Þjóðviljinn - 15.08.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Page 4
Albanir í Bari: Fimm hundruð fá að vera _L_tölsk stjórnvöld hafa gefist I upp á því að senda þegar í I stað aftur til Albaníu um 500 _l_flóttamenn þaðan, sem enn eru á íþróttaleikvanginum í Bari í Apúlíu. Sagði Vincenzo Parisi, yfirlögreglustjóri, í gær að þeir yrðu sendir í flóttamannabúðir í norðurhluta landsins. Alls komu til Bari fyrir viku um 17.000 Albanir á skipum, sem þeir höfðu tekið traustataki i höfn- um lands síns. Að undanskildum áminnstum 500 mönnum hafa þeir allir verið sendir aftur til föður- landsins, nauðugir. Talsmenn yfirvalda segja þeim hafi snúist hugur vegna þess að meðal fólksins á íþróttavellinum séu konur og böm, sem líði þján- ingar vegna vöntunar á aðbúnaði, og ennfremur séu sumir flótta- mannanna liðhlaupar úr albanska hemum og aðrir með áverka eftir pyndingar. En vera kann að ein- hverju um þessi skoðanaskipti ítölsku yflrvaldanna valdi að flóttamennimir segjast ætla að verja sig með öllum ráðum, verði reynt að senda þá til ættlands þeirra, og gmnað er að einhveijir þeirra séu vopnaðir. Til harðra átaka hefur komið undanfama daga meðan heimflutn- ingur flóttamannanna stóð yfir og vörðust þeir ítölsku lögreglunni, sem rak þá út í skipin sem fluttu þá til baka, með járnstöngum og grjóti. Sagt er að matarskortur sé verulegur í Albaníu og á sumum bamanna meðal flóttafólksins sjást greinileg merki vannæringar. Með- an kommúnistar réðu einir í Alban- iu var landbúnaðurinn þar allur í kerfi ríkis- og samyrkjubúa. Það kerfi hefur nú hrunið saman og það valdið upplausn i sveitum, með þeim afleiðingum að dregið hefur úr landbúnaðarframleiðslu. Til að koma í veg fyrir fleiri al- bönsk flóttamannaflóð hefur Ítalía lofað að sjá Albaníu fyrir talsverðu magni matvæla fram í nóvember, og er vonast til að þá verði al- banski landbúnaðurinn eitthvað farinn að jafna sig. Þá flaug nefnd ítalskra herforingja til Tirana, höf- uðborgar Albaníu, á þriðjudag. Hún verður albönskum stjómvöld- um til aðstoðar við að endurskipu- leggja og efla lögregluna þar og ennfremur stendur til að herflotar Italíu og Albaníu hafi samráð um að hindra frekari flóttamannaútrás- ir frá síðamefnda landinu til hins fyrmefnda. Þetta er í fyrsta sinn eftir heimssfyijöldina síðari, sem full- trúar vestræns hers hafa verið inn- an landamæra Albaníu. Þessi albanska flóttamannainn- rás hefur vakið ugg bæði á Ítalíu og annarsstaðar í Vestur-Evrópu um að hún kunni að vera aðeins smjörþefurinn af því sem í vænd- um sé og ekki aðeins frá Albaníu, heldur og frá öðmm löndum Aust- ur- Evrópu, Sovétríkjunum og þó einkum þriðja heiminum. Ljóst er að mörgum Vestur-Evrópumönn- um finnst að þeir hafi þegar fengið til sín fullmikið af fólki frá þessum heimshlutum, einkum þeim síðast- nefnda. Albani I Bari sem gripið hefur upp gúmmfslöngu til varnar gegn Itölsku lögregl- unni - aðeins smjörþefurinn af þvi sem I vændum er? Armenar handtaka sovéska hermenn Vopnaðir Armenar í Fjalla- Karabak tóku á þriðjudag til fanga 33 sovéska hermenn og segjast ekki sleppa þeim fyrr en látinn hafi verið laus armenskur forustumaður, sem Zh. Petrosjan heitir og kallaður er Napóleon. Er þetta samkvæmt Tassfrétt. Petrosjan mun hafa verið hand- tekinn skömmu áður í skærum við Asera, en héraðið Fjalla- Karabak er þrætuepli þeirra og Armena. Miðasískt efnahagsbandalag SovésLu Mið-Asíulýðveldin fimm, Kasakstan, Usbekistan, Kírgisistan, Túrkmenía og Tad- sjikistan undirrituðu í gær samn- ing sín á milli um samvinnu í efnahagsmálum. Virðist ásetn- ingur forustumanna þar með þessu vera sá að standa saman í því að tryggja sér aukið sjálf- ræði í stjórn- og efnahagsmálum gagnvart sovésku stjóminni. Sviss til bjargar ósonlagi Svissneska stjómin tilkynnti í gær að notkun efna, sem skaða ósonlagið, yrði að mestu úr sög- unni þar í landi 1995. Osonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum sólargeislum. Danska þingið samþykkir Eyrar- sundsbrú - göng koma til greina Danska þingið samþykkti í gær með 117 atkvæðum gegn 42 að gerð skuli brú yfir Eyrarsund, milli Kaupmanna- hafnar og Malmö. Sænska þingið sam- þykkti þessa fyrirhuguðu