Þjóðviljinn - 04.01.1992, Blaðsíða 18
á s k j á n u m
K r u m m i n n
Jólakonfektið klóraó á laugardagskvöldi
Styðjum strákana er nafnið á
fyrsta dagskrárliðnum sem minnst
er á að þessu sinni. Bein útsending
verður hjá Sjónvarpinu kl. 15.30
úr Laugardalshöllinni, þar sem
fram fer pressuleikur í handknatt-
leik. Fjölmargir listamenn koma
fram til stuðnings landsliðinu.
Það er óhætt að segja að íslenska
landsliðið muni eiga erfitt uppdráttar
gegn pressuliðinu sem að þessu sinni
er skipað okkar færustu handbolta-
mönnum sem gert hafa garðinn
ffægan á undanfömum árum. Til liðs
við fyrrum landliðsmenn koma síðan
erlendir leikmenn sem leika i ís-
lenskum handknattleik. Rúsínan í
pylsuendanum er Bogdan Ko-
walczyk sem snýr aftur til landsins
og stýrir sínu gamla liði gegn núver-
andilandsliði.
Á laugardagskvöldinu veróur
Sjónvarpið _með tvær áhugaverðar
bíómyndir. í skugga hrafnsins eftir
Hrafn Gunnlaugsson verður fyrr á
dagskrá og fjallar hún um mikla
ófriðartíma í Islandssögunni. Trausti,
ungur maður, flytur heima að loknu
prestsnámi í Noregi og kynnist Isa-
fo!d skömmu eftir heimkomuna. Af
stað fer hringiða örlaganna sem hef-
ur afdrifarika atburði í för með sér.
Barnsránið er bresk sakamála-
mynd með fullorðna lögreglumann-
inum Wexford sem hetjunni. Sögu-
þráðurinn er einfaldur, ungbam
hverfúr úr bamavagni og er lög-
reglufúlltrúinn fenginn til að leysa
málið, sem að sjálfsögðu tekst.
Á Stöð 2 verður hefðbundin
laugardagsdagsskrá með nokkram
spennumyndum um kvöldið. Strax
eftir fréttir hefúr þátturinn Fyndin
fjölskyldumyndbönd aftur göngu
sína eftir töluvert hlé. Eftir misjafha
myndbandsbúta, þar sem kynnir
þáttarins eyðileggur þá sem standa
upp úr með aulafýndni, verða tveir
stuttir þættir á dagskrá Stöðvar 2.
Klukkan 21.45 verður átakanleg
bíómynd sem heitir Á heljarþröm
og fjallar hún um fjölskyldu nokkra
sem á í stríði við viðskiptabankann
sinn. Myndin gerist í dreifbýli í
Bandaríkjunum og reynir virkilega á
fjölskylduböndin vegna ágangs
bankanna.
Klukkan 23.30 hefst stórmyndin
Svart regn með Michael Douglas í
aðalhlutverki. Stórskemmtileg mynd
þar sem myndatakan spilar stórt
hlutverk. Síðasta myndin hjá Stöð 2
á laugardagskvöldið verður þýska
myndin Lyfsalinn. Sannarlega
skemmtileg tilbreytni hjá Stöð 2 að
víkja aðeins ffá amerísku bíómynda-
dýrkuninni og koma með almenni-
lega þýska sakamálamynd.
Leiðin til
Avonlea
Sjónvarpið sunnudag kl. 2130
Mynd sem öll fjölskyldan á að
geta sameinast um að njóta. Kan-
adamenn hafa getið sér gott orð fyr-
ir að láta gerð fjölskyldumynda
sitja í fyrirrúmi í sinni kvikmynda-
gerð.
Hver man ekki eftir Emmy verð-
launa myndaflokknum um Onnu í
Grænuhlíð sem sýndur var í Sjónvarp-
inu fyrir skömmu. Höfundur sögunnar
um Ónnu í Grænuhlíð, Lucy Maud
Montgomery, skrifaði einnig bóka-
flokkinn sem þessi nýja myndasería
byggir á. Leiðin til Avonlea gerist
einnig á sömu slóðum og Önnu-bæk-
umar, í þorpinu Avonlea og þar
bregður jafnvel fyrir sömu persónum.
