Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Fréttir l Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra um sóknarstýringu á Flæmska hattinum: Orkar mjög tví- mælis að mótmæla - samdóma álit okkar og LÍÚ að það ætti að koma til stjórnun „Viö munum auövitað ræöa stöðu þessa máls við samtök útgerðar- manna. Ég hef á það bent að það orki mjög tvímælis fyrir okkur að mótmæla samþykktinni," segir Þor- steinn Pálsson um möguleika þess að hverfa frá samþykkt sem gerð var á ársfundi NAFO þar sem samþykkt var mótatkvæðalaust að taka upp sóknarstýringu á Flæmska hattin- um. Útgerðarmenn sem stunda veiðar á þessum slóðum eru ævareiðir vegna sóknarstýringarinnar og stjórn LÍÚ hefur lýst málinu sem klúðri. Þorsteinn segir að lagt hafi verið til í samráði við LÍÚ á ársfundinum í fyrra að tekin yrði upp stjórnun á svæðinu. Hann segir því að engum hefði átt að koma á óvart að tekin væri upp stjórnun veiða. „Þegar í fyrra var það var sam- dóma álit okkar og LÍÚ að það ætti að koma til stjórnun veiða á þessu svæði. Viö lögðum það rnjög ákveðið til í nánu samráði við LÍU. Þó að það geti verið skiptar skoðanir um ná- kvæmni þessarar vísindalegu úttekt- ar þá hefur það eigi að síður légið fyrir að menn teldu nauðsynlegt að koma á stjórnun og við höfum líka viljað gera það til að tryggja hags- muni okkar og gefa þá ekki öðrum þjóðum kost á að auka þar veiðar og rýra þar með framtíöarhlut okkar. Menn hljóta að átta sig á því að því lengur sem þetta er frjálst hljóta aðr- ar þjóðir að koma inn í þetta," segir Þorsteinn. „Þessi gagnrýni er af tvennum toga. Annars' vegar frá stjórn LÍÚ sem snýr að því aö þessi sóknarstýr- ing sé ekki nógu virk og feli í raun í sér möguleika á því að menn geti aukið veiðar og stefnt framtíðarveið- um með því í hættu. Ég er í sjálfu sér sammála þeirri gagnrýni þó ég telji að hinir kostirnir tveir hefðu verið lakari. Annars vegar að setja á núllkvóta og hins vegar að gefa þetta frjálst. Síðan er gagnrýni frá einstök- um útgerðarmönnum sem vilja enga stjórnun. Þeirri gagnrýni er ég ósam- mála og bendi á aö þeirra samtök hafa barist fyrir því í meira en heilt ár að það yrði komið á virkari stjórn- un en nú hefur verið komið á," segir Þorsteinn. Sæti íslands í vísindanefnd NAFO var óskipað. Flokkast slíkt ekki und- ir mistök? „Við getum alltaf gert betur með þátttöku í undirbúningsstarfi eins og þessu. Þaö breytír þó ekki því að þegar í fyrra var það samdóma álit okkar og LÍÚ að það ætti að koma á stjórnun,"segirÞorsteinn. -rt Unnið með stórvirkum vélum í jarösiginu enda eru björgin, sem koma úr fjallinu fyrir ofan, stór. DV-mynd örn Framkvæmdir við Siglufjarðarveg vegnajarðsigs: Færa veginn of ar í fjallið Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum; Framkvæmdir standa nú yfir við svokallað jarðsig í Siglufjarðarvegi. Jarðsigið er í Almenningum, nokkuð innan við Mánárskriður. Þar hefur vegurinn sigið mokkrum sinnum á hverju ári, einkanlega í miklum rign- ingum. Nú á að færa veginn ofar í fjallið sem nemur a.m.k. hálfri veg- breidd á 360 metra löngum kafla. Standa vonir til að með því megi koma veginum upp fyrir þann kafla sem er á mestri hreyfingu. Vegurinn var færður ofar í fjalliö 1991 og þykir það hafa gefiö góða raun. Sigið hefur verið mun minna síðan. Vegurinn seig um 6 metra árin 1989 og 1990. Talsvert kostnaðarsamt er að færa veginn því að fjallið, sem vegurinn liggur framan í, er hátt og stórgrýtt. Áformað er að ýta til 12 þúsund rúm- metrum af jarðvegi og er kostnaður áætlaður 3,5 milljarðar króna. Verk- taki er Jarðverk hf. frá Dalvík. Öllu efni þarf að ryðja yfir veginn og mun það valda umferðartöfum. 1. október Fannný- bornaávið smölun Er Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi, var við smölun við Þernuvík um helgina fann hann nýborna á. „Eg tók hana bara í bílinn með lambið sem var hrútur. Ég haföi mæðginin í aftursætinu og setti hundinn í framsætið," segir Sig- urjón. Hann getur þess að þaö sé ekki óalgengt að lömb fæðist í ágúst og september. „Það þykir gott hérna ef sauöburði lýkur fyrir sláturtíð en þetta er nú í seinna lagi," greinir Sigurjón frá. • Leigubílsijóri: Kærðurfyrir tilraun til nauðgunar Tvítug kona hefur kært leigu- bílstjóra úr Reykjavík fyrir kyn- ferðislega áreitni og turaun til nauðgunar. Atvikið varð í leigu- bíl á leið úr Garðabæ til Reykja- víkur á sunnudaginn. Mun konan hafa sofið í bflnum. Rannsóknarlögreglan rannsak- ar málið en ekki verður krafist gæslu varðhalds yfir manninum. -GK Hafharfjörður: Olíaísjóinn í fyrrinótt veittu menn við Hafnarfjarðarhöfn því athygli að stór olíuflekkur hafði myndast við georgíska togarann Atlantic Princess. Að sögn Hafnarfjarðarlögregl- unnar leikur grunur á að skip- verjar hafi dælt afgangsolíu í sjó- inn en þeir eru grunaðir um sama athæfiísumar. -GK FATASKÁPAR A FÍNU VERÐI Hæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 50 cm 8.550,- 60 cm 9.140,- 80 cm 11.630,. 100 cm 13.140,- Aukalega fæst miliiþil og 3 hillur á 3.580,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /rdnix HÁTÚNI6AVREYKJAVIK S(MI 552 4420 Upplýsingar um síinanúiner innanlands Hva& er ni3ineri& hjá Siggu? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 03 breytist í 118. POSTUR OG SIMI S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.