Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Qupperneq 12
M i n n i n g Steinunn Anna Ólafsdóttir Fædd 14. apríl 1956-Dáin 25. október 1991 Stríðinu hennar Steinu er lokið. Stríði sem gat bara lokið á einn veg, þrátt fyrir ótrúlegt baráttuþrek og vilja sem smitaði út frá sér og glæddi vonir þeirra sem næst henni stóðu. Sæði trúarinnar á að sigur ynnist í því vonlausa stríði sem hún háði var sáð í hug hennar nán- ustu þannig að þeir hrifust með þrátt fyrir að þeir vissu einsog Steina að hveiju stefndi. Nú er sú stund runnin upp og eftir sitjum við, sem vorum svo lánsöm að kynnast Steinu, og á okkur leita spumingar sem engin svör em til við. Steina missti ung föður sinn, Ólaf Þórðarson. Móðir hennar, Þóra Antonsdóttir, giflist síðar föð- ur mínum, Friðþjófi Sigurðssyni, sem misst hafði eiginkonu sína, El- ínu Amórsdóttur. Við Steina urð- um því stjúpsystkin um miðjan átt- unda áratuginn. Við Gyða kynntumst Steinu fyrst að einhveiju ráði eftir að hún var flutt til Kaupmannahafnar. Þangað flutti hún um svipað leyti og við settumst að í Stokkhólmi. A heimili hennar áttum við griðastað þegar leið okkar lá til borgar gleð- innar og nutum gestrisni hennar og lífsgleði. Hún heimsótti okkur einnig til Stokkhólms. Þegar hugsað er til þessara allt- of fáu funda er efst í huga glað- værðin sem geislaði af Steinu og smitandi hlátur hennar sem feykti burt öllum dmnga. Það var ekkert pláss fyrir leiðindi. Lífið var erfitt, en það bar að takast á við það með hlátur á vör. Steina var líka alltaf boðin og 'búin til að greiða hvers manns götu. Einusinni vomm við Gyða strandaglópar í Kaupmannahöfn með Starra son okkar. Við vomm að koma úr mánaðar ferðalagi um Evrópu og áttum hvorki fyrir mat, húsaskjóli né bensíni til Stokk- hólms. Hún Steina bjargar okkur, hugsuðum við þá, enda vissum við að þar yrði ekki í kot vísað. En hún var ekki heima og kom ekkert heim þá nótt. Þá nótt sváfum við í bílnum á bílastæði. Þegar Steina kom heim var ekkert verið að tví- nóna við hlutina. Það var slegið upp veislu, gengið úr rúmi fyrir lúna ferðalanga, og þótt peningar væm af skomum skammti lánaði hún okkur fyrir ferðinni til Stokk- hólms. Fyrir nokkmm ámm ákvað Steina að setjast i Blaðamannahá- skólann í Árósum. Lýsir það vel dirfsku hennar, því fá störf er erfið- ara að stunda á erlendri gmnd en blaðamennsku. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi tungan og í öðm lagi almenn þekking á sögu og inn- viðum þess þjóðfélags sem blaða- maðurinn starfar í. En Steina lét sér það ekki fyrir brjósti brenna, held- ur leysti þá glímu með miklum ágætum. Hluti af náminu er verkleg þjálfun á ritstjóm. Þá þjálfun fékk Steina á ritstjóm Politiken. Fyrir ári var ég staddur á ráðstefnu nor- rænna blaðamanna og blaðamanna frá Eystrasaltsríkjunum í Heisinki. Þar hitti ég fréttastjóra af Politiken og barst tal okkar að Steinu. Bar hann henni vel söguna og sagði að sig hefði oft undrað hversu góðu valdi hún hefði náð á danskri tungu, enda var hún ekki sett i ncin löðurmannleg verkefni, heldur kastað beint út í alvöm blaða- mennsku. Steinu tókst ekki að ljúka nám- inu. Hún átti eftir eitt ár af því, og alveg fram á síðustu stundu var hún staðráðin í að fara aftur til Ár- ósa og ljúka því, enda ekki henni að skapi að hætta við hálfnað verk. Nokkmm vikum fyrir andlátið hittum við Steinu á Landspítalan- um. Hún sat þar í reykhominu, og þrátt fyrir þá hörðu baráttu sem hún átti í geislaði andlitið. Hún sagði frá því að henni hefði verið lánuð segulbandsspóla með viðtali við krabbameinssjúkling. „Þegar ég hlustaði á spóluna var ég stöðugt að hugsa um spum- ingamar sem blaðakonan Iagði fyr- ir sjúklinginn. Af hveiju spyr hún svona en ekki hinsegin? Eg var svo upptekin af því að ég gleymdi al- veg að hlusta á svör sjúklingsins. Eg verð víst að hlusta á viðtalið aftur,“ sagði hún og hló við. Steina skilur eftir sig soninn Þór sem er ársgamall. 