Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDÁGUR 4. OKTÓBER 1995 Fréttir Bergur Rögnvaldsson varð fyrir árás hrúts á veginum fyrir austan Vík í Mýrdal: Stökk upp á veginn og réðst á bílinn - viðgerðin kostar hálfa milljón segir Bergur sem ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólunum „Hrúturinn stökk skyndilega upp á veginn, sneri sér móti mér, setti und- ir sig hausinn og réöst á móti bílnum. Ég var á áttatíu kílómetra hraða og hafði ekki tíma til að gera neitt," seg- ir Bergur Rögnvaldsson, trillukarl og trúbador, í samtah við DV. Bergur var að koma frá Höfn í Hornafirði á sunnudaginn þegar hann mætti hrútnum á veginum rétt austan við Vík í Mýrdal. Hjá árekstri varð ekki komist og hafhaði hrútur- inn á hægra horni bílsins, sem er af gerðinni Mercedes Benz. Hrúturinn drapst samstundis og dreifðist blóð, gor og kjöttægjur yfir bílinn. „Hrúturinn hreinlega sprakk þeg- ar hann kom á bíhnn. Höggið var gífurlegt en ég var í bílbelti og það bjargaði mér. Annars væri ég ekki hér," segir Bergur. Bergur telur að tjónið á bílnum nemi í það minnsta hálfri mUljón. Hægra framhornið er allt undið upp, ljós brotin og varð að fjarlægja bílinn af yeginum með kranabíl. „Ég gat nákvæmlega ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta óhapp. Girð- ingar eru á báða vegu við veginn og ég átti ekki von á skepnum þarna. Eftir því sem ég best veit verö ég að bera allt tjónið sjálfur og ef til vill að greiöa bætur fyrir hrútinn Uka," segir Bergur. Hann hefur nú haft samband við lögfræðing og ætlar sér að taka mál- ið upp fyrir dómstólum. Réttarstaðan er þó óviss og vandséð hvernig á að snúa sér í málinu. Bergur er hins vegar ákveðinn í að láta á það reyna hvort hann beri ábyrgð á óhappi eins og þessu. „Ég fer einu sinni í viku milli Hafn- ar og Reykjavíkur og á þeirri leið getur maður lent í óhappi sem þessu hvenær sem er. Það gengur ekki að bændur geti beitt búfénaði sínu á vegkantana og skapað stórhættu fyr- ir vegfarendur," segir Bergur. -GK „Hrúturinn stökk upp á veginn og setti undir sig hausinn," segir Bergur Rögnvaldsson sem varð fyrir stórtjóni á bil sínum eftir „árás" hrúts á veginum fyrir austan Vík i Mýrdal um helgina. OV-mynd Brynjar Gauti Lottofyrirtaeki: Ríkistryggð gyfiliboðvekja tortryggni Alimargir ísleridingar hafa fengið send bréf frá bandarísku lottófyrtækí, United States Lott- ery Commission, þar sem látíð er í það skíria að hver sem er geti orðið margmihjóner fyrir litinn sem enganpening með þátttöku. Fyrir fáeinar krónur geti mörin- um áskotnast allt að 100 milljónir dollara. TeMð er fram í bréfinu áð lottóiö sé rekið með ríkis- ábyrgð. Grunsemdir hafa vaknað hjá ýmsum móttakendúm bréfsíns um að ekki sé að treysta þeim upplýsingvun sem gefhar eru i gyUiboðinu. í því sambandi hafa ¦menn meðal annars bent á mis- ræmi mílli uppgeflns heimilis- fangs og símanúmers Iottófyrir- tækisins. Vegna þessa leitaði DV upplýs- inga hjá Bandaríska sendiráöinu um lottófyrirtækið og þá ríkis- ábyrgð sem lofað er. Þar á bæ fundu menn engin gögn eða upp- lýsingarumfyrirtækið. -kaa Sandgerði: Þrjú f yrirtæki sækja um lóðir Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum.' „Við leynum því ekki að höfnin sem slik er að verða mest nýtta höfh landsins. Við höfum fundið það á siðustu árum að ásóknin er orðin raikil," sagði Sigurður Valúr Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, enþrjúsjávarútvegs- fyrirtækí utan Sandgeröís hafa lagt inn umsóknir um lóðir við hafharsvæðið í Sandgerði. Þá hafa þrjú fyrirtæki, sem eru starfandi í Sandgerði, lagt inn umsóknir. Að sögn Sigurðar er deiliskipu- lagið í vinnslu og er væntanlegt ánæstu dögum ogþá verður lóð- unum úthlutað. Þá er verið aö hanna nýjan veg og leggja vatns- og skólpleiðslur á svæðinu. AIís er gert ráð fyrir að úthluta átta