Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 Páll Pétursson. Ekkert á móti því að líkjast póstinum Páli. Pósturinn Páll : „Ef ég man rétt þá var Póstur- inn Páll prýðilegur og viðkunn- anlegur náungi og ég hef ekkert á móti því að líkast honum.“ Páll Pétursson, f Tfmanum. Virðulegur fjóshaugur „Ég hef sagt að nokkrar skíta- hrúgur geti ekki orðið að virðu- legum fjóshaug." Ummæli Slguröur Ólafsson bæjarfulltrúi, í DV. Eins og hver annar brandari „Tal Sturlu Böðvarssonar um að skoðanir mínar og framtíðar- skipan norræns samstarfs stofni fjárlögum og ríkisstjórnarsam- starfinu í hættu er eins og hver annar brandari.“ Siv Friöleifsdóttir, í DV. Nefndir þvers og kruss „Þarna hafa verið endalaus ráð og nefndir yfir mér þvers og kruss. Það getur verið þreyt- andi.“ Ámundi Ámundason, fyrrum fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins, f Tím- anum. Að líta illa út í nektaratriði „Það er aðeins eitt verra en að leika nektaratriði í kvikmynd, það er að lita illa út í nektarat- riði í kvikmynd." Teri Hatcher leikkona. Hákarlar eru um öll höf og veið- ast víða, meðal annars við ís- landsstrendur. Hættulegustu fiskarnir Engan fisk hræðist mann- skepnan meira en hákarla sem eru þó mishættulegir. Þeir hættulegustu eru hinn sjaldgæfi hvíthákarl sem einnig er nefnd- ur mannætuhákarl. Fullvaxnir vega þeir um það bil 700 kíló en mun stærri hákarlar hafa fund- ist. Lengdar- og þyngarmet á 6,4 Blessuð veröldin metra kvenhákarl sem veiddist fyrir utan Kúbu í maí 1945. hann vóg 3313 kíló. Grimmar pírönur Hinar hvasstenntu pírönur eru aðgangshörðustu vatnafiskar í víðri veröld. Þeir lifa í lygnu vatni stórfljótanna í Suður-Am- eríku og ráðast á hvað sem er, ef það er skaddað og lætur óðslega í vatninu, og skiptir þá engu hver stærð bráðarinnar er. 19. 'september 1981 var talið að meira en 300 manns hefðu orðið fiskunum að bráð þegar ofhlaðin farþegaferja lagðist á hliðina og sökk er hún var að leggjast að landi í hafnarbænum Obidos í Brasilíu. Aðeins 178 manns lifðu af ósköpin. Léttskýjað á Vesturlandi Áfram verður austan- og norð- austan- átt á landinu, allhvöss fram eftir degi á annesjum norðanlands, á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, en annars kaldi eða stinningskaldi. Á Austurlandi verður áfram rigning eða súld, rigning víða norðanlands, Veðrið í dag skýjað með köflum og þurrt á Suð- urlandi en léttskýjað á Vesturlandi. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast suðvestan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur norðaustankaldi og lengst af létt- skýjað. Hitinn ætti að geta farið í tíu gráður yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 18.52 Sólarupprás á morgun: 7.43 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.58 Árdegisflóð á morgun: 2.40 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 6 Akurnes rigning 8 Bergsstaöir skýjaö 7 Egilsstaöir skýjaö 6 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 7 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 7 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavík léttskýjaö 4 Stórhöföi skýjaö 7 Bergen rign/súld 12 Helsinki skýjaö 9 Kaupmannahöfn skýjað 11 Ósló skýjaó 8 Stokkhólmur skýjaö 10 Þórshöfn skúr 9 Amsterdam þokumóóa 12 Barcelona þokumóöa 18 Berlin skýjaö 8 Chicago alskýjaö 17 Feneyjar þokumóða 15 Frankfurt skýjaö 11 Glasgow lágþokubl. 10 Hamborg skýjað 9 London lágþokubl. 12 Los Angeles heiöskírt 22 Lúxemborg skúr 13 Madrid skýjað 17 Malaga hálfskýjaö 20 Mallorca léttskýjaö 17 Montreal skýjaö 13 New York heiöskírt 20 Nice skýjaö 17 Nuuk súld 2 Orlando skýjað 24 París skýjaö 15 Róm þokumóöa 17 Valencia rigning 19 Vín alskýjaó 10 Winnipeg skúr 8 Glúmur Jón Björnsson, formaður Heimdallar: Get vonandi talist til fijálshyggjumanna „Ég hef starfað með hléum Heimdalli í ein tíu ár, var gjald keri Heimdallar á síöasta ári o( var I stjórn fyrir fimm árum. Þ. hef ég ritstýrt Gjallarhorninu blaði félagsins," segir Glúmui Jón Björnsson efnafræðingui sem nýlega var kosinn formaöui Heimdallar, félags ungra sjálf stæðismanna. Tók hann vif embættinu