Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Fréttir YfirskattanefhdhimsaráMtumboðsmannsAlþingis: . Sviptir fólk vaxtabótum búi það ekki í eigin húsi „Félagsmálaráðherra var aö aug- lýsa eftir fólki í fiskvinnslu út um land. Hann veit greinilega ekki hvaö hann er að gera fólki sem er með húsnæði í skuldum, því yfirskatta- nefnd sviptir þann vaxtabótum sem ekki býr í eigin húsnæði. Alla nema starfsmenn utanríkisþjónustunnar og námsmenn erlendis. Ég lenti í þessu og jafnvel þótt ég sé búinn aö vera með álit umboðsmanns Alþingis síðan í febrúar síðastliðnum um að yfirskattanefnd skorti rök til að gera þetta og hann beini því til nefndarinn- ar að hún taki málið upp aftur, hefur yfirskattanefnd fullkomlega hunsað þetta álit. Hún lpfaði að taka mál mitt fyrir nú í september, eftir að umboðsmaður Alþingis hafði ýtt við nefndinni fyrir skömmu, en hún hef- ur svikið það og september er liö- inn," sagði húseigandi sem barist hef- ur við skattstjóra og yfirskattanefnd síðan árið 1993 vegna vaxtabóta. Maðurinn neyddist til að flytja út á land árið 1991 atvinnu sinnar vegna og leigði íbúðarhús sitt í Reykjavík sem var í skuldum. Hann fékk svo greiddar vaxtabætur árið 1992 en árið 1993 var honum neitað um bæt- urnar vegna úrskurðar skattstjóra og ekki bara það heldur gert að end- urgreiða bæturnar fyrir árið 1992. í lögunum um vaxtabætur frá ár- inu 1989 segir að til að fá bætur verði menn að búa í eigin húsnæði. Um- boðsmaður Alþingis segir í sínu áliti að það ákvæði sé í eðli sínu mats- kennt. í bréfi ríkisskattstjóra til allra skattstjóra 7. mars 1990 segir varð- andi þetta að „líta beri til málavaxta, svo sem ef um tímabundna fjarveru vegna atvinnu, náms eða annarra sambærilegra ástæðna sé að ræða ...". Samt sem áður úrskurðar yfir- skattanefnd að fella skuli vaxtabæt- urnar niður hjá viðkomandi. Margir fleiri eru í glímu við yfir- skattanefnd vegna sambærilegra mála. Og fólk um allt land getur lent í þessu sama hafi það neyðst til að flytja úr heimabyggð vegna atvinnu og er með hús sitt í skuld og hefur fengið vaxtabætur. Það fer bara eftir því hvort það lendir í úrtaki skatt- stjóra um nákvæma skoðun á skatt- skýrslu eða ekki. ílugumferðarstjórar: Stuðningur ná- granna- löndum „ Við höfum þegar fengið tnunn- Iegar stuðningsyfMýsingar flug- umferðarstjóra í nágrannalönd- unum nú um helgina," segir Þor- leifur Björnsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðar- stjóra. Nær allir flugumferðarstjórar á landinu, nær 80 talsins, sögðu upp störfum á fóstudaginn í kjölf- ár dóms Félagsdóms. Samkvæmt dómnum hafa fiugumferðarstjör- ar ékki verkfallsréti. Málum þeirra verður heldur ekki skotið til kjaradóms, kjaranefndar eða í gerðardóm. Flugumferðarsrjórar hafa haft lausa samninga frá ára- mótum. „Við töluðum við sátteserajara á föstudaginn og skýrðum okkar sjónarmið. Hann er að vega og meta stööuna hvort menn verði kallaöir saman nú í þessari viku eða næstu. Auðvitað vona menn að saettir náiist. Þetta er neyðar- úr ræði sem við notum. Við eigum enga aðra leið ril að ná fram bætt- um kjörura og starfsaðstöðu," bendir Þorleifur á. Þorleifur segir flugumferðar- stjðra í öllum nágrannalöndum nema Ðanmörku hafa verkfalls- rétt. Bygging brúar yfir Skillandsá i Laugardal stendur nú yfir og er stefnt að því að brúin verði risin og tekin i notkun i lok október. