Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 ATBURÐARÁSIN I MÁLI O.J. SIMPSONS Utlönd Fólkfurðu lostíð umallan heim Viðbrögöin við sýknu O.J.Simpsons voru víðast hvar á einn veg, fólk var hissa og furðu lostið. Niðurstaða kviðdómsins var aðalmál fjölmiðla í flestum löndum nema Frakklandi þar sem menn ypptu öxlum. Var fréttin um sýknuna lesin seint í kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðv- anna. í Bretlandi spöruðu siðdegis- blöðin ekki stóru orðin: „Þvílíkur farsi. Sirkus lætur Simpson laus- an svo hann geti grætt milijón- ir,“ sagði ein fyrirsögn meðan annað blað sagði að peningavald- ið hefði haft siðasta orðið. Sýknan kom of seint til að dag- blöð á Nýja-Sjálandi birtu fréttina í dag en David Lange, fyrrum for- sætisráðherra og lögmaður, sagði málið í samræmi við gamla nið- urstöðu kviödóms í Bretlandi; „Beti'a er að sýkna sekan mann en dæma saklausan." Símalínur morgunþátta ástr- alskra útvarpsstöðva voru rauð- glóandi og var fólk hissa. Margir sögðu verjendur hafa kastað ryki i augu kviðdómsins með því að einblína á kynþáttahlið málsins. Ein kona tók niðurstöðuna svo nærri sér að hún grét, Sápuópera í Kína var fjallað um málið af kaldhæðni og fyrirlitningu þar sem mörgum spurningum varð- andi morðin væri enn ósvarað. í Japan, Suður-Kóreu og Tævan voru viðbrögðin hófleg, aðallega þar sem niðurstaöa kviðdómsins náði ekki í morgunblöðin. í Seoul sagði kona að fólki hefði staðið á sama um málið og ekki þekkt Simpson. En það hefði fyrst hneykslast þegar í Ijós kom að hann var kvæntur hvítri konu. í Kína var málinu í heild Mkt viö skripaleik þar sem margra mánaða vitnaleiðslum iauk með Qögurra klukkustunda fundi. Milljónir bíða kviðdómenda Áður en formaður kviðdómsins las niðurstöðuna í réttarsalnum í gær höfðu fjölmörg dagblöð haft samband við heimilí hans og boð- ið allt að 10 milljónir króna fyrir viðtal. Fjölmiðlar létu réttarregl- ur um að sMkt væri bannað ekki á sig fá og slógust bókstaflega um að fá viötal við kviðdómendur dagana fyrir uppkvaðninguna. Meðan niðurstaða kviðdómsins var lesin upp höfðu framleiðend- ur frá sjónvarpsstöðvum komið sér fyrir við hús kviödómenda í von um að lokka þá með penínga- summum. Rafmagns- notkun marg- faldaðist Álag á rafveitukeríi New York borgar margfaldaðist um það leyti sem niöurstaða kviðdómsins var lesin upp. Var álitið að kveikt hefði verið á um 800 þúsund sjón- varpstækjum á sama tíma en eft- ir að útsendingu lauk hrapaði rafmagnsþörfm verulega. Örtröðfyrirutan dómshúsið Gríðarlegur mannijöldi safnað- ist saman fyrir utan dómshúsið í þann mund sem niðurstaöa kvið- dómsins var lesin upp. Fjöldi manns ætlaði að græða á málinu á einn eða annan hátt. Þannig sagðist maður sem seldi sérstök Simpson úr geta tvöfaldað verðiö á þeim eftir að niöurstaðan væri ljós, úr 25 í 50 dollara (um 3 þús- undkrónur). Reuter O. J. Simpson frjáls maður eftir að kviðdómur sýknaði hann 1 gær: Aðaltakmarkið að leita morðingjanna - sagði ruðningshetjan í yfirlýsingu sem sonur