Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 11 Fréttir f Fjárlagafrumvarpið fyrir 1996 lagt fram á Alþingi: Frysting persónuaf sláttar og miklar skattahækkanir - útgjöld ríkisins aukast um 7,8 milljarða miðað við gildandi fjárlög Tekjur ríkissjóös á næsta ári hækka um tæplega 7,8 milljarða mið- að við gildandi fjárlög. Útgjöldin auk- ast um ríflega 4,2 milljarða og hefur þá verið tekið tiUit til aukinna sér- tekna ríkisstofnana upp á 518 millj- ónir. Þetta kemur meðal annars fram í fjárlagafrumvarpi ríkissrjórnarinn- ar sem Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra lagði fram á Alþingi í gær. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóða á næsta ári verði 119,9 milljarðar og útgjöldin 123,8 milljarðar. Gangi þetta eftir mun fjárlagahalli næsta árs nema tæplega 3,9 milljörðum króna, Til saman- burðar má geta þess að í gildandi fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 7,4 milljarða haila. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs aukist um tæplega 3,5 milljarða frá fjárlögum þessa árs og verði 25,4 milljarðar. Hrein lánsfjárþörf ríkis- sjóðs lækkar hins vegar úr 9,4 miHj- örðum í rúmlega 4,2 milljarða. Auknar tekjur ríkissjóðs stafa af skattahækkunum og aukinni veltu í þjóðfélaginu aö undanförnu. Miðað við fjárlög þessa árs er gert ráð fyrir að tekjuskattar á einstaklinga skih ríkissjóði tæplega 1,4 milljörðum í auknar tekjur og tekjuskattur á fyr- irtækin 1 milljarði. Launaskattar og hækkun tryggingagjalds eiga að auka tekjur ríkissjóðs um tæplega 1,3 milljarða og skattar á vörur og þjónustu eiga að skila 3,4 milljörðum í auknar tekjur. Aðrar tekjur ríkis- sjóðs aukast um 560 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir að persónuafsláttur hækki um næstu áramót með vísan til þess að skattlagning á lífeyrisið- gjöld verður að fullu afnumin á árinu 1997. Á útgjaldahhðinni er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður ríkissjóðs auk- ist um tæplega 8,7 prósent miðað við fjárlög 1995 eða tæplega 4 milljarða og verði 49,8 miUjarðar. Launakostn- aðurinn eykst um 11,9 prósent eða rúmlega 4,3 milljarða og önnur rekstrargjöld um 1 prósent eða um 164 milljónir. Á móti vega hins vegar sértekjur sem aukast um 7,6 prósent eða 518 milljónir. Samkvæmt frumvarpinu munu út- gjöld til tryggingamála og rekstrar- tilfærslu nema 47,9 milljörðum króna samanborið við 46,4 milljarða í fjárlögum 1995. Greiðslur vegna Ui:;<jökl ulúm - eftir ráöuneytum í milljónum króna w& l - Aöalstjórn ríkisins J^f/J Forsætisrn. ||24 Menntamálarn. Utanríkisrn. ¦ *-to* tí 1.866 Landbúnaðarrn. Sjávarútvegsrn. Dóms- og kirkjumrn. Félagsmálarn. Heilbr. og Tryggmrn. Fjármálarn. Samgöngurn. 116.944 •19.173 »Fjárlögl995 ¦ Fjárlagafrv. 1996 18.349 17.754 Viðskiptarn.- Hagstofa íslands Umhverfisrn. |728 146.228 ¦* 49.196 Iðnaðarrnf^fiogí "\ ^s^ V' t £»nU Aséta Friðriks í þjððaricökuifia — hlutfall skatta og annarra tekna af þjóöarframleiðslu - Skattar Heildartekjur 1991 1992 1996 l bóta almannatrygginga og atvinnu- leysistrygginga eru áætlaöar 31,6 milljarðar og til landbúnaðarins renna 5,7 milljarðar. Þá lækka fram- lög til Lánasjóðs íslenskra náms- manna um 1,4 milljarða. í vaxtagreiðslur er áætlað aö fari 13,1 milljarður á næsta ári og í