Þjóðviljinn - 04.01.1992, Blaðsíða 8
Rokkið
tórir
Þegar litið er til baka nú um
áramótin liggur það í augum
uppi að árið sem er að líða
verður seint talið með rokk-
vænstu árum sögunnar. [s-
lenskir útgefendur hafa aldrei
áður halcfið jafn stíft að sér
höndum og ekki gefið annað
út en það sem var pottþétt að
myndi seljast uppt kostnað.
Undantekningin var Platonic,
hugsjónafyrirtæki Hilmars Arn-
ars Hilmarssonar sem gaf út
nú í desember plötuna „The
Entity“ með Sororicide. Einnig
er rett að benda á safnspól-
urnar sýna að enn er líf í bíl-
skúrum landsins, enn er rokk-
að á móti ládeyðunni.
í bílskúrnum
Aberandi þungi hvíldi á bíl-
skúrsrokki ársins. Leðurklædd æsk-
an krafðist dauðarokks en þyngra
verður rokkið varla. Hinar árlegu
Músiktilraunir Tónabæjar voru
haldnar í vor og hljómsveitimar
röðuðu sér á verðlaunabekki næst-
um eftir þyngd. Sororicide unnu
keppnina mð glæsibrag (þá undir
nafninu Infusoria) en Trassamir,
þung sveit frá Austurlandi, og
Mortuary fylgdu fast á eftir. í ann-
arri hljómsveitarkeppni, á Húna-
vershátíðinni, var þungt rokk líka
áberandi; ln Memorium vann þá
keppni en það er sveit reist úr rúst-
um Mortuary og hinnar gamal-
kunnu þungarokksveit Bootlegs
sem lagði upp laupana á árinu. Aðr-
ar þungarokksveitir sem vert er að
veita athygli á komandi ári eru Gor,
Strigaskór Nr. 42 og Bleeding
Volcano sem spila léttara þunga-
rokk.
Það er eins og rokkið þyngist í
takt við efnahag þjóðarinnar, því
svartsýnni sem þjóðin verður því
þyngra verður rokkið. Einhvcr
þungi hvíldi á húsvískri æsku á ár-
inu sem skilaði sér í mikilli rokk-
uppsveiflu. Einnig virðist sem of-
skynjunarlyf hafi vcrið sclt í
drykicjarvatnið því þungarokk slað-
arins var langt i frá með réttu ráði.
Mesta fjörið var í kringum Rot-
þróna, þijá villinga sem stóðu í
ströngu. Þeir starfræktu ýmsar aðr-
ar hljómsveitir, komu skæruhemaði
í bæinn og fluttu inn rokk til Húsa-
víkur úr bænum. Snælda þeirra
„Haltu kjafti, éttu skít, boraðu gat á
Reykjavík“ ætti að vera komin á
hvert heimili. Aðrar athyglisverðar
sveitir frá Húsavík eru Ræsið,
B.R.A., Keldusvínin og Hrafnar.
í Reykjavík grasscraði einnig
annað rokk en þungarokk þó ekki
hafi borið mikið á því. Þó margar
sveitir eigi uppsafnað efni á marga
diska kom ckkert út nema safnspól-
umar Snarl 3 og Gallerý Krúnk
sem eru góðar til kynningar. Ur
leifum nokkurra hljómsveita óx
RUT+, hljómsveit sem sýndi tenn-
umar alltof sjaldan á árinu, en hefur
þó alla burði á að gcta glcfsað
hraustlega á næsta ári. Rosebud-
menn héldu áfram að bauka inni í
bílskúr, breyttu nafni hljómsveitar-
innar í Strangclove og em við það
þessa stundina að klára frábæra af-
urö sem nýja árið ber vonandi í
skauti sér. Kvenfólk er oftast skít-
hrætt og feimið við að rokka en
hljómsveitin Dritvík er ánægjuleg
únantekning. Ef þær halda nógu
duglega á spaðanum spái ég að
1992 verði árið sem Dritvík sló í
gegn. Anægjulegt var að sjá veldi
Silfurtóna rísa á ný og ég get varla
beðið eftir safnplötu þeirra. HAM
héldu áfram að kynbæta sitt ferska
þungarokk sem þó er ekki þunga-
rokk, urðu þriggja ára á árinu og
gáfu út tónleikamyndband nú rétt
fyriijólin. HAM vom eitthvað við-
hangandi væntanlega kvikmynd
Oskars Jónassonar, „Sódóma
Reykjavík“, tóku upp nokkur lög
með hljóðmanninum færa, Roli
Mosiman; efni sem við fáum í föstu
formi á næsta ári. Roli kom einnig
við sögu hjá Risaeðlunni, tók upp
með þeim efni sem liggur á lausu
og bíður eftir að einhver gefi út.
