Þjóðviljinn - 15.08.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Síða 7
FiRifcmiR 95 prósent foreldra vilja lengra fæðingarorlof Um 95% foreldra ungra barna vilja að fæðingar- orlof verði lengt veru- lega. Um 56% af þeim sem vilja Iengingu segja eins árs orlof hæfilegt og um 25% telja níu mánuði hæfilega langt. Um 2% vildu 18-24 mánaða orlof. Fæð- ingarorlof er nú sex mánuðir. Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar sem Foreldrasamtökin hafa látið gera. Reynt var að ná til allra foreldra i Reykjavík sem eignuðust sín fyrstu böm á síðasta ári sem og til foreldra sem eign- uðust böm í fyrra og eiga íyrir böm á grunnskólaaldri. Þessi hóp- ur er 1127 pör en aðeins náðist í um helming eða 533. Sif Einars- dóttir, sem samdi könnunina, telur ástæður þessa mikla brottfalls þær að foreldrar sem em að eiga sín fyrstu böm búa margir í leiguhús- næði og flytja því mjög ört og því erfitt að hafa upp á þeim í síma. Sagt er frá könnuninni í tíma- riti Foreldrasamtakanna, Uppeldi. Framkvæmdastjóri þess, Hörður Svavarsson, segir að samtökin og tímaritið muni beita öllum tiltæk- um ráðum til að þrýsta á um leng- ingu fæðingarorlofs. „Við túlkum kosningaloforð stjómarflokkanna þannig að þeir séu fylgjandi leng- ingu á fæðingaorlofmu. I kosning- apésa Sjálfstæðisflokksins er t.d. talað um „ótvírætt gildi heilbrigðs fjölskyldulífs" og teljum það m.a. benda til þess að orlofið lengist á næstu árum,“ segir Hörður. „I nýj- um lögum um leikskóla segir að leikskólar eigi að vera fyrir böm frá því að fæðingarolofi lýkur. Það er mjög dýr lausn að setja upp leikskóla fyrir böm frá sex mán- aða aidri og ekki sú manneskju- legasta. Þannig hljótum við að reikna með að lögin séu hvati á að orlofið sé lengt.“ Niðurstöður könnunarinnar verða sendar ASÍ, BSRB, Neyt- endasamtökunum og þingmönn- um. Úrvinnslu allrar könnunarinn- ar er ekki að fullu lokið en einnig var spurt um viðhorf til heima- greiðslna og til dagvistunar. Allar niðurstöður verða birtar í sérstakri skýrslu frá Foreldrasamtökunum í lok næsta mánaðar. 1 samtökunum era 2500 manns og áskrifendur tímaritsins Uppeldis era um 8000 talsins. -vd. Aldurinn skiptir ekki máli Islandsmót í atskák Undanrásir ísiandsmótsins í atskák verða dagana 17- 18. ágúst nk. Úrslita- keppnin verður í ársbyrjun 1992. Stefnt er að því að halda ísiandsmótið með sama hætti og síðast en tilhögun verður sem hér segir: í Reykjavík, á Akureyri og Isa- firði verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Mótið hefst kl. 14.00 laugardaginn 17. ágúst. Tefldar verða fimm umferðir á laugardag og fjórar á sunnudag. í Reykjavík verður teflt í Faxafeni 12. , íslandsmótið í atskák er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 1500.- fyrir fullorðna en 800,- fyrir 15 ára og yngri. Fyrstu verðlaun í Reykjavik era 18.000,- kr. en þar eru alls sjö verðlaunasæti. Tvenn verðlaun verða veitt á Akureyri og ísafirði en þar era fyrstu verðlaun 10.000,- kr. Þetta eru lágmarksverðlaun sem umsjónaraðilar ábyrgjast en þeim er heimilt að hafa þau hærri. Atta skákmenn vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni. Þar af eru sex úr mótinu í Reykjavík en varamenn úr 7. 8. og 9. sæti, en einn úr hvoru hinna og varamenn úr öðra sæti. Séu tveir eða íleiri jafnir að vinningum skulu stig ráða. Verði ekki unnt að fylla laus sæti með varamönnum mun stjóm S.í. velja keppendur til viðbólar. Sextán keppendur tefla í úrslit- um. Auk átta keppcnda úr undan- rásum á atskákmeistari Islands rétt á þátttöku og auk þess sjö stiga- hæstu skákmenn landsins. -kj Keppt í gerð klæoistjalda og mvndverka í ráohúsið Ekki er krafist flókins myndmáls, heldur fremur að skreytingarnar falli vel að umhverfí og arkitektúr húss- ins, sagði Ólafur Jónsson trúnaðarmaður dómnefndar um listskreytingu í ráðhúsið. Nýlega var auglýst eftir umsóknum í lokaða sam- keppni um gerð myndverks og klæðistjalda í hið nýja ráðhús í Tjöminni. Tæplega sjötíu lista- menn sendu inn upplýsingar um verk sín og feril. Dóm- nefnd skipuð þeim Markúsi Emi Antonssyni borgarstjóra, Þorvaldi Þorvaldssyni for- stöðumanni Borgarskipulags, Jóni G. Tómassyni borgarrit- ara og myndlistamönnunum Brynhildi Þorgeirsdóttur og Önnu Þóra Karlsdóttur frá SIM völdu tólf listamenn til að gera tillögur að verkunum. Þeir sem munu keppa sín á milli um bestu tillöguna að myndverki á vegg fyrir framan borgarstjórnarsal era þeir Daníel Þorkell Magnússon, Kristinn E. Hrafnsson, Krist- ján Guðmundsson, Níels