Þjóðviljinn - 09.11.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Qupperneq 6
,oÆ. nilWlttrmnwm-TUr-TM-M, FlÉTHK Ummæli Sighvats vekja reiði Málflutningur Sighvats Björgvinssonar varðandi verðiagningu á lyijum ti) aldraðra og öryrkja hefur vakið reiði margra í þjóðfé- laginu. Öryrkjabandalag íslands sendi frá sér ályktun í gær þar sem óvandaður málflutningur ráðherrans er harmaður. í utan- dagskrárumræðum um þetta mál á Alþingi á fimmtudag dró Sighvatur í efa að útreiknuð dæmi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, um hækkun á lyfjakostnaði væru rétt. Hann sagði tvo lækna á vegum Öryrkjabanda- lagsins ósammála niðurstöðum dæmanna. Ráðherrann vill fá að vita um hvaða einstaklinga sé að ræða í dæmunum. Þessu mótmæla bæði formaður Sjá'fsbjargar og formaður ÖBÍ, sem og þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunum. Sjálfsbjörg birti nýlega tíu dæmi af félögum sínum þar sem sýnt var að lyfjakostnaður þeirra hefur aukist um mörg hundruð prósent, frá því reglu- gerð var breytt 1. júlí í sumar. í versta dæminu hækkaði lyfjakostnaðurinn úr 2 þúsund krónum í 20 þúsund fyrir 100 daga. Þetta dregur Sighvatur í efa og sagðist á Alþingi vilja fá að vita um hvaða einstaklinga væri að ræða svo hægt væri að sannreyna útreikn- inginn. Hann sagði að viðkomandi hefðu hugsanlega ekki sótt um lyfja- kort og ættu ef til vill rétt á þeim. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, sagði það borðliggjandi að um hækkun væri að ræða. Hann sagði dæmin tíu eðlilegt úrtak og að það væru fjölmargir aðrir í Sjálfsbjörg sem svipað væri ástatt um. Hann gagnrýndi ráðherra fyrir að gefa itrek- að í skyn að það væri ekkert að marka það sem Sjálfsbjörg léti firá sér og benti á að Sighvatur væri sífellt að tala um öryrkja og aldraða hvers lyfja- kostnaður hefði lækkað, „án þess að vilja benda á nokkur dæmi um slíkt,“ sagði Jóhann Pétur. Hann bætti við að vissulega mætti fínna dæmi um lækk- un en að þau væru sárafá. Jóhann Pétur sagði að borist hefði beiðni ffiá Tryggingastofhun um að fá upplýsingar um hvaða einstaklingar stæðu á bak við dæmi Sjálfsbjargar. Jóhann Pétur sagði að að sjálfsögðu gæti Sjálfsbjörg ekki gefið það upp en að samband hefði verið haft við þetta fólk og væri það tilbúið til að gefa upp nöfn sín þá fengi stoffiiunin þær upp- lýsingar. Amþór Helgason, formaður ÖBI, sagði i gær að ftillyrðingar Sjghvats í útvarpi og á Alþingi um að ÖBÍ væri ósammála Sjálfsbjörg um áhrif reglu- gerðarinnar á hag aldraðra og öryrkja væru rangar. Þá sagði hann að lækn- amir tveir á vegum ÖBI hefðu ekki verið fengnir til að reikna út lyfjaverð heldur hefði þeim verið falið, ásamt ffiamkvæmdastjóra ÖBI, að fá ffiam leiðréttingu á lyfjareglugerðinni. „Þeir eru nú að vinna að greinargerð um hvar hnífúrinn stendur í kúnni,“ sagði Amþór og bætti við að búið væri að ná samkomulagi við Sighvat um að leiðrétting fengist á reglugerðinni. „Það er útilokað að vísa á bug dæmum Sjálfsbjargar með því að lýsa fólkið ósannindafölk og flkniefna- neytendur," sagði Svavar Gestsson Abl. í utandagskrárumræðunum sem hann bað um. Þingmenn gagmýndu Sighvat fyrir þau orð í ffiéttum Ríkis- útvarps á þriðjudag að ef í dæmum Sjálfsbjargar væri um fólk að ræða sem neytti mikið ávanabindandi lyfja væri ljóst að ríkið væri hætt að niður- greiða þau lyf nema í undantekningar- tilfellum. Þingmönnum þótti ráðherra væna fólkið um að vera