Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.11.1991, Blaðsíða 12
Píslarganga geðfatlaðra Það velur sér enginn það hlutskipti að vera geðfatlaður. Lífshlaup þeirra, sem það eru, er yfirleitt ein þrautarganga. En geðfatlaðir eiga, samkvæmt lögum, sinn rétt. Þeir eiga rétt á að lifa eins eðli- legu h'fi og hægt er. Þess vegna hafa sambýh verið sett á fót, og til að líf fatlaðra geti orðið sem eðlilegast, er í lögum að sambýlin eigi að vera inni í íbúðahverfum. Það brá því mörgum í brún þegar borgarstjórn Reykjavíkur tekur undir fordóma fólks í nágrenni eins sambýhsins. For- dómar sem Gísli Helgason, varaborgarfulltrúi Nýs Vettvangs, segir byggða á hræðslu, hræðslu við fötlun sem ekki er sjáanleg á ytra borði. Deilan um sambýlið í Þverárseli snýst um einfaldan hlut: Er sambýli stofhun eða ekki? Borgarstjóm hefur fyrir sitt leyti kveðið upp úrskurð, því þegar hún vísaði málinu til bygg- ingamefndar var um leið búið að ákveða að um stofnun væri að ræða. Manneskja í heilbrigðiskerfmu sagði að ákvörðun borgarstjómar hafi ver- ið slæm. Ekki síst í Ijósi þess að hún lét undan þrýstingi fámenns hóps sem sé hræddur um að húseignimar sínar falli í verði. Guð gefi að enginn í fjölskyldum þessa fólks lendi í því að fá geðsjúkdóm. Sá einstaklingur yrði ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Þjóðviljinn hafði samband við aðstandanda eins af þeim einstak- Iingum sem átti í vændum nýtt heim- ili í Þverárselinu. Hann óskar nafn- leyndar, ekki af hræðslu við fordóma í sinn garð, heldur er hann hræddur um að aðstandandi sinn gæti þurft að líða fyrir það. - Fólkið sem var á leið í sambýl- ið í Þverárseli hafði hlakkað til lengi. Loksins átti það að eignast heimili þar sem öryggið væri í fyrirrúmi. Það yrði engin hætta á að því yrði varpað á götuna vegna sjúkdóms sem það hefiir og þarf að búa við alla ævi. Eftir þessa neikvæðu umræðu undanfarið um heimilið og viðbrögð nágrannanna hefúr sett mikinn kvíða að þessu fólki. Það sér framtiðina hrynja í einu vetfangi. Skyldmenni mitt sagði við mig: „Þetta er í öllum fjölmiðlum, það er eins og ég sé orð- inn aðalvandamál þjóðfélagsins. Maður ætti bara að hætta þessu, það þýðir ekkert að lifa í þjóðfélagi sem þessu lengur.“ Jóhanna Á. Steingrímsdóttir tekur við verðlaunum úr hendi Stefáns Július- sonar. Mynd: Kristinn. Aðaldælingar í aðalhlutverki Bókaútgáfan Björk veitti þeim Jóhönnu Á. Steingrímsdótt- ur, frá Árnesi í Aðaldal, og Hólmfríði Bjartmarsdóttur,frá Sandi 2 í Aðaldal, verðlaun í gær fyrir barnabókina Þyt, sem kem- ur út fyrir lok nóvember. Bókaút- gáfan Björk hefur gefið út marg- ar barnabækur, þar á meðal bæk- urnar um Snorra sel og Palla sem var einn í heiminum. Verðlaunin nema 150.000 krón- um, auk ritlauna. Hólmfríður mynd- skreytti handritið en Jóhanna ritaði textann og það var jafnframt hún sem mætti til þess að taka við verð- laununum. Dómnefnd skipuðu Bjami Jónsson listmálari, Jenna Jensdóttir rithöfúndur og Stefán