Það er synd að ekki skuli verið bar-
ist um þann bita því Eðlan hefur
aldrei verið betri en í ár. Bless hætti
á árinu en ný hljómsveit rís úr rúst-
unum. Aðrar sveitir sem vonandi
slíta bamskónum á næsta ári em
Saktmóðígur, fersk hávaða-sveit úr
sveitinni, Exit, hrárokk-sveit frá
Akureyri, Sauðfés, rokkvaðall fra
Selfossi og Majdanek, tölvuband
sem sækir dálítið í sömu súpu og
Reptilicus. Lítið heyrðist frá
stærstu bílskúrshljómsveit landsins,
Sykurmolunum, á árinu. Björk
væflaðist eitthvað með Manchester-
dansaulunum 808 State og söng
tvölög á plötunni EX:EL. I sumar
tóku Molamir upp plötu með Paul
Fox, sem kemur út bráðlega og
heitir „Stick around for joy“. Það er
vonandi að Sykurmolamir nái sér á
strik með þessari plötu.
íslenska poppið
I sumarbyijun blésu útgefendur
í herlúðra og tilkynntu um íslenskt
tónlistarsumar. Þetta skilaði sér í
góðri sumarsölu en róið var á sömu
mið og áður í efnisvali. Rokkdúnd-
ur sumarsins var þó vafalaust rokk-
kombó Bubba og Rúnars Júl sem
rokkaði stíft og átti metsöluplötu
sumarsins GCD. A plötunni slógu
þeir fóstbræður á rokkaðri strengi
en í langan tíma á undan, spiluðu
grípandi hormónarokk blönduðu
með sveitarokki Creedence Clear-
watcr Revival og ellirokki Rolling
Stones. Meistari Karl Sighvatsson
hvarf sviplega til feðra sinna í sum-
arbyrjun og voru haldnir eftir-
minnilegir minningartónlcikar hon-
um til heiðurs í Þjóðleikhúsinu í
júlí. Þar kom m.a. fram útgáfa af
Trúbrot og ílutti nokkur lög af Lif-
un. Það var gaman að sjá að eitt-
hvað rokk lifir cnn í æðum þessara
gamlingja. Einnig er gaman að vita
að einhvcr mctnaður leynist hjá
plötuútgcfendumí þvi að hafa sígilt
íslenskt rokk fáanlegt; Geimsteinn
gaf út Lifun á disk, Steinar tína.
SORORICIDE, tákn um þunga. - Mynd: Kristinn.
hálfóskipulega út
perlur poppsögunnar á plötun-
um ,Acftur til Fortíðar" og Skífan
endurútgaf tvöfoldu Oðmanna plöt-
una nú fyrir jólin. En betur má ef
duga skal; á næsta ári væri gaman
að sjá geiskadisksútgáfur af íleiri
plötum Trúbrot, plötum Þeysara og
Fræbbblanna og „Magic Key“ með
Náttúru svo fáar plötur séu nefndar.
Steinar og P.S. Músik gerðu átak í
að kynna íslenska tónlist á Norður-
löndum en í árslok var óljóst um ár-
angur. Nokkrir popparar eiga þó
fyllilega skilið að heyrast erlendis,
t.d. Geiri Sæm og Ný Dönsk. Þrátt
Rokk-
annáll
1991
fyrir íslenskt tónlistasumar fór fýrst
verulega að flæða á poppíjörunni
fyrir jólin. Mikið bar á sólóplötum:
Egill átti ágætis spretti á „Tifa
Tifa“, Valdimar Flygenring hitti í
mark ásamt Hendes Verden á
„Kettlingar“ og Geiri Sæm hitti
poppnaglann glæsilega á höfuðið á
plötunni „Jörð“. Einnig átti HÖH
góðan leik ásamt David Tibet á
plötunni „Island" og Trúbadorplöt-
ur Harðar Torfa og Bubba voru
innhalds- og næringarríkar. Sálin
hans Jóns míns var með vel þétta
poppafurð og Todmobile-platan
„Ópera“ átti góða spretti. Sú popp-
sveit sem best dafnaði þó á árinu
var Ný Dönsk. Þeir tóku tónlistar-
sumarið með tromi með frábæru
popplagi, „Kirsuber“, og áttu svo
stórleik á plötunni „Dcluxe" fyrir
jólin. Ný Dönsk hefur náð hápunkti
á ferlinum með þeirri plötu, hún er
allt í senn; gamaldags, nýmóðins en
þó fyrst og fremst skemmtileg.
Gaman verður að sjá hvort næsta ár
fer með Ný Dönsk í leit þeirra að
poppfúllkomleika.
