Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Renny saman Allir vita aö Geena Davis og sá íinnski Renny Harlin eru kær- ustupar. Færri vita aö þau hyggja á samstarf á vettvangi kvik- myndanna, hún sem leikkona og hann sem leikstjóri. Myndin á að heita Næturkveðjukossinn langi, gerð eftir handriti mannsins sem skrifaði Leathal Weapon. í mynd- inní leikur Geena minnislaust morðkvendi. TÆKNI /////////////////////////////// 16 síðna aukablað um tölvur fylgir DV á morgun. í blaðinu verða upplýsingar um bæði hug- búnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál. Má þar nefna greinar um Windows 95, nýj- ungar í margmiðlun, nýtt tölvuorðasafn, ör- yggisafritun og varnir gegn tölvuþjófum. Sviðsljós______________________ Mel Gibson heiðraður Hálfsystirin syngur vel Liza Minelli, dóttir söngkon- unnai' frægu, Judy Garland, á hálfsystur, sammaíðra. Su heitir Lorna Luft og er í London þar sem hún er að syngja inn á plötu með móður sinni sálugu, gamalt lag sem Judy söng í bíómynd á sinni tíð. „Þetta er ótrúleg tækni en ég fæ auðveldasta verkið,“ seg- ir Lorna. „Ég þarf hara að syngja meö.“ Natahe Cole, dóttir Nats Kings Coles, hefur sungið svona meö pabba sínum og fengið verö- laun ‘ Leikarinn Mel Gibson var heiðrað- ur um helgina þegar honum voru afhent verðlaun sem nefnast The American Cinematheque Award. Fór verðlaunaafhendingin fram á hátíð, Moving Picture Ball, á Century Plaza hótelinu í Los Angeles. Gibson var heiðraður fyrir fjölbreytt hlutverk sín á hvíta tjaldinu en þar hefur hann birst í ólíklegustu hlutverkum, allt frá harðsvíruðum löggutöffurum til persóna eins og Hamlets í kvikmynd effir samnefndu leikriti Shakespe- ars. Verðlaunin fær hann einnig fyr- ir úrval mynda sem hann hefur ver- ið aðili að, bæði sem framleiðandi og leikstjóri. Mel Gibson sem Mad Max. Billy Crystal hunsaði viðvaranir um samstarf með Debru Winger: Kynþokkafull og fyndin kona í Hollywood keppast menn við að koma sumarsmellum næsta árs í hús áður en vetur gengur í garð svo að hægt sé að klippa og snurfusa i næði. Eín þessara mynda er Eraser með Amoldi Schwarzenegger í aðalhlutverk- inu. Eitthvað hefur gengið brösu- lega við myndgerðina þar sem Amie og leikstjórinn hafa ekki alltaf verið sammála. Sagt er að kostnaöurinn fari yfir 100 millj- Ron Howard afhendir hér Mel Gibson heiðursverðlaun fyrir framlag sitt á hvíta tjaldinu. Símamynd Reuter Þegar Billy Crystal, höfundur, framleiöandi, leikstjóri og annar að- alleikara myndarinnar Forget Paris, valdi sér mótleikara var hann varað- ur við því að líf hans gæti breyst í martröð. En hann hunsaði allar slík- ar viðvaranir, einfaldlega þar sem honum þótti Debra Winger búa yfir geysilegum kyntöfmm auk þess að vera bráðfyndin. Það sem vinir BOlys höfðu í huga var hversu gerólík þau eru. Þeir vora vissir um að samstarf þeirra mundi enda með sprengingu. Billy hefur verið kvæntur sömu konunni í 26 ár og er þekktur fyrir trúmennsku. De- bra á hins vegar heldur skrautlegt einkalíf að baki; misheppnaö hjóna- band, drykkju, dópneyslu og enda- laust karlafar. Ekki þótti bæta úr skák að hún hefur sent samstarfs- mönnum sínum tóninn í gegn um tíðina, kallað þá apaketti, villidýr og Billy Crystal i City Slickers. Debra Winger. þar fram eftir götunum. Billy var vel kunnugt um fortíð Debru en lét það ekki á sig fá. „Ég leitaði að konu með svo mikla kynferðislega útgeislun að hún gæti gerbreytt lífi karlmanns. Þú tínir slíkar konur ekki upp af götunni. Debra er ótrúlega fyndin og kom sí- fellt með nýjar hugmyndir. Við hitt- umst fyrst í Los Angeles og eyddum Qórum tímum í að segja sögur og hlæja. Ég hugsaði með mér að þetta væri afar kynþokkafull kona,“ segir Billy. BÓly hlær að þeirri tilhugsun að vera með Debru, segir að slíkt sam- band mundi ekki endast daginn. En samvinna þeirra gekk eins og best varð á kosið þótt Debra ögraði hon- um oft. Hann var þó feginn þegar 51 dags tökum á myndinni lauk og telur að sú tilfmning hafi verið gagn- kvæm. Gibson sem Hamlet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.