Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Merming 31 Dúf naveislan í London Þama eru þau lifandi komin: Hann stendur viö straubrettið og drepur heitu járninu varlega á blautt stykkið ofan á buxunum. Hún situr við að sauma tölur á aðrar buxur með lúna fætur ofan í gömlum bala. Hann talar af virðingu um mismunandi buxnaefni, hún um fisk og kartöflur, og bæði hafá þungar áhyggj- ur af peningaseðlunum sem yfirfylla hvert holrúm í kjallaraíbúðinni þeirra. Það eina skrítna er að þau tala saman á ensku. Miðvikudagskvöldið 27. september var Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness sýnd í fyrsta sinn í Watermans- leikhúsinu í London og áætlað er að sýningar standi yfir til 14. október. Þýðingxma gerði Alan Boucher og leikstjóri er Dawn Lintern. Þetta er nýtt leikhús í stórri listamiðstöð skammt frá Kew Gardens í vestur- borginni, salurinn faUegur, stuttur og breiður og tekur um 250 manns í sæti. En hvers vegna Dúfnaveisian? Fyrir rúmum þrem mánuðum fann leikstjórinn bók með fjórum íslenskum leikritum á fomsölu í Holborn. Henni leist vel á þau öll en þótti Dúfnaveislan skemmtilegust. Hún hafði aldrei heyrt getið um höf- undinn, og það höfðu leikararnir ekki heldur þegar hún sýndi þeim fund sinn. En öllum þótti súrrealísk persónusköpunin og fyndin samtölin frumleg og skemmtileg. Þegar leikstjórinn haföi samband við Jak- ob Magnússon hjá íslenska sendiráðinu í London komst hún að því að þetta þurfti ekki að koma á óvart, höfundurinn hafði skrifað ýmislegt jafnvel merkilegra en þetta leikrit. Það spiUti ekki fyrir, og nú er verkið komið upp á svið. Þegar Dúfnaveislan er flutt á annaö tungumál og í annan veruleika en hinn íslenska sést vel hvað hún er fjarri því að vera séríslenskt verk. Persónurnar, þetta ringlaða fólk í gerbreyttum heimi þar sem göml- um gildum hefur verið varpað á glæ og peningar opna allar gáttir, eru alþjóðlegir borgarar. Stríðsbarnið, sem pressarahjónin taka að sér, kemur beint inn í fréttir dagsins hér í London þar sem fólk er að taka í fóstur böm frá stríðshijáðum löndum fyrmm Júgóslavíu. Angist Öndu þegar hún vex úr grasi yfir að vita ekki hver hún er, valt veraldargengi glaumgosans sem hún giftist, verðstríð og vinnudeilur, allt er þetta daglegt fjölmiðlaefni. Það sem enn gefur verkinu frumlegan svip er að Halldór notar aðferðir fáránleikans til aö koma efninu til skila. Sýningin dregur ágætlega fram andstæðurnar milli persóna og gildismats og sýndi verkinu skilning, en þarf að ná betri hraða til að halda athygh í seinni hlut- anum. Pressarahjónin eru leikin af Margaret Stallard Leiklist Silja Aðaisteinsdóttir og Robert Wilson sem bæði eru vant fólk á sviði og í sjónvarpi. Þau tóku gömlu hjónin að sér af áhuga og ástúð og voru sannfærandi í hlutverkum sínum, eink- um Margaret. Dótturina lék kanadíska leikkonan Nina Andresen af hlýju og innileika í skarpri andstæðu við elskhugann í túlkun James Menzies-Kitshin. Rögn- valdur Reikill („Ronald Reeker“) varð frábært kameljón í meðfomm hans. Mikið er komið undir Gvendó ef Dúfnaveislan á að gera sig á sviði. Maðurinn er fáránlegur við fyrstu sýn en býsna dæmigerður þegar vel er aö gáð: starfsmaður hins opinbera og hugsjónamaður sem dreymir um aö verða sjálfstæður atvinnurekandi og milljónari þangað til draumamir rætast og hann sér fánýti þeirra. Einkar nútímalegur er áhugi hans á að klæðast kvenmannsfót- um, sem lengi mætti velta fyrir sér. Mark Carlisle er fallegur ungur maður og tók sig vel út meö kvenmanns- hatt, en hann náði ekki margræðni Gvendós. Leikhússtjóri Watermans hefur góða von um að Dúfnaveislan veki athygli, enda er ísland í menningar- fréttum hér þessa dagana. Á köldum klaka var frum- sýnd í London 29. september og hefur fengið mikla kynningu (allir hafa áhuga á að tala við leikstjórann með yfirskeggið) og mjög góða dóma. Mark Carlisle í hlutverki Gvendós - með hattinn. Smáauglýsingar - Sími 550 5000 smáskór Barnainniskór, st. 20-27, v. 1.390. Einnig lágir í st. 20-35, v. 1.190. Smá- skór, í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. Barnafólk, viljiö þiö gera góö kaup? Komið þá í Do Re Mí. Amico peysur, Amico jogginggallar o.m.fl. á mjög góðu verði. Amico á bamið þitt. Urvalið hefur aldrei verið meira. Sjón er sögu ríkari. Erum í alfaraleið, Laugavegi 20, s. 552 5040, v/Fákafen, sími 568 3919, og Kirkjuvegi 10, Vest- mannaeyjum, sími 