Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 17
-\ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 * I ¦k \ ilveran 17 # m é í þessum tveimur pokum eru flöskur að verðmæti 1.365 krón- ur. Það er Bjarki Birg- isson hjá Endur- vinnslunni sem tekur við flöskunum sem fara í pressun og síð- an til útlanda. Þegar flöskurnar hafa farið út er spunninn úr þeim þráöur sem notaður er í vefnað. Gréta Óskarsdóttir í Vogue selur ef nin en verðið er á bilinu 650-1.790 kr. metrinn. í kvenjakka þarf 1,60 m og því dugar andvirðið af flöskunum sem fóru í End- urvinnsluna fyrir einum slíkum jakka ef valið er efni í ódýrari kantinum. DV myndir ÞÖK Plastflöskur 9 verða að skjólflíkum Þeir sem fara með plastflöskurnar sínar í endurvinnslu hugsa sjaldan um það hvað úr þeim verður, sjá kannski fyrir sér pressun og síðan urðun á afviknum stað. Hið rétta er að flöskurnar eru pressaðar og síð- an fluttar út til áframhaldandi vinnslu. Plastið er brætt upp og úr því spunninn þráður sem síðan er notaður í vefnað. í vor kom mikil bylgja í hönnun tískufatnaðar þegar allir frægu hönnuðurnir voru að hanna flíkur úr nýjum efnum sen unnin voru úr plasti. Telpukjóll úr flísi Hið vinsæla efni flís hefur verið á markaði hér í tæp þrjú ár. í fyrstu var eftirspurnin mjög lítil en síð- ustu tvö ár hefur efnið notið mikilla vinsælda. Flísefnið hefur alla eigin- Ieika sem getur einkennt skjólflík. Það er mjög hlýtt og auðvelt í um- hirðu. Flísfatnaður er framleiddur hérlendis og einnig fluttur inn. Þá er hægt að kaupa efnið í metravís í vefnaðarvöruverslunum. Flísefnin fást í öllum regnbogans litum og ýmsum þykktum. Að sögn Grétu Óskarsdóttur í Vogue hefur efnið líkað mjög vel. Hún segir auðvelt að sauma úr því og aldrei eigi að henda afgöngum því oft séu þeir nægir í vettlinga á smáar hendur. Hún seg- ist hafa séð ýmislegt annað en skjólflíkur úr flís, þar á meðal tví- skiptan telpukjól. Metrinn af efninu kostar frá 650 til 1.790 krónur. Neytandinn hafi val „Ég skil það vel að verslanir, sem eru að taka á móti dósum og flöskum, vilji beina peningunum aftur inn í verslunina með því að láta fólk bara hafa inneignarnótu. Þær eiga og reka móttökuvélarnar. Stefna okkar hjá Endurvinnslunni er sú að neytandinn hafi val um hvort hann fái inneignamótu eða peninga fyrir flöskurnar og dósirn- ar. Ég veit að einstaka fyrirtæki hafa neitað að borga út peninga en við erum að ræða við forsvars- menn þeirra. Þetta verður leyst," sagði Gunnar Bragason, fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunnar. 48 milljén einingar Gunnar Birgisson segir að ís- lendingar skili árlega inn 47 til 48 milljón einingum af flöskum og dósum. Það sé um 83% af sölu og þyki nokkuð gott. „Við erum að ná góðum árangri og þótt ekki sé gott að bera þetta saman við móttöku erlendis þykja þessi 83% skil á flöskum og dósum mjög góð." Viltu skutdbreyta eða stækka iriðþig? Ðæmi um mánaðaríegar aýborganir aý l.OOO.OOO kr. Fasteignaíáni Skandia* Vextír(%)5ár 7,5 20.000 8,0 20.300 8,25 20.400 8,5 20.500 10 ár 11.900 12.100 12.270 12.400 15 ár 9.270 9.560 9.700 9.850 25 ár 7.500 7.700 7.900 8.000 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Sendu inn umsókn eðaýáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vuja breytó óhagstæðum eldri eða styttri Miium. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir.'en vilja lán tíl amiarra fiárfestinga. Kostír Fasteignalána Sliandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Skandia LAUOAVEGI 170, 10B RBVKJAVlK BlMI OB 18 700, PAX BB EU 177 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.