Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 11 Sviðsljós. Mikið verður um dýrðir á gjörvöllu Indlandi i dag þegar hindúar halda mikla hátíð sem þeir kalla Dussehra. Hátíðin sú er haldin til að minnast þess og fagna að guðinn Ram drap djöflakónginn Ravana, að því er ségir i goðafræði hindúa. Það sem hindúar gera sér meðal annars til skemmtunar á þessari miklu hátíð er að brenna stórar myndir af hinum ægilega djöflakóngi, myndir eins og þær sem þessi drengur í Bombay er með á öxlinni. Annars virð- ast hindúar vera mikið fyrir hátiðir af ýmsu tagi því skemmst er að minnast uppistandsins sem varð um daginn þegar einhver guðanna þeirra tók upp á þvi að drekka mjólk sem honum var færð í fórnarskyni. ' Símamynd Reuter Oprah meö þeim alríkustu Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey hefur komist verulega í ólnir á undanfórnum árum og ef svo fer fram sem horf- ir kynni hún að verða fyrsti svarti miiljarðamæringurinn, í dollurum talið. Svo metur aö minnsta kosti hið virta fjármála- timarit Forbes. Oprah er komin á lista tímaritsins yfir 400 ríkustu Kanana, er númer 399. Gott í fyrstu tilraun. Michelle 1 sf- mæiismynd Michelle Pfeiffer á eiginmann sem framleiðir biómyndir. Sam- an ætla þau aö gera mynd um hana GilUan á 37. afmælisdegin- um hennar. Væntanlega leikur Michelle titilhlutverkið. Margir fleiri koma við sögu, svo sem Kathy Bates og Claire Danes, auk tvítugs sonar frægs látins gaman- leikara. Vasaklútur.á uppboði Stórtenórinn Luciano Pavarotti þekkist á vasaklútnum eins og París á Eiffeltuminum en skyldu trommukjuðamir hans Ringos Starrs gegna jafnþýðingarmiklu hlutverki? Það skiptir kannski ekki höfuðmáh en hvort tveggja verður selt á uppboði til styrktar illa settum tónlistarmönnum. Fleiri hiutir verða seldir: tón- leikabúningar Kiri Te Kanawa og smáflauta James Galways. Raquel í söng- hvað? Áreiðanlegar heimildir herma að leikkonan Raquel Welch eigi í alvarlegum samningaviöræðum viö leikhúsmenn á Broadway í New York um aö taka að sér aðal- kvenhlutverkiö í söngleiknum Applause, eða klappi. Lauren Bacall fór með hlutverk þetta þegar verkið var fyrst flutt árið 1970. Raquel hefur áður tekið að sér hlutverk sem Lauren fór með áður, neMlega í söngleiknum Konu ársins. Það fauk heldur betur í Díönu prinsessu þegar hún sá nýtt málverk af sér eftir breska málarann Henry Mee. Fór hún í fýlu og neitaði að afhjúpa verkið. Finnst þeim sem skoðað hafa að Diana, helsti hjónabandsskelfir Englands, virki óttaslegin, spennt og undir álagi i útfærslu Mees. Málarinn sagðist einungis hafa reynt að túlka útgeislun hennar með penslinum. bparileikur í'"' sparihefta heimiianna 904 1750 39,90 mínútafi Taktu þátt í sparileik sparihefta heimilanna með því að hringja í síma 9041750 og svara þrem laufléttum spurningum úr Spariheftum heimilanna sem dreift hefur verið inn á öll heimiH á höfuðborgarsvæðinu. Glæsileg verðlaun í boði! Einn heppinn þátttakandi hlýtur Hotpoit 1200 snúninga þvottavél með innbyggðum þurrkara frá Heklu að verðmæti^ 79.277 flutuuint^ • dótturfyrirtæki General Electric [h]HEKLAHF Að auki eru 27 heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hljóta þeir einn af eftirfarandi vinningum hver: Vöruúttekt að verðmæti kr. 5.000 frá Benetton Matarúttekt fyrir 4 frá veitingastaðnum Sjanghæ Vöruúttekt að verðmæti kr. 4.000 frá Karel hílFtíl Fjölskyldupitsu, gos og brauðstangir frá Pizza Hut Rug Ban værðarvoð að verðmæti kr. 5.900 Marco húsgagttaverslun ÍSTlMDmiW llgB fráMarco húsgagnaverslun Filmuframköllun að verðmæti kr. 3.000 frá Framköllun á stundinni Gjafabréf að verðmæti kr. 3.000 frá Rafha Mánaðar líkamsræktarkort í World Class Hreinsun að verðmæti kr. 2.000 frá Efnalauginni Björg Dregið verður úr réttum lausnum mánudaginn 16. október. Nöfn vinningshafa verða birt í síma 9041750 þriðjudaginn 17. október. /aum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.