481 3373. Hitaveitur, vatnsveitur: Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 567 1130, 566 7418 og 853 6270. & Bátar Hraöbátur meö tvöföldum botni til sölu, 14 feta, ásamt 28 hestafla Yamaha ut- anborðsmótor og vagni. Báturinn er búinn stjómtækjum til að stjórna mót- ornum við sæti, ásamt stýri og 4 sæt- um. Upplýsingar í síma 426 8297 eftir kl. 18. Bílartilsölu • Toyota Carina E 2000 GLi, árg. 1995, ekinn 1.000 km. • Toyota Corolla XLi special series, árg. 1994, ek. 27 þús., þjófavörn og fjar- stýrðar samlæsingar. • Volvo 244 GL, árg. 1988, ekinn að- eins 80 þús., gullfallegur. Við erum langflottastir, ekki spuming. Bílasala Garðars, Nóatúni 2, sími 561 1010. Til sölu Toyota Corolla XL Hatcback, árg. ‘88. Gott lakk. Topp bfll. Uppl. í síma 487 5122. Ýmislegt Áríöandi félagsfundur veröur haldinn í fé- lagsheimili JR kl. 20.30. Rætt verður um torfærukeppnina sem verður haldin 14. október nk. og myndakvöld frá sumrinu ‘95. Jeppaklúbbur Rvíkur, Bfldshöfða 14. Dofinn Út er komin hjá Jazzís fyrsta plata Hilmars Jenssonar, Dofinn. Platan er upphafið að nýjum kapítula í sögu djassútgáfu á íslandi því þetta er fyrsta platan sem inniheldur svonefndan „frjálsan djass“ eða „nýdjass", en slíkt heiti er gjarnan látið á allan djass sem bregður verulega frá al- gengustu hefðum. Tónhst af þessum meiði hefur ekki verið mikið iðkuð af íslenskum spilurum fram að þessu þótt á nýliðinni RúRek-hátíð hafi þvi brugðið fyrir. Þeir sem spila með Hilmari á Dofinn eru allt kunningj- ar hans frá USA, og eru allir framarlega skráðir á lista yfir iðkendur tónlistar af þessu tagi og hægt að fletta þeim upp í lexíkonum: Tim Berne leikur á altsaxófón, Jim Black á trommur, Andrew D’Angelo á altsaxófón og bassaklarínett, Cris Speed á tenórsaxófón og klarínett, og svo Skúh Sverrisson á bassa. Tónlistin er öll eftir Hilmar Jensson utan stutts spuna, „Þögn“, sem hann og Skúh eru skráðir fyrir og spila tveir. Ef tónlist Hilmars er miðuð við hefðbundið „bíbopp" (þar sem lag- lína og hljómagangur er kynnt með einni yflrferð í byrjun og sphararn- ir skiptast svo á sólóum yflr hljóm- ana þar til laglínan kemur aftur í lokin), þá má kannski segja að það sem líkt er sé það að tónhstin er bæði skrifuð og frjáls. En það sem skrifað er þarf ekki endilega að koma í upphafl, og oft er skrifuðum línum og frjálsu sphi blandað sam- an. Auk þess er yfirleitt ekki um ákveðna tóntegund að ræða, og púlsinum iðulega gefið langt nef. Formið er þó sennhega ákveðið í stærstu dráttum, þótt svo þurfi þó ekki endUega að vera. Fyrsta lagið, „Skvaldur", hefst t.d. með samstíg- um röddum í blæstrinum og fostu tempói sem svo smám saman fjarar út í frjálsu köflunum, en birtist svo aftur með laglínunni af og tU. Önn- ur eru opnari og fijálsari í upp- hafi, en þróast út i skrifaðar „un- is“línur og fastan púls öðru hverju. Tónlist af þessu tagi getur kannski talist „þung“ í óvant eyra, en þó ber að geta þess að þegar HUmar hefur verið áð spUa sína tónlist á krám bæjarins þá hafa undirtektir aUtaf verið mjög góðar, og áheyrendur beðið um meira. Kannski er hún heldur ekki meira framandi en ýmislegt annað sem djassistar hafa tekið upp á í gegnum tíðina. Hún gerir miklar kröfur til flytjendanna, bæði hvaö varðar færni á hljóöfærin og eyra fyrir samleik, og svo mikið er víst að ekkert vantar upp á það hjá þessum frábæru tónlistarmönnum. HUmar sýnir hér að hann er framúrskarandi tónhstarmaður og einstakur gítarleikari, og vU ég aö lokum óska honum til hamingju með þetta framlag sitt til íslenskr- Hilmar Jensson. Djass Ársæll Másson ar djassmenntar. Ársæll Másson SVAR 903 * 5670 Hvernig á að svara i auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. >7 Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú tálaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara atvinnuauglýsingu. >7 Þú slærð'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ Þá færð þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. yf Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notartil þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númerið hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tlma til þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færð þá svar auglýsandans ef þaö er fýrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903*5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.