hans las fyrir fréttamenn Arnelle Simpson, dóttir O.J. Simpsons, og systir hans, Carmelita Durio, láta gleöi sína yfir úrskurði kviðdómsins i Ijós fyrir utan heimili Simpsons í gær. Ættingjar og vinir héldu honum veislu og höfðu skreytt húsið með blöðrum. Simamynd Reuter O.J. Simpson svaf heima hjá sér í nótt. Ruðningshetjan fyrrverandi gat um frjálst höfuð strokið í gær í fyrsta sinn í rúma fimmtán mánuði eftir að kviðdómur í Los Angeles sýknaði hann af öllum ákærum um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Nic- ole Brown Simpson, og vin hennar, Ronald Goldman. Morðin voru fram- in á heimili hennar í Brentwood- hverfi Los Angeles í júní í fyrra. Simpson sagði í yfirlýsingu eftir að hann hafði verið látinn laus að hann mundi helga líf sitt leitinni að morð- ingja eða morðingjum konu sinnar og vinar hennar. Bandaríkin töpuðu Óvæntum endalokum réttarhald- anna var sjónvarpað um alla heims- byggðina. Simpson fagnaði niður- stöðunni en fjölskyldur hinna myrtu trúðu ekki sínum eigin eyrum. Fred Goldman, faðir Ronalds, gat ekki haldiö aftur af tárunum þegar hann hitti blaðamenn í gær. Hann sagði að það hefðu ekki verið sak- sóknaramir sem töpuðu, heldur Bandaríkin og bandaríska réttar- kerfið. Fjölskylda Nicole Brown Simpson lét að því liggja að hún væri reiðubú- in að afhenda Simpson tvö ung börn hans aftur. „Við græðum ekkert á því að berjast. Fiölskyldueijur eru aldrei af hinu góða. Börnin mundu þjást,“ sagði Lou Brown, faðir Nic- ole, í viðtah við sjónvarpskonuna Diane Sawyer hjá ABC. Justin, 6 ára, og Sydney, 8 ára, hafa búið hjá Brown-fjölskyldunni í rúmt ár, eða frá því faðir þeirra var handtekinn. Simpson féllst á að af- sala sér forræði bamanna þar til hann gæti sjálfur annast þau aftur og er ekki annað að sjá en að skilyrð- um til þess sé nú fullnægt. Juditha Brown, amma barnanna, sagði að þeim hefði verið sagt frá niðurstöðunni um leið og fiölskyldan kom heim úr dómshúsinu. „Já, við sögðum þeim að pabbi væri frjáls maður. Þau voru ánægð. Þau elska pabba sinn. Við sögðum aldrei neitt misjafnt um pabba þeirra viö þau,“ sagði amman. Sýknudómur hneykslar Mörg hundmð stuðningsmenn O.J. Simpsons voru saman komnir fyrir utan dómshúsið og fögnuðu þegar úrskurður kviðdómsins lá fyrir. Jafnvel á Times Square í New York brutust út fagnaðarlæti. Margir Bandaríkjamenn lýstu yfir hneykslan sinni á því að kviðdóm- endurnir, níu blökkumenn, tveir hvítir og einn spænskumælandi, skyldu hafa hunsað það sem sak- sóknarar kölluðu „heilt fiall af sönn- unum“ sem tengdu Simþson við glæpinn. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með úrskurðinn," sagði Gil Garcetti saksóknari við frétta- menn. Hann sagði að embætti sitt liti svo á að málinu væri lokið. „Þetta voru peningar gegn engum peningum. Ef maður á nóga peninga í þessu landi getur maður greinilega brytjað eiginkonu sína í spað,“ sagði Jewel Holt, sem starfar viö sjón- varpsþáttagerð. Faye Resnick, vinkona Nicole Brown sem skrifaði bók um síðustu daga hennar, sagði: „Nicole hafði rétt fyrir sér. Hún sagði að hann ætlaði að drepa hana og að hann mundi komast upp með það.