Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvaða orð lýsa þér best? Axel Ingi Jónsson nemi: Veit það ekki. Stór, dökkur og pirrandi. Örn Árnason nemi: Furðulegur. Louzir Devitos verslunarmaður: Sterkur og fyndinn. Ástrós Guðlaugsdóttir Ákveöin og hress. Agnar Stefánsson nemi: Hreinskil- inn.og-latur. Lesendur Spilaárátta á vinnumarkaði: Nú er hann tvö- faldur, potturinn! Aðalsteinn Gíslason: Ákveðinn. Páll Guðmundsson skrifar: Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég minnist alltaf áramótaskaups í Sjónvarpinu á upphafsferli þess þar sem Jón heitinn Aðils leikari og fieiri komu fram. Þar var Jón ásamt öðrum að verki með skopstælingu á meintri starfsúthlutun í opinberri stofnun. Jón var með reislu í hendi og mældi gildi hvers starfsmanns með „vísigráöum". Þar voru t.d. lagðir aö jöfnu „tveir baðverðir" og „einn deildarstjóri" o.s.frv. Þetta þótti okkur góð skemmtun í þá daga. En hefur þjóðfélagið nokkuð breyst? Ég held bara ekki. Enn gildir sama spilaáráttan á vinnumarkaðinum. Launþegahreyf- ingin lætur herradóminn og klóka kerfiskalla plata sig upp úr skónum, og það er samið og skrifað undir fyr- ir hönd allra láglaunahópa landsins. Síðan koma í heimsókn til Karphús- bænda þeir sem hafa töglin og hagldirnar, heimalningar háloft- anna; fiugmenn og flugþernur. Svo sjómenn og Straumsvíkurliðið. Og þá er rabbað á léttu nótunum yfir kaffi og ríkulegu meðlæti. Verkfalli hótað til málamynda i einn dag eða svo. En þar sem ráðamenn verða að komast utan og ekki má slokkna í öllum álkerunum, þá er bara samið og skrifað undir. Tíu prósent skulu það vera, minnst! Oftar en ekki Launþegaforystan gengur á fund herradómsins i síðustu viku. 15-20. Og svo una menn glaðir við sitt. Launþegaforustan líka. En nú er að renna upp fyrir for- ystu láglaunahópanna að líklega hafi þeir verið plataðir. Ekki bara í síðustu kjarasamningum heldur alltaf og ævinlega! Og alþingismenn og ráðherrar, seinheppnir með sín- ar launahækkanir, reynast nú drif- krafturinn í að koma öllu í gang á nýjan leik - ógildingu kjarasamn- inga á vinnumarkaðinum og óheyri- legum kröfum allra launþegastétta með óðaverðbólgu og tilheyrandi. Það má því segja eins og í lottóinu; nú er hann tvöfaldur potturinn. Sveiflan frá Suður-Ameríku Ragnar skrifar: Ég las bréf í DV sl. fimmtudag þar sem fagnaö var upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, með verkum frá Suður-Ameríku, undir srjórn Enrique Batiz. Ég var svo heppinn að vera á þeim tónleikum og er bréfritara innilega sammála. En nú bætti Sinfónían um betur því á „IsMús" tónleikum hennar sl. fimmtudag var efnisskráin líka sótt til Suður-Ameríku, og nú undir stjórn Alberto Merenzon, einkar skemmtilegs og vandaös stjórnanda. Þessi suður-ameríski tónlistar- maður, sem er vel þekktur í allri Suður-Ameríku, virðist hafa náð óllu því sem hægt er að búast við að ná út úr annars ágætum hljóðfæra- leikurum hljómsveitarinnar. En það er auðvitað mikið undir stjórnanda hennar komið hvernig til tekst hverju sinni. Þarna var, í stuttu máli sagt, kominn sá kraftur og tækni sem oft skortir í tónlistar- flutningi. En þar var líka að finna ljúfa tóna og vandmeðfarna, t.d. i verki Piazzollas, með Bryndísi Höllu á sellóið sitt og í einsöng Guð- rúnar Maríu Finnbogadóttur með strengjasamsetningu úr hljómsveit- inni. Gaman var og að heyra Þor- stein Gauta Sigurðsson taka þátt í þessum óvenjulegu tónleikum af sinni alkunnu snilld. Guðmundur Emilsson, sem átti frumkvæðið að þessum stórgóðu tónleikunum, sagði réttilega í blaða- viðtali að tónlist eins og þessari, frá Suður- og Mið-Ameríku hefði lítið verið sinnt hér á landi og nú væri fyllt ákveðið tómarúm með tónleik- unum. Þessir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands munu áreiðan- lega slaka á fordómum á tónlist af þessum toga, hafi þeir verið fyrir. Að minnsta kosti lýstu áheyrendur óspart fögnuði sínum að loknu síð- asta verkinu á dagskránni, Dönsum úr ballettinum Estancia. En þar fór hljómsveitin hamförum undir stjórn Mannabein - og mikið gaman Pétur Sigurðsson skrifar: Vissulega er fornleifafundurinn í Skriðdal á Héraði merkur atburður - ef yfirleitt er hægt að tala um forn- leifafund í þessu sambandi. Hér er, að mínu mati, einfaldlega um að ræða fund og uppgröft á líkamsleif- um manns sem uppi hefur verið til forna. Enginn mun nokkru sinni geta sannað, né afsannað, að þetta séu líkamsleifar einhvers ákveðins manns. Að slá einhverju fbstu um það er líkt og kveða upp endanlegan úrskurð um höfund Njálu, svo ég taki sígilt dæmi úr umræðunni. Það sem ég vildi þó ræða sérstak- lega er fundur þessara nýfundnu og uppgröfnu líkamsleifa.