fikniefnaneyt- endur en Sighvatur sagði þá oftúlka orð sín og bætti við að erfitt væri að draga mörkin á milli ávanabindandi lyfja og fikniefna, það færi eftir neysl- unni. Finnur Ingólfsson Frfl. sagði að ef ráðherra vissi til þess að verið væri að ávisa lyfjum á fílaúefhaneytendur ætti hann ekki að liggja á þeim upplýsing- um heldur koma þeitn til lögreglu. Svavar benti á að það skipti ekki öllu máli þótt róandi lyf og ávana- bindandi væru tekin út úr dæmum Sjálfsbjargar, því væri það gert þá Sighvatur Björgvinsson kæmi samt i ljós að lyfjakostnaðurinn í dæmunum tíu hefði aukist um 504 prósent. Verkalýðsfélagið Þór á Sel- fossi, BSRB, ASÍ og Dagsbrún hafa mótmælt harðlega ummælum Sig- hvats og lýst furðu sinni á þeim. -gpm Yiðhokf Sigríður Kristinsdóttir skrifar EES-dómstóll hættulegur sjálfstæðinu Björo Arnórsson hagfræðingur ritar grein í DV miðvikudag- inn 6. nóvember sem hann nefnir „Yfirþjóðlegt vald“ og fjall- ar einkum um dómsvaldið í EES. Ekki verður hjá þvi komist að gera athugasemdir við nokkrar vafa- samar fullyrðingar hagfræðingsins. Hann bendir á að alþjóðlegir samningar og skuldbindingar og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðim- ar stuðli að þvi að deilumál milli ríkja séu leyst með ffiiðsamlegu móti. Þaö er líka rétt að þegar viðskiptasamn- ingar eru gerðir milli þjóða eru offiast höfð ákvæði um hvemig eigi að leysa ágreiningsmál og þeim þá gjama vís- að til dómstóls sem báðir aðilar em sammála um að sé hlutlaus eða þá til gerðardóms sem báðir aðilar skipa í. Samningamir um aðildina að EES em hins vegar ekki neinir venjulegir við- skipta- eða samstarfssamningar milli jafinrétthárra ríkja heldur snúast þeir um það hvort íslendingar eigi að ganga í ríkjabandalag þar sem sjálf- stæði aðiidarríkjanna skerðist vera- lega. EB/EES- dómstóllinn getur gripið með miklu ffiekara móti inn í innanlandsmál einstakra ríkja en dómstólar af því tagi sem fjalla um samninga milli ríkja eða eiga að skera úr um deilur milli jafiirétthárra ríkja. Bjöm nefnir að íslendingar haft skotið málum sinum til alþjóðlegra dómstóla og á þá væntanlega við dómstóla eins og Mannréttindadóm- stólinn. Hann á meðal annars að úr- skurða um mál einstaklinga eða hópa sem eru fótum troðnir á einhvem hátt, það er aðila sem eiga undir högg að sækja. Þegar riki viðurkenna lögsögu dómstóla af þessu tagi er það offiast af hinu góða. En að segjast undir lög- sögu EB/EES- dómstólsins er allt annað og alvarlegra mál því þeim dómstól er ekki ætlað að vernda rétt hins veika heldur hins sterka. Ur- skurðarvald hans teygir sig yfir fjöl- mörg mikilvæg svið, eins og við- skipti, fjárfestingar, þjónustu, at- vinnuréttindi og búseturétt, þ.e. flest það sem snertir viðskipti og atvinnu- mál og allt bendir til þess að lögsaga hans muni ná yfir enn víðari svið í ffiamtíðinni effiir því sem lagasetning miðstjómarvaldsins í Briissel verður viðameiri. Það er óumdeilanlegt að ef Islendingar gangast undir lögsögu þessa dómstóls afsala þeir sér stórum hluta af dómsvaldi sínu. Margir talsmenn EB/EES láta sem þar eigist við jafningjar en sú er einmitt ekki raunin. Evrópubandalag- ið er stofnað með hagsmuni stærstu iðnhringanna á meginlandi Evrópu í huga. Hugmyndafræði þess miðast nær eingöngu við hagkvæmni stærð- arinnar, við aukna framleiðslu og neyslu sem byggist á eyðslu náttúru- gæða. Á þeim bæ er mikið talað um ,jafna samkeppnisaðstöðu", þ.e. að einum aðila