“ Brenda Moran, einn kviðdómenda, sagði hins vegar: „Ég tel að við höfum gert það eina rétta.“ Veisla hjá Simpson Ættingjar og vinir Simpsons héldu honum veislu á heimili hans í gær og höfðu skreytt híbýlin með blöðr- um í skærum litum. í yfirlýsingu Simpsons sem sonur hans, Jason, las, sagði hann: „Fyrsta skylda mín er við litlu börnin mín. En þegar um hægist verður aðaltakmark lífs míns að leita uppi morðingjann eða morð- ingjana sem slátruðu Nicole og Gold- man. Þeir leika enn lausum hala.“ Simpson hafði mikinn fiölda rán- dýrra lögfræðinga á sínum snærum og þeir drógu upp þá mynd að sak- borningurinn væri saklaust fórnar- lamb samsæris lögreglunnar, undir forustu kynþáttahatarans Marks Fuhrmans varðstjóra, sem nú er kominn á eftirlaun. Einn lögfræðinganna, Johnnie Cochran, vísaði á bug að hann hefði gengið of langt í að spila á kynþátt Simpsons en annar lögfræðingur Simpsons, Robert Shapiro, var ekki alveg á sama máh. En þótt Simpson hafi verið sýknað- ur af ákærum hins opinbera á hann samt yfir höfði sér þijú einkamál af hálfu fiölskyldna hinna myrtu sem krefiast milljóna dollara í miskabæt- ur. Reuter Eftir átta mánaða réttarhöld var tólf manna kviðdómur aöeins fjórar klukkustundir að ná samhljóða niðurstöðu um sýknu ruðningshetjunnar O.J. Simpsons af ákæru um tvö morð 13. júní 1994 Lík Nicole Brown Simpsons og vinar henna, Ronalds Goldmans, finnast utan við hús hennar. 17. júnf Simpson handtekinn eftir eltingarleik í beinni útsendingu I sjónvarpi. 22. júli Simpson kveóst algjörlega saklaus af öllum ákæru- atriðum. 3.nóv. Val kviðdóms 24. jan. 1995 Réttarhöld hefjast 12.febrúar Kviödómur skoðar vettvang glæpa og heimili Simpsons. O.J. Simpson, sem var i varð- haldi írúma 15 mánuði, er Irjáls lerða sinna. I___ri PR. MAÍ CE W JÚLÍ 9.mars 4.aprU-1. júní Mark Fuhrman DNA rannsóknir lögreglumaður, tengja Simpson sem fann blóð- morðunum. Blóð úr ugan hanska, O.J. Simpson, vitnar I málinu. Nicole Brown Simpson og Ron Goldman linnst í Bronco-jeppa Simpsons. Kviðdómur • • • um sýknu 2. október K/lödnr.uii kr.;;. ‘ t_.(3li uopkvaðmnqi:trestaðwkl i? aagmn eíti- þriðjudagur 3. oktober Niðgrs'cK'a -viJcin.naa.s Jssm up;.. 15. júnf Simpson segir blóðuga hanska of litla til að passa á 25.-27. og 29. september í lokaræðu ákæruvaldsins er lögð megináhersla á blóðugu hanskana, sem lundust á vettvangi og í húsi Simpsons, og yfirlýsingu bílstjóra sem sagði Simpson ekki hafa verið heima þegar hann kom að sækja hann út á llugvöll kl. 10.42 morökvöldió. Ákæruvaldið segir morðin hafa átt sér stað um 10.15 að kvöldi 12. júnf. 27.-2B. september Verjendur fullyrða að sönnunargögnum haíi verið komið lyrir al kynþáttahatara innan lögreglunnar I Los Angeles. Verjendur segja að ef blóöugu hanskarn- ir passi ekki sé ekki á þeim að byggja. 29. september Málið lagt í hendur kviðdóms. REUTER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.