Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 7
Því hefur verið haldið fram að þrenn náttúrufyrirbrigði á Is- landi séu óteljandi. Það eru vötn- in á Arnarvatnsheiði, Vatnsdals- hólar í Húnaþingi og Breiða- fjarðarevjarnar. Það komust færri með Hafrúnu en vildu í siglingu um Breiðafjarð- areyjar um verslunarmannahelg- ina. Blíðskaparveður var þegar siglt var frá Stykkishólmi út á þessa matarkistu, en sagan segir að aldrei hafi harðindi hrjáð íbúa við Breiðafjörð, enda hlunnindi mikil i eyjunum og fengsæl mið á firðin- um. Allmargar eyjanna hafa verið í byggð allt frá landnámsöld, en nú er einungis búið í Flatey allt árið. Það er siglt á milli eyjanna og sérkennilegar bergmyndanir skoð- aðar. Þama má sjá allar gerðir af stuðlabergi, fjölbreytilegra en nokkursstaðar annarsstaðar á land- inu, ef ekki í veröldinni. Stundum mætti ætla að kúbískur myndlista- maður hafi farið höndum um eyj- arnar, en í næstu andrá minnir landslagið á fomegypsk hof. Það em Dímonar á fleiri stöðum en Markarfljótsaurum og í Færeyjum. BreiðaQörður á líka sína Dímona og em þeir hæstu eyjamar á firðin- um. Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augun. Fuglalífið í eyjunum er fjöl- skrúðugt. Lundinn og fyllinn hafa helgað sér heilu eyjamar. En það em fleiri furðufuglar á sveimi í eyj- unum þótt erfitt sé að koma auga á þá. Það er siglt alveg upp að Dím- onum. Þar í klettunum era topp- skarfar faldir. Það er erfitt að greina þá fyrr en komið er alveg að þeim. Hafrún siglir alveg upp að klettunum og allt í einu greina aug- un skarfana. Þama sitja þeir og er stóísk ró yfir þeim þótt báturinn sé bara tvo til þrjá faðma frá þeim. Þeir munu vera orðnir alvanir svona heimsóknum og kippa sér ekkert upp við þær. Myndavélamar syngja í gríð og erg, en skarfamir láta það ekkert á sig fá. Toppskarfúrinn er aldökkur með gult nef, en ungamir era grárri. Nafn sitt dregur hann af toppi sem vex upp af enninu um varptímann, en strax og ungamir era klaktir út hverfur toppurinn. Toppskarfarnir kipptu sér ekkert upp við það þótt bátur fullur af forvitnum túrhestum sigldi alveg upp að þeim. Stuðlarnir minntu á egypsk hof. Hann lifir á fiski og að sögn mun hann það ofansjávardýr sem sér best í kafi. I Asíu hefur náfrændi toppskarfsins, dílaskarfurinn, sem einnig er að ftnna við Breiðafjörð- inn, verið taminn og notaður til fiskveiða. Ekki er vitað til þess að íslenskir sjómenn hafi reynt þessa veiðiaðferð. Affam er siglt og nú að mynni Hvammsfjarðar, en þar er straumur svo mikill að helst minnir á straum- harða á. Astæða þessara strauma er hinn mikli munur á flóði og fjöra í Breiðafirðinum. Straumurinn er svo harður að það tekur hann ekki nema smá stund að snúa bátnum og nú er stímt aftur í áttina að Stykkis- hólmi. Eftir að hafa virt fyrir sér nátt- úruna ofansjávar er ákveðið að kanna lífríki botnsins. Skelfiskplóg er varpað útbyrðis og botninn plægður. Þegar plógurinn er dreg- inn um borð er hann sneisafullur af hörpuskel, ígulkerjum og einstaka krabbi hefur flækst með. Hörpu- skelin er opnuð og farþegar gæða sér á þessum krásum hafsins hrá- um. Síðan er tínt í poka til að hafa með sér heim í soðið. Þótt túrinn væri ekki langur virtust flestir mjög ánægðir með það sem þeir höfðu upplifáð. Tveir miðaldra menn gengu upp bryggj- una á Stykkishólmi og annar þeirra sagði: Það er engin spuming ieng- ur. Nú kaupum við okkur eyju og reisum okkur hús þar. -Sáf Farþegar safna hörpuskel í poka til að hafa með heim í soðið. Mj^ \ >%s''í'i*s' f'HHirs * Vindsorfið stuðlaberg. Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.