Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 4
Fréttir Útflutningur á ísuðum fiski dregst saman Fyrstu níu mánuði þessa árs voru flutt út tæp 13.700 tonn af ísuðum þorski á markaði erlendis en allt árið í fyrra voru flutt út tæplega 31 þúsund tonn af þorski. Verulega hefur dregið úr út- flutningi allra tegunda á er- ltnda flskmarkaði. í íyrra voru flutt út 17.800 tonn af ýsu á fiskmarkaði er- lendis, 9.300 tonn af ufsa og 24.000 tonn af karfa. Fyrstu níu mánuði þessa árs hafa ver- ið flutt út 9.900 tonn af ýsu, 4.800 tonn af ufsa og 18.300 tonn af karfa. Samtals voru seld á mörkuðum erlendis 99.450 tonn árið 1990 en 58.500 tonn fyrstu níu mánuði þessa árs. Þetta kemur fram i árs- skýrslu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Stjóm Aflamiðlunar hefur haff sam- ráð við umboðsmenn útvegs- manna í Englandi og Þýska- landi við ákvarðanir um út- flutningsheimildir. Ráðlegg- ingum um heimildir til útflutn- ings á ufsa, ýsu og karfa hefur verið fylgt nokkuð eftir á þessu ári en hins vegar hafa útflutningsheimildir fyrir þorsk verið mun minni en um- boðsmenn í Englandi hafa tal- ið markaðinn þola, segir í árs- skýrslunni. r Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ segist telja ástæðurnar fyrir samdrætti í útflutningi meðal annars þær að verð á innanlands mörkuðum hafi hækkað. A innlendum mörk- uðum seldust samtals rúm 70.000 tonn á síðasta ári og 53.500 tonn fyrstu níu mánuði þessa árs, þar af tæpur helm- ingur þorskur. -vd. Verðbólgan mjakast niður á við Síðustu þrjá mánuði hækkaði vísitala framfærslu- kostnaðar um 7,3 prósent miðað við heilt ár. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um slétt átta pró- sent. Þetta er í fyrsla skipti síöan í mars í vor að vísitalan hcfur lækkað. Fyrir mánuði var vísi- talan tólf mánuði aftur í tím- ann 8,2 prósent. Lægst var hún 5,3 prósent í mars. Vísitalan hækkaði því stöðugt þar til nú. Síðasta mánuð hækkaöi vísitalan um 0,4 prósent scm jafngildir 5,4 próscntum mið- að við eitt ár. -gpm Búnaðar- bankinn lækkar vextina Á næsta vaxtadegi mun Búnaðarbankinn lækka nafnvexti um tvö prósent í flestum tilvikum. Raunvextir lækka ekki. Ákvörðun um þelta var tekin á fundi bankaráðs á þriðjudag og kcmur til fram- kvæmda 11. nóvember. Vextir á óverðtryggðum almcnnum skuldabréfum bankans lækka þannig úr 16,5 prósentum í 14,5 prósent svo dæmi sé tek- ið. -gpm Eiturefni í útblæstri bensínvéla Eituráhrif; Eituráhrif frá útblæstri minnka, en saltpéturssýra og brennisteinssýra hafa ertandi áhrif á öndunarfæri. Umhverfísáhrif: Nýting eldsneytis versnar um 5 -10% vegna mótstööu í kútnum. Þetta þýöir aukinn útblástur efna á borð viö koldíoxíð sem valda gróðu rhúsaáhrif u m, brennisteinssýru (og saltpéturssýru) sem valda súrnun umhverfisins. * Saltpéturssýra er í mjög óvissu magni (mjög litlu) og kemur einkum úr eldri hvarfakútum. Hvarfakútur«»Óbreyttur kútur . Óbrunnin kolvetni: Vatn Isó-oktan CaHis H2O V ; - Kolmónoxíö CO sggs Benzen H6H6 Köfnunarefni^s H2BSS, Köfnunarefnisoxíö: Súerfni (mismunandi blöndur C>2"5:H köfnunarefnis og súrefnis) Saltpéturssj/ Ira NQ2tss NOx Brennisteinssýralii Brennisteinn Haáo^lJ SO2 Óbreytt Köfnunarefni ■ .: ■ tup: Óbreytt Koldíoxíð VAV/WVÍV In'/1 Ks\J2 Óbreytt Vatn ■ H2q ísó-oktan ertir slímhúö, berst meö yfirborösvatni til sjávar og brotnar svo í C02. Kolmónoxíð er eitraö í iokuðu umhverfi, oxast fljótt ó CO2. Benzen* er í raun