Haf- stein, Sigurður Örlygsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Til gerðar tillagna að klæðistjöld- um sem sett yrðu upp milli Tjamarsalar og almennra gönguleiða valdi dómnefndin þær Erlu Þórarinsdóttur, Guð- rúnu Erlu Geirsdóttur, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Ingi- björgu Styrgerði Haraldsdóttur og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, auk Kristjáns Guðmundssonar. Allir þátttakendur sem skila inn tillögum sem fullnægja kröfum í keppnislýsingu fá greiddar 300 þúsund krónur, sömu upphæð verður veitt í verðlaun fyrir bestu tillögum- ar. BE Orka, höfn og land á silfurfati Kvennalistinn hefur sent frá sér ályktun þar sem þeirri ákvörðun iðnaðarráð- herra að ganga til samninga um byggingu álvers á Keilis- nesi er harðlega mótmælt. í ályktuninni segir: „Miðað við heimsmarkaðsverð á áli nú yrði orkuverð til hins nýja ál- vers um 10 mill, sem er aðeins helmingur þess sem kostar að framleiða orkuna. Þar fyrir ut- an færa íslensk stjómvöld er- lendum eigendum hins nýja ál- vers land undir verksmiðjuna og eitt stykki höfn á silfurfati. Kvennalistinn hefúr ávallt mótmælt byggingu álvers vegna umhverfisspjalla sem því fyigja en nú tekur steininn úr þegar þar á ofan er verið að binda komandi kynslóðum enn einn skuldabaggann." -vd. Vaxtahækkunarstefnan er rangt hagstjómartæki Yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum var í júlimánuði um 9,3 miljarðar króna. Hann hefur ekki náðst niður þrátt fyrir yaxta- hækkanir rikisstjórnarinnar á fyrstu starfsvikum sínum. Ólafur Ragnar Grímsson, segir þetta vera dóm á að vaxtahækkunarstefna Sjálfstæðisflokksins hafi endanlega beðið skipbrot. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær hefúr yfirdráttur ríkissjóðs farið hækkandi, þrátt fyrir góða sölu á rík- isvíxlum sem varð í kjölfar vaxta- hækkana ríkisstjómarinnar í vor. Yf- irdrátturinn var í lok aprílmánaðar um 8,9 miljarðar króna og var fyrri ríkisstjóm harðlega gagnrýnd vegna stöðu ríkisfjármála á þeim tíma. Þegar litið er á yfirdrátt ríkissjóðs yfir allan júlímánuð var hann um 9,3 miljarðar, það er því ljóst að áform ríkisstjómarinnar um að lækka yfir- dráttinn hefúr ekki tekist. Samkvæmt upplýsingum frá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa hef- ur sala á rikisvíxlum aukist að und- anfömu sem nemur 2-3 miljörðum króna. Útistandandi skuld ríkissjóðs innanlands hefur því ekki aðeins aukist um þennan eina miljarð hjá Seðlabankanum, heldur er aukning nær 3-4 miljörðum þegar allir þættir eru skoðaðir. Formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að enginn hafi deilt um það í vor að það þyrfli að ná tímabundnum yfirdrætti í Seðlabankanum niður. „Deilan snerist um aðferðimar til þess að ná honum niður. Þessi ríkisstjóm gerði það að sínu fyrsta verki að segja að aðferðin væri vaxtahækkun. Það þarf ekki annað en að fietta upp á yf- irlýsingum fjármálaráðherra, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra til að finna staðfestingar þeirra orða. Þeir hækkuðu allt raunvaxtastigið í land- inu um þriðjung til þess að ná þess- um yfirdrætti niður. Þeir sögðu að það væri dæmi um óstjóm að yfir- drátturinn væri rúmir átta miljarðar og það átti að verða eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjómar að drága úr yf- irdrættinum og minnka með því þensluna i sumar. Dómur reynslunnar um vaxta- hækkunarstefnuna sem hagstjómar- tæki er kominn í ljós. Eins og varað var við í maí í sölum Alþingis þá eru afleiðingar þessarar stefnu nákvæm- lega þær sömu og á árunum 1987 og ‘88, þ.e. að vaxtahækkunarstefnan eykur á vandann en leysir hann ekki. Niðurstaðan blasir nú við eflir þijá mánuði: ríkisstjómin hefur verið í fararbroddi um að hækka allt raun- vaxtarstigið í landinu, en yfirdráttur- inn í Seðlabankanum hefúr aukist um röskan miljarð. Vandamálið er meira núna en það var í vor eftir að þeir gripu til þeirra aðgcrða sem þeir töldu að ætti að leysa málin. Þetta er enn einn dómur reynslunnar yfir þeirri hægri stefnu sem Sjálfstæðis- fiokkurinn fylgdi er hann var siðast í ríkistjóm og Alþýðuflokkurinn skrifaði siðan upp á í vor. Deilan var ekki um vandamál, deilan var um lækningaraðferðir. Þeirra aðferð hef- ur einungis gert sjúklinginn enn veikari, segir Olafúr Ragnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki í Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, varðandi þetta mál. -sþ Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.