Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1995, Page 36
LfTW alltaf á Miövikudögiun PT-7000 Merkivél m/íslensku Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 LOKI Ég loka ekki heldur á framboð tilforseta! Veðriðámorgun: Víða létt- skýjað Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi. Rigning eða súld um norðan- og austanvert landið en annars þurrt. Víöa léttskýjað suðvestan- og vestanlands. Hiti 3-10 stig, hlýjast suðvestan- lands. Veðrið í dag er á bls. 36 Leitin í Vestmannaeyjum að Stein- unni Þóru Magnúsdóttur, 14 ára stúlku frá Selfossi, hefur enn engan árangur borið. Ekkert hefur spurst til hennar frá því um klukkan 2 að- faranótt sunnudags þegar hún fór frá skemmtistað í Eyjum. Eftir að hálsklútur, sem staðfest er aö Steinunn Þóra á, fannst í höfninni síðdegis í gær var byrjað að leita í höfninni og var því haldið áfram til klukkan 10 í gærkvöldi. Leit var fram haldið í birtingu í dag. Steinunn Þóra kom ásamt tveimur vinkonum sínum og jafnöldrum frá Selfossi með Herjólfi til Eyja á fóstu- daginn. Gistu þær hjá vinkonu sinni. Á laugardaginn fóru þær að skemmta sér og komust inn á skemmtistaðinn Calypso, sem er vín- veitingastaður. Laust fyrir klukkan tvö fór hún af skemmtistaðnum. Sá fólk tO Stein- unnar Þóru á gangi illa klæddrar en þegar huga átti frekar aö henni var hún horfin. Skammur vegur er til hafnarinnar frá þeim stað þar sem hún sást síðast. Beinist leitin nú að höfninni og hafa kafarar leitað þar í gær og í dag. Tækjum stolið Brotist var inn í einbýlishús á Sel- tjarnarnesi í gær og þaðan stolið sjónvarpi og hljómflutningstækjum. Var þjófurinn á ferð meðan heimihs- fólkið var við vinnu. Spennti hann upp svalahurð. -GK Smugan: Sólarhring að skera úr skrúf u Það tók varðskipsmenn á Óðni rúmlega sólarhring að skera úr skrúfu togarans Snorra Sturlusonar RE í Smugunni. Lauk verkinu síðdegis í gær. Þá höfðu varðskipsmenn tvisvar orðið frá að hverfa vegna öldugangs. Flæktist varpa togarans Ola í skrúf- unni og varð að láta reka meðan beð- -j*. ið var aðstoðar. Snorri hóf veiðar að nýjuíSmugunniígærkvöldi. -GK Fjöldi björgunarsveitarmanna í Vestmannaeyjum hefur í gær og í dag leitað Steinunnar Þóru Magnúsdóttur, 14 ára stúlku frá Selfossi. Leitin beinist nú að höfninni en þar hefur fundist hálsklútur sem Steinunn Þóra á. Hún sást og síðast á gangi nærri höfninni. DV-mynd Ómar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NYTT SIMANUMER Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995. Forsetaframboð: Vilekkitjá mig um málið - segir Guðrún Agnarsdóttir „Ég hef ekkert um þetta mál að segja og vO ekkert tjá mig um það,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, aðspurð hvort hún muni gefa kost á sér í for- setaembættið nú þegar Vigdís Finn- bogadóttir hefur afráðið að fara ekki í framboð næsta sumar. Fjölmargir hafa verið oröaðir við forsetaframboð. Auk Guðrúnar má til dæmis nefna þau Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra, Stein- grím Hermannsson seðlabanka- stjóra, EOert B. Schram, forseta ÍSÍ, Sigríði Snævarr sendiherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, séra Pálma Matthíasson og Ólaf Egilsson sendiherra. -kaa Tölvur hurf u úr bflasölu Eigandi bílasölu í Reykjavík sakn- ar tveggja tölva og faxtækis eftir inn- brot í nótt. Einn maður var gripinn á staðnum eftir aö árvökull vegfar- andi lét lögreglu vita af grunsamleg- um mannaferðum. Lögreglan telur að fleiri hafi verið á ferð og hafi þeir komist undan með þýfið. Máhð er nú í rannsókn og gist- ir sá sem gripinn var fangageymslur. Hann hefur áöur komist í kast við lögin. -GK Framkvæmdastjóri tveggja fyrirtækja sem fluttu inn franskar kartöflur: Á am f-_g.Su Æ £ AKærour tyrir w milljóna tollsvik Stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri tveggja innflutn- ingsfyrirtækja, sem hann hefur rekið hvort með sínu nafninu, hef- ur verið ákærður fyrir að hafa svikist undan að greiða samtals 46 miOjónir króna í innflutningsgjöld frá ágúst 1988 tO júní 1992. Hér var um að ræða 92 vörusendingar af frönskum kartöflum sem maður- inn flutti inn frá Hollandi. Ákæra hefur nýlega verið birt en samkvæmt heimOdum DV hefur sakbomingurinn neitað öllum sak- argiftum og kveðst saklaus af því sem honum er gefið að sök. Réttar- höld hefjast í málinu i lok október. Þá mun ákæruvaldið meðal annars reyna að sýna fram á að maðurinn hafi fengið seljandann í HoOandi til að gefa upp mun lægra verð vörusendingar með frönskum kartöflum en hann í raun greiddi - með því hafi hann einungis þurft að greiða að jafnaði um helmtngi lægri imiilutningsgjöld en ella. Rikissaksóknari hefur jafnframt ákært manninn fyrir að hafa keypt mOdð af pappaöskjum á upp- sprengdu verði af sama kaupanda - en fyrir þá fjármuni sem upp á vantaði tO að frönsku kartöflumar yrðu að fuOu greiddar til seljand- ans. Samkvæmt þessu var ástæða hinna umfangsmiklu umbúða- kaupa sú að af þeim þurfti að greiða miklum mun lægri aðflutnings- gjöld en af kartöflunum. Miðað við það sem ákærða er gefið að sök taldist hann engii að siður hafa of- greitt 3,3 milljónir króna í aðflutn- ingsgjöld af umbúðunum sem þó er aðeins btill hluti af þeim 46 millj- ónunum sem hann telst hafa skotið undan í greiðslur af aðflutnings- gjöldum fyrir frönsku kartöflum- ar. Með þessu telur ákæruvaldið aö sakbomingnum hafi tekist að slá ryki í augu tollayfirvalda sem afgreiddu framangreindar 92 vöru- sendingar. Ótt LeitiníEyjum: Sástsíðast nærri höfninni Ómax Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.