Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Uflönd r>v O. J. Simpson frjáls maður eftir að kviðdómur sýknaði hann í gær: Aðaltakmarkið að leita morðingjanna - sagði ruðningshetjan í yfirlýsingu sem sonur hans las fyrir fréttamenn O.J. Simpson svaf heima hjá sér í nótt. Ruðningshetjan fyrrverandi gat um frjálst höfuð strokið í gær í fyrsta sinn í rúma fimmtán mánuði eftir að kviðdómur í Los Angeles sýknaði hann af öllum ákærum um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Slic- ole Brown Simpson, og vin hennar, Ronald Goldman. Morðin voru fram- in á heimili hennar í Brentwood- hverfi Los Angeles í júní í fyrra. Simpson sagði í yfirlýsingu eftir að hann hafði verið látinn laus að hann mundi helga líf sitt leitinni að morð- ingja eða morðingjum konu sinnar og vinar hennar. Bandaríkin töpuðu Óvæntum endalokum réttarhald- anna var sjónvarpað um alla heims- byggðina. Simpson fagnaði niður- stöðunni en fjölskyldur hinna myrtu trúðu ekki sínum eigin eyrum. Fred Goldman, faðir Ronalds, gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann hitti blaðamenn í gær. Hann sagði að það hefðu ekki verið sak- sóknararnir sem töpuðu, heldur Bandaríkin og bandaríska réttar- kerfið. Fjölskylda Nicole Brown Simpson lét að því liggja að hún væri reiðubú- in að afhenda Simpson tvö ung böm hans aftur. „Við græðum ekkert á því aö berjast. Fjölskylduerjur eru aldrei af hinu góða. Börnin mundu þjást," sagði Lou Brown, faðir Nic- ole, í viðtali við sjónvarpskonuna Diane Sawyer hjá ABC. Justin, 6 ára, og Sydney, 8 ára, hafa búið hjá Brown-fjölskyldun'ni í rúmt ár, eða frá því faðir þeirra var handtekinn. Simpson féllst á að af- sala sér forræði barnanna þar til hann gæti sjálfur annast þau aftur og er ekki annað að sjá en að skilyrð- um til þess sé nú fullnægt. Juditha Brown, amma barnanna, sagði að þeim hefði verið sagt frá niðurstöðunni um leið og fjölskyldan kom heim úr dómshúsinu. „Já, við sögðum þeim að pabbi væri frjáls maður. Þau voru ánægð. Þau elska pabba sinn. Við sögðum aldrei neitt misjafnt um pabba þeirra við þau," sagði amman. Sýknudómur hneykslar Mörg hundruð stuðningsmenn 0. J. Arnelle Simpson, dóttir O.J. Simpsons, og systir hans, Carmelita Durio, láta gleói sína yfir úrskurói kviðdómsins í Ijós fyrir utan heimili Simpsons i gær. Ættingjar og vinir héldu honum veislu og höfðu skreytt húsið með blöörum. - Símamynd Reuter Simpsons voru saman komnir fyrir utan dómshúsið og fógnuðu þegar úrskurður kviðdómsins lá fyrir. Jafnvel á Times Square í New York brutust út fagnaðarlæti. Margir Bandaríkjamenn lýstu yfir hneykslan sinni á því að kviðdóm- endurnir, níu blökkumenn, tveir hvítir og einn spænskumælandi, skyldu hafa hunsað þaö sem sak- sóknarar kölluðu „heilt fjall af sönn- unum" sem tengdu SimpSon við glæpinn. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með úrskurðinn," sagði Gil Garcetti saksóknari við frétta- menn. Hann sagði aö embætti sitt liti svo á að málinu væri lokið. „Þetta voru peningar gegn engum peningum. Ef maður á nóga peninga í þessu landi getur maður greinilega brytjað eiginkonu sína í spað," sagöi Jewel Holt, sem starfar við sjón- varpsþáttagerð. Faye Resnick, vinkona Nicole Brown sem skrifaði bók um síðustu daga hennar, sagði: „Nicole hafði rétt fyrir sér. Hún sagði að hann ætlaði aö drepa hana og að hann mundi komast upp með það." Brenda Moran, einn kviðdómenda, sagði hins vegar: „Ég tel að við höfum gert það eina rétta." Veisla hjá Simpson Ættingjar og vinir Simpsons héldu honum veislu á heimili hans í gær og höfðu skreytt híbýlin með blöðr- um í skærum litum. í yfirlýsingu Simpsons sem sonur hans, Jason, las, sagði hann: „Fyrsta skylda mín er við htlu börnin mín. En þegar um hægist verður aðaltakmark lífs míns að leita uppi morðingjann eða morö- ingjana sem slátruðu Nicole og Gold- man. Þeir leika enn lausum hala." Simpson hafði mikinn fjölda rán- dýrra lögfræðinga á sínum snærum og þeir drógu upp þá mynd að sak- borningurinn væri saklaust fórnar- lamb samsæris lögreglunnar, undir forustu kynþáttahatarans Marks Fuhrmans varðstjóra, sem nú er kominn á eftirlaun. Einn lögfræðinganna, Johnnie Cochran, vísaði á bug að hann hefði gengið of langt í að spila á kynþátt Simpsons en annar lögfræðingur Simpsons, Robert Shapiro, var ekki alveg á sama máli. En þótt Simpson hafi verið sýknað- ur af ákærum hins opinbera á hann samt yfir höfði sér þrjú einkamál af hálfu fjölskyldna hinna myrtu sem krefjast milljóna dollara í miskabæt- ur. Reuter ATBURÐARASIN I MALI O.J. SIMPSONS Eftir átta mánaöa réttarhöld var tólf manna kviðdómur aðeins fjórar klukkustundir að ná samhljóöa niöurstöðu um sýknu ruðningshetjunnar O.J. Simpsons af ákæru um tvö morð JÚNÍ JÚLÍ ÁG. SEPT. OKT, NÓV. DES. I JAN. FEB. MARS APR. MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁG. SEPT. OKT Llk Nicole Brown Simpsons og vinar henna, Ronalds Goldmans, linnast utan við hús hennar. Simpson handtekinn eltir eltingarleik I beinni útsendlngu I sjónvarpi. 