Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Síða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 íþróttir unglinga Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ í 2. flokki karla: Umsjón Halldór Halldórsson Æsispennandi bráðabani -þegar Valur sigraði íslandsmeistara Breiðabliks, 9-8 - Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma Valur sigraði Breiðablik, 9-3, í seinni úrslitaleik liðanna í bikarkeppni KSÍ í 2. flokki karla og fór leikurinn fram á Valbjamarvelli síðastliðinn mið- vikudag. Spennandi vítaspyrnu- keppni og bráðabana þurfti til að fá fram úrlit. Valsmenn skora snemma Leikurinn var rétt haflnn þegar Vals- menn náðu forystu með góðu marki Halldórs Hilmissonar af stuttu færi - og kom markið eftir mjög vel út- fært gegnumbrot Valsstrákanna. Valur sótti mun meira í fyrri hálf- leik en Blikarnir kunnu að verjast og var þetta eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik. Þegar langt var liðið á hálfleikinn vísaði dómarinn, Kristinn Jakobs- son, Blikanum Þórhalli Hinrikssyni Vignir Þór Sverrisson, fyrirliði 2. flokks Vals, fagnar bikarmeistaratitli. Valsmenn í sókn, Arnór Gunnarsson, Val, er með boltann, sendir hann i eyðuna til Omars Friðrikssonar, soknarmanns Vals. Litlu siðar varð mikill smellur þegar honum og sterkum varnarmönnum Breiðabliks laust saman. Ekki var þó skorað úr þessu efnilega upphlaupi. DV-myndir Hson af leikvelli og töldu sumir að hann hefði danglað í Grím Garðarsson, vamarmann Vals. Erfitt var þó að koma auga á slíkt. Þetta var mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið. Það var svo ekki fyrr en á 70. mín- útu leiksins að Blikunum tókst að jafna og var það Gunnar Ólafsson sem braust í gegnum vörn Vals og renndi boltanum í bláhornið og stað- an 1-1. Á 78. mínútu kom fallegasta mark leiksins, ívar Ingimarsson, Val, átti þrumuskot rétt utan vítateigs og hafnaði boltinn efst í bláhominu og átti Gísli Þór Einarsson í marki BUk- anna engan möguleika að verja. Fal- legt mark - og staðan 2-1 fyrir Val. Þótt Blikarnir væru 10 var mikil barátta í liðinu og hún bar árangur því á 82. mínútu kom jöfnunarmark- ið. ívar Siguijónsson skoraði það af stuttu færi eftir mikla-sókn Kópa- vogsliðsins. Þaö sem eftir var leiks var jafnræði með liðunum og hafa drengimir að sjálfsögðu einnig verið þreyttir. Báðir leikir þessara frábæru liða voru mikil skemmtun fyrir þá mörgu áhorfendur sem fylgdust með. Ljóst er að bæði Breiðablik og Valur þurfa ekki að kvíða framtíðinni með þessa efnilegu stráka innanborðs. Mjög erfiður leikur Vignir Þór Sverrisson, fyrirliði 2. flokks Vals, kvað báða leikina gegn Breiðabliki hafa verið mjög erfiða: „Það er aldrei létt að spila gegn Blik- unum. Við héldum alltaf að mark yfir dygði en þeir komu í tvígang og jöfn- uðu. Vítaspymukeppnin hefði getað farið á hvom veginn sem var. Við höfum verið á uppleið í allt sumar og komum mjög vel undirbúnir til þess- ara leikja gegn Breiöabliki enda hefur þjálfarinn okkar, Hilmar Sighvatsson, tekið okkur hastarlega í gegn fyrir báða leikina," sagði Vignir. Vítaspyrnukeppnin 1. Daði Arnason, Val..............0-0 ívar Sigurjónsson, UBK........0-1 2. Ómar Friðriksson, Val..........1-1 Jón Sveinsson, UBK............1-2 3. Ivar Ingimarsson, Val..........2-2 Kristján Kristjánss., UBK.....2-2 4. VignirSverrisson, Val..........3-2 Gunnar Ólafsson, UBK..........3-3 5. GrímurGarðarsson, Val........4-3 Grétar Sveinsson, UBK.........4-4 Bráðabani: 1. Halldór Hilmisson, Val.......5-4 Hjalti Kristjánsson, UBK......5-5 2. Bergur Bergsson, Val.........6-5 Skúli Þorvaldz, UBK.....-.....6-6 3. Gunnar Einarsson, Val........7-6 Hreiðar Jónsson, UBK,.........7-6 Lokatölur leiksins því 9-8 fyrir Val. Bikarmeistarar Vals 1995. Liðið er þannig skipað: Tómas Ingason, Grím- ur Garðarsson, Gunnar Einarsson, Daði Arnason, Arnór Gunnarsson, Þórir Aðalsteinsson, Ivar Ingimars- son, Sigurður Flosason, Hajldór Hilm- isson, Vignir Sverrisson, Ómar F.rið- riksson, Kristinn Guðmundsson, Ámi Guðmundsson, Rúnar Bjarnason, Bergur Bergsson og Laufar S. Ómars- Son. Þjálfari strákanna er Hilmar Sig- hvatsson. Mynd af bikarmeisturunum verður birt síðar á unglingasíðu DV. Fyrirliði Breiðabliks, ívar Sigurjónsson, til vinstri, er alveg við það að sleppa í gegnum Valsvörnina, en Grímur Garðarsson, varnarjaxlinn í Valsliðinu, er á öðru máli. Nóatúnsmót Aftureldingar í telpnaflokki 1995: KR vann í 5. f lokki en Afturelding vann í A-liði 6. flokks Nóatúnsmót Aftureldingar í knattspyrnu telpna fór fram 12. og 13. ágúst á Tungubökkum í Mos- fellsbæ. Mótið er sem fyrr fyrir yngstu knattspyrnukonurnar í 5. og 6. flokki. Fleiri félög tóku þátt í mót- inu en nokkra sinni áður eða 10 tals- ins. Veitt voru fyrstu, önnur og þriðju verölaun í báöum flokkum, A- og B-liða. Einnig voru veíttir farand- bikararogeignabikararfyrirl. sæti. Úrsiiturðu þessi: 5. flokkur - A-lið: 1. sæti.................... KR 2. sæti................Stjarnan 3. Þór, v............;.........: 5. flokkur - B-Iið: 1. sæti.................Fjölnir 2. sæti......................KR 3. sæti..................Haukar 6. flokkur - A-lið: 1. sæti...............Afturelding 2. sæti...................Þór, V. 3. sæti................Breiðablik 6. flokkur - B-Uð: 1. sæti...............Afturelding 2. sæti.................. Haukar 3. sæti...................Þór, V. í mótslok afhenti Július Jónsson í Nóatúni stúlkunum verðlaunin. 6. flokkur Aftureldingar sigraði bæði í A- og B-liði 6. flokks. Aftari röð frá vinstri: Anna María Bjamadóttir, þjálfari, Eva Jóhannsdóttir, Sfella Hallsdóttir, Ösk Kristjánsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir, Elin Guð- munda, Berglind Ósk Glsladóttir, Slgrún Ragna HjartardótUr og Guðbjörg Snorradóttir. Fremrl röð frá vinstri: Andrea Sigurðardóttlr, Kristín Inga Pétursdóttir, Guðbjörg Krista Guðmundsdóttir, Sara Hilmarsdóttir, Rakel Gunnarsdóttlr, Rakel Árnadóttir og íris Rún Karlsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.