Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 10
I mm ÞlÓÐWJMN Finnsku HUURRE frysti- og kæliklefarnir eru gerðir úr einingum. F»ú getur því valið um stærð og lögun úti eða inni. Margs konar dyrabúnaður eftir þörfum hvers og eins. Þjóðviljalaust þjóðfélag Sú var tíðin að Þjóðviljinn var ómissandi lesning. Þótt ekki væri til annars en fá hina hliðina á þjóðmálunum. Hún var ekki endilega sú rétta en hún átti rétt á sér vegna þess að hún var innlegg í þjóðmála- umræðuna og Þjóðviljinn hafði lag á því að setja hlutina í sögu- legt og félagslegt samhengi og kunni skil á sinni pólitík. Það sveið oft undan höggum Þjóð- viljamanna, þau voru beitt vopn- in sem brugðið var á loft og þau hittu undarlega oft í mark, rökin sem skríbentar Þjóðviljans lögðu á vogarskálarnar. Jafnvel meðal andstæðinga blaðsins. Þjóðvilj- inn var kannske ekki útbreidd- asta biað í heimi, en áhrif hans mældust margfalt meiri en út- Astæðan var sú, að Þjóðviljinn hafði málstað. Og barðist með sannfæringarkrafti fyrir þeim mál- stað. Þjóðviljinn fór aldrei í felur með tilveru sína og tilgang og enda þótt þróunin sé augsýnilega sú, að almenningur hefur þverrandi áhuga á pólitískum málgögnum, þá er það ekki Þjóðviljanum að kenna, heldur hugarfarsbreyting- unni og ópólitískara umhverfí, þar sem allt hefur fallið í farveg miðj- umoðsins. Og svo hafa hin heilögu vé fallið og týnt fjaðrimar af sósí- alismanum. Þjóðviljanum hefur daprast flugið á síðari ámm. Fyrir því eru sennilega tvær ástæður. Önnur sú að Alþýðubandalagið féll í þá freistni að taka sæti í ríkisstjóm- um, þar sem málstaðurinn þokaðist lítt áfram og ráðherrasósíalisminn slökkti á hugsjónaneistanum. Þetta gerði blaðinu erfítt fyrir. Það hefúr ætíð reynst erfítt að þjóna tveim herrum og það er útilokað að beij- ast gegn valdinu sem maður sjálfur ber ábyrgð á. Þjóðviljinn og stefna hans var að halda hinu borgaralega samfélagi við efnið, vera rödd gagnrýnandans, utangarðsmaður í póiitíkinni. Það þvældist fyrir flokkshollu blaðinu eftir að flokk- urinn var orðinn kaþólskari en páf- inn. Hin ástæðan er einfaldlega sú, að Þjóðviljanum hefur hrakað að efni og innihaldi, og verið eins og skuggi af fortíð sinni. Sjálfsagt má rekja þá uppdráttarsýki til fyrri for- sendunnar, sem sé þeirrar yfirsjón- ar aðstandenda blaðsins, að halda að hlutverk þeirra væri innan stiómarráða og valdastofh- ana. Þjóðviljinn þreifst á andstöð- unni, hinu sósíalíska og sögulega hlutverki og gat aldrei gert neitt annað. Þessvegna hefúr hann vesl- ast upp. Blöð lifa á lesendum en ekki hugsjónum þegar fennt hefúr í spor hugsj ónanna. Eg mun sakna Þjóðviljans. Flóra fjölmiðlaheimsins verður einu blóminu fátækari. Þótt ekki væri fyrir annað en að halda mönn- um við efhið. Ellert B. Schram Þú kemur til okkar með óskir þínar, við útfærum þær og gerum þér tilboð. Stuttur afgreiðslufrestur. HUURRE-klefarnir eru heimsþekkt finnsk gæðavara og mjög auðveldir í uppsetningu. Staksteinar Moggans verða fátækari Mörg ár eru horfin inn í bláma eilífðarinnar síðan við Svavar Gestsson, Magnús Bjarnfreðsson, Björn Jóhannsson og fleiri borðuð- um saltfisk og rúgbrauð í Ingólf- skaffl sáluga. Þá var Svavar blaða- maður á Þjóðviljanum og ég á Al- þýðublaðinu. Þá var mikiö talað um pólitík og Svavar var harður. Þarna kynntist ég vel hugmynda- fræði Þjóðviljamanna. Var raunar búinn að fletta blaðinu í nokkur ár og lesa pólitíkina. Síðar átti ég mikið og gott sam- starf við Þjóðviljamenn í Blaða- prenti. Alltaf las ég Þjóðviljann og við skiptumst stundum á skoðunum í skrifúm. Blaðið hefúr sett mjög sterkan svip á fjölmiðlaheiminn og stjómmálaiunræðuna. Að vísu hafa ýmsar þær kenningar, sem blaðið flutti með eldmóði trúboðans, reynst heldur illa og em nú týndar og tröll- um gefnar. Þjóðviljinn hefúr i áranna rás haft í þjónustu sinni marga af hæf- ustu pennum blaðamennskunnar á Is- landi. Á engan er hallað þótt ég nefúi Magnús Kjartansson, þótt stundum þættu mér skrif hans, nokkuð mis- kunnarlaus. Þá hefúr Ámi Bergmann orðið óijúfanlegur hluti af Þjóðvilj- anum og oft skrifað af mikilli snilld. Fleiri mætti nefha. En nú er Þjóðviljinn lika að hverfa, rétt eins og árin okkar Svav- ars. Og það er nokkur eftirsjá að hon- um. Litróf hinnar rituðu stjómmála- baráttu verður daufara og Staksteinar Morgunblaðsins fátækari. Margir missa verðugan andstæðing, sem um langt árabil barðist fýnr röngum mál- stað. En kannski rís Þjóðviljinn upp í nýjum klæðum og boðar nýja trú. Hver veit? . Árni Gunnarsson HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000 og 685656 Skútuvogi 10a - Sími 686700 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.