Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 3 i I f b > I > > > Fréttir Sveinbjöm Björnsson háskólarektor áhyggjufullur vegna öryggismála skólans: Sérstök öryggisgæsla sett um aðalbygginguna - óttast að tölvuþjófar nýti sér vinnupallana um húsið sem „þjófavörn í( „Það er rétt aö viö höfum sett sér- staka öryggisgæslu um aðalbygging- una. Við höfum ástæöu til að óttast að tölvuþjófar nýti sér vinnupallana, sem þar eru nú, til aö brjótast inn og stela úr tölvunum," segir Svein- björn Björnsson háskólarektor við DV. Fyrir skömmu var brotist inn í aðaibygginguna og stolið tölvu. Eftjr það var ákveðið að gæta byggingar- innar betur en verið hefur, sérstak- lega vegna þess að auðvelt er að kom- ast aö gluggum á öllum hæðum með- an vinnupallar eru við húsið. Vinnu- pallarnir eru klæddir með grænu neti og virkar það eins og „öfug þjófa- vörn“ og geta óboðnir gestir athaífnað sig í næði bak við netið. „Eftir að brotist var inn í eitt tölvu- vera skólans í síðustu viku var ákveðið að leita þegar leiða til að bæta öryggismálin. Þjófavarnakerfi eru bara í sumum húsa skólans og erfitt að koma við öruggri gæslu,“ segir Sveinbjörn. Bygginganefnd Háskólans, sem sér um öryggismálin, er nú að kanna leiðir til að auka öryggið og þá sér- staklega að koma í veg fyrir að tölvu- þjófar komist inn í byggingar og steli út tölvunum. „Vandinn er að það er mjög erfitt að halda í frelsi nemenda til að stunda sína vinnu í skólanum að kvöldi til og að auka öryggið. Einn möguleikinn er að fá nema til að taka að sér gæslu enda margir þeirra þaulsætnir við tölvurnar," sagði Sveinbjörn. Auövelt aö stela tölvuvinnu nemenda: Öryggismálin í algerum ólestrí - segir formaður Stúdentaráös „Það er skemmst frá því að segja að öryggismál Háskólans eru í alger- um ólestri. Þetta er stórvandamál sem ég veit aö hefur verið tekið upp í Háskólaráði. Það er mikill áhugi á að bæta hér úr en erfitt að benda á raunhæfar leiðir,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdenta- ráðs, i samtali við DV. Eins og greint hefur verið frá í DV var í síðustu viku stohð minniskubb- um úr ellefu tölvum í einu af tölvu- verum Háskólans. Þar hafa nemend- ur vinnuaðstöðu. Brotist var inn í tölvuverið um nótt en svo virðist af verksummerkjum sem þjófarnir hafi vitað nákvæmlega hvar þeir áttu að leita að verðmætum. Ekkert af vinnu nemenda var geymt í tölvunum en að sögn Dou- glass A. Broutchie, forstöðumanns Reiknistofnunar Háskólans, er álíka auðvelt að komast inn í bygginguna þar sem móðurtölvan geymir vinnu nemenda. „Mér er ekki kunnugt um tækni- hlið þessara mála en aðalatriðið er að það verður að grípa til ráðstafana í öÚum byggingum Háskólans strax. Nemendur eru algerlega varnarlaus- ir í þjófnaðarmálum sem þessum og gætu tapað mikilh vinnu sem engin leið er aö tryggja," sagði Guðmund- ur. Guðmundur sagði að málið hefði Netklæddir vinnupallar þekja nú alla aðalbyggingu Háskóla íslands. DV- mynd Brynjar Gauti verið tekið upp í Háskólaráöi en ekki hefði enn orðiö úr aðgerðum. „Vand- inn er sá að það eru svo margir sem þurfa að hafa aðgang að þessum byggingum og erfitt að koma við ströngu eftirliti og öryggisgæslu án þess að ganga um leið á frelsi stúd- enta til að sinna vinnu sinni,“ sagði Guðmundur. -GK Almennt eru byggingar Háskólans opnar til klukkan tíu að kvöldi og sumar lengur. Öryggiskerfi eru í fæstum bygginganna en húsverðir sjá um eftirlitið eftir því sem við verður komið. „Öryggismálin hjá okkur eru mikið áhyggjuefni, sérstaklega eftir að það komst í tísku að stela úr tölvum. Við verðum að finna lausn á þessum vanda áöur en langt um líður,“ sagði Sveinbjörn. _gk Ríó SAGA hefst d ný laugardaginn 7. október Þeir eru mættir aftur fullir af fjöri, Ágúst Atlason, Helgi Péturs og Óli Þórðar, og fara á kostum í upprifjun á því helsta úr sögu Rtó tríós. Sigrútt Eva Artnannsdóttir slær á létta strengi með þeim félögum, tekur lagið og verður til alls vís. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri máltíð. Síðan hefst hin óborganlega Ríó saga - með tilheyrandi söngi og gríni. Einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Að skemmtidagskrá lokinni leikur danshljómsveitin Saga Klass fram á nótt ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Pantanir og upplýsingar í síma 552 9900. Kynnið ykkur sértilboð d gistingu d Hótel Sögu. -þín sagal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.