Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 7
ElLENDAK Iftf FMETTIE A Umsión: Ólafur Gíslason Gagnkvæmar refsi- aðgerðir í Júgóslavíu Evrópubandalagið samþykkti í gær víðtækar efnahagslegar refsi- aðgerðir gegn Júgóslavíu, sem ætlaðar voru til þess að þvinga Serbíu til samninga um frið. Bandalagið fór jafnframt fram á að Sameinuðu þjóðirnar settu olíuviðskiptabann á Júgóslavíu. Skömmu eftir þessa sameigin- legu ákvörðun EB hóf júgóslav- neski sjóherinn umsátur um 6 helstu hafnarborgir Króatíu, og hemaðaryfirvöld í Belgrad til- kynntu um leið að eldflaugum hefði verið miðað á valin skotmörk í Króatíu og væm þær komnar í skotstöðu. Efasemdir vom uppi í gær um að refsiaðgerðir EB hefðu tilætlað- an árangur. Ágreiningur er líka uppi innan bandalagsins um hvaða stefnu eigi að taka. Þjóðveijar vom óánægðir með ákvörðunina og töldu refsiaðgerðimar ekki ganga nógu langt. Jafnframt þrýstu þeir á um að sjálfstæði Slóveníu og Júgó- slaviu yrði viðurkennt. Slík ákvörðun var hins vegar ekki tekin, en hins vegar vom bandalagsríkin 12 hvött til að und- irbúa þá lögfræðilegu pappírsvinnu sem vinna þyrfti til undirbúnings formlegrar viðurkenningar. Van den Broek, utanríkisráð- herra Hollands, sagði að ótímabær viðurkenning gæti gert illt verra, þegar hann ávarpaði blaðamenn og sagðist vona að Serbar myndu mæta til frekari friðarviðræðna. „Ég held að friðarráðstefhan geti ekki komist að gagnlegri pólitískri niðurstöðu án Serba,“ sagði hann. Genscher, utanríkirráðherra Þýskalands, sagði hins vegar að friðarviðræðumar gætu haldið áfram án þátttöku Serbíu. „Enginn getur stöðvað friðarviðræðumar með Qarvem sinni,“ sagði hann. Þótt refsiaðgerðum EB sé fyrst og ffernst beint gegn Serbíu, þá er talið ógerlegt að einskorða þær við eitt lýðveldi sambandsríkisins. Að- gerðimar fela í sér að sérstök vild- arkjör Júgóslavíu í viðskiptum við EB em afnumin, innflutningur á textílvamingi frá Júgóslavíu er bannaður og Júgóslavía er útilokuð frá aðild að sérstöku endurreisnar- og hjálparstarfi bandalagsins fýrir A-Evrópu. Olíuviðskiptabann var ekki sett á, þar sem Júgóslavía kaupir ekki olíu af EB-ríkjum, en farið var ffarn á að Sameinuðu þjóðimar kæmu slíku banni á. Slóvenskir hermenn heilsa fána sinum. og í sameiginlegri yfirlýsingu bandalagsins var tekið fram að formleg viðurkenning gæti þá fyrst átt sér stað þegar einstök lýðveldi hefðu tryggt mannréttindi þjóðem- isminnihluta með sérstökum lög- um. Þjóðveijar, sem mest hafa þrýst á um viðurkenningu, lýstu því yfir að þeir myndu brátt bjóða forset- um Slóveníu og Króatíu í opinbera heimsókn til Þýskalands, og Hans Dietrich Genscher sagði að „lestin sem leiddi til formlegrar viður- kenningar væri þegar lögð af stað“. Hann vildi jafnframt víðlækari refsiaðgerðir en ákveðnar hafa ver- ið, og að innistæður Júgóslavíu í evrópskum bönkum yrðu frystar. Carrington lávarður, sem leitt hefúr samningafundina í Haag, var óvenju fámáll og virtist svartsýnn Prófessor í hagfræði við há- skólann í Belgrad sagði að þessar refsiaðgerðir myndu ekki hafa þau áhrif sem EB ætlaði, og bætti við að „ekkert viðskiptabann gæti jafn- ast á við þann skaða sem við höf- um þegar unnið sjálfum okkur“. Efnahagsástandið í Júgóslavíu var þegar orðið alvarlegt áður en átökin brutust út eftir sjálfstæðisýf- irlýsingu Slóveníu og Króatíu 25. júní síðastliðinn. Verðbólgan var um 100%, erlendar skuldir hrönn- uðust