Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 16
16 Mlveran ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1995 -f M - * * i Þunglyndi og beinþynning Konur sem þjást af stöðugri geðlægð eiga frekar á hættu að þjást af beinþynningu síðar á ævinni. Þetta eru niðurstöður bandarískrar rannsóknar sem benda til þess að þær konur sem þjást af geðlægð eða þung- lyndi hafi ailt að 15% lægri þétt- leika í beinum. Rannsóknin bendir til þess að meiri bein- þynning sé í beinum tengslum við aukningu á streituhormón- inu kortisol. Vatn og heilsa Vatn er besta fegrunar- og heilsumeðal sem völ er á. Það er seðjandi og hreinsar auk þess líkamann vel. íslendingr , ar eru svo heppnir að hafa aðgang aö *^ fyrirtaks berg- vatni, svona víðast hvar. Vatnsmelóna 90% vatn og því ákaflega góð fyrir alla. Auk þess bragðast hún vel. Kryddleginn fetaostur Leggið fetaost í glerkrukku, hellið ólífuolíu yfir og kryddið með niðurklipptum graslauk. Látiö ostinn bíða í nokkrar klukkustundir fyrir neyslu. Ef osturinn er geymdur í kæli geymist hann í nokkrar vikur. Reynið aðrar kryddjurtir til til- breytingar. Streitulosun Ef streitan og álagið er að ná yfírtökunum er til einfalt ráð. Leggist á gólfið með handlegg- ina niður með síðum og lófana krosslagða yfir naflann. Dragið andann þrisvar sinnum djúpt og ört í gegnum neflð. Slakið á og endurtakið öndunina en nú í gegnum munn. Endurtakið fjór- um sinnum og finnið hvað lík- aminn hefur róast. Laukur til drykkjar Laukur inni- heldur A-, Bx-, B2- og C- vítamín auk fjðlda stein- efna. Blandið saman nokkr- um lauksneiö- um, 1 msk. hunangi og I hálfu glasi af þurru hvítvíni eða mysu. Hrærið vel í blandara. Kælið með ísmolum og berið fram. Er plastfilman skaðleg heilsunni? « Geymsla á hvítlauk Hérlendis er hvitlaukur yfir- leitt seldur f litlum netum. Laukarnir eru þrír og þótt Islendingar séu að setja heimsmet í hvítlauksáti (miðað við hina vinsælu höfðatölu) lenda margir í þvi að hvít- laukurinn þornar upp eða spírar fram úr hófl. Til þess að koma í veg fyrir slíkt má taka laukana, skipta þeim í rif og af- hýða.'Setjið rifin í glerkrukku, hellið matarolíu yfir og lokið krukkunni vel. Þannig geymist hvítlaukur lengi og rifin eru til- búin í matinn. PVC-plastfilma getur verið heilsu- spillandi. Mikið magn hættulegra efna getur komist í matvælin. Þannig hljómar fyrirsögn i danska blaðinu Politiken þann 24. september síðastliðinn. í greininni er fjallað um mýkingarefnið adipate (DEHA) sem notað er við fram- leiðslu á plasti. Samkvæmt grein- inni í Politiken hafa rannsóknir á dýrum sýnt að þetta tiltekna efni geti valdið fósturskaða. Hertar reglur Af samtölum DV við nokkra aðila má álykta að ástand á umbúðamark- aði sé nokkuð gott hér á landi. Reglur hafa verið hertar síðustu ár með auknu samstarfi við Evrópu. íslendingar hafa tekið upp staðla Evrópusambandsins í umbúðamál- um sem og öðrum málum. í lok ársins eiga opinberir aðilar hérlendis að endurskoða starfsleyfi matvælafyrirtækja með hliðsjðn að Hættan eri lágmarki - segir Ástfríður M. Sigurðardóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins > „Almennt er mjög gott ástand á umbúðamarkaði hérlendis og fram- leiðendur hafa sýnt mikla ábyrgð í þessum málum," segir Ástfríður M. Sigurðardóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. „Frá ársbyrjun 1994 hafa verið í gildi reglugerðir sem taka mjög strangt á efnum í umbúðum í mat- vælaframleiðslu. Reglur þessar eru samræmdar við Evrópustaðla. I framhaldinu höfum við hugsað okk- ur að koma á meira samstarfi við umbúðaiðnaðinn. Hollustuvernd hefur ekki bolmagn í timafrekar og kostnaðarsamar mælingar en með samstarfi getum viðað að okkur betri upplýsingum. Hjá Evrópusam- bandinu er verið að vinna að regl- um um aukefni í plasti og von á þeim frjótlega." Fita og plast fara illa saman Ástfríður segir að nökkrir sam- virkandi þættir hafi áhrif á það hvort óæskileg efni berist í matvæli. Það er tími, hitastig og fituinnihald matarins. Það er ekki heppilegt að geyma