sé ekki hyglað á kostnað annars. Slík ,jöfii samkeppnisað- staða“ er fyrst og ffiemst sniðin fyrir stórfyrirtæk- in á kostnað þeirra minni. Lögum og reglugerðum rignir niður frá mið- stjóminni til að tryggja þetta svo- kallaða jafh- ræði og margs konar effiirlitsstofnanir Evrópubandalagsins eiga að sjá til þess að reglumar séu ekki brotnar. EB-dómstóllinn er aðeins einn hluti þess bákns, hann dæmir samkvæmt íögum EB/EES og hefur úrskurðað að þau séu rétthærri en lög einstakra að- ildarríkja. Dómstóllinn hefur meðal annars vald til að láta breyta lögum og reglugerðum sem þjóðþing ein- stakra aðildarríkja hafa sett, ef þau stangast á við lög bandalagsins. I lokin segist Bjöm skrifa þessa grein til að hvetja menn til að skoða hlutina ofan í kjölinn og er það góðra gjalda vert. Upplýsingar um samning: inn liggja hins vegar ekki á lausu. í utanríkisráðuneytinu segjast menn vera að þýða hann og enginn veit hvenær því verki lýkur og hjá mál- svörum EES-samningsins hefiir borið allt of mikið á útúrsnúningi og mis- vísandi málflutningi. Hér skal ekki fjallað meira um grein Bjöms þótt margt fleira sé hug- leiðinga vert. í umræðunni um EB/EES þurfa hugtök, eins og t.d. sjálfstæði og yfirþjóðlegt vald, að vera skýr og meirn mega ekki draga úr merlangu þeirra. Það er slæmt þeg- ar menn rugla saman alþjóðlegum sérdómstólum annars vegar og hins vegar dómstól EES/EB sem er allt annars eðlis og sýnilega hættulegur sjálfstæði okkar. Slíkur málflutningur á ekki heima í jafti alvarlegri um- ræðu. Höfundur er formaður SFR. „EB/EES-dómstóllinn getur gripið með miklu frekara móti inn í innanlandsmál einstakra ríkja en dómstólar af því tagi sem fjalla um samninga milli ríkja eða eiga að skera úr um deilur milli jafnrétthárra ríkja.“ Brynhildur Snædal Jósefsdóttir kennari Fædd 3. 9. 1902 - Dáin 3. 11. 1991 Amma mín er dáin. Þessi lífsglaða kona með skýra, kátu augun er nú bú- in að fá hvíldina effiir erfið veikindi síðustu mánuðina. Hún Binna amma fæddist að Látr- um í Aðalvík 3. septembcr 1902. For- eldrar hennar voru Pálína Ástríður Hannesdóttir og Jósef Hermannsson bóndi á Atlastöðum. Amma ólst upp hjá móðurforeldram sínum að Látr- um, þeim Jóranni E. Sivertsen og Ilannesi Sigurðssyni. Hún bar alltaf mikla virðingu fyrir afa sínum og ömmu og talaði offi um hvað þau hefðu verið henni góð. Móðir ömmu giffiist Guðmundi Sigurðssyni. Amma var tvígiffi. Fyrri maður hennar var Karl Guðmundsson vél- stjóri. Þau skildu. Böm þeirra cra: Guðrún setjari, Ástriður hjúkranar- fræðingur og Guðmundur Stefán vél- stjóri. Seinni maður ömmu var Olafur Friðbjamarson. Hann lést af slysför- um 1966. Ólafur starfaði sem bóndi, smiður og verslunarmaður. Börn ömmu og Olafs eru: Hrafnhildur hús- móðir, Hanna íþróttakennari, Þröstur, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Guðmundur Páll rithöfundur. Um tvítugt fór amma suður til Reykjavíkur til náms og lauk kennara- prófi við Kennaraskólann árið 1925. Kennslu stundaði hún í áratugi, fyrst vestur á Látrum og í Dýrafirði, síðar á Húsavík og svo í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Mér þótti alltaf ákafiega spcnn- andi að ciga ömmu sem var kennari. Hún var lika kennari af lifi og sál og setti manngildið öllu ofar. Hún talaði ofi um nemendur sína og það fór aldrei á milli mála hvað henni þótti vænt um þá og hvað hún gladdist yfir auknum þroska hvers og eins. Mér þótti alltaf gaman þegar