iðnaðarlóðum í og við hafhar- svæðið. I dag mælir Dagfari Þreyttir f lugumf erðarstjórar Dagfari minnist þess að flugum- ferðarsrjórar stóöu í mikilh og harðri kjarabaráttu fyrir nokkrum árum og fengu þá umtalsverða launahækkun gegn samkomulagi um að falla frá verkfallsrétti. Ekki man Dagfari betur en að flugum- ferðarstjórar hefðu upp til hópa verið nokkuö ánægðir með þessar kjarabætur og samþykktu nýja kja- rasamninga með öllum greiddum atkvæðum. Nú hafa flugumferðarstjórar aft- ur séð ástæðu til að hefja nýja kjarabaráttu sem gengur út á það aö þeir fái verkfaUsréttinn á ný. Hafa þeir allir sagt úpp störíum nema tveir sem hætta hvort sem er um næstu áramót vegna aldurs. Uppsagnirnar taka gildi um ára- mótin næstu og þá ætla flugum- ferðarstjórar sem sagt að leggja niður vinnu vegna þess að þeir hafa sagt upp vegna þess að þeir hafa ekki verkfallsrétt til að leggja niður vinnu. Hér er úr nokkuð vöndu að ráða. Ef flugumferðarsrjórar fá ekki rétt- inn til að leggja niður vinnu með verkfalh leggja þeir niður vinnu til að krefjast verkfallsréttar, til að leggja niður vinnu. Fer ekki á milU mála að viðsemjendur flugumferð- arstjóra hafa samið af sér með því að gleyma að banna flugumferðar- srjórum að leggja niður vinnu með því að segja upp störfum sínum, enda kemur í ljós að það skiptir engu hvort flugumferðarsrjórar hafa verkfallsrétt eða ekki ef þeir geta sagt upp til að krefjast ver- kallsréttar. Þetta er enn fremur afar sniðug aðferð hjá flugumferðarsrjórum að bæta kjör sín með því að lofa fyrst og semja um að leggja niður verk- fallsrétt til að fá umtalsverða launahækkun út á það að leggja niður verkfallsrétt og leggja síöan niður vinnu til að fá rétt til að leggja niður vinnu af því aö þeir höfðu ekki rétt til að falla frá því að leggja niður vinnu, samkvæmt félagssáttmála Evrópu. Þá má heldur ekki gleyma þeirri fuUyrðingu flugumferðarsrjóra að þeir vinni langan vinnudag og starfið skapi mikið álag og það er engin hemja og ekkert réttlæti að menn þurfl að mæta til vinnu og þreytast í vinnu sinni án þess að hafa rétt til að leggja niður vinnu í verkfalh' til að mótmæla álaginu sem fylgir því að mæta til vinnu. Flugumferðarsrjórar eru alveg orðnir gjörsamlega uppgefhir á þessari þrælavinnu sem þeir eru í og hafa þess vegna sagt upp störf- um til að hvíla sig af því að þeir geta ekki hvílt sig í verkfalh sem þeir eiga þó rétt á. Ekki er hægt að sjá annað en að viðsemjendur flugumferðarstjóra veröi að fallast á að veita þeim verkfaUsréttinn á nýjan leik svo þeir leggi ekki niður vinnu með því að hætta í vinnunni og þannig geta flugumferðarstjórar öðlast verk- faUsrétt til að leggja niður vinnu til að mótmæla vinnuálaginu án þess að þurfa segja upp vinnunni til að geta hvflt sig frá vinnunni. Síðan geta þeir út af fyrir sig far- iö aftur í samninga við viðsemjend- ur sína og fengið launabætur út á þaö að afsala sér verkfaUsréttinum sem gefir ekki svo mikið til, því þeir geta aUtaf sagt upp vinnunni, til að krefjast verkfaUsréttar á nýj- an leik, af því aö þeir eiga hvort sem er rétt á verkföUum þegar þeir eru orðnir of þreyttir í vinnunni til að sinna henni. Óg þá kemur aftur að því að þeir fái verkfaUsréttinn til að koma í veg fyrir að vesaUngs flugumferðarsrjórarnir segi upp störfum til að heimta verkfaUsrétt- inn sem þeir afsöluðu sér til að geta fengið hærra kaup fyrir vinn- una sem er þá alveg aö drepa. Þessi nýstárlega kjarabarátta ætti að verða öðrum verkalýðsfé- lögum til eftirbreytni. Menn eiga ekki að vera að ríghalda í verkfaUs- réttinn ef þeir fá launahækkanir út á að afsala sér verkfaUsréttinum því menn geta einmitt fengið verk- faUsréttinn aftur með því að leggja niður vinnu til að fá að leggja niður vinnu í verkfalU. Kemur út á eitt, ekki satt! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.