Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deíldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 8006272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Augiýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Hagsmunir og hugmyndir Þótt andstaða við tilraunir Alþingis til skattsvika þingmanna hafi komið fram í atkvæðagreiðslu hjá tveimur þingmönnum Kvennalista og einum þingmanni Alþýðubandalags, var þó þingflokkur Þjóðvaka hinn eini, er var sem heild andvígur þessu illræmda óþrifa- máli. Nú hefur komið í ljós, að kjósendur, sem kalla ekki allt ömmu sína, eru afar andvígir þessari tilraun. Það hefur mælzt í skoðanakönnunum, á útifundi um málið, í við- brögðum verkalýðsfélaga, svo og hvarvetna, þar sem al- menningur hefur komið ffam og tjáð sig um málið. Ætla mætti, að Þjóðvaki nyti þess, að harðar skoðan- ir fólks fara saman við afstöðu flokksins í atkvæða- greiðslum á þingi. Svo er hins vegar ekki. Á sama tíma og mótmælabylgjan hefur riðið yfir, hefur fylgi Þjóð- vaka haldið áfram að hrynja og er orðið nánast ekkert. Þvert á móti eflist stuðningurinn við þá stjórnmála- flokka, sem hafa meirihluta á Alþingi, mynda ríkis- stjóm og höfðu forustu í framkvæmd óþrifamálsins, sem ailur þorri þjóðarinna er andvígur. Þessi sérkennilega þverstæða minnir á sérstætt eðli stjórnmála á íslandi. Algengast er, að kjósendur líta ekki á landsstjórnina með augum hugmyndafræði eða réttlætis. Þeir telja, að stjómin eigi að stjóma af myndugleik, fremur en mál- efnum. Þannig getur styrk og samstæð stjórn haft mik- ið fylgi fólks, þótt málefni hennar séu fá eða vond. Þessi tilgáta getur skýrt, hvers vegna stjóm og flokk- ar helmingaskipta njóta þvílíks stuðnings, sem skoð- anakannanir sýna. Fólk veit, að skipulega er verið að skara eld að köku sérhagsmuna og gæludýra af alls kyns toga, en vill þó óhnt styðja flokka helmingaskiptanna. Almenningur virðist hins vegar ánægður með, að uppi sé höfð gagnrýni og jafnvel hvassar árásir á gerðir yfirmanna ríkis og Alþingis. Að minnsta kosti þurfa fjöl- miðlar, sem birta slíka gagnrýni, ekki að sæta sömu óvinsældum kjósenda og Þjóðvaki hefur mátt sæta í haust. Þjóðin er ekki bara ánægð með gagnrýni í fjölmiðlum. Hún er líka ánægð með neytendavæna kaupmenn, sem standa uppi í hárinu á landbúnaðarráðuneyti og öðrum hagsmunastofnunum landbúnaðarins. Hún flykkist í búðir þeirra og lítur á þá sem eins konar hetjur. Þótt fólk telji þannig eðlilegt, að óbein stjómarand- staða sé rekin í fjölmiðlum og jafnvel af hálfu kaup- manna, styður hún alls ekki, að hefðbundin stjórnarand- staða á Alþingi stundi stjórnarandstöðu. Fólk telur sennilega, að hlutverk hennar sé annað og annars eðlis. Það væri í samræmi við kenninguna um hrifningu þjóðarinnar á valdinu, að hún telji hlutverk stjórnarand- stöðunnar vera það eitt að komast í stjórn. Ef stjóm- málaflokkur nær ekki þeim árangri í kosningum og eft- irleik þeirra, er hann afskrifaður af kjósendum sínum. Þeir, sem ekki rekast í flokkunum, er venjulega skipt- ast á um að vera við völd, bíða þá eftir næsta nýflokki í næstu kosningum. Úthaldið í stuðningi við hvem ný- flokk fyrir sig nær ekki út yfir fyrstu kosningar. Dæm- in sýna einmitt, að lengra úthald er afar sjaldgæft. Nýir flokkar á íslandi eru einnota, af því að þeir kom- ast ekki að völdum í fyrstu umferð. Þess vegna skiptast gömlu flokkamir á um völdin. Þess vegna er þjóðin einkum sátt við stjóm þeirra tveggja flokka, er lengst ganga í að líta á stjórnmál sem friðsæl helmingaskipti. Stjómmál hafa löngum verið blanda hugmynda og hagsmuna. Eindregnir yfirburðir hagsmuna í stjómmál- um á íslandi eru meiri en á Vesturlöndum almennt. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur segir Islendinga fijóta að tileinka sér nýja strauma og stefnur. Ferðalög og menntun erlendis eiga þar hlut að máli. Kynslóðaskipti í þjóðfélaginu Hvert tímabil sögunnar ein- kennist af vissum viðhorfum og lífsstíl. Móderhisminn svonefndi, sem einkenndi miðbik 20. aldar- innar, táknaði kynslóðaskipti og fráhvarf frá viðhorfum og lífsstíl bændaþjóðfélagsins. Hann ein- kenndist af tæknihyggju sem oft réð ferðinni fremur en mannleg viðhorf. Postmaterialismi Á 7. áratugnum náði modern- isminn hátindi sínum en þá kom einnig fráhvarfið og ýmsar hreyf- ingar risu upp gegn tæknihyggj- unni. Fyrst í stað var litið á þetta sem stundarfyrirbæri en í raun markaði það upphafið að nýjum viðhorfum sem m.a. einkennast af nýsköpun, alþjóðahyggju, hreyfan- leika í búsetu, sjálfstæði, jafnrétti milli kynja, þjóðflokka og trúar- hópa