Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 4
ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 . Fréttir i>v Minniskubbum fyrir eina milljón króna stolið úr tölvuveri Háskólans: Tölvuvinna nemenda er óvarin fyrir þjóf um - öryggisgæslan er ófullnægjandi, segir Douglas A. Bortchie, forstöðumaður Reiknistofnunar „Það er stefna háskólans að hafa hann opinn fyrir öllum. Þá fylgir með að erfitt verður að gæta örygg- is og einkum er erfitt að tryggja að vinna nemenda lendi ekki í hönd- um þjófa," segir Douglas A. Broutc- hie, forstöðumaður Reiknistofnun- ar Háskólans, í samtali við DV. Aðfaranótt fóstudagsins var hrot- ist inn í eitt af tölvuverum háskól- ans þar sem nemendur hafa vinnu- aðstöðu. Stolið var minniskuhhum úr ellefu tölvum og er tjónið metið á um eina milljón króna. Tölvur þessar voru nýjar, settar upp í sum- ar og höfðu aðeins verið um einn mánuð í notkun. í þessu tilviki var ekkert í minn- iskubbunum en Broutchie segir að vinna nemenda sé geymd í móður- tölvu í öðru húsi. Þar er öryggis- málum fyrirkomið á sama hátt og í tölvuverunum og því tiltölulega auðvelt að komast þar inn. Tölvu- verin eru opin alla daga og ekkert eftirlit með hverjir eru þar að snuðra. Tölvuþjófar geta því auð- veldlega kynnt sér hvað er í boði í tölvuverunum. „Það var brotist inn í þetta sama tólvuver í sumar og þ4stohð minni út tveimur tölvum. Þá vildi ég baeta öryggið og það var gert með því að festa tölvurnar niður þannig að ekki væri hægt að bera þær út. Tölvuverin eru eftir sem áður opin öllum og tæknilega ekkert sem get- ur hindrað að margra mánaða eða ára vinnu nemenda sé stolið," segir Broutchie. Hann sagðist lengi hafa óttast að brotist yrði inn í tölvuverin og nú væri næst á dagskrá að ráða bót á öryggismálunum. „Það er erfitt að hafa tölvuverin opin og gæta ör- yggis um leið en á þessu verður að finna betri lausn," sagði Broutchie. -GK Vigdís gefur ekki kost á sér á ný: Unnið af heilhug og heilindum Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, hefur tilkynnt að hún ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta íslands á næsta ári. Forsetinn tilkynnti þetta við setningu Alþingis í gær. Á blaðamannafundi, sem Vigdís hélt á Bessastöðum eftir þingsetning- una, sagði hún sér vera efst í huga þakklæti til íslensku þjóðarinnar fyrir það traust sem henni hefði yer- ið sýnt með því að fela henni embætt- ið öll þessi ár. Hún væri þakklát öll- um þeim sem hefðu lagt að henni að gefa kost á sér áfram. „Ég lít svo á að ég hafi unnið þess- ari þjóð af heilhug og heilindum í þessi ár. Ég hef þokað nokkuð áfram þeim málum sem mér voru efst í huga í upphafi kjörtímabils. Ég er enn á góðum járnum svo að mig lang- ar nú kannski til að vinna að öðrum verkefnum líka," sagði hún. Þegar hún var spurð um hvaöa verkefni það væru svaraði forsetinn: „Ég hef mikinn áhuga á margmiðl- uninni og langar til að líta til framtíð- ar og skoða hana vel og fleyta henni áfram sem ég hygg að ég geti gert betur sem einkaaðili hafandi áður gegnt þessu embætti en í þeim erli sem ég bý við við embættisstörfin," sagði hún og kvað talsvert vera eftir af sumrinu í sér. Eitt af stóru áhuga- málum hennar þessa stundina væri hvernig virkja mætti margmiðlun til að styrkja íslenskt þjóðfélag. Um framtíðaráform sín sagði for- setinn að hún myndi halda áfram að hlaupa og synda auk þess sem hún myndi fylgjast með í leikhúsheimin- um hér eftir sem hingað til. Þá kæmi fyrirlestrahald á erlendum vettvangi til greina. Hún væri mikið beðin um slíkt. -GHS Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, tilkynnti við setningu Alþingis í gær að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Hér sést hún á milli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og Ragnars Arnalds alþing- ismanns eftir