Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 13 Sökudólgar í Júgóslavíu Menn vilja finna sér sökudólga sem beri ábyrgð á glæpaverkum í þeim löndum sem áður voru Júgó- slavía. Það er ekki nema von: lík- lega eiga flestir auðveldara með að sætta sig við heimsku og grimmd styrjalda ef þeir geta í huga sér komið átökunum undir merki góðs og ills. Flestir fara þá leið, að kenna Serbum flest íllt. Króatar og múslímar - það eru svo okkar menn. Þessi afstaða einfaldar mjög flókin dæmi í fyrrhafnarlausu hugsunarleysi, um leið sviptir hún þá samúð sem samúðar eru verðir. í leiðara í Alþýðublaðinu sagði t.d. um sókn Króata í Krajinu að þeir hefðu „endurheimt án verulegra erfiðsmuna hernumin héruð í Krajínu sem höfðu.verið á valdi Serba í fjögur ár". Þetta er skrýtin túlkun: Serbar höfðu ekki lagt undir sig fyrrnefnt hérað í Króa- tíu, þeir höfðu búið þar í nokkrar aldir. Og króatíski herinn var vissulega að fremja svipaða „þjóð- ernishreinun" og her Bosniu- Serba hafði stundað i Bosníu. Hann var að reka hátt á annað hundrað þúsund manna frá heim- ilum sínum með báli og brandi. Serbneskir menn hafa í Júgó- slavíustríðum framið illvirki mörg og ófyrirgefanleg. En við hófum ekki rétt til að gleyma því að hið sama verður sagt um alla aðra stríðsaðila. Líklegast er að grimmdarverk hvers og eins fari öðru fremur eftir afli hans og möguleikum - en ekki eftir slæm- um eða góðum málstað. Fólskan fylgir djöfullegu kveðjuverkana- lögmáli. Vilja ekki vera minnihluti En eitt er sameiginlegt öllum stríðsaðilum. Allir berjast þeir gegn því að verða að minnihluta í ríki sem þeir ekki treysta. Serbar í Króatíu treysta ekki stjórnvöld- um þar - bæði vegna herfilegra morða króatískra fasista á Serbum á heimsstyrjaldarárunum og vegna þess að nú síðast lét stjórn sjálfstæðrar Króatíu það verða sitt Kjallarinn skynseminni. Ef unnt er að læra eitthvað af harmleik Júgóslavíu er það fyrst og fremst þetta: Ný riki skal aldrei stofna fyrr en tryggt er að þjóðir og þjóðabrot sem lenda þar í minnihlutastöðu sé nokkurn veginn sátt við sitt hlutskipti og geti treyst því að ekki verði geng- ið á þeirra rétt til sjálfstjórnar í eigin málu»í og til eigin menning- arlífs. grimmd i Balkanlandi - og svipar til ótíðinda bæði í seinni heims- styrjöld og Balkanstríðum 1912- 1913. Mannúðlegast er að taka svip- aða afstöðu til tíðinda og Nóbels- skáldið Ivo Andric gerði í skáld- sögunni „Brúin á Drínu": Hann reynir að skilja sem best alla sem við sex alda sögu Bosníu koma - og hann hefur sanna samúð með Árni Bergmann rithöfundur fyrsta verk að reka Serba úr opin- berum stórfum. Múslimar í Bosn- íu vildu ekki verða að minnihluta í Stór-Serbíu eftir að Slóvenía og Króatíu voru farin sina leið - þeir óttast að lenda í svipuðum þreng- ingum og albanskir trúbærður þeirra í Kosovo í Serbíu. Bosníu- Serbar vildu ekki vera minnihluti í ríki þar sem múslímar réðu mestu. Júgóslavía liðaðist í sundur með tilvísun til sjálfsákvörðunar- réttar þjóða. En það gerðist - m.a. að frumkvæði Þjóðverja - með svo miklum hraða og æsingi að menn komu því aldrei á hreint hvernig þeim rétti skyldi beitt. Milovan Djilas, hin virti andófsmaður Tító- tímans, varaði menn við. Hann sagði: ef Króatar hafa rétt til sjálf- stæðis af því þeir una ekki serb- nesku forræði - hafa þá Krajínu- Serbar til dæmis ekki sama rétt til að skilja við Króatiu? Vita menn hvað gerist fyrst Serbar í Bosníu, þriðjungur íbúa, neita að gerast aðilar að nýju ríki? Misstu af skynseminni Á slíkar viðvaranir var ekki hlustað í Bonn