Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 2
MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Fréttir Sökuð um aðför að lögreglu og tilraunir til að hindra hana í starfi: Við spurðum bara hvort þetta væri nauðsynlegt - segir Guðbjörg Ósk sem ásamt manm' sínum, Domemco Alex Gala, var á staðnum „Hvorki ég né maðurinn minn snertum viö lögreglumanninum Við spurðum bara hvort þetta væri nauð- synlegt eftir aö við sáum hvernig þeir tóku unglinginn, hentu honum í götuna og rifu hann svo aftur upp á hárinu," segir Guðbjörg Ósk Frið- riksdóttir sem ásamt manni sínum, Domenico Alex Gala, lenti í orða- hnippingum við lögreglumenn í Stuttar fréttir Störfumfækkar Störfum á vegum ríkisins fækk- ar um 800 til 900 vegna skertra framlaga til yerklegra fram- kvæmda. RÚV hafði eftír Bene- dikt Davíðssyni, forseta ASÍ, að skv. flárlagafrumvarpinu geri ríkisstjornin ekkert til að skapa ný störf í atvinnuíeysinu. Meiratéifangelsin Framlag ríkissjóðs til fangelsis- mála eykst um 100,7 milljónir á næsta ári og verður 424 miiljónir. Fimmtung hækkunarinar má rekja tílhallareksturs áþessuári. Sýslumönnumfækkað Sýslumannsembætti á Ólafs- firði og i Bolungarvík verða lögö niöur á næsta ári og sameinuð embættum á Akureyri og ísafiröi. Skv. fiárlagaframvarpimi lækka útgjöld ríkisins í kjölfariö um 14 milljónír á næsta ári og 12 millj- ónir árið 1997. Minnatilráðstöfunar Ráðstöfunartekjur einhleypra, sem hafa 100 þúsund krónur í mánaöarlaun, hafa skerst um 4,7% vegna hækkana á tekju- skafö sl. 7 ar. Hjá þeim sem hafa 250 þúsund króna tekjur er skerð- ingin 7,3 prósent. MeirafétilBessastaða Endurbæturnar á Bessastöðum kalla á 45 miHjóna viðbótarfjár- veitingu i ár en tíl verksins átti að verja 72 milljónum. Á næsta ári renna 37 milljónir tíl endur- bótanna samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ríldsstíórnarinnar. Minnihjálparstarfsemi Framlög röösins til alþjóðlegr- ar hjálparstarfsemi, þróunar- mála og Þróunarsamvinnustofn- unar íslands, lækka um samtals 13,4 mUljonir á næsta ári sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Alls verðor 264 miHjónum veitt til þessa mákfiokks. Færri félagslegar ibúðir RUcisstjórnin ráögerir að skerða framlög til félagslegra íbúðakerfisins um 208 milljónir á næsta ári. Áætlað er að lána til nýbyggjnga á 230 íbúðum i stað 420. Þetta kemúr fram í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Bolabrögðogpukur Sigurður Tómas Björgvinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins, sakar gjaldkera flokksins og formann -fram- kvæmdastíórnar um bolabrðgð. Meöal annars hafí gjaldkerinn leynt sig gögnum um fjármál fiokksins.RÚVgreindifrá. -kaa: miðbæ Reykvíkur fyrir skömmu. Nú eru þau sókuð um að hafa veist að lögreglunni og fyrir að hafa reynt aö hindra hana í starfi. Guðbjörg segir að þeim hafi ofboðið meðferðin á piltinum og haft um það orð en ekki meira. Þau voru bæði handtekin og flutt á lögreglustöðina þar sem Domenico varð að sitja heila nótt. Guðbjörgu var sleppt eftir aö hún neitaði að gefa skýrslu. Domenico er af ítölsku bergi brotinn en íslenskur ríkisborgari. Rannsóknarlögreglan hefur yfir- heyrt Domenico og er hann sakaður um að hafa slegið lögregluþjón utan- undir og slegið af honum húfuna. Upphaflega var Guðbjörg sökuð um þau verk. Að sögn RLR hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvort máhð á hendur Dominico verður sent ákæruvaldinu en vitni hafa ver- ið yfirheyrð vegna þess. Að öðru leiti vill RLR ekki ræða stöðu málsins. „Okkur finnst slæmt að vera sökuð um afbrot sem við höfum alls ekki framið. Okkur ofbauð bara meðferð lögreglunnar á piltinum sem að vísu var fullur en ekki til nokkurra vand- ræða og með smálempni hefði mátt komast hjá öllum illdeilum," segir Guðbjörg. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að í þessu máli standi orð á móti orði. „Lögregluþjónninn var sleginn en rannsókn verður að leiða í ljós hver er sekur í því máli," sagði Guömund- ur við DV. -GK Tjörnín í skrúogarðinum. Astríður Sigurðardóttir vill láta vatnstæma hana. DV-mynd Ægir Már Krafa um að tjörn i skrúðgarðinum í Keflavík verði vatnstæmd: Dauðagildra fyrir börnin Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég fer fram á að tjörnin veröi vatnstæmd. Hún er dauðagildra fyrir börnin. Barn getur drukknað í minni polli en þessum og þarna gætí orðið dauðaslys. Þá nota mávarnir^þennan stað sem baðstað," segir Ástríður Sigurðardóttir, 75 ára Keflvíkingur, sem fer fram á að tjörnin í skrúð- garðinum í Keflavík verði vatnstæmd. Hún hefur þegar kvartað til nefnd- ar um öryggismál barna í Reykja- nesbæ og vill að nefndin beiti sér fyrir því að tjörnin verði tæmd. Ástríður, sem býr rétt hjá tjörninni, segist hafa séð barn vera nálægt því að detta í tíórnina við að ná í dúkk- una sína s'em það hafði misst í vatnið. „Það er fullt af litlum börnum sem sækja í tjörnina. Þau vaða upp í mitti berfætt. Þarna er mikið af glerbrot- um á botninum. Ég sé enga fegurð í þessar tjörn. Þarna hendir fólk mat- arrush ofan í og mávarnir bera með sér alls konar bakteríur. Það er hægt að segja að ég sé orðin of gömul til að skipta mér af þessu en mér finnst mér koma þetta við. Ég ætla aö halda minni baráttu áfram og fá þennan fúla pytt í burtu," segir Ástríður. Afbrot á Akureyri: Fóru úr f íknief na- samkvæmi í innbrot - lögreglan sein að taka við sér? Maður, sem tilkynnti um fíkni- efnasamkvæmi í húsi á Akureyri á sunnudagskvöldið, itelur vinnubrögð lögreglu undraverð í ljósi þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir innbrot í húsnæði Sálarrannsóknar- félagsins í fyrrinótt. Lögreglubíl hefði verið ekið margoft framhjá húsi þar sem þjófarnir voru í sam- kvæmi en síðar um nóttina hefðu þeir látið til skarar skríða og brotist inn. Sex aðilar voru handteknir í gær en tveimur var haldið eftir vegna yfirheyrslna. „Mér finnst þetta hart því annar aðilanna, sem var í haldi lógreglunn- ar, hefur m.a. verið að seh'a 16-17 ára ungmennum fíkniefni. Auk þess var einn aðili í þessu partíi, sem aldrei hefur lent í shku, útsprautaður því hann var svo öfurölvi að hann vissi ekki hvað hann var að gera," sagði maðurinn við DV. „Á sunnudagskvöldið lá fyrir vitn- eskja um að fikniefhi væru í húsinu og var lögreglunni tilkynnt um það. Merktum lögreglubíl var margsinnis ekiö framhjá húsinu en það var ekki farið inn fyrr en um tveimur klukku- stundum síðar - þá var allt um sein- an og engin efni fundust," sagði mað- urinn. Gunnar Jóhannsson rannsóknar- lögreglumaður sagði í samtah' við DV að lögreglan hefði m.a. verið að hafa afskipti af fólki í viðkomandi húsi vegna málefna ótengdum fíkniefnum eða innbrotum. Hann gæti að öðru leyti ekki svaraö fyrir aðgerðir lög- reglunnar á sunnudagskvöldið og aðfaranótt mánudags. Þýfi að verð- mæti mörg hundruð þúsund króna var komið í leitirnar í gær, sam- kvæmt upplýsingum Gunnars. -Ótt Sauðárkrókur: HrekkjóHur kláðamaur „Þaðeinaseméggetsagterað maurinn er ófundinn enn," segir Sigurjóri Þórðarson, heílbrigðis- fuBtrúi á Sauðárkróki, úra leit að kláðamaur þar í bænum. Tll- kynning kotn um að maurinn herjaði á ungmenni staðarins og yoru heimkynni hans rakiri tíl likamsræktarstöðvar. Var leitað tíl lækna um leið og likamsræktarstöðin var rann- sökuð. Enginn maur fannst og ekki heldur ungmennl þau sero áttu að vera raeð kláðann. Varð þvx niðurstaðá rannsókn- arinnarað tejja maurinn hrekk- jóttan í meiralagi ef ekki illkvitt- inn og tíl þess vakinn upp að koma óorði á Iflcamsræktarstöð- Ina. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.