Erlendar heimsóknir
Aldrei áður hefúr verið jafn
mikið um heimsóknir erlendra tón-
listarmanna til íslands og á árinu
1991. Blúsmenn drógu hingað
ýmsa snillinga frá útlöndum og á
börunum tróðu upp minni spámenn
eins og breska fonkbandið Govem-
ment og bandarísku rokkabillíhund-
amir í The Rustics. Merkilegasta
heimsóknin að mínu mati var heim-
sókn finnsku rokkaranna í 22-Pist-
erpirkko. Þeir komu hingað fyrst í
mars en síðan í október og léku hér
ellefia sinnum samanlagt. Spilað var
í bænum, á Akureyri og á Selfossi
og flestir sem sáu sveitina áttu gott
rokkkvöld. Stærri í sniðum var 16.
júní-hátíðin á Kaplakrika, stærsta
rokkhátíð sem haldin hefúr verið á
landinu. Þar var hægt að vafra um
leikvöllinn allan daginn í sæmilegu
veðri og sjá fremur einlitt þunga-
rokk. Fyrir 5500 kr. fékk ágætis
hrúga af táningum að hlusta á
Artch, Bullet Boys, Thunder, GCD,
Slaughter og Quireboys en aðal-
hljómsveitin Poison mætti ekki til
leiks. Rokk- innflytjendur fengu þá
dágóða summu í tryggingabætur og
fluttu inn Skid Row í september,
enn eina hár-rokksveitina frá Am-
eríku. Svipað klúður fylgdi rokk-
innflutningnum á Bryan Adams nú
rétt fyrir jólin; rafmagnsleysi komí
veg fyrir fyrri tónleika kanadíska
roldcarans en kátt var í höllinni síð-
ara kvöldið og allt gekk að óskum.
Samstarf milli franskra og íslenskra
aðila varð til þess að fjórar franskar
sveitir léku hér i haust. Fyrst kom
sönggyðjan Amina og bræddi
hjörtu en skömmu síðar hljómsveit-
imar Les Satellites, Babylon Fight-
ers og saxafónleikarinn Manu Di-
bango asamt sveit sinni Soul Ma-
kossa Gang. Það var fengur í þess-
um franska pakka og vonandi að
rokksamskiptin haldist.
Rokk í útlöndum
Líkt og hér var líflaust um að
litast í erlendum rokkheimum fram-
an af. Lítið bar á ferskum frum-
raunum og gamlingjar fóru á kreik;
Morrisey, R.E.M., Julian Cope,
Sting og U2 gáfú út plötur á árinu
og héldu sínu staðnaða striki og
steingervingar eins og Dire Straits,
Yes og Genesis prumpuðu út efhi.
Risa-báknin Guns N’Roses og Mi-
chael Jackson gáfú út og seldu bíl-
farma af nýju efrii og þungu rokki
óx ásmegin með Metallica í farar-
broddi, en þeir gáfú út frábæra
plötu á árinu. Velgengni hljóm-
sveitarinnar Nirvana kom mér þó
mest á óvart og ég stóð á gati af
undrun þegar plata þeirra „Neverm-
ind“ fór hátt á top-10 listann í
Bandaríkjunum og hékk þar í marg-
ar vikur. Þessi plata er líka ffábær,
bæði hrá, kraftmikil og aðgengileg
í senn. Nirvana er ekki ný hljóm-
sveit; hún hefur vaxið neðanjarðar í
Bandaríkjunum ásamt fjölda ann-
arra frábærra sveita á síðustu árum.
Það er ekkert að gerast í ensku
rokki um þessar mundir, og hefur
ekki verið síðastliðin ár, allar helstu
rokkhræringar eiga sér stað í
Bandaríkjunum. Bandarísk stór-
fýrritæki eru að taka yfir neðanjarð-
armarkaðinn og þá blómstra fýrst
hljómsveitir eins og Nirvana og
vaxa út í öfgar. 1 kjölfar vinsælda
Nirvana má búast við ákveðinni
rokkuppsveiflu; hljómsveitir eins
og Fugazi, No Means No, Primus,
Superchunk og Teenage Fanclub
frá Skotiandi verða vonandi áber-
andi ásamt öðrum sveitum og Sonic
Youth og Pixies munu efiaust auka
vinsældir sínar. Það er því ekki
nema gott útlitið, rokkið tórir og
vonandi verður 1992 gott ár fyirr
gott, óstaðnað og ferskt rokk og ról.
PISTERPIRKKO rokkararnir góðu frá Finnlandi. -Mynd: Kristinn.
C
o
tr>
tD
co co
Í
3 'CO
O I
NÝTT HELGARBLAÐ 8 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992