22.JÚ1I Simpson kveðst algjörlega saklaus af öllurn ákæru- atriðum. 3,n6v. Val kviðdóms 24.jan.1995 Réttarhöld hefjast _H 12. febrúar Kviðdómur skoðar vettvang glæpa og heimili Simpsons. O.J. Simpson, samvari varð- haldi írúma 15 mánuði, er Irjáls lerða sinna. 2. oktober 9.num 4. apríl^^ííjériíidi Mark Fuhrman DNA rannsóknir lögreglumaður, tengja Simpson sem fann blóó- morðunum. Bloð úr ugan hanska, O.J. Simpson, vitnar I málinu. Nicole Brown Simpson og Ron Goldman finnst I Bronco-jeppa Simpsons. IS.júnf Simpson segir blóðuga hanska of litla til að passa á sig. Kviðdómur jhjbjbl ihljóða «f»W*» ffffffff aðnina. irsstað ''i H ' / þriðjudagur 3. oktober 25.-27. og 29. september I lokaræðu ákæruvaldsins er lögð megináhersla á blóðugu hanskana, sem fundust á vettvangi og í húsi Simpsons, og ylirlýsingu bflstjóra sem sagði Simpson ekki hafa verið heima þegar hann kom að sækja hann út á flugvöll kl. 10.42 morðkvöldið. Ákæruvaldið segir morðin hafa átt sér stað um 10.15 aðkvöldi 12. júní. Verjendur fullyrða að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir af kynþáttahatara innan lögreglunnar I Los Angeles. Ver]endur segja að ef blóðugu hanskarn- ir passi ekki sé ekki á þeim að byggja. »,septeri.bef Málið lagt I hendur kviðdóms. REUTER Fólkfurdulosíið um allan heim Viðbrögðín við sýknu O.J.Simpsons voru viðast hvar á einn veg, fólk var hissa og furðu lostið. Niðurstaða kviðdómsms var aðalmál fjölmiðla í fiestum löndum nema Frakklandi þar sem menn ypptu öxíum. Var fréttin um sýknuna lesin seiní í kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðv- anna. í Bretlandi spöruðu síðdegis- bíöðin ekki stóru orðin: „Þvílíkur farsi. Sirkus lætur Simpson laus- an svo hann geti grætt milljón- ir," sagði ein fyrirsogn meðan annað blaö sagði aö peningavald- iö hefði haft síðasta orðið. Sýknan kom of seint til að dag- blöð á Nýja-Sjálandi birtu fréttina í dag en David Lange, fyrrum for- sætisráðherra og lögmaður, sagði málið í samræmi við gamla nið- urstöðu kviðdóms í Bretlandi: „Betra er að sýkna sekan mann en dæma saklausan." Símalínur morgunþátta ástr- alskra útvarpsstöðva voru rauð- glóandi pg var fólk hissa. Margir sögðu verjendur hafa kastað ryki í augu kviðdómsins með því að einblína á kynþáttahlið málsins. Ein kona tók niðurstöðuna svo næra sér að Mn grét. Sápuópera í Kína var fjallað um málið af kaldhæðni og fyrirhtningu þar sem mörgum spurningum varð- andi morðin væri enn ósvarað. í Japan, Suður-Kóreu og Tævan voru viðbrögðin hófleg, aðallega þar sem niðurstaða kviðdómsins náði ekki í morgunblöðin. í Seoul sagði kona að fólki hefði staðið á sama um málið og ekki þekkt Simpson. En það hefði fyrst hneykslast þegar í ljós kom að hann var kvæntur hvítri konu. í Kina var málinu í heild líkt við skrípaleik þar sem margra mánaða vitnaleiðslum lauk með fjögurra klukkustunda fundi. Milljónir bíða kvíðdómenda Áður enformaður kviðdómsins las niðurstöðuna í réttarsalnum í gær höfðu fjölmörg dagblöð haft samband við heimili hans og boð- ið allt að 10 milljónir króna fyrir viðtal. Pjölmiðlar létu réttarregl- ur um að slíkt væri bannað ekki á sig fá og slógust bókstaflega um að fá viötal við kviðdómendur dagana fyrir uppkvaðninguna, Meðan niðurstaða kviðdórasins var lesin upp höfðu framleiðend- ur frá sjónvarpsstöövum komiö sér fyrir við hús kviðdómenda í von úm að lokka þá með peninga- summum. « Rafmagns- notkunmarg- faldaðist Álag á rafveitukerfi New York borgar margfaldaðist um það leyti sem niðurstaða kviðdómsins var lesin upp. Var álitið að kveUrt: hefði verið á um 800 þúsund sjón- varpstækjum á sama tíma en eft- ir aö útsendingu'lauk hrapaði rafmagnsþörfin verulega. Örtrödfyrirutan dómshúsið Gríðarlegur mannfjöldi safnað- ist saman fyrir utan dómshúsið í þann mund semniðurstaða kviö- dómsins var lesiri upp. Fjöldi manns ætiaði að græða á málinu á einn eöa annan hátt Þannig sagðist maður sem seldi sérstök Simpson úr geta työfaldaö verðið á þeim éftir að niðurstaðan væri ljós, úr 25 í 50 dollara (um 3 þús- undkrónur). Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.