feit matvæli í mjúk- um filmum um langan tíma. Við eðlilegar að- stæður eru þessi efni ekki að berast í matvæli í magni yfir hámarks- gildum. Það er því ekki ástæða til að halda að slíkt sé vandamál hér á landi." Á öllum heimilum er notað mikið af plastfilmu eða „klessuplasti" tií þess að geyma mat í. Ást- fríður segir að þau vöru- merki sem seld eru hér hafi nauðsynlegan gæðastimpil sem þurfi til geymslu á matvælum. Hins vegar megi allir hafa það bak við eyrað að halda notkun plastefna í lágmarki og nota þau helst ekki á feit matvæli í langan tíma við rang- ar aðstæður, kröfum um innra eftirlit. Gerð verð- ur krafa um að matvælafyrirtæki geti lagt fram upplýsingar um um- búðir sem notaðar eru við pökkun á matvælum. Einnig verður lögð áhersla á að matvælafyrirtæki geri sambærilegar kröfur til framleið- enda eða dreifenda umbúða og hrá- efna sem notuð eru við matvæla- framleiðslu. Tollurinn er ekki matvælaeftirlit Hér á landi er tollurinn ekki mat- vælaeftirlit og því lítil tök á að fylgj- ast með innflutningi á vörum sem geta innihaldið skaðleg efni. í Finn- landi er tollurinn líka matvælaeftir- lit og allur innflutningur fer í gegn- um mjög stranga skoðun. Eftirlits- aðili hérlendis er Hollustuvernd rikisins en þar á bæ eru ekki til tæki til mælinga og auk þess er skortur á fjármagni og mannafla til virks eftirlits. Með auknu samstarfi við framleiðendur umbúða er vænst að söfnun upplýsinga verði í gagnabanka hjá Hollustuvernd. ¦*mx*t Almennt er mjög gott ástand á umbúðamarkaði hérlendis og hafa framleiðendur sýnt mikla ábyrgð. Hollustuvernd ríkisins sér um eftirlit á umbúðum utan um matvæli. DV-mynd ÞÖK Umræðan um plastið á villigötum r - segir Kristberg Kristbergsson, dósent við Hl „Ég hef ekki séð þessa grein i Politiken og get því lítið um hana sagt en umræðan um efni sem geta smitað úr plasti í matvæli er oft á villigötum. Þetta á sérstaklega við um PVC en það var bannað til notk- unar utan um matvæli fyrir um 20 árum vegna einliða sem urðu eftir í framleiðslu á fjölliðum sem plast- efni eru mynduð úr. Þessar tilteknu einliður fyrir PVC geta verið krabbameinsvaldandi. Síðan hefur framleiðslutækni fleygt fram og þetta vandamál með einliður er úr sögunni. Það eru hins vegar margir sem vilja halda áfram að gagnrýna PVC," segir Kristberg Kristbergs- son, matvælaverkfræðingur og dós- ent við Raunvísindadeild Háskóla íslands. Kristberg vann við rann- sóknir á plastefnum við matvæla- framleiðslu á námsárum sínum í Bandaríkjunum. I dag eru PVC og önnur plastefni aðallega gagnrýnd fyrir ýmis íblöndunarefni, eins og til dæmis mýkingarefhi, sem geti smitað úr plastinu, einkum ef þau eru í snert- ingu við feit mátvæli. Ný og betri mælitækni gerir líka kleift að mæla efni þó þau séu í mun minna magni en áður. Það er sammerkt með öll- um plastefhum að i þau eru notuð mýkingarefni. Þau sem eru notuð í plast utanum um matvæli hafa farið í gegnum rannsóknir og eru evr- ópskir og bandarískir staðlar mjög strangir hvað varðar þessi efni. Við höfum fylgt evrópskum stöðlum í þessum málum," segir Kristberg'. „Ég er í sambandi við flest plastinn- flutningsfyrirtæki og forsvarsmenn þessara fyrirtækja eru allir af vilja gerðir og forðast að flyrja inn efni sem ekki eru samkvæmt stóðlum." Bætiefnabokin - handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni Nýlega sendi Mál og menning.frá sér Bætiefnabókina, handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni. Höfundar eru lyfjafræðingarnir Haraldur Ragnar Jóhannesson og Sig- urður Öli Ólafsson. í bókinni er safhað saman á einn stað að- gengilegum upplýsingum um vítamín og bætiefni af ýmsu tagi sem eru á markaðnum hér á landi. Fjallað er um fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín, steinefni, snefilefni og margs konar fæðubótarefni, jafnt þau sem hafa sannað gildi sitt, svo sem lýsi, og önnur' óheföbundnari, s.s. blómafrjókorn, ginseng, kvöldvor rósarolíu, gersveppi og margt fleira. -t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.