af Þórði Þórarins syni. Maður dagsins Heimdallur er langfjölmenn asta félagið innan Sjálfstæðis flokksins, með rúma 5000 með limi og sagði Glúmur að fran undan væri mikið starf innan fé lagsins. „Það eru vikulegir fund ir, meðal annars um flskveiði- stjómun og fjárlagafrumvarpið, svo er núna í undirbúningi ýmis- legt fyrir landsfund flokksins." Um eigin pólitískar skoðanir Glúmur Jón Björnsson. sagði Glúmur: „Ég get vonandi tal- ist til frjálshyggjumanna, vil minni ríkisumsvif, lægri skatta og aukið frelsi einstaklinga til að leysa sín mál sjálfir." Það verður nóg að gera hjá Glúmi á næstunni því auk þess að vera orðinn formaður Heimdallar tók hánn við rit- stjóm Stefnis, sem er blað ungra sjálfstæðismanna, fyrir aðeins viku. Glúmur er lærður efna- fræðingur og hefur í eitt ár unn- ið hjá efharannsókna- og yerk- fræðiþjónustunni Fjölveri sem er sameiginleg rannsóknarstofa oliufélaganna. Um áhugamál fyrir utan pólitík- ina sagði Glúmur: „Ég les mik- ið, stunda hjólreiðar, fer á hjóli í og úr vinnunni meðan fært er, syndi, skrifa greinar, hef sjálf- sagt skrifað hátt í 100 -greinar í DV og hef gaman af garðyrkju en á námsárunum vann ég hjá Þór Snorrasyni garðyrkjumeist- ara.“ Unnusta Glúms er Sigríð- ur Ásthildur Andersen laga- og spænskunemi. Dregur sig inn í skelina Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Víkingur- Stjam- an í 1. deild kvenna Það er rólegt á innlendum íþróttavettvangi í dag. Þó er á dagskrá einn stórleikur í hand- boltanum. í Víkinni mætast Vík- ingur og Stjarnan í 1. deild kvenna en þessi lið hafa haft yfirburði í kvennaboltanum í nokkur ár. Breiddin hefur þó verið að aukast og vert að benda íþróttir á frammistöðu Fram i fyrra og það aö Víkingur tapaði fyrir FH í fyrsta leik sínum. Það verður samt örugglega hart barist í kvöld, enda hvert stig dýrmætt. Leikurinn hefst kl. 20.00 Skák Kasparov náði öruggri forystu í ein- viginu við Anand í New York i gær, eftir sigur í 13. einvígisskákinni í að- eins 25 leikjum. Hann hefur hlotið 7,5 gegn 5,5 vinningum Anands. Trúlega hefði málum verið öðruvísi háttað ef Anand hefði nýtt sér „dauða- færi“ i þriðju skákinni. Lítum á stöð- una, Anand með hvítt og á leik: 8 7 6 5 4 3 2 1 I stað 20. Bxc5? dxc5 sem lyktaði með jafntefli,.var 20. exf6 Bxf6 21. Bxh7+! Kxh7 22. Rg5+ afar sterkt - enn eitt dæmið um biskupsfórnina sígildu á h7, sem kom fyrst fyrir í handbók Grecos frá árinu 1619! Svartur á í mestu erfiðleikum. T.d. 22. - Kg8 23. Dh4 Bxg5 24. fxg5 Hxfl+ 25. Hxfl De8 26. Bxg7! Kxg7 27. Dh6+ Kg8 28. g6 De7 29. Hf7 og hvítur ætti að vinna. Jón L. Árnason 3 W X A A Á A AA X X * A /1B A 41 Jl A ©Jl a & A A B <4> ABCDEFGH Bridge Þegar Danir og Norðmenn mætt- ust á Evrópumótinu í opnum flokki í Portúgal höfðu Danimir betur, mest vegna þessa spils úr leiknum. Vestur var gjafari og AV á hættu: 4 752 4* G9 •f 10986 * KG63 Vestur Norður Austur Suður Auken Mæsel Koch Mæsel 1* dobl 2* pass 2*4 dobl 3* pass 4* 4*4 5* pass pass dobl p/h Leikur Dana og Norðmanna var sýndur á sýningartöflu og svo sér- kennilega vildi til að annar Mæsel- bræðra (sem sat í norður) í norska landsliðinu átti afmæli sama dag og spilað var en Dennis Koch daginn eftir. Þetta spil kom upp á sýning- artöfluna um miðnæturbil á milli þessara tveggja daga. Mæsel hefur sennilega verið ánægður með að fá 21 punkt á hendina á afmælisdag- inn, en það var Dennis Koch sem fékk hina raunverulegu afmælisgjöf í spilinu. Koch sýndi veika hendi með tveimur laufum og þrjú lauf lýstu lágmarki. Jens Auken vildi samt ekki gefa úttekt upp á bátinn og spurði með fjórum laufum hvort austur ætti „lágmark/lágmark/lág- mark“ eða „lágmark/lágmark/há- mark“. Þá loks tók Koch við sér og lyfti í 5 lauf. Spilið byggðist ein- göngu á staðsetningu spaðagosans, það var eini punkturinn sem suður átti og Danir fengu 750 í sinn dálk. Samningurinn var 3 hjörtu í norður, slétt staðin á hinu borðinu og gróð- inn því 13 impar. Leikurinn fór 18— 12 fyrir Dani. ísak Örn Sigurðsson « Á3 V KD86! + ÁKDG * D 4 KD10 *4 Á743 4 — * Á109872

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.