Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 2
( yerkfall farmanna Igær skall á verkfall á kaupskipaflotanum. Þótt hér sé ekki um mjög stóran hóp að ræða mun verkfall þetta hafa mikil áhrif í þjóðfélaginu, því flutningar til og frá landinu munu lamast. Slíkt getur haft afar alvarleg áhrif á útflutning okkar íslendinga; einkum er Bandaríkjamarkaður viðkvæmur fyrir óll- um sveiflum, en birgðir þar munu af skornum skammti. Það hefði því mátt ætla að Vinnuveitendasam- bandið legði sig í líma við að leysa þann hnút sem þessi deila var komjn í og VSÍ ber ábyrgð á. Ef samninganefnd VSÍ hefði strax komið tíí móts við þá sanngjörnu kröfu farmanna að kauphækkun, sem numín var úr gildi með bráðabirgðalögunum 1990, tæki aftur gildi, hefði aldrei komið til þessara að- gerða. Farmenn voru ekki að krefjast nýrra kjara- samninga, þeir voru að fara fram á það að eldri samningar stæöu. VSÍ neitaði að hlusta á farmenn fyrr en Ijóst var að í óefni stefndi. Slíkt hleypti illu blóði í menn og gerði alla samninga erfiðari. Kröfur farmanna voru sam^nlagt metnar sem 3 prósent launahækkun, en VSÍ bauð 2 prósent hækk- un gegn lengingu vinnutíma. Það er mjög í anda þeirrar sáttar sem virðist ríkja milli VSÍ og ríkisstjórn- arinnar, að ekki verði orðið við neinum körfum um launahækkanir núna. Stærsti samningsaðilinn í þessari deilu er Eim- skipafélagið. Það fyrirtæki hefur undanfarin ár verið rekið með rífandi hagnaði og verður svo áfram þótt gengið hefði verið strax að óllum kröfum farmanna. Verkfallið verður mun dýrara fyrir fyrirtækið en ef starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið rétt sáttahönd strax. Það verður líka mun dýrara fyrir þjóðfélagið í heild. Atvinnurekendur skýla sér á bak við slæma stöðu útflutningsatvinnuveganna þegar talið berst að samningum. Með framkomu sinni við farmenn stefna þeir hinsvegar útflutningnum í voða. Þeir leika sér því að fjöreggi landsmanna líkt og skessurnar forð- um daga. Það sem rekur VSÍ til þessa hráskinnsleiks með fjöregg þjóðarinnar er ekki að þeir telji skipafélögin ekki bera þessar hækkanir, heldur óttast þeir að út- koman úr þessum viðræðum kunni að hafa áhrif á aðra kjarasamninga sem framundan eru. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaóur Kvenna- listans, lýsti stefnu ríkisstjórnarinnar og VSÍ í launa- málum ágætlega þegar hún sagði að launafólki væri í raun sagt að éta þaö sem úti frýs. Það á að frysta launin á sama tíma oa auknar álögur eru boðaðar og verðlagið heldur áfram að hækka. Um þetta vilja herrarnir í Garðastræti og Stjórnarráðinu að þjóðar- sátt takist. Það þarf ekki að koma á óvart þótt launafólk sé ekki til viðtals um þetta og sjái foiysta atvinnurek- enda og ríkisvalds sig ekki um hönd bendir því allt til þess að verkfall farmanna sé bara forleikur að því sem koma skal. Ófaglært starfsfólk í mjólkuriðnaði á Akureyri og Húsavík hefur boðað þriggja daga verkfall um næstu helgi og ótímabundið verkfall seinna í mánuðinum. Starfsfolk við Mjólkurbú Flóamanna hefur aflað sér verkfallsheimildar og viðbúið er að fleiri félög fari að hugsa sinn gang þvi kaupmátturinn rýrnar nú dag frá degi og hefur gert það síðan í júní. Launafólk grípur ekki til verKfallsvopnsins nema í algjörri nauðvórn, það hefur sagan sýnt. Vitaskuld mun VSÍ reyna að magna upp umræðu um endur- skoðun á verkfallsheimildinni í kjölfar verkfalls far- manna. Það verður bent á hvernig tiltölulega fámenn stétt stefnir útflutningsatvinnuvegunum í voða. En það eru ekki farmenn sem hafa gert það, heldur samninganefnd VSÍ. Farmenn hafa einsog annað launafóík sýnt ótrúlegt langlundargeð í viðskiptum við atvinnurekendur. En þar kemur að það þrytur. -Sáf Þióðviliinn Málgagn sósíalisma þjóöfrelsis og verkalyöshreyfingar Siðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann. Helgi Guðmundsson. Rítstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson. Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331 Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1200 kr. Aðskilnaðarstefna Ihaldsins Meirihluti Sjálfstæöisflokksins hefur ákveöiö að innleiða aðskilnaðar- slel'nu í málefnum fatlaðra. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld var samþykkt að lcita þyrfti álits bygging- arncfndar þegar fatlaöir einstaklingar ætluöu að flytja inn í íbúðarhverfi. bannig á nú byggingarnefnd að ákveða hvcrjir gcti gerst íbúar í hvaða hverft borgarinnar. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða að eftir þinglýsingar verði allir kaupsamningar um íbúðar- húsnæöi að fá blessun byggingar- nefndar. Meö þeim hætti getur Ihaldið í Rcykjavík gcngið enn lcngra og ráðskast með það hverjir verða ná- grannar hverra og ennfrcmur passað upp á að t.d. örvhcntír flytji ckki inn í Laugarásinn, astmasjúklingar ekki í Skerjaljörðinn og mongólitar ekki á Vesturgötuna, svo þeir þvælist ekki fyrir borgarstjóranum og öðru fyrir- mcnni! baö er sorglegt að sæmilega vel meinandi l'ólk, eins og við á um marga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, skuli láta lialá sig út í jafn ógcðfellda ráöstöfun og þá sem að ofan grcinir. Markús Örn Antonsson borgarstjóri cr i lárarbroddi aðskilnaöarsinna. Líkt og núverandi landsstjórn hefur af ýmsum framámönnum í SjálfstæöisllokknuiTi verið lýst við haröstjóm Rúmeníu, mætti hugsa sér samiíkingu borgar- stjórnarmeirihlutans við tiltckna stjórnarhætti í Suður- Afriku. bað er óskemmtilcgur samjölhuður en vissu- lega áunninn. illiðstæður tilskipana- stjónimálallokkur hefur verið bannað- ur í Sovctríkjunum. (.litli Staksteinar Morgunblaðsins hafi tekiö eltir þvi?) Ekki cg, ckki cg Njörður I’. Njarðvik rithöfundur skril'ar grein í Morgunblaðið 6. nóv- ember sl. undir lieitmu „Minn minnsti bróðir", (Ireinin er skrifuð áður en aö- skilnaðarllokkurinn i borgarstjóm op- inberaði fordoma sina, en er al'ar at- hvglisverö. bar segir Njöröur i upp- liall: „bær fregnir bárust j síðustu viku. að borgarfógetaembæltiö í Reykjavik hel'ði halnað krölu um lögbann á starl- semi sambýlis i bverárseli. þar sem fyrirhugað er ;ið biii fimm geðlatlaðir einstaklingar. Kralan kom frá íbúum í nágrenni sambvlisins. sem virðast hala litiö svo á að heimili geölatlaðra sam- ræmdist ekki skipulagi þessarar byggöar. alltént liel'ði átt að bera slíka starfsemi undir byggingarnelnd. Fylgdi kröfunni eins konar vottorð Ira fastcignasala þess efnis. að fasteignir krölugerðarmanna myndu lækka í verði með tilkomu sambýlisins. ög verður nú að segjast eins og er að það er margt bréftð og ýmsir famir að telja sig geta gefið út vottorð. Eitthvað rám- ar mig í að ekki hafi þótt til fyrirmynd- ar þegar hvítir menn í Vesturheimi öm- uðust við húsakaupum svartra af því að þá myndu þeirra eigin hús falla í verði. Ég var sannast sagna feginn að sjá þessari kröfu hafnað. bctta cr ncfnilega ekki eina málið af þessum toga, sem hefur skotið upp kollinum nýlega í fámennu samfélagi okkar. Við höfum oftar en ckki stært okkur af því að vera skjót til hjálpar þegar eitthvað bjátar á itjá samlöndum okkar. Og stundum verið haft á orði að innbyrðis tengsl íslendinga bæru svip af fjöl- skyldu þar sem allir þekkjast og öllum rcnnur blóðið til skyldunnar. En svo er að sjá sem sú blóðskylda ósjálfráðra viðbragða til hjálpar nái ekki til allra, þegar geðsjúkdómar konia við sögu. bá virðist því miður stutt í að sumir hugsi: Ekki ég. Ekki hjá mér. Annars staðar.