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru búnir að rífa gömlu, einbreiðu brúna, sem byggð var á sjöunda áratugnum, og er verið að steypa upp fyrri brúarstöpulinn af tveimur. Nýja brúin verður tvíbreið og kostar hún 16 milljónir króna. DV-mynd Kristján Einarsson Teknir eftir slagsmál við lögreglu Þrír menn voru handteknir við Rosenberg-kjallarann á föstudags- kvöldið eftir slagsmál við lögregluna í Reykjavík. Upphaf málsins var að um hálfell- efuleytið kom tilkynning til lögreglu um hóp fólks sem var að skemma bíla við Grettisgötu 8. Tveir lögreglu- menn komu á vettvang og leystist hópurinn upp. Meirihluti hópsins fór þá að skemmtistaðnum Rosenberg-kjallar- anum og veittu lógreglumennirnir þeim eftirfór þangað. Þegar tala átti við forsprakka hópsins kom til átaka við lögreglumennina, sem þá höfðu fengið liðsauka. Enduðu átökin með því að þrír menn voru handteknir og settir í fangageymslu. Við yfir- heyrslur viðurkenndu mennirnar að hafa skemmt bílana við Grettisgötu en ljós voru brotin, bílarnir rispaðir og vélarhúdd á einum þeirra skemmt. -bjb Verðbólgan: Hættu- . . ¦ ¦'- m merki fram- undan Teikn eru á lofti um aukna verðbólgu hér á landi og svo kann að fara að verðbólgan verði meiri heldur en í helstu iðnríkjum. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Samvinnubréfa Landsbankans. Hækkun neysluvöruvísi- tðlunnar undanfarna þrjá mán- uði svarar til 4,2 prósenta verð- bólgu en sex mánuðina þar á undan samsvaraði þróun vísi- töhrnnar einungis 1,7 prósenta verðbólgu. Ástæða aukinnar verðbólgu er að stórum hluta hærra matvælaverð í kjölfar GATT. í fréttabréfinu eru leiddar líkur að þvi að hátt verðbólgustig und- anfarinna mánaða kunni að hald- ast. Bent er á hátt gengi dollar- ans, ýmis hækkunarölefni hjá hinu opinbera ög óróleikann á vinnumarkaðinum. Hættumerki eru sögð framundan vegna launaþróunarinnar og því geti. svo farið að verðbólgan magnist. -kaa Hönnunarkostnaður Akureyrarbæjar um 200 milljónir á síðustu þremur árum: Hönnun stundum f arið 70-90 prósent fram úr áætlunum - segir Guðmundur Stefánsson bæjarfulltrúi - endurspeglar miklar framkvæmdir, segir formaður skipulagsneftidar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Við höfum séð dæmi þess að hönnunarkostnaður hafi farið 70-90% fram úr áætlun og slíkt bend- ir til þess að menn hafi vandað sig ansi lítið við undirbúning þegar af stað var farið. Ég ætla bara rétt að vona að sú umræða sem nú er komin upp verði til þess að á þessum málum verði tekið, það er greinilega nauð- synlegt," segir Guömundur Stefáns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Akureyri, í kjölfar frétta um hönnunarkostnað Akureyrar- bæjar undanfarin þrjú ár. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokks og formaður fram- kvæmdanefndar bæjarins, lagði fram minnisblöð á fundi nefndarinn- ar þar sem í ljós kom að hönnunar- kostnaður bæjarins nemur um 200 milljónum króna sl. þrjú ár. Mjög stór hluti þess kostnaðar er vegna þriggja framkvæmda: við Mennta- skólann, Verkmenntaskólann og sundlaug bæjarins. Gísli Bragi segir að Akureyrarbær sjái um greiðsiur hönnunarkostnaðarins en ríkið greiði hins vegar til baka um 85% hönnunarkostnaðar þegar skóla- mannvirki eru anhars vegar. „Það er talað um það sem reglu að hönn- unarkostnaður mannvirkja sé á bil- inu 8-11% og ég tel að þetta hlutfall sé ekkert öðruvísi hjá okkur en öðr- um. Hinn mikli hönnunarkostnaöur Akureyrarbæjar undanfarin ár end- urspeglar hins vegar hversu mikið er framkvæmt í bænum," segir Gísli Bragi. „Það þarf án efa markvissari vinnubrögð og ég tel að það standi allt eins upp á þá sem láta hanna verk eins og þá sem taka þau að sér. Ég held líka að eftirlitið þegar vinnan er farin af stað þurfi að vera miklu meira. Þessi samantekt sýnir að það þarf miklu meira eftirlit," segir Guð- mundur Stefánsson. Gísli Bragi segir að allt tal um óná- kvæmni við hönnun og slælegt eftir- lit með framkvæmdum sé út í hött og líklegast að þeir sem halda því fram hafi ekki kynnt sér málin nægj- anlega vel. „Það er nákvæmlega ekk- ert sem bendir til þess að þessi mál séu í öðrum farvegi hér í bænum en annars staðar og það er nákvæmlega ekkert sem segir mér að þetta sé ekki innan eðlilegra marka. Upphæðin er e.t.v. hærri en hjá öðrum en það sýn- ir einfaldlega hversu mikið við fram- kvæmum," segir Gísli Bragi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.