Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Menning Aðstandendur Glerbrots. ÞjóðleíkMsið: Glerbrot Nu standa yfir æfingar á nýj- asta leikiiti Arthurs MiUers, Glerbrotum, sem frumsýnt verð- ur í Þjóðleikhúsinu í byrjun nóv- ember. Efni verksins er mjög í anda Millers, snilldarleg ög spennandi leikflétta þar sem saman tvinnast átök í einkalífinu og þau átök sera eiga sér stað í samfélaginu. Leikendur eru Guðrún Gísia- dótör, Sigurður Siguriónsson, Amar Jonsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Lflja Guðrún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúlason. Þýðandi verksins er Birgir Sig- urðsson, höfundur leikmyndar og búninga er Sigurjón Jóharins- son og leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir. Norðurlanda Tónlistarkeppni Norðurlanda fer fram í Reykjavík 3., 5. og 7.; október. Keppnin er skipulögð af Ríkisutvarpinu, Tónlistarskólan- um i Reykjavik og Norræna tón- listarháskólaráðinu í samvinnu við SinfóniuhUómsveit íslands og fjölda annarra. Fyrsö hluti keppninnar felst í einleiks- og saraleikstónleikum og í öðrum hluta koma keppéndurnir fram með Sinfónitthtjómsveit íslands undir stjorn Osmos Vánská. Keppendur eru fimm talsins og er Guðrun Mariu Finnbogadóttir sópransöngkona fulltrúi íslands í keppninni. íslenski dansfloMoiráin: Dansperlurí Borgarleikhúsinu íslenski dansflokkurinn hefur hafið æfingar fyrir sýningu sem frumsýnd verður í Borgarieik- húsinu þann 9. nóvember nk, Sýndar verða perlur úr gömlum og nýjum sígildum verkum. Náðst hafa samningar við hinh; fræga aðaldansara og danshof- undhjá New York City BaEet, Robert LaFosse, og mun hann setja upp verk sitt Rags við tón- list Scott Joplin. Verk Roberts hafa verið flutt víða um heim við góðar undjrtektar. Þá verðaflutt- ir tvídansar ur verkunum Blóma- hátíðin í Genzono og La Sylphide eftir Bournonville og stutt brot úr verkinU Rauðar rósir eftir Stephen Mills við söngva Edith Piaf. Einnig verður flutt hið vin- sæla Grand pas de dux ur Hnetu- brjótnum. Þá frumflytur dans- flokkurinn verkið Næsti við- komustaður: ÁSasteinn efttr Ingxbjörgu Björnsdottur. Útsetn- íngu og undirleik annast Szymon Kuran. -sv Viðar Eggertsson flytur sig nú milli leikhússtjórastóla, að norðan og suður. Hér heidur hann kampakátur á Menn- ingarverðlaunum DV f rá því á liðnum vetri. DV-mynd GVA Nýráðinn leikhússtjóri hjá LR: Óskaplega spenn- andi vettvangur - segir Viðar Eggertsson „Ég tek formlega við í september næsta haust og við tekur óskaplega spennandi vettvangur sem ég hlakka mikið til að takast á við. Leikfélag Reykjavíkur er ein elsta menningar- stofnun Reykjavíkur og það verður hundrað ára á næsta ári. Ég byrja því mitt fyrsta leikár á því að skipu- leggja það," sagði nýráðinn leikhús- stióri Leikfélags Reykjavíkur, Viðar Eggertsson, sem lætur af störfum sem leikhússrjóri hjá Leikfélagi Ak- ureyrar um næstu áramót. „Við munum fagna aldarafmælinu á viðeigandi hátt á næsta ári og ég mun fara með LR inn í nýja öld þar sem leikhússtjóri er ráðinn til fjög- urra ára. Á þessu stigi verður ekkert gert opinbert um það hvað verður gert en það verðUr vonandi margt skemmtilegt. Ég ætla að láta verkin tala líkt og ég hef gert hér á Akur- eyri. Mitt hlutverk verður fyrst og fremst að vera listrænn stjórnandi og marka Ustræna stefnu með leik- húsráðinu. Ég lít á mig sem listræn- an stjórnanda starfseminnar, þ.e. sjá um verkefnaval, Ustamenn og Ust- ræna stjórnendur hússins," sagði Viðar. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Drakúla föstudaginn 13. október og að sögn Viðars er mjög spennandi leikár að hefjast hjá leikfélaginu. Hann segist munu koma til með að sakna Akureyrar og Akureyringa. „Þetta hefur verið afskaplega lær- dómsríkur tími hér fyrir norðan og mér hefur verið afar vel tekið hér. Ég veit líka aö mín bíður gott sam- starfsfólk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Reykvíkinga þekki ég ekki nema af góðu einu," sagði Viðar. Hann kemur til starfa hjá LR1. janúar nk. til þess að skipuleggja næsta starfsár og segir að koma verði í ljós þegar tjöldin verði dregin frá í haust hvaða stefna verði mörkuð." Viðar hlaut sem kunnugt er Menningarverðlaun DV sl. vetur. Carmina Burana frumsýnd: Syng steiktan svan - segir Þorgeir Andrésson „Þetta er fyrst og fremst kórverk og kórinn skipa um 50 manns. Við erum þrjú með einsöng, Bergþór Pálsson, Diddú og ég, og æfingar hafa gengið mjög vel. I raun er þetta bara upprifjun fyrir okkur Diddú því við sungum