Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Fréttir Bergur Rögnvaldsson varð fyrir árás hrúts á veginum fyrir austan Vik í Mýrdal: Stökk upp á veginn og réðst á bflinn - viðgerðin kostar hálfa milljón segir Bergur sem ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólunum „Hrúturinn stökk skyndilega upp á veginn, sneri sér móti mér, setti und- ir sig hausinn og réöst á móti bílnum. Ég var á áttatíu kílómetra hraöa og haföi ekki tíma til að gera neitt,“ seg- ir Bergur Rögnvaldsson, trillukarl og trúbador, í samtcili við DV. Bergur var aö koma frá Höfn í Homafiröi á sunnudaginn þegar hann mætti hrútnum á veginum rétt austan við Vík í Mýrdal. Hjá árekstri varð ekki komist og hafnaði hrútur- inn á hægra horni bílsins, sem er af gerðinni Mercedes Benz. Hrúturinn drapst samstundis og dreifðist blóð, gor og kjöttægiur yfir bílinn. „Hrúturinn hreinlega sprakk þeg- ar hann kom á bíhnn. Höggið var gífurlegt en ég var í bílbelti og það bjargaði mér. Annars væri ég ekki hér,“ segir Bergur. Bergur telur að tjónið á bílnum nemi í þaö minnsta hálfri milljón. Hægra framhornið er allt undið upp, ljós brotin og varð að fjariægja bílinn af veginum með kranabíl. „Ég gat nákvæmlega ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta óhapp. Girð- ingar em á báða vegu við veginn og ég átti ekki von á skepnum þama. Eftir því sem ég best veit verð ég að bera allt tjónið sjálfur og ef til vih að greiða bætur fyrir hrútinn líka,“ segir Bergur. Hann hefur nú haft samband við lögfræðing og ætlar sér að taka mál- ið upp fyrir dómstólum. Réttarstaðan er þó óviss og vandséð hvernig á að snúa sér í málinu. Bergur er hins vegar ákveðinn í aö láta á það reyna hvort hann beri ábyrgð á óhappi eins og þessu. „Ég fer einu sinni í viku milli Hafn- ar og Reykjavíkur og á þeirri leið getur maður lent í óhappi sem þessu hvenær sem er. Þaö gengur ekki að bændur geti beitt búfénaði sínu á vegkantana og skapað stórhættu fyr- ir vegfarendur," segir Bergur. -GK „Hrúturinn stökk upp á veginn og setti undir sig hausinn," segir Bergur Rögnvaldsson sem varö fyrir stórtjóni á bíl sinum eftir „árás“ hrúts á veginum fyrir austan Vik í Mýrdal um helgina. DV-mynd Brynjar Gauti Lottófyrirtæki: Ríkistryggð gylliboð vekja Ahmargir Islendingar hafa fengið send bréf frá bandarísku lottófyrtæki, United States Lott- ery Commission, þar sem látið er í það skína að hver sem er geti orðið margmilljóner fyrir lítinn sem engan pening með þátttöku. Fyrir fáeinar krónur geti mönn- um áskotnast aht aö 100 milljónir dollara. Tekið er fram í bréfinu að lottóiö sé rekið með ríkis- ábyrgð. Grunsemdir hafa vaknað hjá ýmsum móttakendum bréfsins um að ekki sé að treysta þeim uppiýsingum sem gefnar eru í gylhboðinu. í því sambandi hafa menn meðal annars bent á mis- ræmi milb uppgefms heimilis- fangs og simanúmers lottófyrir- tækisins. Vegna þessa leitaði DV upplýs- inga hjá Bandaríska sendiráðinu um lottófyrirtækið og þá ríkis- ábyrgö sem lofað er. Þar á bæ fundu menn engin gögn eða upp- lýsingarumfyrirtækið. -kaa Þrjú fyrirtæki sækja um Iððir Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Við leynum því ekki að höfnin sem slik er að verða mest nýtta höfn landsins. Við höfum fundið það á síðustu árum að ásóknin er orðin mikil," sagði Sigurður Valur Ásbjamarson, bæjarstjóri í Sandgerði, en þrjú sjávarútvegs- fyrirtæki utan Sandgerðis hafa lagt inn umsóknir um lóðir við hafnarsvæðið í Sandgerði. Þá hafa þrjú fyrirtæki, sem eru starfandi í Sandgerði, iagt inn umsóknir. Að sögn Sigurðar er deihskipu- lagið í vinnslu og er væntanlegt á næstu dögum og þá verður lóð- unum úthlutað. Þá er verið að hanna nýjan veg og leggja vatns- og skólpleiðslur á svæðinu. Alls er gert ráð fyrir að úthluta átta iðnaðarlóðum í og við hafnar- svæðið. í