Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Sviðsljós Madonna mun leika Evitu í samnefndri kvikmynd. Hér er hún ásamt höfundum söngleiksins sem myndin byggir á, Andrew Lloyd Webber, t.v., og Tim Rice. Simamynd Reuter Pauline eins og hún er í myndinni. Ýmislegt er nú á mann lagt: Sharon breytist í akfeitt morðkvendi Madonna ásamt meðleikurum sínum i Evitu, Jonathan Pryce, t.v., og Antonio Banderas. Simamynd Reuter íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja Pauline Quirke, feitlagnari systurina í Sækjast sér um líkir, bresku þáttaröðinni. Pauline ætlar að skipta um ímynd, hætta að vera þessi krúttlega bolla, og taka að sér öllu umfangsmeira hlutverk: Rúm- lega hundrað kílóa morðkvendis. Ekki er Pauline nú örðin rúm hundrað kíló í alvörunni og sem bet- ur fer fyrir hana, þarf hún ekki að borða yfir sig næstu vikurnar til að bæta á sig kílóum. Nei, þess í stað þarf hún að æfa sig í að fara í og úr fltubúningi. Hún virðist sextíu kfló- um þyngri þegar hún er komin í hann en hún er í raun og veru. í sjónvarpsmyndinni, sem heitir The Sculptress, leikur Pauline hús- móöurina Olive Martin sem dundar sér við að drepa móður sína og syst- ur og skera þær í sneiðar. „Það er langur vegur frá Olive til Sharon í Sækjast sér um líkir,“ segir Pauline. „En hlutverkið hefllaöi mig samstundis þegar ég las skáldsöguna eftir Minette Walters." Pauline eins og hún er. Pauline heldur áfram: „Olive er stórkostlegt tækifæri fyrir hvaða leikkonu sem er. Svo hef ég aldrei leikið morðingja áður. Hún er rúm- lega hundrað kíló en ég er ekki enn komin svo langt. Búningadeildin þurfti því að bæta utan á mig og ég á í basli við að hreyfa mig alminlega," segir Pauline Quirke. Madonna leikur Evitu Söngkonan Madonna mun leika Evitu í nýrri kvikmynd sem byggir á hinum þekkta samnefnda söngleik eftir þá félaga Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Webber og Rice eru ein- ir helstu söngleikjasmiðir sam- tímans en eftir þá liggja söngleikir eins og Jesus Christ Superstar og Chess. Upptökur á tónlistinni fyrir Evitu hófust á mánudag og var mannskapurinn þá myndaður í bak og fyrir. Með aðalkarlhlutverkin í myndinni fara þeir Jonathán Pryce og hjartaknúsarinn Antonio Band- eras, ástmaður Melanie Griffith. Leikstjóri myndarinnar er Alan Par- ker. Mel Gibson til bjargar Skotarnir vita sem er að þaö er alltaf hægt að reiða sig á Mel Gib- son, sérstaklega eftir að hann gerði hetjumyndina um William „Braveheart“ Wallace Englend- ingabana. Nú hefur Gibson kom- ið skoskum þjóðernissinnum til bjargar. Sökum vinsælda mynd- arinnar vegnaði þeim betur en áöur í skoðanakönnun. Elton endur- gerir Aidu Popparinn Elton John hefur tekið að sér aö gera tónlistina við teiknimyndaútgáfu Disney-sam- steypunnar af Aidu, óperu Verd- is. Elton stjórnaði tónlistinni fyr- ir Konung Ijónanna og fékk ósk- arsverðlaun fyrir snúð sinn. Samstarfsmaður Eltons veröur Tim Rice, sá frægi textahöfundur. Mussolini hrif- inn af Mikka ítalski einræðisherrann og erki- fasistinn Benito Mussolini var yfir sig hrifinn af teiknimyndafígúr- unni Mikka mús. Þá var hann lika skotinn í Mjallhviti og dvergunum sjö. Benito lagði það í vana sinn að syngja lög úr Disney-myndum fyrir börnin sín og hann hitti Di- sney sjálfan árið 1935. Góð ráð við bíl- þjófnaði Leikkonan Sandra Bullock var orðin svo þreytt á því að láta stela frá sér bílunum sínum fínu (þjóf- ar höfðu tekið fimm bíla frá henni traustataki á tveimur árum) aö hún keypti sér bara gamla beyglu. Og i gluggann setti hún orösendingu um aö þjófum væri velkomið að hirða hræið þar sem þaö hefði bara verið til vandræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.