Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Qupperneq 22
_______________Þjópwjmn Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Það er vond tilfinning þegar brennur ofanaf manni. Það er líka óþægilegt að sjá gömul og falleg hús sem tengjast ljúfum minningum verða fallhamri eða kúlu að bráð. Einhvernveginn svona er manni innanbijósts þessa dagana þegar Þjóðviljinn er að leggja upp laupana. Lengi átti ég mér vísan stað vikulega á annarri síðu Þjóðviljans þar sem blekbullið mitt var vistað ofiar en nokkum haíði upphaflega órað fyrir. Ég byrjaði á Þjóðviljanum 1971 undir handarjaðri Magnúsar Kjartanssonar, en fyrir tilstilli Kjartans vinar míns Ólafssonar sem þá var að taka við ritstjóm blaðsins ásamt Svavari. „Vikuskammtana“ mína skrif- aði ég svo í Þjóðviljann á sjö daga fresti í sextán ár. Margir urðu til þess að spyrja mig, hvemig í ósköpunum ég færi að þessu og því var auðsvarað. Ég bara veit það ekki. Upphaflega var ég víst knúinn áfram af þeirri bamalegu skoðun að maður ætti að leggja þeim lið sem bæri lítilmagnann fyrir brjósti, svo fór ég að hafa gaman af þessu, líklega vegna þess að ég fann hjá mér dulitla löngun til að viðhalda þeirri litlu sendibréfsfæmi sem guð og gott fólk hefði ef til vill lætt inn hjá mér. Loks kom að þvi að ég ánetjað- ist þessu vikulega blekbulli, svona einsog alki brennivíni og síðast vom svo Vikuskammtamir orðnir mér jafnmikil lífsnauðsyn og lík- amsrækt og stólpípa er fegurðar- drottningum. Þeir vom lífsbjörg mín i margræðum skilningi. Þó veður gætu orðið válynd á málgagninu og syrt í álinn er eins- og maður muni ekki eftir öðm en sólskini. Og minningin um Þjóðviljann og þá sem ég bar gæfú til að kynn- ast þar er umlukin slíkri birtu. Elías Mar kemur uppí hugann, kannske vegna þess hve margoft hann bjargaði æm minni með því að lagfæra málvillur og koma vit- inu fyrir mig. Og ekki bara hann heldur íjölmargir aðrir sem yrði of langt upp að telja. Þegar ég minnist alls þessa góða fólks kemst ég ekki hjá því að verða svolítið væminn í sálinni. Á Þjóðviljanum hefúr nefni- lega alltaf verið afskaplega gott og hjartahreint fólk. Allir handgengn- ir þessu blaði hafa einhvemtímann verið róttækir, eða halda að þeir hafi verið það - einsog ég. Sumir em sjálfsagt róttækir enn, nema búið sé að leggja hug- takið niður. En það sem allt þetta fólk hef- ur, held ég, lengstaf dreymt um, er að andæfa gegn misrétti og skepnuskap. Bæta heiminn. Einhveijum kann að finnast að nú hafi það loks tekist, ekki sé lengur ástæða til að taka upp hanskann fyrir Iítilmagnann og þessvegna hafi Þjóðviljinn lokið hlutverki sínu. Hvað sem því líður er varð- stöðu Þjóðviljans, um hina „ófáu, fátæku og smáu“, lokið og gæti verið að einhverjum stæði á sama. Hinsvegar spái ég þvi að enn sannist hið fomkveðna. - Enginn veit hvað átt hefúr fyrr en misst hefur. Þessvegna býst ég við því að þeir séu fleiri en ég sem hafa ástæðu til að kveðja Þjóðviljann með söknuði. FIosi Ólafsson Skútuvogi 10a - Sími 686700 Tvöfalt magri ^ampödlx NÝJAR OG ENDURBÆTTAR UPPSKRIFTIR BETRI EN NOKKRU SINNI FYRR Niðursoðnu súpurnarfrá Campbells eru löngu heimsþekktar fyrir gœði. Nú hafa matreiðslumeistararnir hjá Campells lagað nýjar súpur, betri en nokkru sinni fyrr. Þær eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og eru eiginleikar þeirra varðveittar með niðursuðu. amftöms I i.tm Íi t hcVM- SOIIt) SUPA Til að laga úrvals Campbells súpu er innihald dósarinnar sett í pott ásamt sama magni af vatni og eða mjólk, hitað að suðumarki og hrært í. Síðan má krydda og skreyta súpurnar eftir smekk. Verði ykkur að góðu I MATREIÐSLU Campbells súpurnar henta mjög vel sem sósa, í pottrétti, ofnbakaða rétti og idýfur, þá eru þær lítið þynntar með vatni, mjólk, rjóma, sýrðum rjóma eða majonesi. Auðvelt er að breyta súpunum, þá má blanda saman 2 tegundum eða bæta í þær fisk-, kjöt- eða grænmeti eftir því sem við á og skreyta að vild. Með Campbells súpum og hugmyndaflugi er hægt að laga æfintýralegar máltíðir úr því hráefni, sem oft er til í ísskápnum. Islensk///// ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.