Þjóðviljinn - 24.01.1992, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1992, Blaðsíða 5
Fríða Á. Sigurðardóttir sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Mynd: Kristinn. Fremst á myndinni sitja fulltrúar Islands i dómnefndinni, Sigurður A. Magnússon og Dagný Kristjánsdóttir, og eru greinilega sátt við sinn hlut. Mynd: Jim Smart Friba í sviðsljósinu ftam hugleiðingar um tímann og sjálfið; ástina og samband okkar við aðra. Þess vegna hefur hún almenna skírskotun en fjallar ekki eingöngu um íslenskan veruleika. Tilvistar- spumingar þessarar bókar eiga við um allan vemleika. Dómnefndinni þótti bókin djarf- mannlega skrifuð. Fríða sker niður upplýsingar þegar hún telur sig þurfa þess. Leyfiír sér að tala í brot- um og augnabliksmyndum þegar það á við. Allt raðast þetta saman fyrir les- andanum að lokum, en það er líka mikið á hann lagt. Honum er sýnt mikið traust. Það hefúr líka sýnt sig að mjög margir lesendur hafa verið þessa trausts verðir og menntun nefúr ekki skipt máli í því sambandi. Það er sama hver lesandinn er. Leggi hann ffam vinnu fær hann goða uppskem. - Dómnefndin um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs hefur stundum verið gagnrýnd fyrir það að vera höll undir nefobundnar bók- menntir. Fór bók Fríðu ekkert fyrir bijóstið á nefndarmönnum? - Eg vil engu svara um það sem þessi nefnd hefúr gert áður en ég tók sæti í henni, en það er mjög ánægjulegt að textar sem sæta ný- mælum skuli lagðir ífam og verð- launaðir. Fríða er verðugur verð- launahafi og, hún er bæði dóm- nefndinni og íslendingum til sóma. kj og er Ijón Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs voru veitt í aær. ,Á meðan nóttin líður“ eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur var valin úr hópi þeirra bóka sem bestar teljast á Norðuriöndum. Dagný Kristjáns- dóttir las upp greinargerð nefnd- arinnar, en þar seair: „Bókin er ögrandi, nýskapanai og býr um leið yfir Ijóðrænni fegurð. f verk- inu er horfið aftur til fortíðarinnar í leit að lífsgildum sem eiga er- indi við samtíma okkar. Bókin gerist að hluta til I stórbrotinni náttúru Hornstranda og náttúru- lýsingamar eru hluti af töfrum textans. I verkinu er ekki reynt að skapa þá blekkingu að við getum skilið til fullnustu veruleika formæðra okkar og forfeðra. Textinn setur spumingarmerki við hefðbundna söguskoðun, hefð- bundna frásögn og venjubundna málnotkun. Friða Sigurðardóttir lýsir í ljóð- rænum texta þessarar bókar þörf okkar fyrir sögu og frásögn um leið og bókin lýsir hve erfitt það er að komast að eingildum sannleika um líf og list.“ Dagný Kristjánsdóttir og Sig- urður A. Magnusson sitja í dóm- nefndinni af hálfu íslendinga. Dag- ný var beðin að gera nánari grein fyrir því hver Fríða er og hvað hún hefúr til síns ágætis. - Hún byrjaði sem raunsæishöf- undur innan ramma þess sem kallað hefúr verið nýraunsæi, sagði Dag- ný, en fór fljótlega að leggja miklu meiri vinnu í textann, - bijót^ hann upp eins og stundum er sagt. 1 þeirri skaldsögu sem út kom næst á undan þeirri sem nú er verðlaunuð, „...eins og hafið“ má glögglega sjá að hún er á leiðinni að „Meðan nóttin líð- ur“. Þar er textinn nútímalegur. Það hefúr verið unnið mjög mikið við hann. Textinn á „Meðan nóttin líður“ er „modemískur“ eða eins og segir í greinargerð dómnefndarinnar: setur spumingarmerki við hefðbundna frásögn og venjubundna málnotkun. Kjami málsins er sá að við verðlaunum þessa bók vegna þess að hún er ffábær, en hún er jafh- ffamt merkur áfangi á leið Fríðu. Hún er rithöfúndur í þróun sem áreiðanlega heldur áffam. - Hvemig tengist bók Fríðu við kvennabókmenntimar? Er þetta dæmigerð „konubók"? - Bókin er vissulega eftir konu og um konur, en hún fjallar líka um karl^. I henni er töluverð gagnrýni á útkomuna úr kvenffelsisbaráttunni. Söguhetjan er einstaklingshyggju- kona og hefúr andúð á kvennabar- áttunni. Hins vegar hefúr hún náð þeim markmiðum kvennabaráttunnar að hún er sjálfstæð, þarf ekki að hugsa um neitt nema sjálfa sig. Hún er íjárhagslega sjálfstæð og frjáls, en hún veit hvorki hvað hún á að gera við frelsið né hveiju hún hefur fóm- að til þess að öðlast það. - En hvers vegna gengur þessi bók í augun á útlendingum? Hvað gerir henni kleift að fara yfir landa- mærin? - Bókin er djúp. Hún leggur Enn heiti ég Isbjörg f kvöld verður frumsýnt nýtt leikrit í nýjum sal í Þjóðleik- húsinu. Þetta er leikgerð Há- vars Sigurjónssonar á skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur: Eg heiti fsbjörg, ég er Ijón. Skáldsagan naut mikilla vin- sælda á sínum tíma og ekki ótrú- legt að þessi glæsilega leikgerð eigi eftir að gera það líka. Skáldsaga af þessari stærð gjörbreytist að sjálfsögðu þegar hún er lögð til gmndvallar á sviðs- verki. En hvemig fannst Vigdísi að sjá sögupersónur sínar á sviði? - Fyrst fannst mér það hreint og beint óþægilegt. Ég hafði auð- vitað gert mér ákveðnar hugmyndir um þetta fólk. Ég er ekki viss um að það sé endilega vegna þess að ég er höfúndur. Ég held að þetta sé oftast þannig þegar fólk horfir á sýningar sem em byggðar á bók- um. Það hlýtur alltaf að vakna spurningin um hvort leikarinn passi inn í það hlutverk sem hann hefur fengið. Annars fannst mér takast mjög vel að velja leikara í þetta. Ég var að vísu ekki sátt við allt en það fer eftir því hvað ég hef haft sterkar fyrirmyndir. - Fannst þér textinn sjálfur ekki breytast við að koma á svið? - Jú, hann varð allt öðm vísi. Stundum finnst mér hann koma betur út. En það er nú einu sinni þannig að jafnvel manns eigin bækur þær verða ekki neitt sem maður á sjálfúr. Tilfinning þess sem setti bókina saman er alltaf einhvem veginn öðm vísi. Það kemst aldrei allt til skila. Ég hef fylgst nokkuð vel með æfingum og þó að mér hafi stund- um fundist textinn verða ókunnug- legur hefur mér aldrei liðið illa gagnvart honum. - Breytti skáldsagan um Is- björgu Vigdísi Grímsdóttur? „ - Já, hún breytti mér á sínum tíma. Ég var ofboðslega vemduð manneskja. Mér fannst að skáld- skapurinn væri fúllnægjandi heim- ur og þangað gæti ég flúið. Þar fannst mér allt vera. Það var ein- hver hugmynd um fullkomnun að þvælast fyrir mér. Þegar ég var búin að skrifa þessa sögu fannst mér skáldskapur- inn alls ekki jafnast á við allt það sem lífið hefur uppá að bjóða þannig að þessi saga veitti mér inn- göngu í nýtt líf. Þegar ég var að safna efni í hana varð mér Ijóst að um sumt af því sem fólk gengur í gegnum er sagt: Þetta er ævintýri líkast! Þetta er bara eins og í skáldsögu, - en ef atburðimir verða í skáldsögu er sagt: það er of mikið hér, skáldsag- an ber þetta ekki allt saman. Hér er of mikið sagt. - Nú er það bæði margt og al- varlegt sem hendir ísbjörgu. Hún er dóttir mjög erfiðra foreldra, stundar vændi og drepur mann. Finnst þér þetta ekkert rosalegt sjálfri? - Jú, ef þetta er tekið svona. Og auðvitað er þetta grunnlínan. Þetta er það sem gerist. En það gerist á löngum tíma og hefur margvísleg- an aðdraganda og sagan hefur miklu fleiri víddir en bara þessa. - Eftir að hafa séð þessa sýn- ingu verð ég að spyija hvort þér finnist karlmenn svolítið skugga- legt fólk. - Alls ekki! Það er mjög slæmt ef sýningin gefur það til kynna. Ég er ekki tilbúin að fordæma einn eða neinn, - ég hef ekki byssuleyfi ef ég má orða það svo. Mér þykir raunar ansi vænt um Guðmund föður Isbjargar. Hann er miklu sterkari karakter en elskhug- inn sem hún drepur, sem er frekar eins og villuráfandi sauður í þessu samfélagi. Auðvitað gera þéssir menn ým- islegt sem er ekki gott og raunar fordæmanlegt en þeir geta verið ágætar manneskjur engu að síður. Ætli við værum ekki öll réttdræp ef það kæmist upp hvemig við hugs- um stundum. Þá gæti nú orðið fá- mennt á skerinu. - Hvemig gengur rithöfúndum að lifa lífinu í dag? Hvað finnst þér um launakjör rithöfúnda? - Það væri nú fúll ástæða til að setja eitthvað á prent um þau. Það er fyrst og fremst markaðurinn sem stýrir því hvort menn geta fengist við þetta eða ekki. Það em alltof margir sem verða að láta sér lynda að vinna fyrir kjötbollum og öðm þess háttar. Það er mikil andagift sem fer í kjötbollur. Ég held að hæfileikar fari í súginn hjá okkur í stómm stíl. - Hvað ertu að skrifa núna? - Ég er að skrifa skáldsögu sem ég hef verið að vinna að nokkra hríð. - Um hvað er hún? - Ætli megi ekki segja að hún sé um hvað það kostar að vera listamaður. Hveiju þarf að fóma til þess. - Borgar það sig að færa fómir til að skrifa skáldsögu? - Um það vil ég ekki hugsa. En maður á erindi við annað fólk. Það verður ekki framhjá því gengið. Vigdis Grímsdóttir rithöfundur. Mynd: Jim Smart. _ . . ÚTSALA 40% afsláttur af 2000 m2 af flísum, hreinlætis- og blöndunartækjum. Útsalan stendur yfir dagana 20. janúar -1. febrúar. 10% af öðrum ALFABORG {f VÖrUm BYGGINGAMARKAÐURKnarrarvogiú Raðgreiðslur 104 Reykjavík - Sími 686755 NÝTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 24.JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.