og London og inn- an skamms höfðu menn misst af „Ef unnt er að laera eitthvað af harmleik Júgóslavíu er það fyrst og fremst þetta: Ný ríki skal aldrei stofna fyrr en tryggt er að þjóðir og þjóðabrot sem lenda í minnihlutastöðu séu nokkurn veginn sátt við sitt hlutskipti." íslendingum fer hins vegar best að tortryggja hvern þann sem ræð- ur vopnum og herafla sem nota má til þeirra „hreinsana" sem nú eru framkvæmdar af mikilli þeim sem hraktir eru og ofsóttir á hverjum tíma, hvort þeir eru Serbar eða múslímar, Tyrkir eða gyðingar. Árni Bergmann. „Flestir fara þá leiö að kenna Serbum um flest illt. Króatar og múslímar - það eru svo okkar menn," segir Árni m.a. í greininni. - Stund milli stríða; serbneskir hermenn við byssuhreiður sitt að tafli. Oráðsstefnur Það hefði tæpast þurft að halda nýafstaðna kvennaráðstefnu ef sá mýgrútur svipaðra kvennaráð- stefna sem haldinn hefur verið undanfarna áratugi hefði skilað einhverjum áþreifanlegum ár- ángri. Ráðstefnur af þessu tagi, hvort sem þær heita kvennaráð- stefnur, friðarráðstefnur eða eitt- hvað þaðan af göfugra, hafa sjaldn- ast haft svo mikið sem gramm af þýðingu fyrir þann sýnilega heim sem flest okkar lifa í. Þær eru heppilegar sem æfing í ræðu- mennsku fyrir draumfyllta skýja- borgabyggingameistara sem halda að þeir geti breytt hugarfari þjóð- anna og haft áhrif á hefðir þeirra, venjur og siðferðisþroska með „niðurstöðum" og „samþykktum" en þær hrófla ekki við raunveru- leikanum frekar en kallinn í tungl- inu Kjaftaklúbbar Ofbeldisfullir hlýranærbola- harðjaxlar úti um allan hinn stóra heim hætta ekki að boxa eiginkon- ur sínar þó að kjaftaklúbbur á veg- um Sameinuðu þjóðanna hafi kom- ist að þeirri merkflegu niðurstöðu að slíkt athæfi nái bara ekki nok- kurri átt. Og vafasöm stjórnvöld ýmissa þjóða reka ekki heldur upp stór augu við þessa uppgötvun og snúa í auðmýkt og undirgefni frá villu síns vegar til bættra og réttl- átra stjórnarhátta. Lífið heldur einfaldlega áfram sinn vanagang eftir s'vona fundahöld-eins og ekk- ert hafi gerst, enda gerist raun- verulega ekkert á þessum sam- Kjallarinn verur halda friðinn, en ekki frið- arráðstefnur. Fremst í lagasetningum Samkvæmt, staðarvali kvennar- áðstefnunnar má búast við að næsta friðarráðstefna verði haldin í einhverju huggulegu loftvarnar- byrgi á Balkanskaganum og væri það í fullu samræmi við gagnsemi stefnuþurfandi kvennalistakona orðrétt, steinhissa og staurbit: „Við erum meðal fremstu þjóða heims í lagasetningum en það er bara ekki farið eftir lögunum." Ææ, en skrítið! En þetta er einmitt mergur málsins. Kjarninn. Samt nær hún ekki að tengja þessi sannindi við ráðstefnuhaldið. Ráðstefnusam- Sverrir Stormsker tónlistarmaöur og rithöfundur komum. Af öllu því sem skiptir litlu máli skipta ráðstefnuplögg líklegast minnstu máli þegar kemur að því að bæta heiminn. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrir apar í al- heiminum hafi í gegnum tíðina haldið eins margar friðarráðstefn- ur og eytt í þær jafn míklu þúðri og við mannaparnir en ekki er að sjá að þær hafi truflað okkur neitt sérstaklega mikið við stríðsrekst- urinn. AUavega er ekki hægt að segja að öll þau stríð sem nú geisa víðs vegar um heiminn fari beint friðsamlega fram. Friðarráðstefnur væru náttúru- lega ekki til ef maðurinn væri ekki náttúraður fyrir ófrið. Friðsemdar- „Ráðstefnur áf þessu tagi, hvort sem þær heita kvennaráðstefnur, friðarráðstefnur eða eitthvað þaðan af göfugra, hafa sjaldn- ast haft svo. mikið sem gramm af þýðingu fyrir þann sýnilega heim