Efnisþráður nýja myndaflokksins
em um brellna og uppátektasama
stúlku sem hcitir Sara. Faðir hennar er
vel stæður kaupmaður, en móðirin er
látin. Þegar faðirinn lendir í málaferl-
um vegna fjármálamisferlis er Sara
send burt úr borginni til smáþorpsins
Avonlea, þar sem ættingjar hennar
búa. Þá hefst ævintýrið fyrir alvöm;
ættingjamir em ekkert yfir sig hrifnir
af dekurrófunni Söm og bömin á
heimilinu leggja sig í líma við að gera
henni lífið leitt. En Sara er ráðagóð og
svarar fyrir sig, og á endanum kemst
hún í takt við lífið í sveitinni öllum til
ánægju.
Litla risaeölan
Stöð 2, laugardag kl. 15.00
Steven Spielberg og Ge-
org Lucas eru samir við sig,
hvort sem þeir taka að sér
að gera spennumyndir fyrir
fullorðna eða Ijúflings- æv-
intýri fyrir börn, virðist allt
ganga upp hjá þeim.
Allir em ánægðir með af-
raksturinn bæði ungir og
aldnir. I þijúbió á Stöð 2
hefst klukkustundar ævin-
týraheimur þar sem áhorfand-
inn hverfúr á vit fomsögulegs
tíma. Litla risaeðlan lendir í
því að missa foreldra sína í
miklum náttúmhamfömm.
Hún leggur því afg stað
ásamt nokkrum kunningjum
og glóandi hraunelfúm til að
fmna fyrirheitna landið þar
sem nóg er að borða. Á leið-
inni lenda smáeðlumar í
ýmsuum þrekraunum þar sem
ýmis óargadýr leggja allt
kapp á að hefta för þeirra. En
það em gömul sannindi að
samheldinn hópur kemst
langt. Ferðalag smáeðlanna
er þar engin undantekning og
í lokin mun það gleðja hjörtu
bama og fullorðinna að ævin-
týrið fær farsælan endi.
S j ó n v a r p
Laugardagur
14.00 Beint í mark.
15.30 Styðjum strákana. Bein
útsending úr Laugardalshöll
þar sem fram fer pressuleik-
ur í handknattleik. Fjölmargir
listamenn koma fram til
stuðnings landsliöinu. Úrslit
dagsins verða birt um klukk-
an 17.50.
18.00 Múmínálfarnir (12:52)
(Moomin).Þýöandi: Kristín
Mántyla. Leikraddir: Kristján
Franklín Magnús og Sigrún
Edda Björnsdóttir.
18.30 Kasper og vinir hans.
Þýöandi: Guðni Kolbeinsson.
Leikraddir: Leikhópurinn
Fantasía.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkorn. Dagskrár-
gerð: Þiðrik Ch. Emilsson.
19.30 Úr ríki náttúrunnar.
Hreiðursögur.. Þýðandi og
þulur: Gylfi Pálsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Lottó
20.40 Fyrirmyndarfaðir. Þýð-
andi: Guöni Kolbeinsson.
21.10 Frank Sinatra í Osló.
Seinni hluti. Skemmtiþáttur
frá norska sjónvarpinu.
22.15 í skugga hrafnsins. fs-
lensk bíómynd frá 1988. Hér
er sögö sagan af Trausta,
ungum manni sem flytur
heim að loknu prestsnámi í
Noregi. Hann kynnist Isold,
ógittri móður, og er kastaö
inn í hringiðu örlaganna. á
miklum ófriðartimum í ís-
landssögunni. Leikstjóri:
Hrafn Gunnlaugsson. Aöal-
hlutverk: Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Reine Brynjolfsson,
Egill Ólafsson, Sveinn M.
Eiðsson, Helgi Skúlason,
Kristbjörg Kjeld og Sune
Mangs.
00.15 Barnsránið. (No Crying
He Makes). Bresk sakamála-
mynd frá 1989, byggð á
sögu eftir Ruth Rendell.
Ungabarn hverfur úr barna-
vagni og Wexford lögreglu-
fulltrúa er falið að upplýsa
máliö. Aöalhlutverk: George
Baker og Christopher Ra-
venscroft. Þýðandi: Gunnar
Þorsteinsson.
01.35 Útvarpsfréttir i dagskrár-
lok
Sunnudagur
13.20 Lífsbarátta dýranna.
Þriðji þáttur: Mörg er matar-
holan. Þýðandi og þulur:
Óskar Ingimarsson.