Júlíusson rithöfiindur sem jafnframt var formaður dómnefndar. Aðstandandinn sagðist hafa kynnst öðrum fjölskyldum geðfatl- aðra. Sagan væri allstaðar svipuð. - Fólkið eygði loksins von um bjartari framtíð. Við munum ekki láta það viðgangast að okkar að- standendur séu sviptir henni á þenn- an hátt. Allt þetta málaferli hefur þjappað okkur saman, og við förum ekki úr þessu húsi. Við höfúm jú lög- in með okkur. -sþ Hvemig hefúr lífshlaup ættingja þíns verið? - Minn ættingi hefúr verið lán- samari en margir aðrir. Hann hefúr að vísu verið í ótöldum fjölda her- bergja víðs vegar um borgina. Sumir þurfa að sofa í ruslageymslum, bil- hræjum eða jafnvel í skipum úti í Örfirisey. Ef honum hefur liðið illa hefúr hann fengið inni á geðdeild þar sem hann er útskrifaður eins fljótt og hægt er. En það er ekki mikil hjálp í því, þegar út í þjóðfélagið er komið. Það hefur ekki verið geðfötluðum vinsamlegt hingað til. Fordómamir sem virðast ríkja í garð geðsjúkra hljóta að byggjast á vanþekkingu. Það þýðir ekkert fyrir fólk að loka augunum, þessi sjúkdómur er stað- reynd sem fólk verður að sætta sig við. í rauninni lenda flestar fjöl- skyldur í því að geðsjúkdómar skjóti upp kollinum. Það er talað um að yf- ir 30% þjóðfélagsþegna verði sjúkir á geði einhvem tímann á æviskeið- inu. Aðili í heilbrigðiskerfinu sem mikið hefur sinnt málefnum geðfatl- aðra sagði að húsnæðismál þessa fólks hafi lengi verið í lamasessi. Mikið sé um flutninga, því leigusalar vilja ekki geðsjúkt fólk í sitt hús- næði. Félagsleg þjónusta hefur líka verið bágborin. Menn fá kannski herbergi í kjallaraholu, eftir mikla þrautargöngu í kerfínu, og siðan ekk- ert meir. Fólk lokar sig inni og fléttar fingur allan daginn. Síðan kemur að því að sjúkdómseinkennin koma upp aftur og fólk þarf að leggjast inn. Þá missir það húsnæðið og sama ferlið byijar aftur. Hvaða heilbrigður mað- ur þyldi þetta? Úrskurður borgarstjórnar um að vistheimilið f Þverárseli væri stofnun hefur sett ugg að mörgum sem vinna að málefnum geðfatlaðra. Mynd: Kristinn. jÉAfcÍfN Þetta er dálítið sérstök saga, sagði Stefán Júlíusson. Hún er eig- inlega hvort tveggja í senn, hlutiæg saga og ævintýri. Hún gcrist á fjöll- um uppi og niðri í byggð. Aðalper- sónur eru hreindýrskálfur og lítil stúlka. Tengsl þeirra tvcggja em söguefnið. Fimm bamabækur hafa komið út eftir Jóhönnu Á. Stein- grímsdóttur og hún segist alltaf vera skrifandi. Ekki hóf hún þó ritstörf fyrir alvöru fyrr en 1980. Mig hefur alltaf langað til að skrifa, sagði Jó- hanna, og auðvitað hef ég alltaf skrifað eitthvað. Hins vegar var það dóttir mín sem spanaði mig uppí að senda sögu í samkeppni 1979 og það réð mestu um að ég fór að taka þetta alvarlega. Það var sagan: Ver- öldin er alltaf ný. Hún var gefin út hjá Máli og menningu. . kj -tjÖHÐUR «Ö MC&AG Tónleikar í Borgarleikhúsinu mánudagskvöld I I. nóv. kl. 21. TÓNUST GEGN TÓMLÆTI ! Miðaverð kr. 1000.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.