litlu jólin vora haldin í Breiðagerðisskóla og amnia bauð mér að koma. Stóru stelp- urnar í bekknum hennar áttu að lita cftir mér á meðan hún var að gera allt klárt fyrir Iciksýninguna. Eg man enn hvað stelpunum fannst ég ciga gott af því ég var bamabamið hennar Bryn- hildar. Offi fékk ég að sitja við borðstofu- borðið hjá hcnni í Stóragerðinu og fylgjast með þcgar hún tók upp tösk- una með öllum stíla- og reikningsbók- unum og fór yfir vcrkefnin. Eg fékk að prófa stjömustimplana, Gott- og Ágætt- stimplana líka. Hvílík gleði! Að geta stimplað af hjartans lyst og þóst vera kcnnari! Seinna fékk ég að Íesa eina og eina ritgerð og svo var mér treyst til að aðstoða við að fara yfir stafsetningaræfingar. Mikið rosa- Íega var þctta gaman! Nokkrum áram seinna, þegar ég var orðin nemandi í Kennaraskólanum. þótti mér gaman að skjótast til ömmu eftir skóla og sjá hana lifa sig inn í kennslu í hópi 5 og 6 ára nemenda sem sóttu kennslu heim til hennar. Ekki minnkaði áhugi ömmu á bömum þótt aldurinn færðist yfir. Mér þótti gott að koma til hennar með börnin mín og sjá að faðmur hennar var alltaf opinn. Hún var alltaf tilbúin að leika og spjalla við þau. Sonur minn fór í „handboltaleik" við 87 ára langömmu sína og var mikið íjör í þeim leik. Milli hcnnar og bamanna minna myndaðist strengur sem aldrei verðurrofinn. Effiir að ég flutti norður i land haföi ég fyrir venju að hringja til ömmu á afmælisdaginn hennar. Hún spurði þá mikið um skólann og sagðist öfimda mig af því að geta staðið i and- dyri skólans og séð þegar krakkamir kæmu inn fyrsta skóladaginn. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem maður fær þá, þetta er svo gam- an,“ sagði hún. Og þau era ófá ráðin sem hún amma hefúr gefið mér um kennslu, allt frá því að ég var kennara- nemi og fram á síðustu ár. Það var gott að byggja á hennar reynslu. Amma var mjög fjölhæf kona og listræn. Hún pijónaði og saumaði mikið út og bjó til munstur sjálf. Hún málaði líka mikið og era til mörg fal- leg málverk eftir hana. Aðalsmerki hcnnar var vandvirknin. „Það sem maður gerir, það á maður að gera vel,“ sagði hún offi. Og vissulega fór hún eífiir því sjálf. Hún haföi sérstaklega fallega rithönd og þegar ég fékk í bamaskóla mína fyrstu forskriffiarbók, eftir Guðmund I. Guðjónsson, hélt ég að hún amma heföi skrifað hana! Amma sagði mér seinna að hún og Guðmundur hefðu verið sessunautar í Kennaraskólanum og að þau heföu alltaf verið að keppast við að skrifa betur en hitt. Það hefði svo þróast út í að þau höfðu nánast alveg sömu rit- hönd. Amma lagði mikið upp úr því að tala vandað mál og íslenskukunnátta hennar var góð. Aldrei man ég til þess að hún hafi prédikað yfir okkur um þctta, en hún sagði okkur til og hvatti okkur á sinn Ijúfa og lærdómsrika hátt. Já, hún amma var engin venjuleg amma. Það var alltaf gaman að fara til hennar, hvort sem það var til að horfa á hana vinna eða fá aðstoð við námið. Alltaf var manni tekið opnum örmum og það var stutt í kímnina. Ef erfið- leikar steðjuðu að var gott að geta leit- að til hennar. Hún var mild, leiðbeindi og huggaði. Faðmlag, mjúkar hendur sem struku kinnar mínar, þerraðu tár og svo var hvíslað: „Guð blessi þig.“ Amma er dáin. En dauðinn megn- ar ekki að taka hana ömmu mína frá mér, því hún mun alltaf lifa í hjarta mér. Guð blessi minningu elskulegrar ömmu minnar. Inga H. Andreassen ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.