upp og framleiðslusamdrátt- ur var mikill. Að sögn sérfróðra var hluti Serbiu í heildarútflutningi Júgó- slavíu til iðnríkjanna um 17% á fyrstu 7 mánuðum þessa árs. Um 70% þessa útflutnings fór til EB- ríkja. Blaðbera vantar r i Garðhús Vallarhús Veghús Upplýsingar í síma 681333 ÞJÓÐVIIJINN Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Róm í gær með sameiginlegri „Yfirlýsingu um frið og sam- vinnu“, sem markar þáttaskil í sögu bandalagsins og nýjan friðar- og sáttatón miðað við sambærilegar yfírlýsingar frá fyrri tíð. I yfírlýsingunni er rétt út friðar- og sáttahönd til fyrrverandi óvina bandalagsins í A-Evrópu og leiðtog- um þessara ríkja boðið til sérstaks fundar í Brussel í desember næst- komandi, til þess að gefa út sameig- inlega yfirlýsingu er marki upphaf nýs tímabils í samskiptum austurs og vesturs. Það er tillaga bandalagsins að stofnað verði sérstakt Samvinnuráð NATO, er hafi árlega fundi með leiðtogum A-Evrópuríkja, og að reglubundnir samráðsfúndir um ör- yggismál verði haldnir meðal sendi- herra ríkjanna. Að stofnaðar verði samstarfsnefndir er fjalli sérstaklega um stjómmál, efnahagsmál og her- mál, að boðið verði til samvinnu og samráðs á sviði öryggismála og skipst verði á skoðunum og ráðgjöf um „lýðræðislegan skilning á hem- aðarlegum og borgaralegum tengsl- um“. Þá er einnig boðið upp á sam- vinnu á sviði umhverfismála. Helstu verkefnin sem lágu íyrir leiðtoga- fúndinum voru að skilgreina hlut- verk bandalagsins í breyttum heimi, og þá sérstaklega að taka afstöðu til þess hvort þátttaka Bandaríkjanna í vömum Evrópu væri áfram nauð- synleg eða æskilcg. Deildar meiningar hafa verið á meðal bandalagsríkjanna um þessi mál, og hafa þær kristallast í kring- um nýja tillögu Frakka og Þjóðverja um stofnun sjálfstæðs Evrópuhers á vegum Evrópubandalagsins. Frakkar, sem ekki taka þátt í hinu hemaðarlega samstarfi NATO- rikja, hafa viljað losa vamir Evrópu undan bandarísku forræði, og jafn- ffamt að ríki álfunnar tækju sjálf ábyrgð á vömum sínum. Ríki eins og Bretland, Holland og Ítalía hafa hins vegar lagt áherslu á mikilvægi tengslanna við Bandaríkin yfir Atl- antshafið. Þessum ágreiningsefnum var í raun skotið á frest og þeim vísað til leiðtogafundar EB, sem verður í Maastricht í Hollandi 9.-10. desem- ber næstkomandi. En þá ætla leið- togar EB-ríkjanna 12 að taka tíma- móttandi ákvarðanir um pólitíska og efnahagslega einingu bandalagsríkj- anna og framtíðarskipan öryggis- mála í álfúnni. Bush, forseti Bandaríkjanna, sem vissi vel um þennan ágreining, taldi fúndinn í Róm vera rétta vett- vanginn fyrir Evrópuríkin til þess að ákveða hvort nærvera Bandaríkj- anna í Evrópu væri æskileg, og bað um ótvíræð svör. Bush var fúllvissaður um það af leiðtogum Evrópuríkjanna að þeir vildu ekki að bandarískt herlið í Evrópu yrði sent heim. í yfirlýsingu leiðtoganna var lögð áhersla á mik- ilvægi tengslanna við Bandaríkin yfir Atlantshafið, sem væm staðfest með hemaðarlegri nærvem Banda- ríkjanna. Þessi yfirlýsing var Bush trúlega velkomin sem vegamesti í þeirri rimmu sem hann á fyrir hendi á Bandaríkjaþingi um ráðstöfun bandarískra skattpeninga í Evrópu. Allmargir leiðtogar bandaíags- ins lögðu áherslu á það að hugsunin á bak við það að skapa óháðan evr- ópskan her ætti ekki að stangast á við hlutverk NATO eða keppa við það. „Það var aldrei spuming um það að skapa evrópska vitund um vamarmál er