hættulegasta efnið og er talið valda krabbameini, berst í grunnvatn og veldur langtímamengun. Köfnurarefnisoxíö er brúna slæöan sem liggur yfir umferöaræöum og ertir slímhúð, brotnar á nokkrum stundum í köfnunarefni og súrefni. Brennisteinn hefur ertandi áhrif, dreifist og sýrir umhverfið 'Leysiefni sem notaö til aö auka kraft bensíns, er 1 - 5% í blýlausu bensíni, en 95 - 99% þess brenna í vélinni. Hreinsibúnaður á samviskuna? AArnar Guðmundsson skrifar Innfiuttar fólksbifreiðar með bensínhreyfi- um þurfa að vera búnar hvarfakútum á útblást- urskerfi frá og með 1. júlí næstkomandi, sam- kvæmt nýrri reglpgerð ráðuneyta dómsmáia og umhverfismála. Á síðasla ári var innan við tí- undi hluti innfiultra bifreiða búinn slíkum kút- um. Sumir telja hvarfakúta tvíeggjað vopn í umhverfismálum því á sama tíma og þeir draga úr magni eiturefna í útblæstri, versnar nýting eldsneytis um 5-10 prósent svo heildarmagn umhverfisspillandi efna sem valda til dæmis súru regni og gróðurhúsaáhrifum, eykst. FIB hefur bent á að verð bíla muni hækka og skatt- tekjur ríkisins aukast í kjölfarið. Með nýju reglugerðinni er búið að sam- ræma reglur um mengunarvamabúnað bíla. Fyrri reglur voru ekki samhljóða og því unnu umhverfisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti að því í sameiningu að samræma þær. Helstu brcytingamar felast í því að settar eru reglur um hámark mengandi efna i útblæstri allra bíla, og þar með talinna notaðra bíla, sem fiuttir verða til landsins frá og mcð 1. júlí 1992. Kröfumar verða þær sömu og gerðar eru í Bandaríkjunum og Svíþjóð og væntanlegar eru í Evrópubanda- laginu. Ennfremur voru reglur um hámark mengandi efna í útblæstri eldri fólksbíla felldar niður. I fréttatilkynningu frá ráðuneytunum seg- ir að breytingarnar á reglugcrðinni hafi í för mcð sér að fiestar bifreiðir, sem eru minni en rjú og hálft tonn að heildarþyngd, þurfi að afa hvarfakút. Hliðaráhrif af þessu eru að notkun blýlauss bensíns mun stóraukast þar sem blý eyðileggur hvarfakútana á skömmum tíma. Hvarfakútamir eru í raun eins konar eftir- brennarar, í þeim cru virkir málmar sem óbrunnin efni í útblæstri setjast að og brenna (hvarfast í önnur efni) þegar málmamir hitna. Einar Valur Ingimundarson er doklor í um- hvcrfisvcrkfræði frá University of London - Im- perial College of Science and Tcchnology og skrifaði doktorsritgerð sína, „Vehicle Ennssion Control Technology", um tækni við stjóm á út- blæstri bifreiða. Einar scgir að í einföldu máli megi segja hvörfun eiturefna i úlblæstri, sem áður átti sér stað í umhverfinu, fari nú fram inni í hvarfakútnum. Hvarfakútar draga þvi úr stað- bundnum eituráhrifum frá umfcrð og henta vel í stærri borgum þar scm útblástursgufur safnast fyrir áður en eiturefnin ná að hvarfast. Sé hins vegar litið á áhrif kútanna í hcild þá gcta þau verið tvíeggjuð þar sem heildarbrennsla eykst um 5-10% með þeim afleiðingum að magn efna á borð við koldioxíðs og brennisteinssýru, sem valda gróðurhúsaáhrifum og súru regm, eykst í andrýmsloftinu. Óbrunnin kolvetni og köfnunarefnisoxíð, blýlauss bensíns mun stórauk- ast þar sem blý eyðileggur hvarfakútana á skömmum tíma. sem valda ertingu í slímhimnum, brotna niður í hvarfakútnum. Benzen og kolmónoxíð eru hvort tveggja eitruð kolvetni sem brotna niður. Kolmónoxíð er eitrað á aflokuðum svæðum, en gengur annars fijótt í samband við súrefni svo eitrunaráhrif þess hverfa. Með benzenið