13. október, 12 dögum fyrir andlátið, hélt Steina upp á ársafmæli sonarins heima hjá móður sinni og stjúpföð- ur. Það var gert með sama myndar- skap og annað sem hún tók sér fyr- ir hendur, þrátt fyrir langvarandi veikindi og að hún væri bundin hjólastól. Það hefur mikið hvílt á Þóm móður Steinu undanfarið ár. Hún hefur staðið einsog klettur við hlið dóttur sinnar. Við sendum Þóm, Friðþjófi og Þór litla samúðarkveðjur og einnig Ola Þór bróður Steinu og hans fjöl- skyldu. Sigurður og Gyða Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhrislur rauðar, í gulu Ijósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hœtti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Hvað er órökréttara en að ein- hver deyi í blóma Iífsins. Þegar maður þarf að koma þessum hlut- um heim og saman fyrir sjálfan sig þá vill maður helst ekki setjast nið- ur, til að minnast þess sem maður getur ekki sætt sig við að sé allur. En ég vil kveðja þig á prenti Steina mín og það vegur þyngra en allt ósætti við að þurfa að rifja upp endurminningar sem hefðu átt að bíða í áratugi þangað til við bæði hefðum lifað lengi og getað svo yljað okkur við loga hins liðna. Eg man þegar ég sá þig fyrst sumarið sjötíu og sjö í kóngsins Köben. Við sátum þá hópur útlaga í „hægagangi“ inni i íbúð. Sólin skein fyrir utan en við vomm ekki til viðtals. Allt í einu sveif fasmikil ung kona inn um dymar og sam- kvæmið lifnaði við. Hárið sveiflað- ist og hendumar hreyfðust. Þú sannfærðir mig þá í eitt skipti fyrir öll um að hjá þér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eg var nýkominn til Kaupmannahafn- ar og þekkti fáa. Þegar þú varst far- in fékk ég að vita að þú værir sá gnægtabrunnur góðra ráða og raun- vemlegrar hjálpar sem heimóttar- legir landar þínir jysu af þegar á bjátaði. Eg átti sjálfur eftir að reyna það svo um munaði. En þótt hjálp þín við mglaðan sveininn hafi verið einstök minnist ég þín þó miklu fremur fyrir allar okkar samræður um eilífðargátuna og eigin framtíð. Eftir að ég flutti aft- ur heim fækkaði samvemstundum okkar en allar ferðir mínar til út- landa miðuðust við að heimsækja Steinu í leiðinni, þær hófust og enduðu í Kaupmannahöfn hjá þér. Einhvemveginn varstu aldrei fjarri og ég fínn það svo vel núna þegar ég er að skrifa þetta að ég trúði því aldrei alla þína sjúkdómsgöngu að þú værir að fara. Að kveðja í hinsta sinn. Við höfðum kvaðst svo oft bara til að heilsast að nýju. Við átt- um eftir að gera svo margt saman. Hvað ég hlakkaði til að fá þig heim eftir sigra þína í danska Blaða- mannaháskólanum og á Politiken. Hefði ekki hnípin þjóð i vanda þarfnast skarpskyggni þinnar og eldmóðs? Það fær ekkert mig til að skilja af hverju það mátti ekki verða, en þú lifðir lífinu til hins ýtrasta og ég hugga sjálfan mig með því að þetta hafi verið þín leið. Eg kveð þig þetta haust með orðum Hannesar Péturssonar: Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Ágúst Þór Árnason Leður kuldaskór. Gæði - ending. Sölustaðir: Skóverslun Kópavogs - Sportlínan Hamraborg. Stepp-skóverslun, Borgarkringlan. Steinar Waage, Kringlunni. Sportmarkaourinn, Hólagarði. Geysir hf., Aðalstxæti. M.H. Lyngdal hf., Akureyri. Skóverslun Leós hf., ísaiirði. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum. Verslun E.J. Waage, Seyðisíirði. Verslunin Við lækinn, Neskaupstað. Skóbúðin Keflavík hf., Keflavík. Betribúðin, Akranesi. Verslunin Höggið, Patreksíirði. SIEMENS Lítið inn tii okkar og skoðið vönduö vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 NYTT HELGARBLAÐ 12 FÖSTUDAGUR l. NÓVEMBER I99l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.