“ „Eins og fólk er flest“ Njörður riljar í grcin sinni upp fjaðrafokið scm varð í umræðunni um vistun geðsjúkra afbrotamanna á Sogni í Ölf'usi. Ennfrentur minnist hann á heimili einhverfra viö Sæbraut á Sel- tjarnamesi og óblið viðbrögð ná- granna. Svo segir Njörður: „Nú vill svo til að ég bý í um 200 metra fjar- lægð frá þcssu heimili, og aldrei hafa þessir einhverfu unglingar angrað mig eöa fjölskyldu mína á nokkum hátt. Ég sé þá stundum út um gluggann, þar scm ég sit við ritstörf, þcgar þeir eru á göngu cinhvcrra crinda ásamt umsjón- arfólki sinu, og ég sé að þeir eru ckki i hátt alveg „eins og fólk er flest" eins og sagt er. En angur hef ég ekkert af þessu unga fólki, og sörnu sögu segja fleiri nágrannar. bað cra þvi ekki allir hér í hverfinu á Seltjarnamesi sem am- ast viö þcssum unglingum. Ég tcl þátt bæjarstjómar okkar í þessu máli ekki til eftirbreymi. og það hryggir mig ef þetta unga fólk verður hrakið héðan af nesinu. Slikt yrði okkur Seltirningum til minnkunar." Skyldi nú cinhvcm undra að bæj- arstjórnin sem Njörður vitnar til er meirihluti hins sama aðskilnaöarllokks og ræður ríkjum í henni Reykjavík. Á að útskúfa fötluðum? Hvaða rétt eiga sjúklingar? Við upplifum það reyndar undir lands- stjórn aðskilnaöarllokksins og alþjóða- llokksins aö sjúklingar eiga erfiöara uppdráttar en áður og mottó rikis- stjómarinnar. „kemur-mér-ekki-við", á ekki síst við um þá hópa þjóölélagsins sem hclst þyrl'tu á aöhlynningu að halda. bað virðist eiga við um sjúk- linga, einnig þá sem haldnir eru geð- rænum sjúkdómum. „Ekki er ýkja langt síðan til var voldugt ríki sem brást svo við „afbrigðilegu“ fólki að vana það, kasta því í einangranarbúðir eða taka það af lífi. Ekki er það gert hér. En sú krafa að geðsjúkt fólk sé hrakið burt, er jafnframt óbein krafa um útskúfun. Krafan er í raun þessi: Ég vil þetta fólk ekki í nábýli við mig, ég vil ekkert af því vita, burt með það“ segir ennfremur í grein Njarðar. Minn minnsti bróðir í lok greinar sinnar, þar sem fjall- að er um kærleikann, segir Njörður: „bað er auðvelt að unna þeim sem óaðfinnanlegir eru og fyrirhafnarlítið að lynda við þá sem era hnökralausir í allri breytni. En flest eram við brey- skar og ófullkomnar manneskjur. Og þanþol kærieika okkar, umburðarlynd- is og langlundargeðs er jafnan prófað i samskiptum við þá sem okkur finnst ekki til fyrirmyndar. Sjúkt fóik og fatl- að, fólk sem fellur illa fyrir freisting- um eða brýtur af sér. Að okkur heldur auglýsingaveröldin ímynd fólks sem er siungt, fallegt og ríkt. En sú sýnir okk- ur ekki innri gerð þessara ímynda. Einu sinni var sagt um þá sem þykjast öðrum meiri og predika lífemi sem þeir geta ekki sjá'fir ástundað, að þeir ynnu verk sín til að sýnast fyrir mönn- um, sæktust eftir hefðarsætum í veisl- um og vildu láta heilsa sér á torgum, en kynnu ckki að þjóna öðram. beim var líkt við kalkaðar grafir sem væra fagrar að utan, en að innan fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþvcrra. Á nútimamáli héti það líklcga að vera eins og fallega rnáluð sorp- tunna. í sama guðspjalli (Matteus 25:31-44) segir Mannssonurinn frá endurkomu sinni, þegar spurt verður um breytni manna: „Sannlega segi ég yður. það allt sem þér gjörðuð mínum minnsta bróður. það hafið þér gjört mér.“ Og þetta er síðan ítrekað með breyttum fonnerkjum: „bað allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra niinna, það hafiö þér ekki hcld- ur gjört mér." Ekki veitir meiri rcisn en mannkærlcikur." bctta \ ora sannarlega þörf orð I tíma töluð hjá Nirði P. Njarðvík og víst er að enn eru margir í okkar samfélagi sem hugsa likt og rithölundurinn. En aðskilnaðarstefnan. sem nú er verið að innleiða. er hættuleg. hún stjómast ekki af skynsemi heldur fordómum, múgæsingu. auglýsingamennsku og mannfyrirlitningu. Hvcmig væri að sú rikisstofnun sem sérstaklega boöar mannkærleika taki nú á sig rögg, gæti samræmis til orðs og æðis. og hefji heilaat stríð gegn aðskilnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins áður en það verð- ur um seinan? AÞS ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.