við- haldsverkefni, einkum hjá Vegagerð- inni, er ráðgert að fari rúmlega 3,3 53 Hagvöxtur'95 H Hagvöxtur'96 =ggay Þjóðhagsáætlun: Dregur úr hagvexti Ný þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir að það hægi á hagvexti hér á landi á næsta ári vegna skerðingar á afla- heimildum og aukins aðhalds í þjóð- arútgjöldum. í ár er gert ráð fyrir að hagvöxturinnv verði 3,2 prósent en á næsta ári er gert ráð fyrir að hann verði einungis um 2 prósent. Á næsta ári er reiknað með að þjóð- arútgjöldin aukist um 2,8 prósent og að viðskiptajöfnuðurinn verði já- kvæður um 3,4 milljarða í stað 4,7 milljarða í ár. Búist er við að verð- bólgan verði um 2,5 prósent og að það dragi lítils háttar úr atvinnuleysi. Á árinu 1997 er gert ráð fyrir að hag- vöxtur aukist á ný og verði að jafn- aði um 2,5 prósent á ári til aldamóta. -kaa Greiðsluyflriit A-hluta ríkissjöðs - milljónir króna á verölagi hvers árs - %Vyy/.j ¦ Tekjur 140 000 MGjöld Rekstrarafkoma 120 000 — 100 000 — i ¦ ..¦"¦¦¦ " 80 000 - 60 000 - 40 0ÖÖ- 20 000 ¦ ihl 20 000 - i !i ¦ 86 I I i I : I i ! Mlíl lílll lilililililil lílll lllllllilJIII ¦ ¦ ¦ ¦ / / ¦va- |, &$:&:*&* ¦¦> ^ ^ / £7^~\J Stiipting ríRtssjiodstetaa 3.561 - í milljónum króna - Reikn. '94 Fjárlög '95 Áætlun '95 Eignarskattar E Skattar á vörur og þjónustu-^s^ IIBTryggingagjóld, :• launaskattar. Frumvarp '96 sgU milljarðar sem er ívið minni upphæð framhaldsskólum. Verja á alls 9,7 en í fjárlögum þessa árs. Samkvæmt milljörðum til fjárfestinga á næsta frumvarpinu verður dregið úr fjár- festingum ef undan eru skildar end- urbætur á menningarbyggingum og ári samanborið við 11,6 miHjarða í fjárlögumþessaárs. -kaa Tekjuskattur einstaklinga: Hækkar um mílljarð Tekjuskattsbyrði einstaklinga mun aukast um milljarð króna ákveöi AÍþingi að frysta persónuaf- sláttinn eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpí rfMsstjórnar- ihnar, Hækkun á tryggingagjaldi atvinnuvega er ætíað að skila rikis- ðjóði öðrum milljarði i auknar tékj- w. Alls gera þetta um 2 miDjarða í aukna skatta. í Öárlagafnimvarpinu er enn- fremW gert ráð fyrir áð sértekjur aulost um Mð miUjónir miðað við fjárlðg þessa árs. Meðal annars er gért er ráð fyrir að sértekjur sjúkrahúsa aukkt um 104 milljónir með aúkinni gjaldtöku. Samkvæmt frumvarpinu verða grejðslur bóta vegna lífeyristrygg- inga skertar um ríflega 1,1 miUjarð. Um 450 muöónir á að spara œeð því að afnema verðlagsuþpfærslu bóta, uni 285 milljónir á að spara med tengingu tekjutengdra bóta við fjármagnstekjur og um 250 milJjón- ir með setningu reglna um svókall- aðar heimildarbætur. Skerðing bótagreiðslna nær einn- ig til feðra- og Riæðraláuna og er ætlunin áö minnka ríkisútgjöldin um 125 tnÍUjónir með þehn liættt Hætta á greiðslu bóta roeð einu barni og bótafjárhæðir með öðru og þriðja bami verða skertar vun sömu kronutölu eða um 12.576 krónur á ári Ennfremur er gert ráð fyrir 5 milljóna króna sparnaði með þvi að fella niður ekkjuMfeyri^ Á sviði sjúkratrygginga er einnig ráðgert að lækka útgjöldin veru- lega eða um 880 milljónir. Meöal annars er gert ráö fyrir að afsláttur efttrlaunaþega á greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu hefjist við 70 ára aldur í stað 67 ára. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.