þessi sömu hlutverk þeg- ar óperan var flutt hér 1990," sagði verkfræðingurinn og tenórsöngvar- inn Þorgeir Andrésson í samtali við DV en hann verður í miklum önnum á söngsviðinu nú í vetur. Hann syng- ur steiktan svan í Carminu Burana og leikur síðan nornina í barnaóper- unni Hans og Grétu sem frumsýnd verður annan í jólum. Þá syngur hann stórt hlutverk í Othello sem íslenska óperan fer með til Japans á næsta ári. Meginástæðan fyrir upp- setningu Carminu Burana nú er sú för. Loks syngur Þorgeir Galdra-Loft á Listahátíð í júní á næsta ári. Carmina Burana verður frumsýnd í íslensku óperunni á laugardags- kvóid. Stjórnandi er Garðar Cortes og leikstjóri Terrence Efheridge. -sv SEMENTSBUNDIN HÁGÆÐA FLOTEFNI FLOTSPARTL - DUKASPARTL - FLOTGOLF IÐNAÐARFLOT - HLEÐSLUSPARTL Sterk, ódýr og hraoþornandi flotefni. Til vioger&a, ílagna og yfirlagna á ný eöa gömul gólf. Frá 0-30 mm á þykkt. (¦lansk Iramleiðala •íðin 1972 !l steinpryöi Stangarhyl 7, sími 567 2777 Bók um Internetið: Áupp- lýsinga- hraðbraut „Tildrögin voru þau fyrst og frðmst að við fundum hve mikil forvitni var alls staðar og okkur fannst tilvalið að taka saman yfir- Ut um mismunandi notkun og hvað menn væru að gera með netið. íslendingar hafa tekið þetta með áhlaupi og það er skemmti- legt að sjá að þeir nota netið mjög skynsamlega. Þetta er ekki bara leikfang," segir Sigrún Klara Hannesdótfir, prófessor og rit- stjóri nýrrar bókar sem heitir Á upplýsingahraðbraut. Frásagnir um notkun Internetsins. Sigrún segir að leitað hafi verið til fólks og það beðið að lýsa því hvernig það noti netið. Þetta séu reynslu- sögur fólks en ekki fræðileg um- fjöllun. Sagt er frá netinu sjálfu, Islenska menntanetinu o.s.frv. Það er Lindin hf., útgáfa og dreif- ing, sem gefur Isókina út. Hún mun að sögn Sigrúnar fást í ein- hverjum bókabúðum en mest muni henni verða dreift eftir öðr- umleiðum. -sv Böi^ileikhtisiö: Bóksalan byrfar Nú er Leikfélag Reykjavikur að hleypa af stokkunum leikhús- boksolu í forsal Borgarleikhúss- íns. Þar verður boðið upp á gott úrvai leikritá, fagrita og hverju einu sem tengist leiklist. Á boð- stólum verða helstu perlur leik- húsbókmennta, bæði innlendar og erlendar, og geisladiskar og Mjómplötur frá uppsetningum hússins. GSæsileg tónleikaröd Þann 10. október hefst tónleika- röð Leikfélags Reykjavíkur, glæsileg dagskrá sem verður í leikhúsinu hvert þriðjudags- kvöld kl. 20.30í allan vetur. Flest- ir tónleikamir fara íram á Stóra sviðinu en Litla sviðið verður einnig notað. Rjóminn af íslensku tónlistarfólki mun koma þarna fram og tónlistin mun spanna allt htrófið. Öllu tónlistarfólki var gefinn kostur á að sækja um þátttöku í tónleikaröðinni, mikill fjöldi sótti um og svo var valið úr. Þeir sera ríða á vaðið 10. okt. verða 3-5 hópurinn, niu góðkunnir tónlist- armenn sem flytjá kvintetta og eitt tríó á Litla sviðinu. Snigla- bandið kemur næst og síðan má sjá á lista Kristin Sigmundsson og Jónas IngimUndarson, iVfezzo- forte, Bubba Morthens og hljóm- sveitoil- Tvær nýjar Ijódabækur Tvær Ijöðabækur Þór Stefánsson héfur sent fráj sér hóðabókina Hjartarætur íi snjónum. Alúð við tunguna og gráleit gletfni sarafara djúpri al- vöru einkénna Ijóðraál höfundar. Ennfremur hefur Magnúx Gezz- on sent frá sér Syngjandi sól- kerfi, Ijóðabók semer stefnumót við óendanleikann í okkur öllum. Trójudætur Hvunndagsleikhúsið hóf æfing- ar á einum maghaðastaharmleik heimsbókmenntanna fyrir skömmu. Er hér um að ræða Trójudætur Evrípídesar, í þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar, sem margir segja áhrifamestu lýsingu: á stríði þjóða og þeim skelfingum sem ævinlega fylgja i kjölfarið. Um 30 manns taka þátt í sýning- unni og fer hún fram í Iðnó, í því ástanm" sera husið er nú, og mun ] verkið vaxa út úr hálfköruðu: bákninu. Leiksrjóri er Inga Bjarnason, iÆifur Þórárinsson semur tóhlisi hljómsveítinni stjornar Óskarí Ingólfsson, Lára Stefánsdóttir sér:; um dansa og Ásdis Guðjónsdottir; og Gerla sjá um mynd og bún- inga. Leikarar í helstu hlutverk- umeruBríet Héðinsdótör, Helga E. Jónsdóftir, Sigrún Sól Ólafs-; dóttir oH. Kórverkið er mjög viðamikið og er í höndum bæði leikara og söngvara, þ.á m eru Lilja Þóris- 'dóttír, María Ellingsen, Kolbrún; Erna Pétursdóttir, Guðrun Þórð- ardóttir, BJörk Jóhsdótör, Jó- hanna Linnet oM. Stefnt er að fnmisýningu um miöjan október og að henni lokinni og nokkrum aukasýnihgum veröur haldið áframaðvinnaverkið. -sví

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.