Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 15
Í-TV' ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 veran15 Fjögurra manna fjölskylda í Búsetakerfinu: Góður kostur í skamman tíma „ Á þeim tíma þegar við fluttum inn var þetta fyrst og fremst pen- ingaspursmál. Við fengum fyrst í stað neitun, þá með eitt barn, og síð- an sóttum við um aftur og fengum inni. Við skoðuðum Búseta en okk- ur fannst biðtíminn þar vera of langur," segir Jens Ólafsson sem býr ásamt konu sinni, Heike Diem- er Ólafsson, og þremur börnum í fjögurra herbergja íbúð í félagslega kerfinu. Jens segir að honum þyki súrt hversu hægt menn eignist eitthvað í íbúðunum í þessu kerfi og hann er ósáttur við fasta rýmum upp á 1,5 prósent á ári, rýrnun sem er mun meiri en á íbúðum á frjálsum mark- aði. „Gallarnir felast kannski fyrst og fremst í þessari miklu rýrnun og hversu lítið maður eignast en kost- urinn er hins vegar sá að maður er í öruggu húsnæði. Það skiptir öllu þegar maður er kominn með fjöl- skyldu," segir Jens. Hann segir að þau hefðu ekki ráðið við útborgun á frjálsa markaðnum á sínum tíma og því hafi „verkó“ verið góð lausn fyr- ir þau. Kerfið þar sé þó að sumu leyti svipað því að vera að leigja því eignarmyndunin sé nánast engin. Á grænni grein „Við erum að borga um 70 þúsund krónur á þriggja mánaða fresti og það er dæmi sem við sáum fyrir að við gætum ráðið við. Við sjáum fjöldann allan af fólki sem hefur steypt sér út í hluti sem það ræður ekki við, t.d. í húsbréfakerfinu, og við erum á grænni grein samanbor- ið við margt af því fólki,“ segir Jens. Aðspurður hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart í kerfinu eftir að þau fluttu inn segir Jens það kannski helst vera það hversu mik- ið verð eldri íbúðarinnar rýrnaði þegar hann skipti innan kerfisins. Þau hefðu verið búin að leggja pen- inga í þriggja herbergja íbúð í vest- urbænum, borgað síðan hefðbundn- ar greiðslur af henni en lítið hafi staðið eftir af því þegar þau fluttu í stærri íbúð innan kerfisins. Jens sagðist reikna með að þau héldu sig innan félagslega kerfisins enn um sinn a.m.k. „Að mínu mati hefur þetta kerfi ekki staðið fyllilega undir nafni og húsbréfakerfíð er ein rjúkandi rúst eins og menn vita. Það vantar því nokkuð upp á að fundin sé viðunandi flötur á á þessum húsnæðismálum hér í landinu," segir Jens. -sv Jens og Heike með Karl, átta ára, Isabellu Sif, 6 ára, og Olaf Steinar, tveggja ára, á heimili þeirra í Grafarvoginum. DV-mynd ÞOK * * Afföllin eru of mikil - segir Jens Úlafsson - segir Heimir Þór Tryggvason „Ég bjó í Svíþjóð í tíu ár og gekk í Búseta á meðan ég var úti. Þegar ég kom heim var röðin komin að mér að fá íbúð og ég gat valið úr staðsetningum. Við vorum frá byrj- un ákveðin í að vera í Búseta í u.þ.b. þrjú til fjögur ár og breyta síð- an um. Nú horfum við til Permaformhúsanna sem Ármanns- fell er að byggja. Okkur sýnist það vera góður kostur,“ segir Heimir Þór Tryggvason en hann býr ásamt Ólaflu Gústafsdóttur og tveimur börnum þeirra í nýrri Búsetaíbúð í Grafarvogi. • „Við skoðuðum ekki aðra kosti því ég taldi að ég hefði of miklar tekjur til þess að komast í félagslega kerfið en var jafn viss um að ég myndi ekki ráða við að kaupa á al- mennum markaði. Kostir og gallar Því fylgja bæði kostir og gallar að búa í Búseta. Fólk flytur inn og þarf síðan ekki að hafa frekari áhyggjur, svo fremi að það standi í skilum, auk þess að geta gert það sem því hentar við íbúðina. Öryggið er því það sem skiptir mestu máli. Hins vegar er byggingarkostnaðurinn hér svimandi hár, líkt og í félagslega kerfmu, og þú þarft að punga út 10-15% af íbúðarverðinu í byrjun. Það getur ekki talist eðlilegt að byggja tveggja herbergja blokkarí- búð fyrir 10 milljónir," segir Heimir. Heimir segir Búseta vera góðan kost í skamman tíma fyrir fólk sem ekki sé tilbúiö til þess að byggja eða kaupa en geti lagt milljón í íbúð þar og átt hana enn eftir einhver ár þeg- ar það vilji selja. „Leigan er auðvitað mikill ókost- ur hér og þú ert aldrei að eignast neitt. Félagslega kerfíð hefur þó þann kost fram yfir að þar ertu a.m.k. að eignast eitthvað í íbúð- inni. í stað 36 þús. kr. leigu í tveggja herbergja íbúðinni undir það síð- asta erum við nú að borga tæp 30 þúsund fyrir stærri íbúð í sama kerfi. Það sýnir best hvað þetta get- ur verið ótryggt og tilviljanakennt. Enginn sem ég þekki í félagslega kerfmu segist myndu vilja skipta á kerfum við mig,“ segir Heimir en bætir við að hann sjái alls ekki eftir því að hafa valið Búseta. -sv Heimir Þór Tryggvason og Ólafía Gústafsdóttir, ásamt dótturinni Helgu Dögg og nýfæddum Aroni Þór. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.