Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 2

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 2
ÞJÓÐVIIJINN Sálarfriður er mikilvægari en allt annað Fríða Á. Sigurðardóttir er næstyngst af 13 systkinum. Fjöl- skylda hennar bjó í Hælavík á Homströndum. Foreldrar hennar fluttu síðan þaðan til Hesteyrar og þaðan til Keflavíkur. Fn'ða segist vera eins konar Strandamaður, Keflvíkingur og Reykvíkingur í senn og á það sameiginlegt með mörgum nútíma Islendingum að tengjast fleiri en einum stað á þessu landi. Fjölskyldan hafði mjög mót- andi áhrif á bemsku hennar, hélt stíft saman og var bókelsk. Þau kunnu svo mikið af ljóðum, sagði Fríða, að þegar ég var 15 ára ákvað ég að ég ætlaði aldrei að læra Ijóð utanbókar. Þegar fjölskyldan var komin saman og ekki síst ef menn höfðu fengið sér eitthvað neðan í því þá var farið endalaust með Ijóð og sögur. Það voru aðallega bræður mínir og frændur sem gátu þulið heilar bækur eftir Einar Ben. og Davíð. - Hefurðu ort ljóð? - Það hefúr komið fyrir. - Ætlarðu ekki að gefa þau út? - Nei! Þau eru ekki prenlhæf. - Hvemig líst þér á að hafa fengið bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs? - Ég er að sjálfsögðu þakklát fyrir að hafa fengið þessi vcrðlaun, en það breytir því ekki að ég hcf dálítið blendna afstöðu til verð- iauna. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þegar bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs lenda til íslands þá er það mikilvægt lyrir íslenskar bókmenntir. Okkar málsvæði er dálítið einangrað og fámennt mið- að við t.d. Svía og Dani. Það þarf að þýða allar bækur af þessum jað- arsvæðum og ég veit að þetta er kynning sem skiptir máli. - Er þessi verðlaunaveiting ekki fyrst og fremst kynning á þinni eigin bók? - Mér skilst að reynslan af bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs sé sú að augu fólks á Norðurlöndum beinist að bók- menntum þeirrar þjóðar sem fær verðlaunin. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti, en þetta hefur mér verið sagt. - Ætli sé ekki líka alltaf eitt- hvað töluvert að gerast í bók- menntum þcirrar þjóðar sem fær þessi verðlaun. - Sé einhver lægð í bókmennt- um einnar þjóðar held ég að sjald- an komi þar fram bók sem skarar eitthvað fram úr. Mér hefur sýnst að bókmcnntimar gengju dálítið í öldum. Það cru hæðir og lægðir í þessu. — Hvað viltu segja um tilstand- ið scm fylgir svona verðlaunaveit- ingu? - Persónulega finnst mér það mjög erfitt. I fyrsta lagi hef ég aldrei botnað almennilega í viðtök- unum við þessari bók. Þegar maður gefur út bók og im Einar Farestveít & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 ÞYSK verðlauna; TÆKI ! Blomberg eldunartækin hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Enginn býður nú meira úrval af innbyggingartækjum í sam- ræmdu útliti en Blomberg I Komdu til okkar og kynnstu Blomberg af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 síðna litprentaðan bækling á is- lensku. Fríða Á. Sigurðardóttir. Mynd: Kristinn. gerir það sem þarf til þess að sinna nauðsynlegri kynningu þá sýnist mér að fólk sé allt að því hálft ár að ná sér effir þau læti. Þetta er enginn sérstakur aumingjadómur í mér, því ég á góða vini sem hafa sömu sögu að segja. Þegar við bætist svo meðbyr eins og sá sem „Meðan nóttin líð- ur“ hefur fengið, þá verð ég að segja að ég sé í alveg nýju ljósi máltækið: „Það þarf sterk bein til að þola góða daga.“ - Þú skrifar mjög vandaðan texta. Geturðu lýst vinnubrögðum þínum við hann? - Tónlist skiptir mig dálítið miklu máli í því sambandi. Það getur verið ansi erfitt að útskýra það, en það kemur að því að ég fmn ákveðinn rytma. Oft er ég mjög lengi að leita að honum - hann er auðvitað með ýmsum til- brigðum, en út frá honum geng ég. Eitt geri ég líka oft ef mér finnst eilthvað vera í ólagi. Ég les upphátl þangað til ég heyri hvað það er sein gerir setninguna, máls- greinina eða kaflann vitlausan eða rangan. - Hefur þér dottið í hug að skrifa leikrit? - Jú, mér hefur dottið það í hug og ég hef reynt svolítið. Hins veg- ar vcrð ég að viðurkenna að stund- um er eins og efnið yfirtaki mann. Ég var til dæmis að grúska svolítið í smásögum og ætlaði að halla mér að því vcrkefni, en áður en ég gat snúið mér við var ég aftur byrjuð á skáldsögu. Efni eða hugmynd get- ur stundum orðið eins og ásókn. Án þess að ég vilji á nokkum hátt vcra að gera