Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1995 Fréttir Ólaföfjörður: Kviknaði í klæðningu Helgi Jónsson, DV, ÓlafcfLrói: Eldur kviknaði í klæðningu frá hita brennsluofns Glits hf. á 01- afsfirði. Brennsluofninn er tölvu- stýrður, fer í gang á kvoldin og hitnar upp að ákveðnu bita'stigi. Þá opnast lokar til að kæla ofn- inn. Ljóst er að hitinn hefur verið það mikiM að hann hefur kveikt i klæöningu fyrir ofan loftplötur. Starfsmónnum tókst að ráða niðurlögum eldsins, sem var tölu- verður, áður en slökkviliðið kom. Mikinn reyk lagði um húsið og mun þetta eitthvað tefja fram- leiðslu á vörum til útflutnings. Óhappið kallar á endurskoðun á staðsetningu ofnsins og er það mál til athugunar. Netaveiði: Fjögurhundr- uðlaxarádag Ðaníél Ólafsson, DV, ÆJoanesi: Tveir þæir fyrir utan Akranes, Kirkjuból og Kúla, hafa fengið leyfi til að leggja laxvélðinet í sjó. Veiðin í sumar hefur verið með eindæmum góö og eins og DV greindi frá i sumar voru bænd- urnir að fá allf að 400 laxa yfir daginn. Að sögn Sigurjóns Guðmunds- sonar, bónda á Kirkjubóli, annars bændanna, hefur veiðin verið betri en í fyrra, DV hefur heinuld- ir fyrir því að veiðin á Kúlu hafi: einnig aukist mjög mikið frá því ífyrra. Hjördís Óskarsdóttir varð að sjá á eftir saft ög sultu úr 42 kílóum af berjun: Vona að þjófarnir fái slæmt í magann - segir Hjördís sem geymdi saftina undir tröppunum í ÁTVR-flöskum „Ég vona bara að þjófarnir fái slæmt í magann, svo ég orði það nú ekki öðruvísi. Ég Varð bæði sár og reið enda mikil vinna að tína öll þessi ber og að vinna úr þeim. Þetta átti að vera góðgæti á jólunum," segir Hjördís Óskarsdóttir, húsmóðir í Skútuvoginum, en hún varð á dögun- um að sjá á eftir afurðum úr tugum kílóa af berjum í hendur þjófa. Hjördís hafði fengið 42 kíló af berj- um í haust og unnið saft og sultu úr um 30 kílóum. Berin og afurðirnar geymdi hún í kæli undir tröppum húss síns. Saftin var á flöskum frá Ríkinu með ÁTVR-merkinu á tapp- anum og virðast þær hafa verið mjög lokkandi. Hjördis telur að flöskurnar hafi freistað óboöinna gesta sem áttu leið um garð hennar. Saftin var á 17 flösk- um í kassa en auk þess voru undir tröppunum kassar með sultukrukk- um og óhreinsuðum berjum. „Svefnherbergisglugginn hjá mér er við hliðina á tröppunum og þar sváfum við hjónin hin rólegustu meðan allt var borið burt," segir Hjördís. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þessir menn hafi haldið að það væri brugg á flöskunum. Núna eru órugglega einhverjir berja- bláir menn í bænum." Þrátt fyrir áfallið ætlar Hjördís ekki að vera berjalaus um jóUn. Hún brá sér vestur í Reykhólasveit og náði með aðstoð ættingja að tína um 40 kíló af berjum í Garpsdal áður en frysti. „Já, ég varð bara að skella mér í berjamó aftur og reyna að vinna upp tjóniö. Verst hvað það fer mikil vinna í þetta og svo er kannski allt til einsk- is,"sagðiHjördís. -GK Búvömsamnmgurinn: Okkur var ýtt frá borðinu - segir Guðmundur Gylíi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ „Við hefðum viljað koma að mál- inu og ræða þann mikla vanda sem steðjar að landbúnaðinum. Okkur var hins vegar ýtt frá samningsborð- inu eftir að við settum fram okkar athugasemdir. í raun eru bændur og stjórnvöld að ýta okkur út í einhiiða kröfugerð um verðlækkanir á land- búnaðarvörum án tillits til aðstæðna bænda," segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ. Guðmundur Gylfi kvaðst í gær ekki vilja tjá sig efnislega um búvöru- samninginn þar sem hann væri ekki búinn að kynna sér hann. Til stæði að fara yfir samninginn með hag- fræðingi Vinnuveitendasambands- ins og í kjölfarið myndi Alþýðusam- bandið gera grein fyrir afstöðu sinni. „En ég er hræddur um samskiptin viö bændur eftir þessa uppákomu. Við hjá ASI spyrjum okkur með hvaða hætti við eigum að fjalla um verö á landbúnaðarafurðum og vanda greinarinnar almennt í fram- tíðinni." -kaa HYUIIDni ILADA Grciðslukjör til allt íið 36 mánaða án úthorgunar RENAULT GOÐIM NOTAÐIR BILAR Hyundai Elantra 1800 '94, ss., 4 d., hvítur, ek. 37 þús. km. Verð 1.200.000. Toyota Corolla XLi 1600 '93, ss., 5 d., grár, ek. 40 þús. km Verð 1.050.000. Subaru 1800 '86, 5 g., 5 d., rauður, ek. 170 þús. km. Verð 420.000. Subaru Turbo 1800 '87, ss., 4 d., þlár, ek. 113 þús. km. Verð 520.000. Mazda 323 GLX 1600 '90, ss. d„ rauður, ek. 73 þús. km. Verð 810.000. MMC Galant GL 1800 '88, 5 g., d., gullsans., ek. 101 þús. km. Verð 670.000. Hyundai Pony LS 1300 '94, 5 g., 3 d„ rauður, ek. 13 þús. km. Verð 750.000. Mazda 323 4x4 '92, 5 g„ 5 d„ rauð- ur, ek. 45 þús. km. Verð 1.20.000. Volvo 440 GLT '89, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 87 þús. km. Verð 820.000. Hyundai Accent 1300 '95, ss„ 4 d„ fjóluþl., ek. 19 þús. km. Verð 890.000. ' ' iln,- ¦% Lada Safir 1500 '94, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 20 þús. km. Verð 440.000. Ford Orion 1600 '92, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 650.000. Verð 830.000. Renault Clio RT 1400 '94, ss„ 5 d„ grænn, ek. 22 þús. km Verð 990.000. Renault 19 TXE 1700 '90, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 95 þús. km. Verð 690.000. Mazda 323 1500 '89, ss„ 4 d„ grár, ek. 106 þús. km. Verð 450.000. Opið virka daga frá kl. 9-1 laugardaga 10-16. VISA NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMI-. 568 1200. BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.