og minnkandi áhuga á kerfis- hugtökum eins og sósíalisma og kapítalisma. Hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum víkja að hluta fyrir málefnum sem standa nær fólki, eins og umhverflsmálum, bættu umhverfi í borgum, húsverndun, menningu og bættum lífsgæðum. Það sem hefur valdið þessari breytingu eru einkum bættar sam- göngur og víðferli fólks, bætt upp- lýsingastreymi í fjölmiðlum og bætt almenningsmenntun. Þjóðfélagið byggist æ meir á þekkingu. Peningar skipta að sjálf- sögðu áfram máli en með auknum afskiptum almennings af þjóðmál- um og sveitarstjórnarmálum fær- ast áhrifin æ meira til þeirra sem hafa mesta þekkingu. Hin nýja stefna hefur verið nefnd post- modernismi eða postmaterialismi (post þýðir eftir) sem táknar frá- hvarf frá tæknihyggju og efnis- hyggju. Þessi nýja stefna hefur einkum Kjallarinn Dr. Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði rutt sér til rúms í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Eðlilega á hún mest fylgi meðal yngri aldurshópa en þeir eru líka valdastétt framtíð- arinnar. Eldri aldurshóparnir, sem halda í viðhorf tækhiþjóðfé- lagsins, hverfa hins vegar smám saman af sjónarsviðinu og hér má sjá ný kynslóðaskipti. Mótspyrnu gætir einkum meðal staðbundinna karlmanna með litla menntun og ofstækisfullar stjórnmálaskoðanir. Böggull fylgir skammrifi Við íslendingar erum fljótir að tileinka okkur nýja strauma og stefnur, ferðúmst mikið og margir sækja menntun sína til útlanda. Postmaterialismans gætir því i vaxandi mæli á íslandi. M.a. má sjá þess merki í áhuga á auknum samskiptum við útlönd, aukinni tímabundinni búsetu erlendis og áhuga fyrir bættu umhverfi og skynsamlegri nýtingu náttúruauð- linda. Stjórnmál og opinber embætti færast einnig æ meir yfir á hendur fólks með langskólamenntun. Hér getur þó böggull fylgt skammrifl, ef ekki er að gætt. I fyrri kjallara- grein gat ég þess að margir kvört- uðu yfir offramleiðslu menntafólks á íslandi sem væri baggi á þjóð- inni. Þessi hugsunarháttur er jafn- vel enn eldri en modernisminn og á rætur sínar í bændasamfélagi 19. aldarinnar. Hann er úreltur og á ekki heima í nútimasamfélagi. Við verðum að útrýma honum, bæði til að ísland standist samkeppni við aðrar þjóðir og til þess að sem flestir geti aðlagað sig að nútíma- samfélagi. Við verðum að varast nýja stéttaskiptingu, í þetta sinn byggða á menntun. Einkum verð- um við að huga að menntun í dreifbýlinu og gæta þess að ekki myndist hér aukin gjá milli höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðar- innar. Bjarki Jóhannesson „Þjóöfélagið byggist æ meira á þekkingu. Peningar skipta að sjálfsögðu áfram máli, en með auknum afskiptum almennings af þjóðmálum og sveitarstjórnarmálum fær- ast áhrifin æ meira til þeirra sem mesta þekkingu hafa.“ Skoðanir annarra Umbótabaráttan „Umbótabaráttan á íslandi snýst nú um skipulag þeirra tveggja atvinnugreina, sem frá upphafi ís- landsbýggðar hafa verið undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar...Baráttan fyrir umbótum í landbúnaði og viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur hefur tekið lengri tíma en hin almenna barátta fyrir við- skiptafrelsi, m.a. vegna þess, að hagsmunasamtök landbúnaðarins hafa verið gífurlega sterk, vel skipu- lögð og öflug og hafa átt mikfl ítök í flestum stjórn- málaflokkum, þ.á m. Sjálfstæðisflokknum." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 1. okt. Unglingavandamál - foreldravandi „Lausn á miðborgarvandræðunum er ekki í sjón- máli fremur en á foreldravandamálunum. Að kenna veitingamönnum og hrollvekjum kvikmyndanna um er einföldun, og vitlausast af öllu er að lögregla standi fyrir óspektum með nærveru sinni. Sá áróður er runninn frá andfélagslegum öflum sem einatt mega sín mikils í skoðanamyndun. Það verður að búa við miðbæjarólætin þar til annað afþreyingar- mynstur tekur við og öðru vísi unglingavandamál - eða foreldravandi.“ Úr forystugrein Tímans 30. sept. Gagnslausar ráðstefnur „Við tökum þátt í fjölmörgum ráðstefnum um víða veröld sem allar eiga það sameiginlegt að þar skal kappkostað að „taka á vandanum". Þangað virðast menn mæta, að því er virðist staðráðnir í því að hvika í engu frá helstefnu „gullaldarinnar". Þai, segja mér fróðir menn, sitja fulltrúar þjóðar einnar í Norðurhöfum og telja dagpeninga. Allar þessar ráðstefnur eru gagnslausar af því að þær byggja á vanahugsun og ævinlega er þess vandlega gætt að menn leiti ekki nýrra leiða.“ Þórður Helgason í Lesbók Mbl. 30. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.