gengi gegn Atlants- hafsbandalaginu," sagði Francois Mitterrand, og Helmut Kohl sagði að þetta væri ekki spumingin um „annaðhvort eða, heldur bæði og“. Hugmynd Frakka og Þjóðverja er sú, að sá sameiginlegi herafli sem þessar tvær þjóðir hafa þegar stofn- að vísi að, verði útvíkkaður til að ná til þjóðanna 9 sem mynda Vestur- evrópusambandið. Ágreiningur hefur verið um hemaðarlegt hlæutverk þessa sjálf- stæða herafla, hvort hann gæti starf- að á svæði því sem heyrði undir herráð NATO og ef ekki, hvar hann ætti þá að starfa. Verður ekki annað séð en að hér sé annað hvort um þversögn að ræða, eða það sem á enskri tungu er kallað „overkill": Tvöfaldur her að veija sama svæðið, loksins heear óvinurinn er ekki lengur til staðar! í sameiginlegri yf- irlýsingu leiðtoganna er sérstakur kafli um Sovétríkin, þar sem gætir allt að því foðurlegs umhyggjutóns, þar sem Sovétstjómin var hvött til að gæta kjamorkuvopna sinna vel í því upplausnarástandi sem nú ríkti, og að hún sæi til þess að lýðræði og mannréttindi væm virt, sem og al- þjóðalög og þegar gerðir samningar um takmörkun vígbúnaðar. Mitterrand Frakklandsforseti gerði ágreining um orðalag í yfirlýs- ingunni sem var frá Bandaríkjunum komið. Honum fannst tónninn of foðurlegur í yfirlýsingunni, og hann sagði að það væri hvorki í verka- hring NATO að segja til um sovésk efnahagsmál né innri iandamæri innan Sovétríkjanna. Mitterrand sagði að vissulega væri það gleði- efni að heimsveldi Stalíns leystist upp, „en ef hið rússneska heims- veldi Péturs mikla leysist upp mun það ójafnvægi sem af því hlýst ein- ungis valda okkur erfiðleikum, svo það má ekki líta svo út að við séum að hvetja til þess,“ sagði Mitterrand. Ágreiningurinn stóð í raun um það hvort og þá í hve ríkum mæli NATO ætti að hvetja til þess að lýð- veldi Sovétríkjanna losuðu sig und- an miðstýringarvaldi Sovétstjómar- innar. Töldu margir leiðtoganna að nauðsynlegt væri að viðhalda mið- stýringarvaldinu að vissu marki, m.a. með tilliti til kjamorkuvígbún- aðar, vígbúnaðareflirlits og endur- greiðslu erlendra lána. Þótt leiðtogafúndurinn hafi rétt ffarn samvinnu- og sáttahönd til fyrrverandi óvinna sinna í austri, þá er það álit leiðtoganna að veikasta hlekkinn í öryggiskeðju Evrópu sé áfram að finna í Sovétríkjunum. Þótt aukin samstaða um sameigin- legt gildismat hafi treyst friðinn sem aldrei fyrr, þá sé enn þörf á sameig- inlegum vömum er tengi Bandarík- in og Evrópu yfir Atlantshafið. Bush Bandaríkjaforseti sagði við brottförina frá Róm, að fúndur- inn hefði markað tímamót og endur- nýjun bandalagsins. Aðspurður hvort ríkjum A-Evrópu yrði veitt innganga í bandalagið sagði hann: „Við skulum segja að það sé ekki tímabært í augnablikinu.“ MARKAÐSTORG MEÐ NOTAÐAR OG NÝJAR VÖRUR OPNUM LAUGARDAGINN 16. NÓVEMBER Enn eru nokkur pláss laus fyrir: al húsmóðurina til að losa dótið úr skápum og geymslum og selja b) fyrirtækjaeigandann að losna við lager og fjölga útsölustöðum c) og félagið þitt að selja og afla fjár d) opnunartilboð: fataslá, borð og pláss aðeins 1.500,- kr. I Undralandi verður mikið um að vera, gleði, grín og alls kyns uppákomur: töframaður, eldgleypir, klessubílar og margt, margt fleira. Opið frá kl. 11.00 til 18.00 á laugardögum og frá kl. 12.00 til 18.00 á sunnudögum. Upplýsingar í síma 651426 eða 74577 Undraland, Grensásvegi 14, Reykjavík Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.