brú í júní. Sundið er um 17 km breitt þar sem brúin verður yfir það. Verður á henni bæði akvegur og jámbraut. I samþykkt danska þingsins er gert ráð fyrir að hætta megi við að byggja brúna og grafa í staðinn göng undir sundið, ef sá kostur kunni að reynast að- gengilegri og samkomulag um það náist við Sví- þjóð. Sumir þeirra sem óttast umhverfisspjöll af völdum brúarinnar telja að göng yrðu að því leyti ekki eins skaðvænleg og þar að auki yrði ekkert dýrara að grafa þau en að byggja brúna. Eitthvað um 100 ár eru síðan farið var að bolla- leggja um brú yfir Eyrarsund. Svíar hafa verið ívið áhugasamari um það en Danir. Er skoöun margra í Svíþjóð að Eyrarsundsbrú sé bráðnauðsynleg til að greiða fyrir aðlögun sænsks efnahagslífs að efha- hagslífí Evrópubandalagsins. Andstæðingar hinnar fyrirhuguðu brúar segja að hún muni valda röskun á lífríki sjávar þar í kring og af umferðinni á henni muni stafa mikil lofímengun. Fyrirætlunum um Eyrarsundsbrú mótmælt við eina vindubrúna í Kaupmannahöfn - margir óttast mengun, sumir vilja heldur göng. Norðmenn vilja líka eigna sér Kólumbus Sænska blaðið Expressen var hneykslað á frekjunni í Norðmönnum: „Ná- grannar okkar þykjast hafa fundið Amríku tvisvar“. Þeir vilja bæði eiga Leif heppna og Kristófer Kólumbusar. Islendingar kannast svo sem mætavel við togstreituna um þjóð- emi Leifs Eiríkssonar. En hitt kann að koma mönnum á óvart, að uppi er sú kenning í Noregi að Kristófer sá Kolumbus, sem sigldi til Amer- íku 1492, hafi verið maður norsk- ur.Svein-Magnus Grodys heitir norskur ættfræðingur sem fór að hreyfa þessum hugmyndum þegar árið 1969. Og nú hefur annar Norðmaður, Tor Boch Sannes, sér- ffóður um siglingasögu - i tilefni þess að á næsta ári er haldið upp á fimm alda afmæli ferða Kolumb- usar - skrifað rit um líkur á norsk- um uppruna kappans. Bókin heitir: „Kristófer Kolumbus - Evrópu- maður frá Noregi?“. I bókinni er reifuð sú kenning að Kólumbus hafi í rauninni heitið KristoíTer Bonde og sé fæddur árið 1451 í Norðfirði, sem er um 30 km. norður af Björgvin. Sá maður var af þekktri höfðingjaætt. Faðir hans, Dominicus Bonde, dvaldi á Ítalíu í nokkur ár áður en elsti son- ur hans, Kristoffer, fæddist. Sonur- inn gekk í læri til biskupsins í Bergen, sem var frá Genúa (Noreg- ur var þá enn kaþólskt land vitan- lega). Sannes telur, að Kristoffer hafi fylgt læriföður sínum til Genúa. Þar hafi hann þýtt á Iatínu ættar- nafn sitt „bóndi“ - Kristoffer Bon- de varð Christopherus Colonus, síðarmeir þekktur sem Columbus. Sannes styður tilgátur sínar með skjölum ýmsum frá Genúa og ýmsum líkum öðrum. Til dæmis að taka heita bræður þess Kólumbusar sem sagan þekkir Bartolomeo og Diego - rétt eins og bræður Krist- ófers úr Norðfirði. Skjaldarmerki beggja eru mjög svipuð. Og svo framvegis. Ef að líkum lætur munu aðrir ekki fúsir til að afhenda Norð- mönnum Kólumbus og reyndar tel- ur Sannes sig ekki hafa sannað sitt mál endanlega. Sex lönd hafa gert tilkall til sægarpsins - og nasista- veiðarinn Simon Wiesenthal telur reyndar að hann hafi verið spænsk- ur Gyðingur, Iandflótta. Sex ítalsk- ar borgir þykjast eiga Kólumbus, en reyndar bendir Sannes á það að sæfarinn noti aldrei ítalskt orð í sínum bréfaskriftum, hvað sem öðru líði. Sannes reynir og að sfyrkja mál sitt með vísbendingum um að Kristófer Kðolumbus hafi árið 1477 farið í mikla siglingu allt norður fyrir ísland. Kannski hafi hann þá þegar komist alla leið til Baffinslands í Kanada. En meðan Norðmenn gera til- raun til að eign. sér Kristófer Kol- umbus er hátíðanefndin bandaríska sem á að annast hátíðahöld á næsta ári í miklum vandræðum. Afkom- endur frumbyggja Ameríku, Ind- jána, og margir aðrir sem endur- skoða vilja „sigra“ landvinninga- tíma Evrópumanna, neita þvi með öllu, að flakkið á Kólumbusi hafi verið fólki til blessunar. Það hafi þvert á móti verið upphaf að mikl- um þjóðamorðum og öðrum djöf- ulskap. Því sé litlu að fagna á næsta ári, þegar 500 ár eru liðin frá því að sæfarinn Kolumbus kom sér á spjöld sögunnar. áb tók saraan. Norðmennirnir tveir ásamt Kólumbusi: hann fæddist hér I Norðfirði strákur- inn.... ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.