14.10 Sæbörnin. (The Water
Babies). Bresk/pólsk ævin-
týramynd frá 1978, þar sem
saman fer leikur og teikni-
myndakaflar. Sögusviðið er
ýmist Bretland fyrir hálfri
annarri öld eöa óþekktir
undraheimar og söguhetjurn-
ar eru gallagripir og gott fólk.
Leikstjóri: Lionel Jeffries. Að-
alhlutverk: James Mason,
Billie Whitelaw, Bernard
Cribbins og Joan Green-
wood. Þýöandi: Guðni Kol-
beinsson.
15.40 Árni Magnússon. Seinni
hluti. Handrit: Sigurgeir
Steingrímsson. Dagskrár-
gerö: Jón Egill Bergþórsson.
Aður á dagskrá 3. nóvember
sl.
16.30 Ef að er gáð (1:15).
Fyrsti þáttur: Hjartagallar. Is-
lensk þáttaröð um börn og
sjúkdóma. Umsjón: Guðlaug
María Bjarnadóttir og Erla B.
Skúladóttir. Dagskrárgerð:
Hákon Már Oddsson. Áður á
dagskrá 22. mai 1990.
16.40 Lifsbarátta dýranna
(5:12). Fimmti þáttur: Ra-
tvísi. (The Trials of Life).
Breskur heimildamyndaflokk-
ur í tólf þáttum þar sem Dav-
id Attenborough athugar þær
furðulegu leiðir sem lifverur
hvarvetna á jöröinni fara til
þess að sigra i lifsbaráttu
sinni. Þýðandi og þulur: Ósk-
ar Ingimarsson.
17.30 I uppnámi (10:12). Skák-
kennsla í tólf þáttum. Höf-
undar og leiðbeinendur eru
stórmeistararnir Helgi Ólafs-
son og Jón L. Árnason og i
þessum þætti verður m.a.
fjallað um kóngsbragð,
spænska leikinn og Petroffs-
vörn. Stjórn upptöku: Bjarni
Þór Sigurösson.
17.50 Sunnudagshugvekja.
18.00 Stundin okkar. Umsjón:
Helga Steffensen. Dagskrár-
gerð: Kristin Pálsdóttir.
18.30 Sögur Elsu Beskow.
Þýöandi: Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Lesari: Inga Hildur
Haraldsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Vistaskipti. Þýöandi:
Guðni Kolbeinsson.
19.30 Fákar. Þýöandi: Kristrún
Þórðardóttir.
20.00 Fréttir og veöur
20.35 Svartur sjór af síld. Loka-
þáttur. Umsjón og handrit:
Bírgir Sigurðsson. Dagskrár-
gerð: Saga film.
21.30 Leiöin til Avonlea (1:3).
Fyrsti þáttur. (Road to Avonl-
ea). Kanadískur myndaflokk-
ur fyrir alla fjölskylduna,
byggður á sögu eftir Lucy
Maud Montgomery sem
skrifaði sögurnar um Önnu I
Grænuhlíö. Þættirnir hafa
unniö til fjölda verölauna en I
þeim er sagt frá ævintýrum
ungrar stúlku. Aðalhlutverk:
Sarah Polley. Þýðandi: Ýrr
Bertelsdóttir.
22.25 Ljóðið mitt. Lokaþáttur.
Að þessu sinni velur sér Ijóð
Guðmundur Arnlaugsson
fyrrverandi skólameistari.
Úmsjón: Pétur Gunnarsson.
Dagskrárgerð: Þór Elís Páls-
son.
22.35 í örugga höfn. (To a Saf-
er Place). Leikin, kanadísk
heimildamynd um stúlku
sem var misnotuö kynferðis-
lega af fööur sínum þangað
til hún fór að heiman fjórtán
ára. Þýðandi: Jóhanna Þrá-
insdóttir.
23.25 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
Mónudagur
Þrettóndinn
18.00 Sögur uxans. Leikraddir:
Magnús Ólafsson.
18.25 Galdrakarlinn í Oz. Leik-
raddir Sigrún Waage.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Á mörkunum.
19.30 Roseanne.
20.00 Fréttir og veöur
20.35 Opið hús á þrettándan-
um. Hugarfólk á baöstofu-
heimi Jónas Jónasson tekur
á móti gestum sem kveðja
jólin i Sjónvarpssal. Meöal
þeirra sem koma fram eru
Katrin Siguröardóttir söng-
kona, tvöfaldi kvartettinn
Tónabræður, Sigurður Karls-
son leikari og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari.
Upptöku stýrði Tage Am-
mendrup.