sem flest okkar lifa í." slíkra ráðstefha. íslensku Kínafar- arnir eru að sjálfsögðu með stjörn- ur í augunum, hugann í skýjunum og steypu í fjölmiðlum um ágæti samkvæmisins og alls „árangurs- ins" sem af því hlaust. - Heimkomin kvennalistakona sagði ábúðarmikil í sjónarpsvið- tali fyrir stuttu að hún hefði náð að'koma á framfæri kröftugum mótmælum gegn kvennakúgun við afar mikilvægan blýantanaggrís og stimpilsérfræðing í einhverju ráðuneyti og taldi líklegast málið þar með í höfn eins og kellingin sem rétt marði að fleygja sálars- kjóðunni hans Jóns síns inn í himnaríki áður en hliðið skall aft- ur. í sama viðtali sagði hin ráð- þykktir eru nefnilega^ eitt, veru- leikinn annað. Hún og aðrir setu- liðar málfundarins í Kína eru svíf- andi í skýunum yfir „árangrin- um", „ávinningnum" og óllu því pappírsflóði sem þar var marg- stimplað og undirskrifað í dag- skrárlok og tala eins og það sé ein- hver innstæða fyrir þessum gúmmítékkum. Hvar voru „sumir" þegar gvuð útdeildi raunsæinu? Svo einkennilega eru mennirnir innréttaðir að ég efast ekki um að þeir myndu eyða heilu skógunum til að búa til pappírshlöss fyrir umhverfisráðstefnur. Sverrir Stormsker Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöis- ráðherra. Meðog á móti Frestun gildistöku nýrra ________lyfjalaga________ Ástæða til að fara varlega „Ég legg fram tillögu um að fresta gildistöku lyfja- laga til 1. júlí. Ég lagði þetta mál fyrir vor- þing og þar fékk það mjög góðar undir- tektir hjá öllum sem um það tjáðu sig. Þeir einu sem eitt- hvað höfðu við það að athuga voru alþýðu- flokksmenn. Ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að fresta gildis- tökunni er sú að við erum að taka inn margar breytingar varðandi EES-málin. Sérstök nefnd er að fylgjast með áhrifum þeirra. Hún skilaði áliti í vor og sagði áhrifa EES ekki byrja að gæta fyrr en um mitt næsta ár. Þau áhrif sem við erum kannski sérstaklega að skoða eru þau sem hið aukna frelsi, sem búið er að gera varðandi auglýsingar á lausasölulyfjum og verðlagn- ingu á þeim, kann að hafa. Við vih'um fara hægt í sakirnar því við erum ekki að tala um neina venjulega vöru. Við erum að tala um lyf en ekki haframjöl og á þvi er mikill munur. Þess vegna finnst mér full ástæða til þess að fara varlega. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það á eftir að reynast okkur happadrýgst ef við fórum okkur hægt í þessu máli og rósum ekki um ráð fram." Afram- haldandi einokun „Kjarni málsins er sá að eini tilgang- ur frestunar þessara ákvæða i lyfja- lögunum hjá heilbrigðisráð- herra er að veita núver- andi leyfishöf- um áframhald- andi einokun. Við erum auðvitað ekki sáttir við það og hljótum því að mót- mæla því að þannig sé unnið. Það eina sem við erum að gera er að fara eftir gildandi lögum, ákvæðum í lögum um að koma skuli á frelsi í dreifingu lyfja núna 1. nóvember nk. Það hhóta að teljast afskaplega siðlaus vinnubrögð hjá ráðamönnum að breyta slíkum lögum þegar ein- staklingar eru búnir að taka mið af því sem þeir hafa gert og fjár- fest á grundvelli laga sem búið er að setja. Fresrun á verðkafla lyfjalagánna hefur þann tilgang að skoða áhrifin af EES en EES hefur ekkert með smásöluhluta lyfjamarkaðarins að gera. Þar af leiðandi eru engin rök fyrir því að fresta lögunum á þeim grund- velli. Þetta eru algerlega óskyld- ir hlutir. EES fjallar um mark- aðssetningu, skráningu, og heild- sölu á lyfjum en kemur ekkert nálægt smásölunni." -sv Róbert Melax lyfjafræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.