Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Qupperneq 14
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 JLM 'W h Slveran ** *• Keyptu ósamþykkta íbúð: Fannst fáránlegt aí leigja - segir Tómas Hermannsson „Við voram búin að leigja í nokkra mánuði, hálft ár eða svo, og einn góðan veðurdag fannst okkur alveg fáránlegt að vera að leigja. Við fundum okkur ágæta íbúð, borguðum út þann litla pening sem við áttum og síðan eina milljón á árinu. Það var mjög erfitt en gekk með því að við voram rosalega dugleg að vinna,“ sagði Tómas Her- mannsson í samtali við DV en hann og Ingunn Gylfadóttir, sambýliskona hans, fengu bjartsýniskast einn daginn og keyptu sér ibúð. Tómas sagði þau ekkert hafa velt fyr- ir sér þeim valkostum sem markaður- inn hafi haft upp á að bjóða. Tómas seg- ir þau ekki eiga kost á húsbréfum þar sem íbúðin fáist ekki samþykkt vegna þess að 20 sentímetra vanti upp á loft- hæðina. Engu að síður þurfi þau að borga öll þau gjöld sem aðrir húseig- endur þurfi að borga. „Við erum búin að leggja töluverða vinnu í íbúðina og erum mjög ánægð með hana. Við leituð- um bara eftir dæmi sem okkur sýndist fyrirfram að við gætum ráðið við. Ég hef ekkert vit á kerfinu sem slíku. Fyrri eigandi útbjó fyrir okkur skuldabréf til 10 ára og það borgum við núna. Við erum að fara að eignast erfingja, verð- um því örugglega í þessari íbúð eitt- hvað áfram. Þess vegna höfum við ekk- ert hugsað um hver næstu skref verða í húsnæðismálum hjá okkur,“ sagði Tómas. -sv Búseturéttur hagkvæmari en félagslega kerfið - Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Ég fæ ekki annað séð en félags- legi búseturétturinn sé mun hag- kvæmari en félagslega kerfið sem þó átti að vera það hagkvæmasta. Venjuleg fjölskylda, sem býr í fé- lagslega íbúðakerfinu, þarf að borga 2,4% í vexti af láni í 40 ár. f félags- lega búseturéttarkerfinu borgar fólk hins vegar eitt prósent í vexti og fær lán í 50 ár,“ segir Stefán Ingólfsson verkfræðingur en DV bað hann að segja álit sitt á útreikningum sem Búseti hefur sent frá sér um mun- inn á þeim húsnæðiskerfum sem í boði eru. Um útreikninga Reynis Ingi- bjartssonar hjá Búseta (sjá graf á síðunni) segir Stefán að þar þurfl að taka inn í reikninginn eignarmynd- un og fjármagnskostnað. „Sá sem býr í eignaríbúð er að eignast hana. Með því að greiða hátt_ verð á mánuði er hann ekki bara að greiða húsaleigu, eins og í Búseta- kerfinu, heldur að greiða niður lán- in og eignast Ibúðina. Eignarmynd- unin, þ.e. hvernig maður greiðir niður lánið, er breytileg eftir þvf hvað maður á eignina lengi. Lánin greiðast langminnst niður fyrst. Eignarmyndunin í húsbréfakerfmu er um 120 þúsund krónur fyrsta árið og talan fyrir tíu ára tímabil er um 150 þúsund krónur á ári, um 12 þús- und kr. á mánuði. Þetta ætti að sjálf- sögðu að taka inn í reikninginn. Tíu þúsund króna eignarmyndun upp- hefur muninn á kerfunum og ef hún er tólf þúsund þá er húsbréfakerfið orðið hagkvæmara," segir Stefán. Stefán segir þetta vera það sama og sé að í húsnæðismálunum al- mennt. Menn hafl aldreið litið á dæmið í heild sinni og aðeins tekið mið af gegnumstreymi peninganna. Á hitt beri þó að líta að fjármagns- kostnaðurinn, við að borga ein- hverjar milljónir inn á íbúð, sé tölu- verður og það sé búseturéttarkerf- inu í hag. „Til samanburðar eru vextirnir í almenna búseturéttarkerfinu 4,5%; þar er lánað allt að 90% á meðan þeir sem kaupa á almennum mark- Húsnæðismál: aði fá ekki lánuð nema 65-70% og þurfa að borga 5,1% vexti. Þeir sem eru að byggja þurfa að borga 6% vexti,“ segir Stefán. -sv Byggingarkostnaöur 7 milljónir kr. - félagslegar búseturéttaríbúöir/félagslegar eignaríbúöir - ■ Félagslegar búseturéttaríbúðir g Félagslegar eignaríbúöir c~:z:í Árstekjur 35.000- 30.000- 25.000- ™ 20.000- = 15.000- <» o 10.000- 5.000- 2.400 2.200 2.000 1.800 ■* 1.600 'i _ 1.400 - 1.200 lr 1.000 | DV Búseti einn kosturinn „Þeir hópar sem mest hafa sótt til okkar eru unga fólkið sem er að byrja og eldra fólkið sem vill losa sig úr stórum eignum. Þriðji hópur- inn gæti síðan verið sá sem hefur misst allt sitt og er að byrja upp á nýtt. Ég myndi segja að Búseti væri kerfi sem nýtti sér kosti hinna kerf- anna, húsbréfakerfisins og félags- lega kerfisins," segir Reynir Ingi- bergsson, starfsmaður Búseta lands- sambands. Reynir hefur sent frá sér dæmi þar sem hann sýnir fram á að Bú- seti sé ódýrasti kosturinn (sbr. graf hér á síðunni). Með því að bera sam- an félagslegan búseturétt og félags- legan eignarrétt kemst hann að því að húsnæðiskostnaður hjóna með tvö börn í 7 milljón króna íbúð sé 20 til 50 prósent lægri hjá Búseta. Sam- anburður á almennum búseturétti og húsbréfakerfinu, miðað við sömu fjölskyldu í 9 milljón króna íbúð leiðir Reyni að þeirri niðurstöðu að húsnæðiskostnaðurinn sé 10 til 25 prósentum lægri í Búseta. Aðspurður um eignarmyndunina viðurkennir Reynir að í húsbréfa- kerfinu sé fólk að eignast þær tíu þúsund krónur sem eru umfram í mánaðargreiðslur í húsbréfakerf- inu. „Spurningin sem við þurfum þó að svara er hvort við viljum leggja þessa peninga í eigið húsnæði eða eitthvað allt annað, t.d. verðbréf af einhverju tagi,“ segir Reynir. Hann segir fólk hjá Búseta þurfa að eiga fyrir búseturéttinum, um 700 þús- und kr. af tveggja herbergja íbúð, en félagið hafi haft milligöngu um lán fyrir helmingnum. Ungt fólk eigi vel að geta klofið það að eignast íbúð hjá Búseta. -sv Byggingarkostnaður 9 milljónir kr. - almennur búseturéttur/húsbréfakerfiö - | Almennur búseturéttur 50.000- 45.000- 40.000- 35.000- 30.000 - 25.000- 20.000 - 15.000 - 10.000- 5.000- 0- Húsbréfakerfiö Árstekjur ■X </> <D 52 '< DV Hús eða nám í tölum sem Húsnæðisstofn- un hefur unnið fyrir Stúdenta- ráð kemur fram að hertar end- ;■ urgreiðslureglur námslána frá 1992 gera stórum hópum I ómögulegt að standast greiðslu- mat Húsnæðisstofnunar. Fjöl- skylda með hámarks endur- greiðslu þarf nú að hafa 30% hærri tekjur en hún hefði þurft miöað við endurgreiðslur sam- kvæmt fyrri lögum um LÍN. 1 410 þúsund Fjölskylda, sem ætlar sér að kaupa íbúð að verðmæti 6,5 milljónir króna, þarf að hafa 410 þúsund krónur í tekjur á mánuði til að standa undir greiðslubyrði, samkvæmt út- I reikningum Húsnæðisstofnun- ar. Miðað er við að hún eigi eina milljón í höfuðstól og sé | með námslán á bakinu sem end- urgreiðist eftir hertum end- urgreiðslureglum LÍN. Engin samræming „Okkur þykir það afar ein- kennilegt að ekki skuli vera I nein samræming á milli tveggja stærstu lánveitenda í landinu, | LÍN og Húsnæðisstofhunar, og það segir sig sjálft að fólk sem tekur námslán hlýtur að þurfa að geta keypt sér þak yfir höf- uöið. Það er lykilatriði," segir Guðmundur Steingrímsson, for- maður Stúdentaráðs. Engin lausn „Ég hef heyrt því fleygt að menn séu að hugsa um að leysa | þetta með því að hætta bara að taka námslánin inn í greiðslu- matið. Allir hugsandi menn sjá | að í því felst engin lausn," sagði Guðmundur Steingrímsson. Fálagsmálaráðuneyti: Ekki okkar Hvað kostar milljánin? Mikiö hefur verið rætt um lengingu lána í húsbréfakerfinu til 40 ára. í dag kostar milljónin tæpar sex þúsund krónur á mánuði, miðað við 5,1% vexti til 25 ára. Að gefnum sömu vaxtaforsendum til 40 ára kost- ar milljónin tæpar fimm þús- und krónur. Munurinn er um þúsund krónur af milljóninni, um 60 þúsund krónur á ári mið- að við afborganir af 5 milljón- um. Afborganir af milljón til fimmtán ára eru um átta þús- und krónur á mánuði. -sv „Þessi vandræði eiga rót sína að rekja til breytinga á lögum um lánasjóðinn og því er þetta í raun ekki okkar mál. Hins veg- ar hefur félagsmálaráðherra lýst þvi yfir að hann muni beita sér fyrir málum LÍN og við það stendur hann öragglega,“ sagði Árni Gunnarsson, aöstoðarmað- ur Páls Péturssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.