þingsetninguna. DV-mynd GS í dag mælir Dagfari Flæmski hatturinn Dagfari las það í DV fyrir helgi að sæti íslands í vísindanefnd NAFO hefði staðið autt þegar samtökin voru að ákveða kvótann fyrir rækjuveiðar í Flæmska hattinum. Þetta þótti Dagfara skrítið í ljósi þess að íslensk rækjuskip sækja á þessi mið og hafa haft þar dágóðan afla. Reyndar hafði fulltrúi íslands mætt á ráðstefnuna, sem haldin var í Kanada, en það var lögfræð- ingur og lögfræðingar teljast ekki vísindamenn í rækjuveiðum og þess vegna hringdi Dagfari í þenn- an fulltrúa, sem heitir Arnór Hall- dórsson, til að spyrja hvers vegna hann hefði verið á ráðstefnunni en ekki vísindamaður sem hefði getað tekið þátt í störfum vísindanefnd- ar. „Heyrðu Arnór," spurði Dagfari. „Af hverju sendu þið ekki vísinda- mann á ráðstefnuna?" „Það bara kpma aldrei til tals," sagði Arnór. „Ég var þarna á staðn- um til að kanna undirtektJr." „Já," sagði Dagfari, „þeir segja það Kanadamennirnir að þú hafir vih'að takmarka veiðarnar enn meir en svo viljið þið rifta samn- ingnum af því að veiöikvótinn er oflítill." „Ég var bara að þreifa fyrir mér. Þeir hlustuðu ekki á mig. Ekki það að ég hafi endilega meinað það sem ég stakk upp á en ég vildi vita hvað þeir meintu og þess vegna stakk ég upp á frekari takmörkunum og færri skipum." „En eru ekki íslensk stjórnvöld að mæla með aukinni sókn og meiri veiðum?" „Jú, jú, en það kom í ljós að hin ríkin eru ekki tilbúin að sæta nein- um takmörkunum nema þeim sem þau ákveða sjálf og þess vegna er- um við ekki tilbúnir að sæta þeirra takmörkunum ef þeir vilja ekki ganga að okkar takmörkunum." „En af hverju mæltir þú með minni sókn ef við viljum meiri sókn?" „Við viljum meiri sókn með minni sókn." „Voru það þá ekki mistök hjá ykkur í ráðuneytinu aö senda ekki vísindamann til að taka þátt í ákvörðuninni?" „Ef við hefðum sent vísindamann hefði hann þurft að vera með í ákvarðanatökunni og það hefði eyðilagt okkar málstað því að við viljum styðjast við vísindi ef þau koma okkur vel en við höfum ím- ugust á vísindum ef þau koma okk- ur illa." „Var það þess vegna sem þið senduð ekki vísindamann?" „Það bara kom ekki til tals, enda hefði það skaðaö okkar málstað í NAFO ef við hefðum tekið þátt í störfum vísindanefndarinnar og hvers vegna ættum við að senda vísindamenn ef þeir skaða okkur?" „En eru einhver rök í þessu máli nema sem styðjast við vísindalegar rannsóknir?" „Ja, þaö var það sem ég vildi flnna út og þess vegna spurðist ég fyrir um það hvort menn vildu tak- marka veiðamar meira en orðið er og meira én vísindanéfndin lagði til svo það liggi fyrir að menn eru ekki sammála okkur íslendingum um þá grundvallarskoðun að veið- arnar í Flæmska hattinum eru orðnar of miklar. Úr því þeir vilja ekki draga úr sókninni eru hinar þjóöirnar að fallast á okkar málstað um að draga ekki úr sókninni. Það getur enginn vísindamaður eða fiskifræðingur haldið þannig á málum aö láta aðrar þjóðir neita takmörkunum sem ekki eiga við rök að styðjast til að geta réttlætt veiðar sem eru byggðar á þeim rök- um að menn vilja ekki minnka veiðarnar eins og við leggjum til. Þess vegna mega menn veiða meira. Slík röksemdafærsla er ekki á valdi annarra en lögfræðinga. Þess vegna sendum við bara lögfræð- ing." „Hvaða gagn er þá í því að eiga sérfræðinga í rækjumiðum og stærð stofnsins í Flæmska hattin- um?" „Sérfræöingurinn getur sagt okkur hvar síðustu rækjuna er aö fá. Auk þess er sterkt hjá okkur að geta sagt að vísindanefndin hafi komist að rangri niðurstöðu af því að okkar vísindamenn voru ekki viðstaddir. Nú verður NAFO að halda aðra ráðstefnu eftir að við erum búnir að mótmæla sam- komulaginu sem gert var og á með- an getum við veitt síðustu rækjuna á undan hinum." Dagfari É f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.