gegnir öðru máli. Að margra mati er það eitraðasta efnið í útblæstri bíla svo talsvert er unnið með því að hvarfa það í hinum nýju kútum. En það leysir ekki nema hluta af vandamálinu því megnið af því benzeni sem stafar af eldsneyti gufar upp á bensínstöðvum og annars staðar þar sem bensín kemst í snertingu við lofi, að sögn Einars. Hann segir ennfremur að þar sem benz- en sé gjaman notað í stað blýs til að auka kraft blýlausa bensínsins þá séu uppi deilur meðal er- lendra sérfræðinga hvort skiptin úr blýbensíni og yfir í blýlaust auki eða minnki cituráhrif frá eldsncyti. Til að vinna gegn aukinni eldsneytisnotkun vegna loflmótstöðunnar í hvarfakútunum er gripið til ráðstafana á borð við kröfur um rétta stillingu bílvéla, bcinnar innspýtingar og raf- eindakvcikja. En þar sem þessar ráðstafanir eru í sjálfu sér óháðar hvarfakútnum sjálfum hafa ýmsir orðið til þcss að spyrja hvort ekki sé nær að skoða umhverfisáhrif eldsneytisbruna í heild og auka enn á sparneytni bíla með því að sleppa hvarfakútnum nema á þeim svæðum þar sem staðbundin, eitrunaráhrif valda erfiðleikum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er einn þeirra. Hann segir að í nýlegu erindi eins af framámönnum í enskum bílaiðnaði hafi komið fram að eldsneyt- isnotkun bíla hafi minnkað um 30 af hundraði frá því í eldsneytiskreppunni, en með tilkomu hvarfakútanna hafi komið bakslag í þessa þró- un. Runólfúr telur hvarfakútana til komna vegna þrúgandi ástands í stórborgum, en enginn vilji svara því skýrt hver heildaráhrif þeirra verði. Verðhækkun á bílum mun örugglega fylgja í kjölfar þessarar nýju reglugerðar að mati Run- ólfs. Hann segir að samkvæmt upplýsingum sem hann hafi frá bilaumboðunum og Bíl- greinasambandinu, verði lægri mörk verðbreyt- mga 40-80 þúsund á ódýrari bíla og 80-175 þúsund á dýrari bíla. Runólfur segir enn fremur að því ódýrari sem bílar voru fyrir, því meiri verði hlutmllslega hækkunin. Stjómvöld hafa ekki haft uppi nein áform um að gefa fólki aðlögunartíma með því að fella niður hluta af gjöldum á bíla á móti þess- um aukna kostnaði, segir Runólfur og telur að með þessum breytingum sé ríkið að auka vem- lega skatttekjur sínar, bæði vegna hærra inn- flutningsverðs á bílum og aukinnar bensínnotk- unar þeirra í framtíðinni. Runólfur bendir á að af 170 þúsund tonnum af bensíni og gasolíu sem brann hér á landi árið 1990 hafi 44 þúsund tonn verið notuð af skipum og fiugvélum. Hann spyr hvers vegna einkabílar séu teknir út úr. En ef hvarfakútamir valda verðhækkun á innfiuttum bílum gætu þeir einnig orðið til þess að draga úr gríðarlegri fjölgun blikkbelja og stuðlað þannig að atgerlega óumdeilanlegum mengunarvömum. Þegar kemur að neyslu- mynstrinu og „þörfum almennings" ber umræða um umhverfisvemd öðm fremur keim af slæmri samvisku. Gripið er til ráða sem eru góð svo langt sem þau ná, en það er oft allt of skammt, fyrir utan þau tilfelli þar sem þau geta beinlínis verið tvíeggjuð. Gagnger stefnubreyting í upp- byggingu almenningssamgangna hér á landi myndi til dæmis rima vel við núverandi áhuga okkar á að draga úr mengun frá einkabílum. En iðulega þjóna úrræðin aðallega því hlutverki að gera fólki kleifi að halda óbreyttu neyslu- mynstri og hegðun, aðeins með betri samvisku. Oft er ódýrast og einfaldast að taka einn þátt út úr og setja þannig „hreinsibúnað á samvisk- una“. -ag ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.