21.10 Fólkið i Forsælu.
21.35 íþróttahorniö Fjallað um
íþróttaviðburði helgarinnar
innanlands sem utan og
sýndar svipmyndir frá knatt-
spyrnuleikjum viös vegar í
Evrópu.
22.00 Marie Curie Franskur
myndaflokkur i þremur þátt-
um um ævi og störf eölis-
fræðingsins Marie Curie.
Hún fékk tvívegis nóbels-
verðlaun, í fyrra skiptið
ásamt eiginmanni sínum fyrir
rannsóknir á geislavirkni en
síðar fyrir að einangra rad-
íum. Þessi myndaflokkur
hlaut fyrstu verðlaun í Monte
Carlo í fyna og auk þess var
aðalleikkonan valin besta
sjónvarpsleikkona ársins.
Aöalhlutverk: Marie-Christine
Barrault.
23.25 Útvarpsfréttir og dag-
skrárlok.
Laugardagur
09:00 Með Afa. Umsjón: Agnes
Johansen og Guðrún Þórð-
ardóttir. Handrit: Örn Árna-
son. Stjórn upptöku: María
Maríusdóttir. Stöð 2 1992.
10:30 Vesalingarnir. Tólfti og
næstsíöasti þáttur.
10:40 Á skotskónum.
11:00 Dýrasögur.
11:15 Lási lögga. Teiknimynd.
11:40 Maggý.
12:00 Landkönnun National
Geographic.
12:50 Skrýtin jólasaga. Frábær
gamanmynd. Aðalhlutverk:
Bill Murray, Karen Allen,
John Forsythe, John Glover
og Bobcat Goldthwait. Leik-
stjóri: Richard Donner.
Framleiðendur: Art Linson
og Richard Donner. 1988.
15:00 Þrjúbíó. Litla risaeðlan.
Leikstjóri: Don Bluth. 1988.
16:05 Tónar á Fróni. Endurtek-
inn þáttur frá því í jólamán-
uðinum þar sem fjallað er
um nýútkomna plötu Sálar-
innar hans Jóns míns.
17:00 Falcon Crest
18:00 Popp og kók.
18:30 Gillette sportpakkinn.
19:19 19:19
20:00 Fyndnar fjölskyldusögur.
(Americas Funniest Home
Videos). Þessir vinsælu
þættir hetja nú göngu sina á
ný. í þeim er hið fornkveðna
sannaö að þaö er fátt fyndn-
ara en nágranninn að detta
ofan af þaki, því við fáum að
fylgjast með meinfyndnum
glefsum úr lifi venjulegs
fólks.
20:25 Maður fólksins. (Man of
the People). Splunkunýr
gamanmyndaflokkur um
mann sem hefur komið víða
við á lifsleiðinni. Svindl,
brask og veömang eru með-
al þess sem hann hefur tek-
ið sér fyrir hendur og reynist
það honum góöur undirbún-
ingur undir nýja starfið;
stjórnmál. Aöalhlutverk:
James Garner.
20:50 Glæpaspil. (Scene of the
Crime). Spennandi þáttur í
anda Hitchcocks.
21:45 Á heljarþröm. (Country).
Átakanieg og mögnuð kvik-
mynd um fjölskyldu nokkra
sem á í stríði við viðskipta-
banka sinn. Þeir hjá bank-
anum hóta að ganga að
veðum fólksins sem þá
myndi missa jörð slna. Aðal-
hlutverk: Jessica Lange,
Sam Shepard, Wilford Briml-
ey og Matt Clark. Leikstjóri:
Richard Pearce. 1984.
23:30 Svart regn. (Black Rain).
Hörkuspennandi sakamála-
mynd sem svo sannarlega
tekur á taugarnar. Banda-
rískir lögreglumenn leggja
land undir fót til aö hafa upp
á strokufanga. Leiðin liggur
til Japan en þar er skúrkur-
inn á heimavelli. Aðalhlut-
verk: Michael Douglas,
Andy Garcia, Ken Takakura
og Kate Capshaw. Leikstjóri:
Ridley Scott. 1989. Strang-
lega bönnuð börnum.
01:30 Lyfsalinn. (Medizin-
manner). Lögreglumaðurinn
þýski, Schimanski, er í
þessari mynd að rannsaka
morð á manni þar sem ung-
ur drengur er eina vitnið.
Aðalhlutverk: Götz George
og Eberhard Felk. Leikstjóri:
Peter Carpentier. Bönnuð
börnum.
