Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 5 Fréttir Jónas Jónsson lenti í hrakningum á Almannaskarði 1 rokinu um helgina: Fauk aftur á bak á hörðum veginum - hef bara kynnst svona á sjó, segir Jónas sem er gamall skipstjóri „Eg hef lent í því á sjó að reka aft- ur á bak undan hvassviðri en aldrei í bíl á hörðum vegi. Rokið var ein- faldlega svo mikið að þótt við keyrð- um á fullu á móti bar okkur meira aftur á bak en áfram,“ segir Jónas Jónsson, 76 ára gamall skipstjóri frá Reyðarfirði, í samtali við DV. Jónas var ásamt félaga sínum, Sig- urði Stefánssyni, á heimleiö frá bridgekeppni í Homafirði um helg- ina þegar þeir lentu í fárviðrinu á Almannaskarði. Lentu þeir á skarð- inu þegar veðrið var hvað verst og dugði vélarafl bílsins ekki til að koma honum áfram á móti fárviðrinu. Voru þeir á háum húsbíl sem tekur mikið veður á sig. „Eftir að við vorum búnir að streða þetta á móti veðrinu um tíma kom hviða á hlið bílsins og skellti honum á hliðina. Sem betur fer lentum við ofan vegar því annars hefðum við rúllað niður alla hlíðina. Þá hefði ekki þurft að okkur að spyrja," segir Jónas. Eftir að bíllinn var kominn á hlið- ina ákváðu þeir félagar að hafa hægt um sig og bíða björgunar enda veöriö slíkt að vonlaust var að fara út. Bjuggu þeir sér fleti í hhð bílsins, breiddu yfir sig sængur og „ræddu málin“, eins og Jónas orðar þar. Eftir nokkurra klukkustunda biö kom björgunin. Bíll. átti leið um skarðið og lögreglan var látin vita um óhappið. Veðrið var þó það slæmt að lögreglan á Höfn varð að gera tvær atrennur að skarðinu og komst ekki upp fyrr en búið var að ná í öflugan jeppa. Þeir Jónas og Sigurður voru í bíl- beltum og sluppu ómeiddir frá velt- unni. Biðin var og þrautalaús þótt úti geisaði fárviðrið. „Bílhnn er tvö herbergi og eldhús og það amaði ekk- ert að okkur,“ segir Jónas. -GK Innri-Njarövlk: Ibuar mot- mæla lokun vegamóta Ægir Már Káxason, DV, Suðumesjum: „Við viljura ekki trúa öðru en þeir stöðvi þessa aðgerð. Þetta er fáránleg hugmynd þar sem þetta er eina leiðin út úr bænum á vet- urna og verður að vera opin. Hin leiðin fylhst alltaf af snjó og er þá illfært á milh hverfa,“ sagði Ólafur Eggertsson, íbúi í Innri- Njarðvíkurhverfi, í samtah við DV eftir að íbúar hverfisins af- hentu á föstudag Ellert Eiríks- syni, bæjarstjóra Reykjanesbæj- ar, mótmæh 230 íbúa við fyrir- hugaöa lokun vegamóta Njarð- vikurvegar við Reykjanesbraut á naestu mánuöum. íbúamir hafa getað valið um tvær leiðir út úr hverfinu en með lokun vegamótanna verður bara ein leið, um Seylubraut. Búast má við harðari mótmælum íbú- anna næstu daga ef ekki nást sættir. Illa bitin kind i eigu Sigurbjörns Hanssonar á Hellissandi. Dótturdóttir hans, Agnes, er með kindina. DV-mynd Ægir Snæfellsbær: Dýrbitsfjölskyldur í ætisleit í höf nunum Ægir Þórðarson, DV, Hellissandi: Mikið hefur borið á tófum og mink- um í byggð í Snæfehsbæ að undanf- örnu. Þar hafa menn verið að sjá hehu fjölskyldurnar á vappi nærri Akureyri: Breikkun f lugbrautar á áætlun næsta árs höfnunum á Rifi og Ólafsvík. Fé hefur komið illa bitið af fjalli eftir rebba en ekki er vitað hvort fé hefur drepist þar sem smölun er ekki að fuhu lokið. Gylfi Ktistjánsson, DV, Akureyri: „Breikkun flugbrautarinnar á Ak- ureyri er á flugmálaáætlun og er áformað að hefja þær framkvæmdir á næsta ári, svo framarlega sem fé th framkvæmdarinnar verður ekki skorið niöur í fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar," segir Jóhann H. Jónsson hjá Flugmálasfjóm. Jóhann segir að fyrirhugað sé að breikka flugbrautina úr 30 metrum í 45. „Það er verið aö gera brautina öruggari fyrir milhlandaflug en það hefur færst mjög í aukana að flogið sé beint leiguflug frá Akureyri th útlanda. T.d. eru nú í þessum og næsta mánuði um 10 slik flug frá Akureyri th viðbótar því milhlanda- flugi sem var þaðan í sumar og þetta fer vaxandi með hverju árinu,“ segir Jóhann. Hann segir að ástand flugbrauta á Norðurlandi sé að verða nokkuð gott. Nú er að ljúka lagningu bundins sht- lags á flugbrautina á Sauðárkróki en vellirnir á Siglufirði, Húsavík og Þórshöfn hafa ahir veriö lagðir bundnu shtlagi á undanfomum misserum. verðið í bænum! Whirlpool gæða frystikistur AFG015 130L Nettó H:88 B: 60 D: 66 Verð: 33.900 kr AFG027 249L Nettó H:88 B:95 D: 66 Verð: 38.900 kr AFG033 307L Nettó H:88 B:112 D: 66 Verð: 42.900 kr AFG041 384L Nettó H:88 B: 134,5 D: 66 Whirlpool frystikistur eru með: læsingu á loki, Ijósi lloki, aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar Verð: 47.900 kr AFB410 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 42.000 kr AFG311 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 59.900 kr AFG312 288L Nettó H:160 B: 59,2 D: 60 Verð: 64.900 kr AFG313 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 68.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með læsingu á hurðum og aðvörunarbúnaði. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboösmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.