þetta yfimáttúrlegt þá held ég að þetta sé einna líkast draugaásókninni í gamla daga. Maður ræður ekkert við þetta. Það bara kemur. - Breytir það þér að skrifa skáldsögu? Varstu orðin önnur Fríða eftir „Meðan nóttin Iíður“? - Nei, það finnst mér ekki. Að vísu má kannski segja að eftir hverja bók hafi ég staðið uppi með fleiri spumingar en ég lagði af stað með. „Meðan nóttin líður" var að vísu eins konar uppgjör, en það var fyrst og fremst gagnvart lífsgild- um. Ég var að reyna að tefla saman hugmyndum. Fyrir mér vakti m.a. spumingin um þau gildi sem ég er alin upp við. Hvar em þau í dag? Hafa þau týnst? Einmitt þess vegna kaus ég að vera svolítið kvikindisleg þannig séð að ég lét persónuna eiga sér skáldadraum sem hún veitir útrás í auglýsinga- bransanum. Hún gengur á vald efnishyggju og ákveðinni sjáifs- hyggju sem mér finnst mjög ríkj- andi í samtíðinni. Höfúndum er hins vegar aldrei treystandi og Nína er mjög tvöföld í roðinu. Það er hún sem segir allar sögumar. Það gerir hana margræð- ari en hún vill viðurkenna að hún sé. Það gerist í sögunni að hún opnar fyrir fleiri víddir en hún hef- ur kannski þorað hingað til. Höf- undurinn er eiginlega klofinn gagnvart þessu. Það er einmitt það dularfulla við skáldskapinn. Ann- ars vegar þarftu að verða persónan eða komast inn í kjama sögunnar, en hins vegar þarftu að geta horft á hana utanfrá. Uppgjör Nínu endar í spumingu og ég ætla rétt að vona að konan hafi eitthvað lært af þessu, en það er ekkert víst. Við emm alltaf hrædd við að breyta sjálfúm okkur. - Hefurðu mótaða afstöðu til hugtaksins kvennabókmenntir? - Það hef ég. Ég er oft spurð að þessu og það virðist oftast gert til þess að reka fleyg á milli þeirra kvenna sem fást við skáldskap og þeirra sem fást við bókmennta- rannsóknir. Samkvæmt skilgrein- ingu em kvennabókmenntir bækur eftir konur. Ég hef verið spurð að því hvort ég sé sátt við þessa skipt- ingu og ég hef svarað því að með- an menn sjái ástæðu til að spyrja að þessu sé greinileg þörf fýrir hugtakið. Það er þörf á þessari um- ræðu meðan einhveijum þykir það sérstaklega athyglisvert að konur séu í forgmnni bókar. Það er eitt- hvað að ef mönnum þykir það ekki eins eðlilegt og að konur séu þar og þá er eins gott að taka á því. Nú vita rithöfundar ósköp vel að þegar talað er um kvennabækur þá er það í niðrandi merkingu. Þess vegna hafa konur bmgðist hart við. Þær vilja láta telja sig fullgildar vegna þess að þær em fullgildar. Auðvitað kysi ég helst að þetta væri ekki svona, heldur einungis talað um bókmenntir, en það er greinilegt að vemleikinn er ekki þannig. - Ertu að boða okkur lesendum eitthvað sérstakt með bókunum þínum? — Nei! Það þarf snillinga til þess að boða kenningar i skáldskap og ég er ekki þannig. Ég er að því leyti eins og Jón Prímus að ég hef bara eina kenningu og hún er þessi: Vatn er gott, einkum og sér í lagi ef maður er þyrstur. - Hvemig hefur þér geðjast að hugmyndabylgjum síðustu tuttugu ár? Áttu þér rauðsokka- og kommatímabil? - Ég var mjög róttæk þegar ég var ung og það finnst mér eðlilegt. Ég gladdist mjög hjartanlega yfir stúdentahreyfmgunni 1968. Kyrr- staða kaldastríðsins var svo yfir- þyrmandi. Grasrótarhreyfmgamar upp úr 68 vöktu mér raunvemlega von um að eitthvað_ væri hægt að róta við heiminum. Ég vil taka það skýrt fram að ég tel mig ekki í standi til þess aó bjarga heiminum, en gráminn og myglan sem lögðust yfir allt í kyrrstöðu kaldastríðsins vom óþolandi. - Hvaða lífsgildi er mikilvæg- ast að halda í heiðri? - Meginreglumar hafa verið margar gegnum árin, en lífið er svo einstaklega lagið við að gera manni glennur. Það kemur þér allt- af til að þverbijóta allar meginregl- ur. Síðasta áratuginn hefur sálar- friður verið það mikilvægasta í mínu lífi. - Hvemig gengur að halda í hann? - Það gengur nú stundum erf- iðlega skal ég segja þér. En ég finn hamingju og gleði í góðum bókum og tónlist. Eg fer í gönguferðir. Það halda margir að sálarró sé eitthvað svo hættuleg, en þjáningin sé okkur eiginlegri. Gakktu hægt um gleðinnar dyr, - oft kemur grát- ur eftir hlátur, - það er best að bú- ast alltaf við illu, því það góða skaðar ekki, segja menn og þannig mætti lengi telja. Eg hef hins vegar þannig reynslu að baki að ég kann að meta hugarró og lífsgleði. - kj ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 " Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.