03:00 Dagskráriok. Við tekur
næturdagskrá Bylgjunnar.
Sunnudagur
09:00 Túlli
09:05 Snorkarnir. Teiknimynd.
09:15 Trúðurinn Bósó.
09:20 Litla hafmeyjan.
09:45 Pétur Pan
10:10 Ævintýraheimur NIN-
TENDO.
10:30 Vesalingarnir. Lokaþátt-
ur.
10:40 I sumarbúðum.
11:05 Blaðasnáparnir.
11:30 Naggarnir.
12:00 Popp og kók.
12:55 Atvinnumenn. Fjallað er
um Guðmund Torfason.
Þetta er endurtekinn þáttur.
Stöö2 1991.
13:25 Italski boltinn. Bein út-
sending..
15:20 NBA-körfuboltinn.
16:25 Stuttmynd. Lucas Haas,
sem lék unga drenginn í
Vitninu, er hér i hlutverki
drengs sem er logandi
hræddurvið kjarnorku.
17:00 Listamannaskálinn. (The
South Bank Show). I þess-
um þætti er fjallaö um hinn
merka leikstjóra Spike Lee
sem hefur markaö diúp spor
í sögu kvikmyndgerðar, þótt
ungur sé..
18:00 60 minútur. Bandarískur
fréttaþáttur.
18:50 Skjaldbökurnar.
19:19 19:19
20:00 Klassapíur.
20:25 Lagakrókar. (L.A. Law).
Margverðlaunaður fram-
haldsþáttur um líf og störf
lögfræöinganna hjá MacK-
enzie-Brackman. Nú er
komið að þáttaskilum hjá
þeim þvl síðast þegar við lit-
um við hjá þeim voru Micha-
el Kuzack, Victor Sifuentes
og Grace Van Owen að
hætt hjá fyrirtækinu og eru
þá góð ráð dýr. Brotthvarf
þeirra hefur skilið fyrirtækiö
eftir í miklum fjárhagskrögg-
um og hvetur Douglas Le-
land til þess aö leigja út
skrifstofur til fyrirferðarmikils
kvenlögfræðings sem sér
aðallega um málefni stjarn-
anna i Hollywood. Sú fer
alls ekki troðnar slóðir og
kemur strax til átaka milli
hennar og Lelands.
21:15 Gaby - Sönn saga. (Ga-
by - A True Story). Átakan-
leg og sönn mynd um Gaby
Brimmer sem haldin er sjúk-
dómnum Cerebral Palsy.
Likami hennar er nánast la-
maður en ekkert heftir huga
hennar. Þessi mynd lætur
engan ósnortinn. Aðalhlut-
verk: Liv Ullman, Norma
Aleandro, Robert Loggia og
Rachel Levin. Leikstjóri: Luis
Mandoki. 1987.
23:05 Arsenio Hall. Frábær
spjallþáttur þar sem gaman-
leikarinn Arsenio Hall fer á
kostum sem spjallþáttar-
stjórnandi. Arsenio fær til
sín góða gesti og spyr þá
spjörunum úr.
23:50 Nautnaseggurinn. (Skin
Deep). Skondin gamanmynd
um mann sem á erfitt með
að neita sér um holdsins
lystisemdir. Aðalhlutverk:
John Ritter. Leikstjóri: Blake
Edwards. Bönnuð börnum.
01:30 Dagskrárlok. Við tekur
næturdagskrá Bylgjunnar.
Mánudagur
16.45 Náprannar
17.30 Jólin allra barna.
18.10 Litli folinn og félagar.
19.19 19.19
20.10 Italski boltinn.
20.30 Systurnar Þær systurnar
deila saman gleði og sorg.
Þær eiga oft erfitt með að
umbera hver aðra þótt stutt
sé í samheldnina þegar á
reynir.
21.20 Örlagasaga Þriðji þáttur
spennumyndaflokkur um
töffarann Booker sem vatns-
greiddur og leðurklæddur
leysir úr hvers manns vanda.
23.35 Smáborgarar Gaman-
mynd með hinum óborgan-
lega Tom Hanks i hlutverki
manns sem veit ekkert
skemmtilegra en að eyða
sumarfrlinu slnu heima við.
Hann kemst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að það er
ekki alltaf tekið út með sitj-
andi sældinni að vera heima.
01.15 Dagskráriok
NÝTT HELGARBLAÐ 18
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992