dag mælir Dagfari Þreyttir f lugumferðarstjórar Dagfari minnist þess að flugurn- ferðarstjórar stóðu í mikilli og harðri kjarabaráttu fyrir nokkrum árum og fengu þá umtalsverða launahækkun gegn samkomulagi um að falla frá verkfahsrétti. Ekki man Dagfari betur en að flugum- ferðarstjórar hefðu upp til hópa verið nokkuð ánægðir með þessar kjarabætur og samþykktu nýja kja- rasamninga með öhum greiddum atkvæðum. Nú hafa flugumferðarstjórar aft- ur séð ástæðu til að hefja nýja kjarabaráttu sem gengur út á það að þeir fái verkfahsréttinn á ný. Hafa þeir allir sagt upp störfum nema tveir sem hætta hvort sem er um næstu áramót vegna aldurs. Uppsagnimar taka gildi um ára- mótin næstu og þá ætla flugum- ferðarstjórar sem sagt að leggja niður vinnu vegna þess að þeir hafa sagt upp vegna þess að þeir hafa ekki verkfallsrétt til að leggja niður vinnu. Hér er úr nokkuð vöndu að ráða. Ef flugumferðarstjórar fá ekki rétt- inn th að leggja niður vinnu með verkfalli leggja þeir niður vinnu til að krefjast verkfallsréttar, th að leggja niður vinnu. Fer ekki á mhh mála að viðsemjendur flugumferð- arstjóra hafa samið af sér með því að gleyma að banna flugumferðar- stjórum að leggja niður vinnu með því að segja upp störfum sínum, enda kemur í ljós að það skiptir engu hvort flugumferðarstjórar hafa verkfallsrétt eða ekki ef þeir geta sagt upp til að krefjast ver- kallsréttar. Þetta er enn fremur afar sniðug aðferð hjá flugumferðarstjórum að bæta kjör sín með því að lofa fyrst og semja um að leggja niður verk- fallsrétt til að fá umtalsverða launahækkun út á það að leggja niður verkfallsrétt og leggja síðan niður vinnu th að fá rétt til að leggja niður vinnu af því að þeir höfðu ekki rétt th að faha frá því að leggja niður vinnu, samkvæmt félagssáttmála Evrópu. Þá má heldur ekki gleyma þeirri fullyrðingu flugumferðarstjóra að þeir vinni langan vinnudag og starfið skapi mikið álag og það er engin hemja og ekkert réttlæti að menn þurfi að mæta til vinnu og þreytast í vinnu sinni án þess að hafa rétt th að leggja niður vinnu í verkfalh til að mótmæla álaginu sem fylgir því að mæta til vinnu. Flugumferðarstjórar eru alveg orðnir gjörsamlega uppgefnir á þessari þrælavinnu sem þeir eru í og hafa þess vegna sagt upp störf- um th að hvíla sig af því að þeir geta ekki hvílt sig í verkfalh sem þeir eiga þó rétt á. Ekki er hægt að sjá annað en aö viðsemjendur flugumferðarstjóra verði að fallast á að veita þeim verkfallsréttinn á nýjan leik svo þeir leggi ekki niður vinnu með því að hætta í vinnunni og þannig geta flugumferðarstjórar öðlast verk- fallsrétt til aö leggja niöur vinnu til að mótmæla vinnuálaginu án þess að þurfa segja upp vinnunm til að geta hvht sig frá vinnunni. Síðan geta þeir út af fyrir sig far- ið aftur í samninga við viðsemjend- ur sína og fengið launabætur út á það að afsala sér verkfallsréttinum sem gerir ekki svo mikið th, því þeir geta alltaf sagt upp vinnunni, til að krefjast verkfallsréttar á nýj- an leik, af því aö þeir eiga hvort sem er rétt á verkfohum þegar þeir eru orðnir of þreyttir í vinnunni til að sinna henni. Og þá kemur aftur að því að þeir fái verkfahsréttinn til að koma í veg fyrir að vesahngs flugumferðarstjórarnir segi upp störfum til að heimta verkfallsrétt- inn sem þeir afsöluðu sér til að geta fengið hærra kaup fyrir vinn- una sem er þá alveg að drepa. Þessi nýstárlega kjaraharátta ætti að verða öðrum verkalýðsfé- lögum th eftirbreytni. Menn eiga ekki að vera að ríghalda í verkfalls- réttinn ef þeir fá launahækkanir út á að afsala sér verkfallsréttinum því menn geta einmitt fengið verk- fallsréttinn aftur með því að leggja niður vinnu th að fá að leggja niður vinnu í verkfalli. Kemur út á eitt, ekki satt! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.