- í fréttum er rætt við mann og annan um fund- inn, og nánast undantekningarlaust eru þeir sem við er rætt, þ. á m. sjálfur þjóðminjavörður, afar ánægðir og lýsa með gleðibrosi á vör hve skemmtilegt sé nú að vera búinn að fá þessi mannabein til varðveislu undir gleri til sýningar. Jafnvel kemur til greina, að sögn, að hafa líkamsleifarnar á eins konar farandsýningu um landið. - Já, mik- ið gaman! Mér er nóg boðið, og svo held ég sé um fleiri. Mér finnst eiga að vera friðhelgi á líkamsleifum sem finnast af löngu látnu fólki, þ.m.t. hugsan- legum fornmönnum, sem svo eru •» # Mynd: „Hugsum okkur að þetta væru líkamsleifar af okkar nánustu," segir bréfritari m.a. nefhdir. Hugsum okkur að þetta væru líkamsleifar af okkar nánustu, eiginkonu eða eiginmann, barni - eða af þér, lesandi góður? Eigum við ekki að fá að hvíla í friði þar sem okkur var ætlaður legstaður? Látum vera með varðveislu muna sem koma undan moldu. En ekki líkams- leifar. Þær skulu friðhelgar og eiga heima þar sem þær voru - fyrir austan. Dekkin draga að ferðamenn Sonni hringdi: Ég las frétt í blaði nýlega þar sem sagði frá hækkun á verði hjólbarða hér um allt að 8%. Skýringin? Jú, hærra hráefnis- verð erlendis til þessa iðnaðar! En kvað haldiði? Sölusrjóri eins helsta dekkjaverkstæðisins hér segir að erlendir ferðamenn kaupi hér dekk í gríð og erg til að fara með heim til sín! Ástæð- an? Að dekkin hér á landi séu svo miklu ódýrari en t.d. annars staðar á Norðurlöndíhn! Flnt innlegg í ferðabansann: Fossar, fjöll og sóluð dekk! Um „kærleik- inn" á rás 2 Þóra Sig. skrifar: í morgunútvarpi rásar 2 er marga gullmolana að finna, og yfirleitt er þar ágætt útvarpsefni þennan tíma, frá kl. 7 til 9. Það er hins vegar alveg ótækt hve út- varpsfólk talar orðið rangt mál. Það er eins og það hafi aldrei fengið nasasjón af íslenskri mál- fræði. Eins og t.d. þegar konan talaði um „kærleikinn" er hún var að kynna texta eins lagsins nýlega. Og svo þetta með lat- mælgina eða hvað það nú er, að geta t.d. ekki borið fram orð eins og „söfn-uð-inum" óbrenglað. En þetta er nú hátíð hjá hinum stöðvunum, þar sem bókstafiega allt er „öppsædán" eins og ég heyrði þar einu sinni. Blessuð lúsin mætt á ný J.Ó.P. skrifar: Ég ætlaði að segja hvort lúsin væri búin að yfírgefa okkur að fullu. En er hún þá ekki mætt á ný, blessuð, og einmitt þar sem hún hefur lengi verið viðloðandi, í barnaskólanum. Þar eru nú böm kembd vikulega til að reyta af þeim lúsina. En er þessi minnsti vinur okkar í dýrarík- inu ekki bara af hinu góða? Það er a.m.k. enginn feigur með lús í hári. Óhugnanleg myndasýning Ólafur hringdi: Ég vil lýsa vanþóknun minni á Ijósmyndasýningu þeirri sem til skamms tíma hefur verið í versl- unarmiðstöðinni Kringlunni. Þarna eru myndir af líkum og limlestu fólki sem eiga ekkert er- indi til þeirra sem eru þarna í verslunarerindum. Ég var þarna nýlega til að kaupa skó á 5 ára gamlan son minn. Auðvitað kemst maður ekki fram hjá þess- um myndum og krakkar ná að slíta sig lausa til að skoða allt sem fyrir er. Og minn strákur er ekki enn laus við martraöir sem hann fær eftir að hafa séð sumar myndirnar. Sýningin á eflaust rétt á sér þar sem henni er fund- inn viðeigandí staður en hann er ekki almenn verslunarmiðstöð. Samspil ASÍ og VSÍ? Grétar skrifar: Það verður fróðlegt að sjá hvemig aðilar vinnumarkaðar- ins ætla að leysa málin sem hafa nú þróast þannig að hvorki verkalýðshreyfingin né vinnuveitendur geta sig hreyft öðmvísi en að setja sjálfa sig og ríkissrjórnina í ámóta klemmu. Ef kjarasamningar verða látnir gilda út samningstímabilið verður áfram stöðnun og landflótti og ef þeim verður sagt lausum er ríkisstjómin fallin. Því er nú í uppsigúngu einstakt og áður óþekkt samspil ASÍ og VSÍ sem ríkissrjórn fær engu ráðið um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.