar sem hann áður hefúr ekki komið. Hringt var á lög- regluna, sem strax hafði samband við mengunardeild Siglingamála- stofnunar. Þar vísuðu menn á Hafn- arstjóm Reykjavíkur, sem vísaði á umnverfisráðuneytið, sem vísaði á Hollustuvemd ríícisins, sem vísaði aftur á Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur. Þar varð fyrir svörum Tryggvi Þórðarson skólpfræðingur, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Var samt lagt af stað að taka sýni og sagt fra því í sjónvarpsffétt- um að nú ætti að efnagreina hið dularfúllajukk. Málið vakti mikla athygli og morgunhanar útvarpsins héldu hlustendum í greipum spennunnar á miðvikudagsmorguninn. Hvaðan kom hvíti liturinn? Því miður varð spennufall í lok þáttarins, því þá upplýsti Tryggvi að engin efnagreimng yrði gerð. Hún væri allt of dýr, ef menn vissu ekki fyrir ffam að hveiju væri ver- ið a$ leita. I kvöldfféttum var síðan eftir honum haft, að sýnatökumenn hefðu verið of seinir á vettvang (enda langt að fara). Flugvél Landhelgisgæslunnar hefði kannski getað náð einhveij- um myndum af þessu, því skyggni var gott í Reykjavík þennan dag. Þá hefðu menn líka haft eitthvað í höndunum, en ,jukkið var hætt að renna í sjóinn, er við komum þama að,“ sagði Tryggvi. „Trúlegast hefúr þetta verið öldungis hættulaust, enda ekkert sem bendir til annars,“ voru loka- orð heilbrigðisfúlltrúans. Enn hefúr ekkert heyrst um málið úr umhverfisráðuneytinu. Götusteinninn, sem undan- farin ár hefur verið sá allra vinsælasti, fæst nú í þremur stærðum. Nú getur þú valið þrjár stærðir í sömu lögnina, allt eftir smekk. Stærðir verð 14x21 x 6 sm þykkur 1.660,- 14 x 14 x 6 sm þykkur 1.751,- 14 x 10,5 x 6 sm þykkur 1.750,- Öllverðeru pr. m^meðvsk. STÉIT HELLUSTEYPA Hyrjarhöfða 8, IIORvík., sími 686211. Föstudagur 12. júlí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.